Alþýðublaðið - 19.10.1955, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. október 1955.
AlþýSublaSiS
3
Húsmæður í úraniumleii á eyðimörk.
URANIUM er nú verðmeiri
málmur en gull. Er nú hafið
úraníumæði, sem er miklu
meira en gullæðið í Kaliforn-
íu, og slíkt æði hefur ekki grip
ið um sig á þessari öld. White
Canyon, sem er miðpunkur
úraníumsvæðisins, er sólu svið
in eyðimörk og fáeinar brattar
klappir og einmanalegir kaktus
ar er eina tilrbreytingin á flat-
neskjunni.
ÆÐIÐ BREIÐIST ÚT
Þúsundir manna leita að úr-
aníum í fjallasvæðunum milli
Suður-Dakota og Kaliforníu.
Sumir eru þaulreyndir málm-
leitarmenn, en aðrir kúasmal-
ar, sem rétt nýlega hafa sleppt
reiðhestinum, índíánar, hus-
mæður eða skrifstofuþrælar.
Öll hugsanleg farartæki eru
notuð í leitinni, sem að mestu
fer fram á svæðinu kringuni
Coloradosléttuna. Vörubifreið
ír, jeppar og flugvélar eru al-
geng sjón í eyðimörkinni, og
fer útbúnaðurinn auðvitað eftir
því, hve mikil fjárráð leitand-
inn hefur. Upp á síðkastið
er einnig farið að nota heli-
koptervélar, en fáir eru svo
fjáðir að geta notað þær, því að
leigan er 100 dollarar á klst.
KISAEÐLUBEINAGRINDUR
Svæði þetta er að heita mó
gersneitt lífi. Það er algeng úr
aníumnema fyndni, að þar hafi
aldrei komið nokkur lifandi
vera nema slöngur og risaeðl-
ur, því að algengt er, að þav
finnist breinagrindur úr risa-
eðlum, og þarna munu þær
hafa verið endur fyrir löngu,
þótt öðru vísi hafi verið þá um
að litast en nú.
NÝTÍZKU MÁLMNEMA-
JBORG.
White Canyon, sem er brott-
fararstaður flestra leiðarigr-
anna minnir á margan hátt á
bæina, sem risu upp í gullæð-
inu til Kaliforníu. Kringum
verzlun eða matstofu er dálítil
húsaþyrping, timburhús fyrir
svo sem 50 hræður. Borgin er
annars í sambandi við umheim
inn með flugvélum, og póstur
kemur þangað þrisvar í viku.
Lítil rafstöð framleiðir raf-
magn fyrir staðinn, en að öðru
leyti verða íbúarnir að bjarg-
ast eins og bezt gengur eins og
jafnan hefur verið hjá landnem
unum í villta vestri. Uranium
er lifibrauð allra í þessu sam-
félagi. Hafi einhver heppnina
með sér, kemur hann til bæjar
ins og eys um sig peningum, og
á matstofunni þarf ekki að
panta matinn. Hann er settur
fyrir mann, hvort sem hann vill
eða ekki.
LEITIN EINFALDARI
Svæðið er svo stórt, að óger-
legt væri fyrir leiðangur, sem
notar bifreiðir, að fara yfir
það allt, þótt varið væri til
þessa mörgum árum. Allir hafa
geislamæla, er sýna, ef rad.íum
finnst í nágrenninu. Þetta gérir
leitina einfaldari, en það kemur
þó ekki í veg fyrir það, að þeir,
sem eru að leita að gæfunni
þarna á auðninni, finni til
sömu eftirvætingar og gullr.em
arnir forðum, er þeir héldu, að
þeir mundu finna gullið og gæí
una bak við næsta leiti.
Krabbameinsrannsóknir á hundum
STOKKHÓLM, 12. okt. S.I.P:
Dr. Lennart Krooh, prófessor
við dýralækningaháskólann i
Stokkhólmi, hefur birt niður-
stöður af margra ára rann-
sóknum á krabbameini í hund-
um, með tilliti til kynþátta-
bundins mótstöðueiginleika.
Hafa 7200 krufningar leitt i
ljós, að hundakyn hafa mjög
mismunandi sterka mótstöðu,
og fer það saman við niðurstöð
ur rannsókna á krabbameini í
mönnum. Telur prófessorinn
að þessar rannsóknir geti ef til
vill leitt til þess, að vísinda-
mönnum takizt að finna í
hverju mótstöðukrafturinn er
fólginn.
Þá telur hann það og hafa
komið í ljós, að líkur séu til
þess, að krabbamein sé ekki út
breiddari sjúkdómur nú en áð
ur, heldur sé það lenging
mannsæfinnar, útilokun ýmissa
1 dánarmeina og öruggari sjúk
dómsákvörðun, sem valdi því,
að svo virðist. Þó sé lungna-
krabbinn þar undanskilin, hann
fari sífelt í vöxt, og hlýti ekki
neinum reglum um „krabba-
meinsaldur'1.
lllilll!!
HANNES A HORNINU■
VETTVANGUR DAGSINS
|l!||ll!li![ll!||lill[||i|||||||ill|[|lll!HI|
Stýdentafélagið og blaðamennskan — Blöðin bet-
ur skrifuð nú en fyrrum — Smáletursbíaða-
mennska — Kaldhæðni og gamanskrif í stað þung-
búinna árásarskrifa.
ÉG ÞAKKA Stúdentafélaginu
fyrir að efna til umræðu um
blaðamennsku. Þetta var ekki
nógu vel undirbúið. Sérstakiega
var slæmt að önnur framsögu-
ræða skyldi ekki vera fiutt af
blaðamanni.
HINSVEGAR VORIJ umræð-
urnar góðar. Framsöguræða Sig
urðar Einarssonar var góð. Hann
var sanngjarn í garð blaða-
manna, en þó gætti misskilnings,
en ekki í stórum atriðum. Hann
kvað niður draug, sem kverúl-
antar hafa magnað árum saman.
Hann hélt því rnjög ákveðið
fram, að fyrrum hefðu blöð alls
ekki verið betur rituð en nú,
heldur þvert á móti. Hins vegar
væri vitanlega hægt að finna í
blöðum fyrri tíma ýmsar grein-
ar afburða vel ritaðar, en það
væri líka algengt nú. Og þegar
á heildina væri litið, væru blöð-
in nú miklu betur skrifuð.
SIGURÐUR VAR einna þung-
orðastur í garð okkar smáleturs
höfundanna. Hann hélt því fram,
að of rnikið kenndi kergju og
alvöru, en minna væri um gam-
ansemi, kaldhæðni og hæðni
heldur en hjá smáletursblaða-
mönnum erlendis. — Þetta er
misskilningur. Hins vegar hafa
ákveðnir menn eriendis það hlut
verk að skrifa gamanstíl.
FRÆGUSTU smáletursblaða-
menn nútímans, Er.glendingarn
ir Hannan Svaffer í „Daily Her-
éld“ og Cassandra í „Daily Mirr
or“ eru fyrst og fremst blaða-
menn í ádeilustíl, það er þeir
beita fyrst’ og fremst þungum
árásarvopnum, hæðni bregður
fyrir einstaka sinnum, en sjald-
an þvi, sem menn kalla gaman.
VITANLEGA er bezt að stíll
blaðamanns sé sem fjölhæfastur
og „breiður", ef svo má að orði
komast, en það er ekki öllum
gefið og að sjálfsögðu mættum
við smáletursblaðamennirnir
bæta stíl okkar — og þá fyrst og
fremst iðka kaldhæðnina meira
en við gerum. Og mér er það
vei ljóst, að sá stíll bítur bezt
— á suma. Annars bið ég Sigurð
að minnast þess, að íslendingar
ráöa ekki yfir miklum ,,humör“
— og það er erfitt að skrifa í
gamni svo að almenningur skilji.
ÝMSIR BJUGGUST við hörð-
um umræðum á Stúdentafélags-
fundinum, en beim varð ekki að
von sinni. Ræðurnar voru mjög
saglegar og báru svip af viðleitni
til þess að kryfja umræðuefnið
til mergjar. Gagnrýni kom fram.
á blöðin — og mest af henni
var réttmætt. Stúdentafélagið á
þakkir skiidar fyrir frumkvæð-
ið
Hannes á horninu.
Ur ölltifn
áftu
osxx-xsxxx
frá Mjólkursamsölurtni
Á morgun, miðvikudag, verður að taka upp skömmt
un á mjólk á sölusvæði Mjólkursamsölunnar. Fyrst um
sinn gildir hver skömmtunarreitur fyrir Vá Itr. af mjólk.
Afgreitt verður gegn reitum nr. 1 á morgun og síðan einu
nr. daglega í réttri númeraröð. Gerið svo vel að koma með
reitina afklippta í búðirnar. Mjólkin verður seld gegn
skömmtunarreitum til kl. lVz á daginn en. óskömmtuð
eftir þann tima ef eitthvað verður óselt.
Mjólkursamsalan.
í DAG er miðvikudagurinn
19. október 1955.
FLU GFERÐIR
Loftleiðir.
Hekla, millilandaflugvél Loft-
leiða, er væntanleg kl. 19.30 í
kvöld frá Hamborg, Kaupmanna
höfn og Gautaborg. Vélin fer kl.
21 til New York.
PAA.
Flugvéi lcom snemma í morg-
un frá New York til Keflavíkur
flugvallar og hélt áfram eftir
skamma viðdvöl til Norður-
landa.
SKIPAFRETTIR
Eimskip.
Brúarfoss kom til Hamborgar
13/10. P'er þaðan til Reykjavík- |
ur. Dettifoss kom til Ventspils
17/10. Fer þaðan til Leningrad,
Kotka og þaðan til Húsavíkur,
Akureyrar og Reykjavíkur.
Fjallíoss . fer frá Reykjavík i
kvöld til Gufuness og þaðan á
morgun til Patreksfjarðar, ísa-
fjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar
og Húsavíkur. Goðafoss kom til
Gautaborgar 17/10. Fer þaðan
til Flekkefjord, Bergen og þaðan
til Reyðarfjarðar. Gullfoss fór
frá Leith í gær til Kaupmanna-
hafnar. Lagarfoss fór frá New
York 16/10 til Reykjavíkur.
Reykjafoss kom til Hamborgar
16/10. Fer þaðan til Hull og
Reykjavíkur. Selfoss kom til
Liverpool 16/10. Fer þaðan til
Rotterdam. Tröllafoss fór frá
New York í gær til Reykjavík-
ur. Tungufoss fór frá Reyðar
firði 14/10 til Neapel og Gen-
ova. Drangajökull lestar í Ant-
wérpen ca. 25/10 til Rvíkur.
FUNDIR
Konur í Kvenfélagi Hallgríms
kirkju. Munið fundinn að Röðli
niðri í kvöld kl. 8.30 e. h.
DAGSKRÁ ALÞINGIS
Sameinað alþingi: 1. Fyrir-
spurnir: a. Húsnæðismálastjórn.
^ b. Aðstoð við togaraútgerðina.
c. Bátagjaldeyrir. d: Verðlags-
uppbætur úr ríkissjóði. 2. Varn-
Nokkrir lítið notaðir pelsar úr ýnisum skinrmm,
til sölu hjá
Kristni Kristjánssyni
feldskera — Sími 5644 — Tjarnargötu 22.
Staða II. aðstoðarlæknis við Kleppsspítalann er laus
til umsóknar frá 1. desember næstkomandi að telja.
Grunnlaun á mánuði eru kr. 2.700.00. Umsóknarfrestur er
til 20. nóvember. Umsóknir sendist stjórnarnefnd ríkis-
spítalanna., Ingólfsstræti 12, box 667, Reykjavík.
Reykjavík, 17. okt. 1955.
Skrifstofa ríkísspítalanna.
arsamningur milli Islands og
Bandaríkjanna. 3. Sama. 4. Frið
junarsvæði fyrir Vestfjörðum. 5.
^Nýbýli og bústofnslán. 6. Vélar
I og verkfæri til vega- og hafna-
spon
Sirs og Tvisteíui
m
.h.f. |
gerða. 7. Vestmannaeyjaflugvöll
ur. 8. Vegagerð úr varanlegu
efni. 9. Eyðing refa og minka.
10. Kjarnorkumál.
— * —
Kaffiltvöld Skotfélagsins.
Skotfélagið héldur kaffikvöld
með kvikmyndasýningu að
Breiðfirðingabúð kl. 814 ' á
fimnrtudag. Stjórnin.
Næsta saumanámskeið
Húsmæðrafélags Reykjavíkur
hefst á mánudaginn. Væntanleg-
ir þátttakendur gefi sig fram í
símum 1810 og 2585.
Frímerkjasafnarar.
Blaðinu hefur borizt bréf frá
ungum sænskum frímerkjasafn-
ara, er gjarnan vill komast í sam
band við íslenzkan frímerkja-
safnara eða einhvern annan, er
vildi senda honum íslenzk frí-
merki. Heimilisfang hans er:
Jan, Erik Halikvist, Wenstoms-
vagen 6III ts. Hjarthagen,
Sverige.
Kariakór Reykjavíkui’.
Dregið var í hlutaveltuliapp-
drætti Karlakórs Reykjavíkur
hjá borgarfógeta í gær og komu
upp eftirtalin númer: 5986 Flug-
ferð til Khafnar. 11471 Ferð með
Gullfossi til Kaupmannahafnar.
7001 Ferð1 á vegum Orlofs til
Norður- og Austurlands. 1511 1
poki strásykur. 5758, 1919, 2565,
7969, 624, 11995 1 kútur súrsað
rengi. Vinninganna ber að vitja
til hr. Kristjóns Kristjánssonar
jtrésmíðameistara, Laugav. 34
(Birt án ábyrgðar.)