Alþýðublaðið - 19.10.1955, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 19.10.1955, Qupperneq 5
M'iðvikudagur 19. október 1955. A I þ ý S u b i a S i S FULLTRÚAR Bandaríkj- anna, Frakklands og Kína héldu nú fundi um málið, venju lega í skrifstofum viðkomandi sendiráða, en einnig á stundum í skrifstofu minni í Manhattan- hverfinu, og sat ég alla fund- ína. Bretar kusu ekki að taka þátt í fundunum, en Sir Alex- ander Cadogan mætti á nokkr- ‘um þeirra til að svara spurn- ingum fulltrúanna. Öll var máis meðferðin á fundum þessum þessum hin hörmulegasta. Sov- étveldin ein virtust heilhuga með skiptingunni, Bandaríldn hins vegar bersýnilega ekki. Orðrómur var uppi urn það, að Bandaríkjamenn ynnu að því að milda afstöðu Araba og myndu tilleiðanlegir að hverfa írá skiptingunni til málamiðl- 'iinar. Var með öllu útilokað, að 'öryggisráðið eða fastafulltrúar 'þess tækju nokkrar ákvarðanir í málinu, er að kvæði, á meðan andrúmsloftið var slíkt. Svo langt gekk þetta, að full- trúar Bandaríkjanna í öryggis- :ráðinu afneituðu skiptingará- ikvörðuninni þann 19. marz, sama daginn og fastafulltrúar ráðsins báru fram tillögur sínar .'um framkvæmd skiptingarinn- ar. Austin hafði fengið ný fyrir- mæli. Hann tók til máls og hvatti til þess að beitt yrði öll- am tiltækum ráðum í því skyni að binda tafarlaust enda á óöld- ána í Palestínu. Það var þá, að einhverjir kaldhæðnir fréttarit- arar lögðu Austin þau orð í munn, að ekki bæri að gera neitt, ■— en gera það tafarlaust. Þessari aðgerðarleysisafstöðu ísmni til stuðnings vakti hann uipp þá gömlu tillögu að frum- kvæði Bandaríkjastjórnar, að þegar bæri að fela Sameinuðu þjóðunum gæzluvernd í Pal- estínu til að tryggja friðinn, og væri sú ákvörðun ekki á neinn ifaátt bindandi varðandi endan- ■lega, stj órnmálalega lausn máls Ins. Með tilliti til þess, að alls- herjarþingið yrði kvatt til auka fundar, „teljum við, að örygg- Isráðinu beri að sjá svo um, að Palestínunefndin hætti þegar að vinna að framkvæmd skipt- ;ingar tillögunnar “. Ég hafði átt tal við Austin bg fjóra aðra fulltrúa ráðsins, skömmu áður en fundurinn Siófst, og Austin hafði þá getið Jþeírrar tillögu Bandaríkja- stjórnar að gera Palestínu að gæzluverndarríki Sameinuðu þjóðanna. Vakti ég þá athygli á því, að fulltrúi Ástralíu í hinni fyrri Palestínunefnd hefði stungið upp á slíkri lausn, en frá henni hefði verið horfið, íþar eð fullvíst þótti, að ekki aðeins annar hvor aðilanna, íheldur báðir, myndu berjast gegn framkvæmd hennar. Kvað ég mun meiri liðstyrks við þurfa til að framkvæma þá til- -lögu en skiptinguna, en skipt- .íngín væri fyrst og fremst talin ■óframkvæmanleg fyrir það, að henni yrði ekki komið á nema aneð hervaldi. Vakti ég athygli á því, að ég sem aðalritari sæi mig tilneyddan að spyrja, hvort stórveldin væru reiðubúin að taka á sig ábyrgðina, hvað fram ivæmd bandarísku tillögunnar snerti, færi svo að hún yrði ,sam þykkt. Austin svaraði, að Banda | Sendibílasfðð | Hafnarfjarðar ^ Btrandgötu 50. | SÍMI: 8790. { BLeíiaasímar 9192 og 9921. ríkjamenn væru að sjálfsögðu reiðubúnir að stuðla að sam- ■ þykkt hennar. Mér varð að spyrja sjálfan mig, hvort átt j-væri við álíka „skilyrðislausan stuðning“ og þann, er þeir, höfðu veitt tillögunni um skipt- inguna. i Ekki er mér kunnugt um, I hvað gerðist að tjaldabaki áður en þessi umsöðlun átti sér stað. Það er hugsanlegt, að banda- ríska stjórnin hafi samþykkt skiptinguna í von um, að Arab- ar myndu ekki veita jafn skefja lausa mótspyrnu og brátt kom á daginn, og Bretar reynast samstarfsfúsari. Ekki er heldur óhugsanlegt, að sá orðrómur t kunni að hafa haft við nokkur rök að styðjast, að vissir aðil- 1 ar óttuðust um olíuvinnslurétt- indi, sem bándarísk félög höfðu fengið í löndum Araba, ef framámenn í Washington ættu þátt að framkvæmd skiptingar- ! ályktunarinnar. Ef til vill hafa Bandaríkjamenn og kviðið því, : að Arabar myndu varpa sér í 1 útbreiddan faðm' Moskvu í gremju sinni yfir skiptingunni. j En hvað sem því leið var \ þessi stefnubreyting Banda- ríkjamanna þungt áfall fyrir Sameinuðu þjóðirnar, og tók ég mér það nærri. Hún bar vitni hörmulegu kæruleysi varðandi álit stofnunarinnar og áhrifa- vald. Ég hlaut að spyrja sjálfan mig, hver verða myndi fram- tíð Sameinuðu þjóðanna, ef ekki væri annars stuðnings að vænta af hálfu Bandaríkja- manna. ! Allt þetta hugleiddi ég um kvöldið, er ég hlýddi á útvarps- fréttirnar, þar sem skýrt var frá því vonleysi, er ríkti með Sameinuðu þjóðunum, fögnuði Araba og örvæntingu Zionista og að Bretar lýstu sig sýkna í sakar. Daginn eftir, — það var | á laugardegi, •— hringdi.ég til, Warrens Austins og fór þess á 1 leit, að ég fengi að ræða við j hann. Reyndist það auðsótt. Ég tjáði honum hug minn allan, hve sár vonbrigðin væru mér og hve ég tæki mér þau per- sónulega nærri. Þeim í Wash- ington væri vel kunn afstaða mín til skiptingarákvörðunar- innar. Það væri því hnefahögg í andlit aðalritaranum, en eink- um hefði ég gerzt ábyrgur gagn j vart þessu máli. ,,Þú hefur líka gerzt ábyrgur gagnvart því“, sagði ég við Austin, „þetta er árás á einlægan þegnskap þinn við Sameinuðu þjóðirnar. Ég sting því upp á, að við mótmæl- um báðir fyrirmælum þeim, sem þér hafa verið gefin og vekjum opinberlega athygli á þeirri hættu, sem Sameinuðu þjóðunum hefur verið stefnt í, á þann hátt, að við förum fram á að okkur verði veitt lausn frá störfum1. I „Trygve,;— aldrei hefur mér komið til hugar, að þú værir svo tilfinninganæmur", svaraði | Austin, og ég hevrði á rödd I hans, að hann var djúpt snort- inn. j Hann ræddi við mig af hrein- skilni og einiægni. Kvaðst hafa mikla samúð með mér, og ég hygg, að hann liafi virt afstöðu , mína og framkomu. Hins vegar var hann mér ekki sammála, hvort sem það stafaði nú af því, að hann var skiptingu Palestínu | ekkí jafn persónuiega fylgjandi, eða vantrúaðri á áhrif þess, að við bæðumst lausnar, eða hann áleit það beinlínis rangt, að við færum þannig að. Hann kvaðst ekki mundu draga.sig í hlé og ráðlagði mér að gera það ekki heldur. Ég mætti ekki álíta, að stefnubreyting þeirra í Wash- ington snerti mig persónulega. Við skildum hvorir annan og kvöddumst með vináttu. Ég hef alltaf álitið hann traustan vin. Síðan hélt ég til Gromvko. Að þessu sinni þurfti hann ekki að taka mér af neinni varúð. Af- staða hans og stjórnar hans í Palestínumálinu hafði jafnan verið til fyrirmyndar. Ég tjáði honum, að ég hefði í hvggju að draga mig í hlé í.mótmælaskyni við stefnubrevtingu Bandaríkja manna. Aldrei hef ég vitað Gromyko jafn alúðlegan. Hinn alvarlegi sv.ipur hans varð sam- úð þrunginn. Mér fannst sem ekki væri Iaust við, að orð mín vektu með honum nokkurn ótta. Persónulega vona ég, að þér dragið yður ekki í hlé“, svaraði hann, ,.og ég ræð yður frá því; Hvað er unnið við það? Hvernig mundi það.geta breytt stjórnmálalegum ákvörðunum Bandaríkjanna? Ég mundi vera yður þakklátur, ef þér tækjuð ekki slíkt skref fyrr en mér hef ur unnizt tími til að ræða málið við ríkisstjórn mína“. Gromyko sneri sér til mín þrem dögum síðar. Kann hafði sent símskeyti til Moskvu og borizt svar. „Nei, — skilyrðis- laust nei“. Ég fór að ráðum Austins og þeirra í Moskvu og sat kyrr. Annar aukafundur allsherj- arþingsins hófst í Flushing Meadow þann 16. apríl 1948. Undanfarnar vikur hafði ég var azt vandlega að láta nokkuð uppskátt um það, hvað ég teldi líklegast, að allsherjarþingið myndi hafast að í málinu, — hvort tillaga Bandaríkjamanna um gæzluverndina myndi verða samþykkt, eða hvort þinginu bæri að samþykkja hana. Hins vegar gat ég ekki dulið aug- ljósar staðreyndir, eins og það til dæmis, að slík-'tillaga hefði komið fram fvrir ári síðan, og þá verið talin ófullnægjandi lausn. Allsherjarþingið ræddi málið í mánuð og bar talsvert á úr- ræðalevsi þess. Gæzluverndar- tillaga Bandarikjamanna hlaut lítið fylgi, enda þótt þeir í Wash ington lýstu nú yfir því, að Bandaríkin væru þess albúin að láta í té þann liðsafla, er þeim bæri að sínu leyti og með þyrfti. Með tilliti til þess, að skipting- in var í þann veginn að hefjast, þar eð Bretar voru að láta af umboðsstjórn, var þetta í raun- inni hið sama og að leggja til, að Sameinuðu þjóðirnar skyldu koma í veg fyrir skiptinguna með valdbeitingu. Ekkert ann- að meðlimaríkjanna bauðst til að láta liðsafla í té! Yfirleitt voru menn vantrúaðir á það, að gæzluverndartillagan væri íramkvæmanleg, og rnörg af meðlimaríkjunum voru því ein- dregið fylgjandi, að Sameinuðu þjóðirnar tækju rögg á sig og framkvæmdu skiptinguna í stað þess að eyða tímanum í þras og þref. Sir Carl A. Berendsen, hinn hyggni Nýsjálendingur, túlkaði þetta sjónarmið á sannfærandi hátt í einni af sínum beztu ræð um. Þar fann hann hugsunum mínum og tilfinningum þau orð, sem ég gat helzt kosið, og sendi ég honum rósir fyrir vikið. Það er í fyrsta skiptið, sem ég hef launað ræðu með blómum. Sir Carl skoraði á allsherjarþingið að hörfa ekki fyrir hótunum um valdbeitingu. Skiptíngin hafði verið hin rétta Iausn i nóvem- ber, og hún væri einnig hin rétta lausn í apríl. En fyrir það, að allsherjarþingið hefði látið undir höfuð Ieggjast að finna fullnægjandi ráð varðandi fram kvæmd þeirrar ákvöðunar, hefði það farið rangt að því að gera það, sem rétt var. Allsherjarþingið gerði síðan þá ályktun, að það veitti örygg- isráðinu stuðning í viðleithi þess til að koma á vopnahléi, og veitti sáttasemjara Samein- uðu þjóðanna fullt umboð til að vinna eftir megni að því, að var anleg og friðsamleg lausn næð- ist á Palestínudeilunni, í sam- vinnu við vopnahlésnefnd þá, sem örvggisráðið hafði sett. Síðan leysti allsherjarþingið Palestínunefndina frá allri frek ari ábyrgð og þakkaði henni vel unnið starf. En allsherjarþing- ið ógilti ekki þá ákvörðun, er það hafði tekið þann 29. nóv- ember 1947, og breytti henm ekki heldur. Hún t;ar því í fullu giídi og er það enn. Þegar allsherjarþingið sat. síðasta fund sinn að þessu sinni þann 14. maí, barst sú tilkynn- ing, að yfirvöld Gyðinga hefðu lýst yfir stofnun nýs Ísraelsrík- is, er umboðsstjórnartímabilinu lauk. Enda þótt þeir gengu meö þessu skrefi lengra en gert var ráð fyrir í ákvörðuninni um skiptinguna, braut þetta ekki í raun réttri í bág við hana. En — hvað mundi verða næst? Enn bárust óvæntar fréttir, í þetta skipti þaðan, sem sízt var búizt við. Á meðan allsherjar- þingið ræddi þá tillögu Frakka og Bandaríkjamanna, að koma á fót alþjóða bráðabirgðastjórn í Jerúsalem, barst sú fregn um stöðvarnar eins og eldur um sinu, að Bandaríkjastjórn hefði viðurkennt hina sjálfskipuðu stjórn sem valdhafa í Israel. Enn ný stefnubreyting. Blöðin birtu þessa ákvörðun Trumáns áður en bandarísku fulltrúa- nefndinni barst tilkynning um hana og var því ekki nema eðli- legt, að henni þætti fram hjá sér géngið. Og nú rak hver atburðurinn annan. Arabaríkin sendu heri sína inn í Palestínu. Slíkt var augljóst brot á stefnuskrá Sam- einuðu þjóðanna. Þegar örygg- isráðið kom saman til fundar þann 15. maí, var lesið upp sím- skeyti frá egipsku stjórninni, þar sem hún tilkynnti blygðun- arlaust, að vopnaður her Egipta hefði haldið inn í Palestínu til að koma þar á ró og reglu . . . ÞAÐ RÍKIR mikill áhugi fyr ir, að koma á beinum sjónvarps sendingum milli Ameríku og Evrópu í náinni framtíð. Áður en langt líður gæti svo farið, að sjónvarpað verði sömu dag- skrá milli heimsálfa á sama tíma. Forstjóri sjónvarpsdeild- ar brezka útvarpsins (BBC) hef ur látið svo ummælt, að ekkert sé því til fyrirstöðu frá tækni- legu sjónarmiði, að sjónvarpa beint til stöðva í Evrópu frá Olymísku leikunum, sem haldn ir verða í Ástralsu á næsta ári. Vísinda- og menningarstofn- un Sameinuðu þjóðanna (UNES CO) hefur nýlega sent frá sér ársskýrslu um sjónvarp fyrir 1955 ■— Television, a World Survey — þar sem er að finna nýjustu upplýsingar um þróun sjónvarpsiris í heiminum. í dag eru starfræktar sjónvarpsstöðv ar í 58 löndum. Bandaríkin og Bretland halda forystunni hvað snertir fjölda stöðva og sjón- varpsnotenda. í Bandaríkjun- um eru nú 35 milljónir sjón- varpstækja í notkun, en 4 mill- jónir sjónvarpstækja eru í Bret landi. Næst kemur Kanada með um 1 rr.iilj. móttakara. í Sovét- ríkjunurn er ráðgert að byggja 760.000 sjónvarpsmóttakara á þessu ári. í Frakklandi eru 200.000 sjón varpstæki í notkun. Til saman- burðar má geta þess, að í Bret- landi eru seld 100.000 sjónvarps tæki mánaðarlega. I Ítalíu eru 130.000 tæki. SAMVINNA MILLI EVRÓPUÞ J ÓÐA. Sjónvarpið tekur ekki tillit til landamæra miili ríkja frek- ar en útvarpið. Margir eru þeirr ar skoðunar, að með aukinni út- breiðslu sjónvarps milli landa megi takast að styrkja vináttu- bönd og skilning milli þjóða og þannig styrkja friðinn. Þegar er komin á samvinna milli þjóða um endursjónvarp, Þann ig er t.d. samband, er nefnist Eurovision, en meðlimir þess skiptast á dagskrárefni. í þess- um félagsskap eru nú Bretland. Frakkland, Vestur-Þýzkaland, Ítalía, Svissland, Holland, Belgía og Danmörk. Stöðvar í öllum þessum löndum sjónvörp uðu samtímis sama efni frá stór veldafundinum í Genf í sumar. í Vesturheimi er sams koriar samvinna um sjónvarp mffli landa. SJÓNVARPIÐ í AUSTUR- EVRPÓU. í skýrsium UNESCO er þess getið, að samvinna um sameig- inlegt sjónvarp sé í uppsigl- ingu milli þjóða í x\ustur-Evr- ópu, þannig að sjónvarpsstöðv- ar í Sovétríkjunum, Varsjá, Austur-Berlín, Prag, Budapest, og Sofía skiftist á sjónvarps- efni, þegar svo ber undir og heppilegt þykir. Af Austur-Evr- ópuþjóðunum er Austur-Þýzka land komið hvað lengst í sjón- varpi með fjórar stöðvar. Þá kemur Tékkóslóvakía með tvær sendistöðvar og þá þriðju í smið um. í Sovétrikjunum eru lang- drægar sjónvarpsstöðvar i Moskva. Leningrad og Kiev, en minni stöðvar í Gorki, Khar- kov, Odessa, Stalingrad, S'verd lovsk og Tomsk. Sjónvarps- stöðvar eru í smíðum i Baku, Minsk, Murmansk og Riga. Síðastliðin tvö ár hefur sjón- varpsstoðvum í Evrópu fjölgað úr 25 í 76. í Bandaríkjunum eru nú 413 sjónvarpsstöðvar á móti 125 fyrir tveimur árum. I New York geta noenn valíð milli sjö stöðva.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.