Alþýðublaðið - 19.10.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.10.1955, Blaðsíða 4
4 AlþýSublaöi S MiSvikudagur 19. október 1955. Útgefandi: Álþýðuflok\urin*. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Fréttastjórí: Sigvaldi Hjálmarston. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjórí: Emilía Samúelsdóuir, Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu S—10. 'Ásþriftarverð ISflO á mánuði. í huscsölu IflO. Ósœmileg blaSamennska Vtan úr heimi: 1 s s % * N N S S s s s s s s ÞJÓÐVILJINN hefur tvisv- ar sinnum með skömmu milli bili lagt Baldvin Jónsson hasstaréttarlögmann í ein- elti. Fyrst voru sakagiftirn- ar þær, að hann myndi við- riðinn okurlánastarfsemi. Baldvin svaraði með yfirlýs- ingu, sem fékkst birt í Þjóð- viljanum, og leiddi augljós rök að því, að þessi málatil- búningur væri misskilning- ur. Hann hafði leyst til sín vanskilavíxil, sem hann var ábyrgðarmaður að og tóku dómstólarnir allar kröfur hans til greina. Þetta hlaut að liggja öllum í augumuppi, sem vildu kynna sér málið, en Þjóðviljinn hafði ekki fyr ir því. Hann rauk upp til handa og fóta og reyndi að gera Baldvin tortryggilegan fyrir að reka málið til réttra úrslita. Næst gerist svo það á sunnudag, að Þjóðviljinn efnir til nýrrar árásar á Bald vin Jónsson. Þá er hann sak- aður um að hafa gefið 40% afslátt á umræddum víxli tíl að lögreglurannsókn gegn honum félli niður. Hvort tveggja eru staðlausir stafir. Baldvin samdi ekki um neinn afslátt á víxlinum og fékk allar kröfur sínar tekn- ar til greina. Um niðurfell- íngu lögreglurannsóknarinn- ar þarf naumast að ræða. Það er aðeins á valdi dómarans eða dómsmála- ráðuneytisins að ákveða um málshöfðun eftir að kæra hefur borizt. Kommúnista- blaðið sannar því á sjálft sig, að það botnar hvorki upp né niður í málflutningi sínum. Þetta er með öðrum orðum ósæmileg blaðamennska, Og Þjóðviljinn fer ekkert dult með það. hvers vegna hann leggi Baldvin Jónsson í ein- elti með ásökunum, sem ann- aðhvort eru furðulegur mis- skilningur eða hneykslanleg ar gróusögur. Baldvin er Al- þýðuflokksmaður, og send- ingar kommúnistablaðsins eru fyrst og fremst ætlaðar Alþýðuflokknum. Þjóðvilj- inn leggur áherzlu á, að Bald vin sé fulltrúi Alþýðuflokks- ins í tilgreindum trunaðar- stöðum. Þar er komið að kjarna málsins. Hitt er ann- að mál, hvort Islendingar telji sér samboðið, að slíkur og þvílíkur vopnaburður sé í frammi hafður. Þjóðviljinn á nú um tvo kosti að velja: Annaðhvort tilgreinir hann heimildar- menn sína að slúðursögunum um Baldvin Jónsson eða biðst afsökunar á frumhlaupi sínu. Vitaskuld er hvorugur kosturinn góður fyrir jafn- skapríka menn og ritstjóra Þjóðviljans, en þeir geta sjálfum sér um kennt. Stúdentafélagsfundurinn STÚDENTAFÉLAG Reykja- víkur efndi til umræðufund- ar á sunnudag og ræddi ís- lenzka blaðamennsku, en famsögumaður var séra Sig- urður Einarsson í Holti. Vakti erindi hans mikla og verðskuldaða athygli, enda einkenndist mál séra Sigurð ar af þekkingu og skilningi auk þeirrar íþróttar orðlist- arinnar, sem hann hefur á valdi sínu. Ræðumaður fjall aði um kosti og galla blaða- mennskunnar og vakti til um hugsunar um atriði, sem varða alla landsmenn. Blaðamennskan er orðinn svo ríkur þáttur í þjóðlífi okkar, að almenningsálitið þarf að ná til hennar betur en orðið er. Vinnubrögð blaðamannanna hafa að ýmsu leyti breytzt til batnað ar, en samt er Iangt í land, að blaðamennska hér sé kom in á sama stig og víða erlend is. Þeim árangri verður því aðeins náð, að þjóðin veiti blöðunum í senn aðhald og uppörvun. Blöðin bera svip þjóðar sinnar hér sem ann- ars staðar. Breytingarnar, sem æskílegar eru en vand- fengnar, hljóta þess vegna að fást fyrir Tullíingi og frumkvæði alménnihgs, sem geri strangar en réttmætar kröfur og sýni blöðunum til- litssemi í viðleitni þeirra. Stúdentafélagsfundurinn var spor í þessa átt, og þess vegna er blöðunum fagnað- arefni, að til hans skyldi stofnað. Gerist áskrifendur blaðsins. OSLÓ 16. sept. SKIPTAR eru skoðanir manna varðandi árangurir.n af Moskvuheimsókn Adenau-. ers. Telja sumir Sovétleiðtog ana hafa unnið frægan sigur, er þeir fengu kanzlarann til að taka upp eðlilegt stjórn- málasamband með Moskvu og Bonn. Aðrir álíta, að Aden- auer hafi komið heim sem sig urvegari, er hann gat tilkynnt heimsendingu 9,600 þýzkra stríðsfanga, — sem þar með verða teknir undir þýzka rétt- armeðferð. Þeir sem álíta aö Rússar hafi haft yfirhöndina í Moskvu benda ennfremur á, að við þetta tækifæri hafi kom ið greinilega í ljós, að óhugs- andi sé með öllu að Þýzka- land verði sameinað á meðan Adenauer fari með völd í Vest ur-Þýzkalandi. Með því að taka upp stjórnmálasamband við Vestur-Þýzkaland hafi Rússar einmitt viðurkennt skiptinguna og tekið afleiðing- um hennar. Hinir, sem telja Adenauer hafa borið sigur af hólmi, benda á það sem óvenju lega samningahæfni þýzku sendinefndarinnar, að hún hafi komizt hjá því að til nokkurra átaka drægi um sameiningar- málið. í raun réttri hafi Bonn- stjórnin viljað forðast slíkar deilur nú, meðal annars með tilliti til sambandsins við Vest urveldin. í ræðu, sem Adenau- er kanzlari hélt áður en hann lagði af stað til Moskvu, lét hann svo um mælt, að skipting Þýzkalands væri sök, sigurveg aranna“ fjögurra,, og það yrði einnig þeirra viðfangsefni að koma á sameiningunni. ENGIR SÉRSAMNINGAR. Það er engum vafa bundið. að leiðtogar Vesturveldanna hafa verið hinir ánægðustu með, að sameiningarmálíð skyldi ekki vera nánar rætt í Moskvu. Ekkert óttast Vestur- veldin meir, en að til skilnings dragi með Rússum og Þjóðverj um á þessu sviði. Hín ákveðnn afstaða Adenauers, hvað þetta mál snertir, mun auka mj(>g traust Vesturveldanna á hon- um sem leiðtoga og þátttakanda í vestrænni samvinnu. Víst er um það, að ekki mun koma til neinna sérsamningaumleitar.a með Rússum og Þjóðverjum, á meðan Adenauer fer með völd í Bonn. FANGARNIR AÐALATRIÐÍÐ Það merkilegasta, sem gerð- ist á Moskvúfundinum má ' ef til vill telja það, að Russar skyldu láta til leiðast að senda heim þá því sem næst tíu þúfl- und stríðsfanga, sem dvalizt hafa í rússneskum fangabúð- um. Virðist örðugt að gera sér grein fyrir orsök þess, að Rúss- ar skyldu Iáta Adenauer eftir heiðurinn af því, að hafa heimt fangana heim. Vafalaust verður þetta til að efla álit hans hjá þýzku þjóðinni. Það er enn ein kennilegra, að Rússar skyldu ekki koma því þannig fyrir, að það yrði einhver af hinum aust urþýzku leiðtogum, sem ynni það afreksverk sér til álits. FJr auðvelt að gera sér í hugarlund hvílíka þýðingu það hefði haft fryir stjórn Austur-Þýzka- lands, ef Pieck „forseti“ hefði til dæmis getað flutt þjóðimii þann fagnaðárboðskap, að þúsundir þýzkra stríðsfanga væru endurheimtir fyrir sanm- ingatilraun austurþýzku stjórn arinnar og Sovétleiðtoganna. HAFÐ í FULLU TRÉ VIÐ GESTGJAFA SÍNA. Ao sönnu var Grotewohl boð Alþýðublaðlð HJÚKRUNARFÓLK í geð- veikisjúkrahúsum á ekki að vera fangaverðir heldur vernd- arar sjúklinganna. Hlutverk hjúkrunarfólksins er meira en. að hafa eftirlit með hinum sjúku, það ætti að taka. virkan þátt í að lækna og aðstoða hið ógæfusama fólk til að ná heilsu og andlegum kröftum svo það geti á ný orðið nýtir horgarar í þjóðfélaginu. Það er bess vegna nauðsynlegt, að hjúkr- unarfólk í geðveikispítulum fái sérmenntun og æfingu til þess að það verði starfi sínu vaxið. Þetta eru í stuttu máli nið- urstöður sérfræðingaráðstefnu, sem nýlega var haldin í Genf á vegum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO) til þess að ræða meðferð og lækningu geðveiki- og tauga sjúkdóma. Ráðstefnuna sátu sérfræðingar frá öllum álfum heims. Frá Norðurlöndum. mætti O. Zetterström frá Stokk hólmi. Geðveiki- og taugasjúkdóm- ar eru með mestu vandamálum nútímans í mörgum löndum. Talið er, að um helmingur allra sjúklinga, sem eru í sjúkrahús- um í Evrópulöndum þjáíst ai geðveiki- eða taugas j úkdóm- um. Flestir þessara sjúklinga dvelja langdvölum í sjúkrahús- um og þurfa auk þess meiri hjúkrun og eftirlit en flestir aðrir sjúklingar. Sérfræðingarnir á ráðstefn- unni í Genf voru sammála um, að þáttur hjúkrunarfólks í lækningu sálsýki væri afar þýð ingarmikið atriði og að hjúkr- unarfólkið þyrfti að vera í mjög nánu sambandi við lækna og aðstoða þá meira en venja er að hjúkrunarfólk geri, þegar : um aðra sjúkdóma er að ræða. I Það væri því nauðsynlegt, að , mennta hjúkrunarfólk, sem ætti að umgangast slíka sjúk- linga, með nokkrum öðrum hætti en almennt hjúkrunar- fóik. Það væri því miður alltof algengt, að hjúkrunarfólk í geð veikisjúkrahúsum væri skoðað sem eins konar „varðhundar". Það var skoðun sérfræðing- anna, að þörf væri á gagngerðri endurskoðun á meðfsrð geð- veikisjúklinga og að nauðsyn bæri til, að heilbigðisyfirvöld- ; in tækju meira tillit til varúð- 1 arráðstafana og lækningu geð- I veiki, en hingað til hefur verið gert. Á meðan heilbrigðisvfir- völdin leggja megináhersluna . á líkamlega sjúkdóma, en van- j rækja sálsýkina eru heilbrigðis ’ ráðstafanir ekki nema hálfkák, j að dómi sérfræðinganna. j ið til Moskvu skömmu eftir að Adenauer var þar, og að sjálf sögðu var honum einnig mjög vel tekið. Ekki getur sú för samt skyggt á heimsókn Aden- auers. Aldrei hefur heimsókn neins stjórnmálamanns vakíð slíka athygli í Sovétveldunum. Liggur í augum uppi, að kanzl arinn hefur haft í fullu tré við gestgjafa sína, og bera ræður hans því Ijóst vitni, hvað ber- sögli og dirfsku snertir. Enginn vafi er á því, að kanzl arinn hefur ekki á neinnn hátt brugðizt trausti Vesturveld- anna. Rússar hafa eflaust ekki látið á ýmsum freistandi tilboðum standa, í því skyni að spilla samkomulagi Adenauers og hinna vestrænu leiðtoga. Og það, að Adenauer hagaði sér ekki á neínn há-tt þannig, að misskilið yrði, sýnir að Vestur Þjóðverjum er fyllsta alvara með samstarfi sínu og ábyrgð aryfirlýsingu gagnvart Vestur veldunum. TELLUS. Kvíkmyndir. ^ ÞRJAR MORÐSOGUR. *'*■* Tripolíbíó hóf núna um helgina sýningar á ensku sakamálamyndinni Þrjár • morðsögur, sem er gerð eftir/ gögnum, sem er að finna : rt fórum Scotland Yard. ■ Mynd þessi er í þrem köfl-J um og heita þeir: Hvarf í Par • ís, Getraunamorðið og HíðJ þögla vitni. í Uppsetning myndarinnarí er mjög skemmtileg, en líkist J meira sjónvarpi en kvik-) mynd. Þulur eða kynnir kem? ur fram á milli atriða og ger- ? ir manni nokkra grein fyrirV því sem koma á næst. S Efni kaflanna er spennandi S og lýsir á eftirminnilegan V hátt hinu margvíslega eoíiS glæpa þeirra er framdir eru.S Leikarar eru margir ogS gera hlutverkum sínum yfir-S leitt mjög góð skil, en þóS munu leikstjórarnir; KenS Huges og Montgomery TullyS vafalítið hafa mestan veg pg \ vanda af, að myndin hefuxS tekizt eins vel og raun ber\ vitni. ‘I “*_ s LÆKNA-STUDENTAR. S *** Enska gamanmyndinS Læknastúdentar, sem G-amlaS Bíó hefur nú tekið til sýning-S ar, er tvímælalaust með betriS gamanmyndum, sem sýndarS hafa verið undanfarið. Það er^ létt yfir myndinni og góðlát-S leg kímni situr alls staðar fyrirrúmi, þó að gamanið getiý vitanlega kárnað. ^ Læknastúdentana fjóra, er^ mest koma við sögu, leika^ þeir: Dirk Bogarde, Kenneth^ More, Donald Sinden og Don- ^ ald Huston af mikilli prýði. ^ enda kvikmyndafiúsgestum ^ hér áður kunnir að góðu einu. ^ Muriel Pavlow, sem leikur ? Joy unnustu eins þeirra ger-: ir hlutverki sínu einnig mjög? góð skil. Annars koma þarna ? svo margir leikarar við sögu, að of langt yrði upp að telja. Myndin lýsir á mjög skemmtilegan hátt gleði og skuggahliðum hins stranga S læknanáms, en þó öllu meir því, er gleði vekur. ? Þó svo að ég ráði fólki ein- ? dregið til að sjá myndina,? ræð ég engum til að láta inn- ? rita sig í læknadeild háskól- ? ans fyrir áhrif frá henni. ?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.