Alþýðublaðið - 05.10.1955, Síða 4

Alþýðublaðið - 05.10.1955, Síða 4
4 A í þ ýð u b1að i& . Miðvikudagur 5. október 1955 Útgefandi: Alþýðuflokþurinu. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjdlmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Áuglýsingastjóri: Emilía SamádsdóUlr. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Álþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. ’Ásþnftarverð 15,00 á mánuði. í lausasölu 100. Því fyrr því betra Sfgvaldi HJáimarsson: Bretlandsþættir - sem komu þangað me s § % s s s s S .'t ,s ,s .5 ;N Á ,s ,s ,s s s UNDANFARNA daga hef- ur orðið vart mænusóttar hér í Reykjavík eins og skýrt var frá í blöðunum í gær. Er því miður nokkur hætta á, að faraldur þessi breiðist út, og þess vegna nauðsynlegt að gera ráðstafanir í tíma. Heilbrigðisstjórnin hefur brugðizt vel við í þessu efni. Hún heitir því að tryggja sjúklingum sjúkrahúsvist og viðeigandi læknishjálp og hjúkrun. Verður að ætlast til þess, að þeirri fram- kvæmd verði hagað þannig, að vel sé að sjúklingunum búið um húsnæði og læknis hjálp, en á því hefur hingað til þótt misbrestur, þegar veikindafaraldur hefur geis- að. Enn fremur hefur verið ákveðið að fresta því að minnsta kosti til 15. október, að barnaskólar höfuðstaðar- ins taki til starfa. Loks hafa verið birtar leiðbeiningar til almennings um varúðarráð- stafanir vegna veikinnar. Allt er þetta góðra gjalda vert, ef fram- kvæmdin tekst vel. En mænusótt er svo hættuleg- ur sjúkdómur, að einskis má láta ófreistað tií þess að stöðva útbreiðslu henn- ar þegar í upphafi. Heil- brigðisyfirvöldin ættu þess vegna strax að íhuga, hvort ekki muni hyggilegt að setja á samkomubann í bænum. Ráðstðfunin um frestun barnaskólanna er sjálfsögð, þar eð æskan mun hér í mestri hættu. En er ekki eins nauðsyniegt að banna bíósýningar og dans leiki? Mörgum -Ieikmanni mun sýnast svo. AuðvifaS fylgja slíku einhver óþæg- indi, en hvaða máíi skipta þau aukaatriði, ef hægt er að bjarga vnannslífum með samkomubanni? Og hlut- aðeigandi aðilar verða að minnast þess, að farsælla er að grípa til siíkra ráð- stafana o£ fljótt en of seint. Skjót úíbreiðsla mænusóttarínnar er geig- vænlegur háski. Vitaskuld er engin ástæða til að ör- vænta, þó að þennan ó- boðna gést beri að garði, en átía lömunartilfelli og eitt dauðsfall á tíu dögum bend ir samt til þess, að ráðleg- ast muni að læsa dyrunum. Samkomubann er vafalaust raunhæfasta ráðstöfunin til að stemma stigu fyrir vágestinum og þess vegna eðlilegt,- að hugmyndin um það sé mönnum efst í huga. Alþýðublaðið viðurkennir fúslega, að heilbrigðisstjórn in hefur brugðizt drengilega við. Eigi að síður verður skil yrðislaust að ætlast til þess, að hún reynist svo framsýn og mikilvirk að hlutast til um algert samkomubann, ef veikin heldur áíram að herja á börn höfuðstaðarins. Hér gildir reglan: Því fyrr því betra. Að síðustu skal svo brýnt fyrir fólki að kynna sér ræki lega leiðbeiningar heilbrigð- isyfirvaldanna og fylgja þeim í hvívetna. Reykvíking ar verða að leggjast á eitt um að vinna varnarsigur, sem stöðvi útbreiðslu mænusótt- arinnar. Seint fyUist sálin VERZLUNARRÁÐ ÍS'- LANDS hefur krafizt af- náms þeirra fáu verðlagsá- kvæoa, sem enn eru í gildi. Sannast hér einu sinni, að seint fyllist sálin gróðamann anna, er sprengja upp verð á vörum og þjónustu og firmst tekjur sínar aldrei nógar. Eftir er að sjá, hversu stjórnarvöldin bregðast við þessum tilmælum, en afstaða almennings er vissulega ó- tvíræð. Hann krefst þess skil yrðislaust, að horfið sé frá því ráði að magna verðbólg- una og dýrtíðina, sem er að sliga fjármál okkar og at- vinnulíf. Fólkið í, landinu mun alls ekki sætta si-g við það. að orðið verði við hin- um ósvífnu tilmælum verzl- unarráðsins. Við erum sann- arlega komin of langt en ekki of skammt út á óheilla- braut verðbólgunnar. Gerfst áskrlfendur fölaisins. Álþýðublaðl BLACKPOOL 27. sejt. FÁAR BORGIR munu um tíma hafa haft meiri skipti við íslendinga en Fleetwood, út- gerðarborgin á vesturströnd Englands. Þar voru íslenzktr togarar tíðir gestir á stríðsárun um og fluttu Bretum, sem þá _ áttu við raunir styrjaldarinnar |að etja, björg í bú. íslenzkir sjómenn voru þá allt annað enn sjaldséðir gestir þar og fluttu heim vitneskju um þessa borg, sem er aðeins litlu minni en höfuðborg íslands. Vörur keyptar í búðum í Fleetwood voru notaðar á íslenzkum heim ilum, og fiskur, sem íslenzkir sjómenn veiddu á íslandsmið- um og fluttu yfir íslandsála gegnum hættur styrjaldarinn- ar, var á borðum á heimilum í Flettwood. KYNNI ÍSLENDINGA OG FLEETWOODBÚA Þessi kynni eru ekki gleymd Fleetwood. — Fleetwoodbúar sakna nú íslenzku sjómann- anna, sem komu með fiskinn á stríðsárunum, og vona að þeir geti hafið þangað aftur sigling ar, að því er borgarstjórinn í Fleetwood komst að orði í há- degisverðarboði, er hann helt vegna komu okkar fjögurra ís lenzkra blaðamanna þangað í dag. Og annar ræðumaður, J. Robinson, bæjarfulltrúi benti í ræðu við sama tækifæri á þau kynni, er Fleetwoodbúar höfðu af íslendingum, er áhöfn af tog aranum Doon var bjarga, en sú björgun hefur eins og kunnugt er verið kvikmynduð og gefið nafnið Björgunarafrekið við Látrabjarg. BORGARSTJÓRI SJÓMAÐUR VIÐ ÍSLAND. J. Robinson var einn þeirra, er kom til Patreksfjarðar til að heiðra þá, er það afrek unnu. Og borgarstjórinn í Fleetwood þekkir líka til íslands af eig- in raun. Hann hefur nefnilega verið sjómaður og komið til ís lands. Nú er hann hins vegar fiskkaupmaður. Sá háttur er á haftur um val borgarstjóra hér, að hann er kosinn af bæjar- stjórn til eins árs í senn. Hann vinnur svo við stjórn borgarinn ar á venjulegum skrifstofu- tíma. Mr. Pearsce fer hins veg ar eldsnemma á fætur og vinn- ur um nokkurn tíma að morgn inum við fisksölu sína, og stund um þarf hann að flýta sér að fara í bað og skipta um föt, áð ur en hann tekur á móti erlend um gestum í nafni borgarinn- ar. Slíkt þekkist ekki allsstað- ar. BORG LJÓSKREYTING- ANNA. Fleetwood er fiskveiða- og fiskiðnaðarborg. Þar eru gerð ir út 130 togarar, og hún telst þriðja mesta fiskveiðiborg' Bretlands, næst Huil og Grims by. Lætur að Iíkum, að mest öll iðja og atvinna í ekki stærvi borg er bundin við flotann. En jþar er nú að rísa myndaríegt fyrirtæki, sem fleirum kemur að notum en Fleetwoodbúum. Það er rafstöð, sem mun, þeg- 'ar hún er fullgert, framleiða 90 þúsund kílóvætta orku. All ar raforkustöðvar eru hér tengd ar saman í allsherjarkerfi, svo 1 að þessi rafstöð leggur ekki síð ur öðrum borgum en Fleet- wooa til orku. Inðaðarborgirnar : í grenndinni eru líka ærið raf- 1 orkufrekar, og ekki síður ferða ' mannaborgin Blackpoll, sem er alveg á næstu grösum. Þá borg heimsóttu íslenzkir sjó- > menn einnig, sökum nálægðar við Fleetwood, þar sem fiskin- um yar landað, enda eftirsókn arverður skemmtistaðir þar. Borgin byggir tilveru sína á ferðamannastraumi. Hún lokk- ar til sín sjómenn frá Fleet- wood, er þeir eiga leyfi frá ströfum, ,og sömuleiðis starfs- fólk frá iðnaðarborgunum. Og til þess að lengja aðalferða- mannatímann, hefur verið fund ið upp það snjallræði að skreyta borgina með hinum margbreyti legustu raf'magnsljóum, svo a3 einstætt má kallast. Eru göt- urnar, sem skreyttar hafa ver- ið, hvorki meira né minna en 7 mílur á lengd, eða eins og langleiðis upp að Lögbergi frá Reykjavík. Sést bjarmi á skýj unum yfir borginni langar leið ir að, þegar komið er til henn ar að kvöldlagi. Sigvaldi. Jón Þorstelnsson: SKÁKÞÁTTUR ÖNNUR UMFERÐ Pilnik- skákmótsins var tefld að Þórs- eafé á mánudagskvöldið. Arin- björn hafði hvítt gegn Pilnik og tefldi alveg sérstaklega vel. Skákin varð mjög spennandi ' og áhorfendur fylgdust með af ‘‘ mikilli eftirvæntingu. Skákinni Iauk með jafntefli eftir 39 leiki, j og er hún birt hér á eftir. ! Hjá Jóni Einarssyni og t Baldri Möller kom fram upp- ' skiptáafbrigðið af Orthodox- vörn, en þeirri vörn beitir Baldur oft gegn drottningar- peðsleik. Skákin var róleg og yfirlætislaus, en heldur virtist staða Jóns öruggari. Hann hóf minnihlutasókn með peðunum drottningarmegin, en náði eng- um sérstökum árangri með því. ^Eftir að nokkur uppskipti á jmönnum höfðu farið fram var samið jafntefli. i Þórir lék drottningarpeði gegn Guðmundi Ágústssyni, en Guðmundur svaraði með Grún- felds-vörn. Þórir tefldi byrjun- ina vel og hallaði strax á Guð- mund. Fékk Guðmundur lokaða stöðu og reyndi að rétta við með peðaframrás drottningar- megin. Það bar þó ekki tilætl- aðan árangur og tapaði Guð- ' mundur peði í þeim svipting- um án þess að rétta nokkuð við : stöðuna. Síðar komust báðir í mjög mikla tímaþröng og þó Guðmundur öllu meiri. Hélt Þórir þá vel fram, sínum hlut ' og mátti Guðmundur gefast upp , um það leyti, sem skáktíman- um lauk. Við Guðmundur Pálmason gerðum jafntefli í 25 leikjum. Ég hafði hvítt og lék drottn- ingarpeðshyrjun, en hann beitti drottningar-indverskri vörn. Ég hafði þægilega stöðu framanaf, en Guðmundur sótti sig þegar á leið og virtist um tíma vera að ná undirtökunum. Mér tókst að smjúga út úr vandanum, og þá bauð Guðmundur jafntefli, sem ég þáði með þökkum. Skák Ásmundar og Inga var mjög þunglamaleg og bundin. Aðeins ein lína, b-Iínan, var opin á borðinu. Smátt og smátt virtist Ingi ná betri skák. Þegar , skákin fór í bið áttu, báðir jafn ’mörg peð og drottningu. En þess utan átti Ingi riddara gegn biskupi, og þar sem riddarinn nýtur sín vel í lokuðum peða- stöðum eru sigurhorfurnar Inga megin, þótt líklegra sé að skák- in verði jafntefli. ; Hvítt: Svart: Arinbj. Guðmundss. H. Pilnik Kóngs-indversk 1. «14 2. c4 3. R—c3 A tíA vörn. R—£6 gS B—g7 5. B—e2 O.Ö Rb—á7 6. R—í'3 e5 7. 0-0 0-0 8. H—el cS 9. B—fl R—g4 10. h3 eX d4 11. RXd4 D—b6 Nú héldu flestir áhorfendur að Pilnik væri búinn að fá yfir- burðastöðu, en Arinbjörn, sem er ágætlega að sér í þessari byrj un, teflir framhaldið mjog vel og hnekkti þessum skoðunum. 12. hxRg'4 Bezt. 12. Rc—e2 gefur svört- um ef til vill færi á að fórna riddaranum á f2, og 12. R-—a4 er heldur ekki gott. 12. Ð X Rd4 13. B—e3 DXÐdl 14. HaXDdl R—e5 15. HXd6 B—e6 16. e5 Hér dugar ekki að Ieika b3 vegna R X c4 og riddarinn á c3 er valdlaus. 18. Hf8—c8 17. B—d t R—£6 18. H—dl ! Ónákvæmur leikur. Betra var i 18. f3. Nú byrjar slagurinn fyr- ir alvöru. Hf6—c8 ætlar sér að vinna d6 fyrir bískup eða 18. Svaríur hrókinn á riddara. 19. B— 20. B— 21. f3 22. B-—f6! Pilnik vinnur skiptamun, er verður að kaupa hann mjög dýru verði á kostnað stöðunnar. -e3 R- B- R- _rrÆ —£8 -h6 22. 23. cXBdö 24. e5 25. B—h4 BXHd6 K—fS R—gS hS Þessi leikur greiðir fyrir sókn (Ffh. á 6. síSu.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.