Alþýðublaðið - 12.10.1955, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.10.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. okt. 1955 Alþýðublaðift og FÁAR Evrópuþjóðir hafa fram tíl síðustu ára skeytt minna um verndun fornra siða og minja en vér íslending- ar, öðrum þræði meir sakir þess að þjóðin bjó við sérstaka einangrun og kyrrstöðu, að hinum vegna ræktarleysis við forfeður og fortíð, eins og enn vill við brenna. Nú blandast samt engum hugur um, að Sigurður málari Guðmundsson er einri af merk ustu brautryðjendum og nýt- ustu sonum ættlands vors, en hann átti manna mestan 'þátt í stofnun þjóðminjasafnsins, Býr það enn í dag að hugsjónum hans og starfi. Þótt þjóðminjasafnið eigi miklu hlutverki að gegna, sem varðar landið allt, orkar ekki tvímælis, að hreyfing sú, sem hafizt hefur á síðustu árum í þá'átt að stofna til minjasafns innan einstakra héraða, á full- an rétt á sér. Á þessari öld hefur orðið bylting í lífi þjóðarinnar. Vér ” lifum að kalla nýju lífi í nýju ' landi. Öll tækni er gjörólík því, • sem áður var, alls staðar hafa , ný tæki leyst hin gömlu af hólmi. Jáfnframt er bygging- arstíllinn nýr og byggingarefn- in önnur en áður. Jafnvel hús- munir hafa tekið á sig nýja mynd. Torfbæir hafa þokað fyr ir steinhúsum, — ýtur, bílar og dráttarvélar með alls konar til- heyrandi tækjum, útrýmt að mestu eða öllu orfum og ljá- um, reiðingum, kvörnum, — jafnvel reipum og kerrum, já, beizlum og hnökkum, svo eitt- hvað sé nefnt, sem voru dag- legustu hlutirnir á hverju heimili fyrir fáum árum. Ef til vilí kemur ekkert af þessu aftur í almenn not, og nöfn og notkun týnist úr minni og máli almennings. En þetta á sína aldagömlu sögu, og víst mun framtíðinni þykja mikill fengur í því, bæði sakir sögu og menningar, að eiga sem flest ar og sem víðast minjar hinna fyrri tíða. Til þess að sannfær- ast um það, þurfum vér ekki annað en minnast þess, hve vér hörmum nú allt, sem glatast hefur af fræðum fyrri tíða, svo að oss þykir nú mikilsvert ef eitt skinnblað finnst, hvað þá dysir með einhverjum munum. Nokkur héruð hafa þegar með góðum árangri hafizt handa um að bjarga undan sjó og úr hafróti breytinganna ýmsu úr farkosti fyrri tíðar ALLT A SAMA STAÐ. svampagummi er nota má í staðinn fyrir gólfteppafílt, út- vegum vér frá Eng- landi. — Gerir teppið þykkt og mjúkt. Eykur endinguna stórlega. H.f. Eglll Vilhjálmsson Laugaveg 118 Sími 81812 manna, sem svo að segja hefur verið kastað á glæ. Enda eru nú síðustu forvöð að hirða margt, sem er að glatast í grasi eða grafast í sand. Húnavafnssýsla er eitthvert sögufrægasta hérað landsins að fornu og nýju. Þar hafa einn- ig orðið hvað mestar breyting- ar á byggingum og búnaði öll- um. Öss virðist því ærin nauð- syn að sinna þar þessu máli, héraðinu til sæmdar og nytja í jnútíð og framtíð. Þeim mun 1 sjálfsagðara líka, sem riú erú . fyrir hendi góðir og örúggir 1 geymslustaðir fyrir fornminjar ' bæði í Héraðshælinu á Blöndu | ósi og Héraðsskólanum á Reykj iUm I Hrútafirði. Vér höfum | þegar hafizt lítillega handa, gert nokkrar eftirgrennslanir í þá átt hvað til sé af merkum fornmunum í sýslunni, og hvort einstaklingar v æru ekki fúsir að láta þá af hendi til byggða- safns. Þetta hefur komið í ljós: A. Mikið er til af alls konar sjaldgæfum og merkum mun um og tækjum, sem nauðsyn ber til að varðveita og bezt eru geymdir í vörzlu og á kostnað byggðasafns. B. Þeir einstaklingar, sem þegar hefur verið leitað til, hafa yfirleitt brugðizt ági lega við tilmælum vorum og ýmist afhent muni eða heitið að það yrði gert eftir sinn dag. Kom það skýrt í ljós, et sendi maður af vorri hálfu fór um úti á Skaga nýlega. En þar eru bændur enn hvað fornbýlastir og' geymnastir, en einnig örlát- ir og höfðinglyndir. Húnvetningar búsettir utan sýslunnar, einkum í Reykjavík, hafa sýnt máli þessu einna mestan skilning frá upphafi. Húnvetningafélagið í Reykja- vík átti raunar drjúgan þátt í að koma verulegu skriði á mál ið bæði með nefndarskipun og fjárframlögum. Þar hafa og nokkrir einstaklingar lagt fram góðan skerf, svo sem frú Gunn fríður Jónsdóttir myndhöggv- ari. Sýslunefndirnar í A.- og V.- Húnavatnssýslu hafa á síðast- liðnu vori kosið nefndir í mál- ið, lagt fram húsnæði og heit- ið frekari stuðningi. Nú eru það tilmæli vor, að allir Húnvetningar innan sýslu og utan, sem og vestan hafs, gefi máli þessu gaum og leggi því lið m. a. á eftirfar- andi hátt: 1. Menn athugi hvort þeir eigi ekki í fórum sínum muni, tæki, myndir o. s. frv., sem þeir telja bezt geymt á byggðasafni. (Munið að skrifa nöfnin aftan á gaml- ar myndir og láta helzt sögu hlutanna fylgja, ef hún er sérstök og þið þekkið hana. 2. Þeir gefi þessi muni til safnsins eða ánafni þá því eítir sinn dag. 3. Þeir, sem selja vildu slíka muni sanngjörnu verði, láti einhvern undirritaðan vita af því. Framar öllu leggjum vér þó ríka áherzlu á að hver einstak- lingur gæti þess, að ekkert glat ist að óþörfu, sem hefur menn- ingarlegt og þjóðlegt gildi, en varðveiti það, ef ekki á þenn- an hátt, þá á annan veg, Munið, þegar þið rífið .gömlu bæina, takið til í geymslúnum. flytjið búferlum o. s, frý. að henda ekki hlutunum fviTr það eitt, að þeir eru gamlir bg úr- eltir. Gefið oss fremur kost á varðveita gamalt tæki ef það telst þess vert en láta það fúna niður eða ryðga sundur. Jafn- vel örsmár og lítilfjörlegur hlutur, meira að segja úr lagi genginn, getur haft mikið gildi, ef hann er torfenginn eða á sér staka sögu. Gætum þess líka, að hérað vort lifir kynslóðirnar og í eigu byggðasafnsins eru munir af húnvetnskum toga spunnir og úr eigu Húnvetninga, verð- mætari og þeim betur borgið en á flækingi annars staðar, lausir úr tengslum við upp- runa sinn og sögu. Látum þennan vísi, sem nú er að spretta, verða einn þeirra meiða, sem hæst ber í Húna- vatnssýslu. Geruin byggðasafn ið að héraðsprýði og þjóðar- að |Um honum gróða. Það tekst, ef hver legg- ur fram sinn skerf. Bvggðasafnsnefnd Húnavatnssýslna. Jósefína Helgadóttir. Hulda Stefánsdóttir. Kristín Gunnarsdóttir. Gísli Kolbeins. Jón ísberg. Páll Kolka. Byggðasafnsnefnd Húnvetningafélagsins í Rvík. Guðrún Sveinbjörnsdóttir. Finnbogi Júlíusson. Gunnar Árnason. Jóhann Briem. Opmberir sfarfsmenn (Frh. af 8. síðu.) að frá ársbyjun 1956 yrði geidd full verðlagsuppbót á laun op- inberra starfsmanna. Síðan hafa, eins og fyrr Segir, fast- launamenn í þjónustu einka- fyrirtækja bætzt í hóp þeirra launþega, sem fá greidda fulla verðlagsuppbót á laun, og er réttmætt, að opinberir starfs- menn fái verðlagsuppbót eftir sömu reglum og aðrir launþeg- ar. ENDIR Á MISRÆMI. Með frv. þessu, ef að lögum verður, er bundinn endir á mis- ræmi það, sem verið hefur um greiðslu verðlagsuppbótar nú um sinn, á laun starfsmanna ríkisins og flestra annara laun- þega. tökum og Orðið minnisstæðastar. Upphafssagan í safninu Á veraldar vegum, „Læknis- hjálp“, er prýðisgóð saga, en meiri snilldarbragur er þó á næstu sögunni, „Samvizku- semi“, sem er gerð af mikilli nærfærni og er ágætt dæmi þess, hvernig Þórir Bergsson sér hið stóra og almenna í hinu smáa og hversdagslega, að ann- arra dómi. „Silfurbúin svipa“, þó gjörólík sé um efni, er einn- ig áætlega sögð saga, hnútur atburðaþráðanna í sögulok leyst ur á eftirminnilegan hátt. í sögunni „Dagstund á Grjót- eyri“, er brugðið upp svipmynd, sem hittir markið vel, og „Hjálp í viðlögum“ er bæði prýðisvel sögð saga og skemmtileg; „Mála gjöld“ er einnig mjög sniðug saga, en „Listin að lifa“ samt stórum listrænni að gerð og svipmerkt næmleik tilfinning- anna og djúpu innsæi. Upphafssagan „Ást“ í safn- inu „Frá morgni til kvöids“ er ágætlega gerð, og „Að lokum“ ber hugkvæmni höfundar gott vitni, en frumlegri er þó sagan „Sendibréf“, þó örstutt sé. Kemur þá að þeirri sögunni, sem mestur meistarabragur er á af öllum hinum ágætu og at- hvglisverðu sögum í bókum höfundar, en Nefndarkosningar ÍFrh. ftf 1. sfðtt.) Sjávarútvegsnefnd: Guðm. í. Guðmundsson (A), Bernharð Stefánsson (F), Vil- hjálmur Hjálmarsson (F), Jó- hann Jósefsson (S), Ingólfur Flygenring (S). Iðnaðarnefnd: Guðm. í. Guðmundsson (A), Fáll Zóphóníasson (F), Herm. Jónasson (F), Gísli Jónsson (S), Jóhann Jósefsson (S). Heilbrigðis- og félagsmálancfn. Haraldur Guðmundsson (A), Karl Kristjánsson (F), Vilhjálm ur Hjálmarsson (F), Gísli Jóns- son (S), Ingólfur Flygenring S. Menntamálanef nd: Haraldur Guðmundsson (A), Andrés Eyjólfsson (F), Bern- harð Stefánsson (F), Ingólfur Flygenring (S), Sigurður Ó. ÓL- afsson (S). I sameinuðu þingi: Fjárveitinganefnd: Hannibal Valdimarsson (A), Karl Kristjánsson (F), Halldór Ásgrímsson (F), Helgi Jónas- son (F), Pétur Ottesen (S), Jón- as Rafnar (S), Magnús Jónsson !(S), Lúðvík Jósefsson (K), Jón það er Kjartansson (S). „Frá morgni til kvölds“. Hún ■ Alls’nerjarnefnd: Þórir Bergsson (Frih. af 5. síðu.) aldarvegum og Frá morgni til kvölds, sem eru bæði á titil- blaði talin til ársins 1953, en komu samtímis á bókamarkað- inn í fyrra haust. í söfnum þess um eru alls 22 smásögur, sam- tals 504 blaðsíður að stærð. Eru sögur þessar, að vonum, nokk- uð misjafnar að gæðum oggildi, en bera eigi að síður allar vitni hugkvæmni höfundar, hagleik hans í sagnagerðinni, og þá ekki sízt þeim hæfileika hans, að gera sögur sínar þannig úr garði, að þær haldi huga les- andans föstum. Og mjög er það Þóri Bergssyni til sæmdar, og sínir það, hve prýðilega hann, heldur í horfinu um ritstörfin, að ágætu sögurnar í þessum bóltum hans eru fleiri en hinar, sem minna kveður að. Er það einnig mála sannast, að í fyrri flokknum eru sumar snjöllustu sögur hans. Rúm leyfir eigi að geta hverr ar sögu fyrir sig í þessum víð- tæku og harla fjölskrúðugu bók um höfundar, því að vissulega kennir þar margra grasa eigi síður en kjarngóðra. Verður því að nægja að vekja athygli á nokkrum þeim sögum, er tekið hafa hug greinarhöfundar föst- er afburðasnjöll að gerð, og hin mikla og hjartnæma harmsaga, sem er þar sögð, er túlkuð af fágætum sálrænum skilningi, og stíllinn er að sama skapi hnit miðaður, svo að þar stendur allt í föstum ksorðum. Þrjár sðustu sögurnar í bók- inni, „Auga fyrir auga“, „Fjall ganga“ og „Þorpið“, eru fram- haldskaflar af sögunni „Útverð ir mannheima“, er prentuð er í Nýjum sögum. Allar þessar þrjár sögur eru prýðisvel samd ar, og á það þó einkum við um söguna „Fjallöngu", sem er ó- venjulega markviss saga, þar sem tilfinningalíf sögupersón- anna er túlkað á skilningsríkan og snjallan hátt. Með sagnasöfnum þessum hefur Þórir Bergsson því enn á ný sýnt það og sannað, að hann er vel að þeim virðingarsessi kominn, er hann skipar í nú- tíðarbókmenntum vorum fyrir smásögur sínar sérsaklega, enda munu hinar beztu þeirra áreiðanlega verða langlífar, því að þar haldast í hendur listræn frásögn, bæði um söguform og samræmt málfar, og djúp- skyggn innsýn inn í sálarlíf þeirra manna og kvenna, sem höfundur leiðir fram á sjónar- sviðið. Söngkennsla (Frh. af 8. síðu.) ast söngmálum erlendis a.m.k. hálft ár áður en hann tekur hér við störfum. Þetta kostar sjálfsagt nokk- uð, en það tr menningu okkar dýrara að una lengur við þetta óf remdarástand“. í stjórn Söngkennarafélags íslands eru Guðrún Pálsdóttir, form., Helgi Þorláksson ritari, Ingólfur Guðbrandsson, gjald- keri, Páll Kr. Pálsson og Helga Magnúsdóttir. Emil Jónsson (A), Bernharð Stefánsson (F), Eiríkur Þor- steinsson (F), Jóhann Jósefs- son (S), Jón Sigurðsson (S), Sig urður Ágústsson (S), Karl Guð- jónsson (K). Þingfararkaupsnefnd: Jón Pálmason (S), Andrés Eyjólfsson (F), Jónas Rafnar (S), Eiríkur Þorsteinsson (F), Gunnar Jóhannsson (K). U tanríkismálanef nd: Gylfi Þ. Gíslason (A), Herm. Jónasson (F), Jörundur Bryn- jólfsson (F), Jóhann Jósefsson (S), Ólafur Thors (S), Bjarni Benediktsson (S), Finnbogi R. Valdimarsson (K). Kjörbréfanefnd: Lárus Jóhannesson (S), Her- mann Jónasson (F), Einar Ingi- mundarson (S), Gísli Guð- mundsson (F), Sigurður Guðna- son (K). HELZTU BREYTINGAR. Helztu breytingar, sem orð- ið hafa við þessar nefndarkosn- ingar frá í fyrra eru þær, að kommúnistar hafa misst alla sína fulltrúa til Alþýðuflokks- manna í ED nema í landbún- aðarnefnd. í neðri deild eru breytingarnar þær, að Karl Guðjónsson tekur sæti í sam- göngumálanefnd í stað Emils Jónssonar og Gísli Guðmunds- son í landbúnaðarnefnd í stað Hannibals Valdimarssonar, en Gils Guðmundsson tekur sæti í menntamálanefnd í stað Karls Guðjónssonar. Auglýsið í Alþýðublaðinu KVEIKJARAR Steinar í kveikjara og lögur. viS AmarhóL

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.