Alþýðublaðið - 28.10.1955, Side 3

Alþýðublaðið - 28.10.1955, Side 3
Fösíudagur 28. okt. 1955 A r þ ýð u b laðið Dagbók um síðusfu ævidaga flugmanns, er varð a$ nauðlenda á eyðimörk og svalf í hel MAÐUR, sem hefur litla flug vél til umráða, á varla völ á skemmtilegri flugleið en frá San Diego til Phoenix. Tæpar þrjú hundruð mílur, sem auð- veldlega má fljúga á tæpum fjórum klukkustundum, yfir fjöll, eyðimerkur og frum- skóga. Bill Falls, foringi í sjóliði Bandaríkjanna, lagði af stað frá La Mess flugvellinum í San. Ðiego fyrir nokkrum vikum síðan. Hann flaug lítilli Taylor craft vél, sem hann hafði feng- ið að láni hjá félaga sínum, fall hlífagerðarmanninum Charles Schrieber. Bill Falls var álitinn góður flugmaður, hann hafði sólarhrings leyfi frá störfum og ákvað að hitta móður sína, sem bjó í Phoenix. Benzín hafði hann, er nægja átti til fimm klukkustunda flugs. LÍTIL FLUGVÉL Á EYÐIMÖRKINNI En Bill kom ekki til Phoenix á tilætluðum tíma. Þegar dag- inn eftir var hafin sklpulögð leit að honum, og var leitað nokkrar mílur inn í Mexíkó, en leitin bar engan árangur. Fyr- ir atbeina Schriebers leituðu enn fleiri vélar á þeirri leið daginn þar á eftir, en urðu einskis varar, og nokkrum dög- um síðar var leitinni að fullu hætt. Þrem vikum síðar flugu veiðimenn þrír, Clifford Shinn, John Baker og Emil Johnson þessa leið í Piber Club vél. Höfðu þeir verið á fiskiveiðum í Mexíkó og voru á heimleið til Los Angeles. Þrjátíu og átta mílur suður af fiskiþorpinu San Felipe við Mexíkóflóann komu þeir auga á litla flugvél niðri á eyðimörkinni og lentu í grennd við hana. I SAGAN I YASABOKINNI ! Þar lá lík Bills Falls á bakinu í skugga undir öðrum væng brotinnar flugvélar. Við hlið líksins lá vasabók, og var nafn | Charles Schriebers skrifað á kápuna. í bókina var þetta skráð, meðal annars. 18/9 — 55. Lenti kl. 17.50 vegna benzínskorts. Hafði þá villzt í 2,5 klukkustundir. Hafði svipazt um eftir hentugum lend ingarstað ítVz klukkustund áð- ur en ég varð að nauðlenda. Sá hvergi bæi í grennd. Hafði snú- ið við til La Mess, óþarft að taka fram að það tókst ekki. Hvers vegna vélin rakst á tré veit ég ekki. Hafði sólina í aug un. Allt í lagi þegar ég tók jörð, en svo snerist vélin eitthvað. Og hér er ég, — klukkan nú 19. OF MÁTTFARINN TIL AÐ KVEIKJA BÁL 19/9 — 55. Hef haldið hér kyrru fyrir daglangt. Þar sem ég hef hvorki mat né drykk tel ég hyggilegast að hreyfa mig sem minnst. Gekk þó niður í flæðarmálið og synti dálitla stund. Vatnið var salt, þó betra en ekkei't. Kl. 16.50 í dag sá ég HANNES A HORNINU VETTVANGUR DAGSINS Banaslys enn — Heili íslendingsins og vélin fvá ókunnu löndunum hinummegin við hafið. — Lög- reglan og umferðamálin — Böðin í Sundhöllinni eiga að vera opin. — „Drullugasta gatan í bænum'. EITT BANASLYSIÐ ENN. Sendiferðabifreið kemur á geysi hraða upp brekku og það er myrkur — og þó ljós þarna, en blaut gata og blekkingaspeglun á henni. Það eru ákafiega hættu legar aksturaðstæður — og þó er ekkert skeytt um hraðann. Um að gera að komasí áfram sem allra fyrst. — Tveir dreng- ir reyna að komast yfir götuólg- una, en barnsaugun og barns- heilinn kunna ekki að greina hárrétta fjarlægð eða vegalengd hraðans og líf er slökkt — og annað barn slasað’. ÞETTA KEMUR _ MÉR svo sem ekki á óvart. Ég held að heili íslendingsins hafi alls ekki enn meðtekið vélina og hraða hennar. Ég birti um daginn nokkrar umferðarsögur, bæði sem ég liafði sjálfur upplifað og eins úr bréfum. Ég er alveg sann færður um, að mikill fjöldi rnanna, sem þýtur í bifreiðum eftir götunum, á ekki að fá að stjórna farartæki. ÉG ER EKKI að segja með þessu, að þessir menn séu klauf ar, ég segi heldur ekki að þeir kunni ekki umferðarreglur, en ég segi ákveðið og undirstrika það, að þessir menn eru kæru- lausir glannar, ábyrgðarlausir og samvizkulitlir. Alla getur hent að valda slysi, en það er ekki sama, þegar um það er dæmt, hvernig það ber að hönd- íán. LÖGREGLUSTJÓRI mun Vera erlendis til þess að kynna sér umferðarmál. Það eru uppi háværar raddir um það, að lög- reglan sé ekki nógu skelegg í baráttunni við ökuníðingana. En það er við ramman reip að draga — og ég hygg, að fyrst og fremst þui’fi að skei'pa alla löggjöf hér að lútandi. Það á til dæmis að vera svo mikill glæpur að aka drukkinn, að sá, sem það gerir, á aldrei framar að fá að stjórna vélknúnu farartæki. HREINLÁTUR skrifar mér á þessa leið: „Borgarlæknir hefur lokað bæði Sundhöllinni og sundlaugunum. Hann gerir þetta til þess að koma í veg fyrir smit- un af lömunarveiki. Jafnframt hvetur hann til lireinlætis. Hvort tveggja er gott og bless- að. En ég vil spyrja: Hvers vegna eru ekki sjálf böðin í Sundhöllinni höfð opin? Það virðist sjálfsagt að loka laug- inni, sem allir svamla í sameig- inlega — og' það er hægt að tæma hana, en böðin ættu að vera opin svo að maður geti stundað hreinlætið af kostgæfni. „VEIZTU ÞAÐ, Hannes minn,“ segir Gullteigsbúi í bréfi til mín. ,,að Gullteigur er drull- ugasta gatan í bænum? Finnst þér því ekki að gatan beri nafn með rentu?“ — Ég vissi að Gull teigur er mjcg sóðaleg gata, en ég vissi ekki að hann væri drull ugasta gatan í bænum. Þegar mér er bent á það minnist ég heldur ekki að hafa séð neina aðra, sem verri er. Hannes á horninu. flugvél. Gat ekki vakið athygli flugmannsins á mér. Hann flaug beint fyiir ofan mig. Gekk þá aftur niður í flæðarmálið og drakk nokkra sopa af sjó. Þeg- ar ég kom aftur var ég of mátt- farinn til að safna saman sprek um og kveikja bál. 20/9 ■— 55. Þetta er þó sann- arlega óskemmtilegur afmælis- dagur, því máttu trúa. 21/9 — 55. í gær flugu tvær flugvélar hér beint yfir. Sú fyrri var gul og svört. Hún flaug yfir kl. 14.20. Hin var sama flugvélin og flaug hér yf- ir í gær. Nú flaug hún yfir kl. 16.40. Ég fór aftur niður að sjónum eftir að hún flaug fram hjá, og þegar ég var á sundinu, sá ég bát þar úti, en ekki gat ég vakið athygli áhafnarinnar á mér. Chuck, — ég hef verið að athuga tréð, sem ég rakst á. Gamla skriflið stóð sig vel. Hún hefur brotið stórt stykki úr stofninum. En mér leiðist þetta allt saman. HVAt) VAR ÞAÖ, SEM AFTRAÐI? Enn eitt Chuck. Ef ég kveiki í vélinni, þá getur það orðið mitt síðasta bjai'gráð. Og það gerir svo sem engan mun, — ég . sé ekki að hún geti orðið þér að : nokkru gagni hvort eð er. Enn j eitt, Chuck, viltu sjá svo um, ef illa fer, að köldu vatni verði skvett á líkama minn. Einmitt í þessu var flugvél að fara hérna hjá. Og þá tók ég ákvörðun. Ég fór niður að sjó, staðráðinn í að fyrirfara mér. Synda út, unz mig þryti orku. Ég hef einhvern tíma haft við orð, að ég mundi aldrei hafa hugrekki til að fremja sjálfs- morð. Nú finn ég að meira hug- rekki þarf til að láta það vera. Þú getur ekki gert þér í hug- arlund hvað það var, sem aftr- aði mér, Johnnie, — veitinga- maðurinn með stóra whisky-' glasið. Eg sé hann sífellt hérna hjá mér. Ef svo fer, að ég kem ekki aftur, bið ég þig að segja honum það. r TT |T. tgrr , ' "" w JéM VERÐIÐ AÐ HAFA MEÐ YKKUR MAT 22/9 — 55. Enn er ég héi\ (Frh. á 7. síðu.) KROSSGATA NR. 918. / 2 i V 5T 4 7 « <? 10 II tz /3 iv 15 lí ■3 n ! n Lárétt: 1 arður, 5 hæðir, 8 án undantekningar, 9 kyrrð, 10 togaði, 13 tónn, 15 snemma, 16 flík, 18 hefðarfrú. Lóðrétt: 1 fjöldi, 2 skaut, 3 matjurt, 4 meiðsli, 6 mikill að vöxtum, 7 hrósar, 11 umgang- ur, 12 eldur, 14 bókstafur, 17 forsetning. Lausn á krossgátu nr. 917. Lárétt: 1 breima, 5 geim, 8 kugg, 9 s.a., 10 fönn, 13 in, 15 naum, 16 Nína, 18 auðga. Lóðrétt: 1 bækling, 2 rauf, 3 egg, 4 mis,6 egna, 7 mamma, 11 önn, 12 nugg, 14 nía, 17 að. 3 tiitmi U II II I! II V II II n Avallt fyrirligfyja n di: Vefnaðauvara Sinávara Skófatnaður Væntanlegt næstu mánuði: Ullargarn í 22 Htum ísgarnshosur Sportsokkar barna Drengjasokkar _— dömu og barna Crépe-nælon-hosur — dömu Sæn gurveradam ask Einnig ýmsar JÓLAVÖRUR. BJarni k Umboðs- og heildverzlun. Garðastræti 4, Reykjavík. Sími 7121 og 7277. Box 1136. nng hands íslands prrmmim verður háð laugardaginn 26. nóvember næstk. í húsi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Vonar- stræti 4 — og hefst klukkan 2 eftir hádegi. Stjórn K. S. I. heldur fund í Fiskifélagshúsinu í kvöld kl. 8.30. D a g s k r á : Sjávarútvegsmálin og næsta Fiskiþing. Stjórnin. tekur til starfa um leið og kennsla i barnaskólunum Til viðbótar við aðra starfsemi skólans verða nám- skeið fyrir börn 5 til 7 ára gömul. Upplýsingar veittar og tekið á móti umsóknum í kenn- arastofu Austurbæjarskólans (gengið inn frá leikvellin- um), föstudag, 28. og laugardag, 29. þ. m. kl. 5—7 siðd. Foreldrar barna á aldrinum 8 til 11 ára, sem ætla að sækja um upptöku í 1. bekk, eru foeðnir að hafa st.undaskrá bai'nanna með sér. BR. H. EBELSTEIN. vantar unglinga til blaðburðar í þessum hverfum: SMÁÍBÚÐAHVERFl FREYJUGÖTU Talið við afgreiðsíuna - Síi KVEEKJARAR Steiraar í kvc-ikjara og lögur. Ans«rML I

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.