Alþýðublaðið - 28.10.1955, Page 4
4
A lþ ý g u b f a S i 8
Föstudagur 28. okt. 1955
Útgefandi: Alþýðujlok\urin*.
Ritstjóri: Helgi Scemundsso*.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsso*.
Biaðamenn: Björgvin Guðmundsso* og
Loftur Guðmundsson.
'Auglýsingastjóri: Emilía Samáelsdóttir„
Ritstjórnarsímar: 49Q1 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
'Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu &—l§.
’Askrifiarverð 15j00 á mánuði. í lausasðlu 100.
Hneyksli í húsnœðismálum
í FYRRAÐAG hlaut rík-
isstjórnin slæman vitnis-
burð á alþingi, einn hinn
lakasta, sem hún hefur hlot-
ið. Og það var meira að
segja ráðherra, sem las
þennan vitnisburð upp.
Tilefnið var það, að Gylfi
Þ. Gíslason hafði borið fram.
fyrirspurnir til ríkisstjórnar
innar um framkvæmd henn-
ar á húsnæðismálalöggjöf-
inni, sem hún fékk sam-
þykkta á síðasta alþingi,
marglofuð var sem mesta af
rek síðari ára á þessu sviði
og talin var mundu leysa
vandkvæði allra þeirra, sem
átt hafa í eríiðleikum með
að koma sómasamlegu húsi
yfir höfuð sér.
Þegar núverandi stjórnar-
flokkar mynduðu ríkisstjórn
á sínum tíma, átti lausn hús-
næðismálsins að vera eitt að
alverkefnið. Á fyrsta þing-
inu bólaði samt ekkert á til-
lögum um þessi efni. Að-
spurð sagði ríkisstjórnin, að
málið væri svo erfitt við-
fangs, að það þyrfti mikinn
undirbúning. En hún lét
drýgindalega. Þegar lausnin
kæmi, þá skyldi nú muna um
faana!
Svo hófst annað þmg
stjórnarsamvinnunnar. Ekk-
ert frumvarp um húsnæðis-
málin sá dagsins ljós. Enn
var stjórnin spurð. Ráðherr-
amir voru íbyggnir og full-
ir ábyrgðartilfinningar. Það
væri um að gera að flýta sér
ekki að leggja fram tillögur,
sem ekki væru fullhugsaðar
og ekki algjörlega öruggt,
að hægt væri að framkvæma
þegar í stað út í yztu æsar!
Pappírslög væru ekki aðeins
gagnslaus, heldur stórhættu
ieg.
Það dróst því þangað til
seint á síðasta þingi, að rík-
isstjórnin bæri fram tillög-
ur sínar. Þá hafði stjórnskip
uð nefnd unnið að samningu
þeirra í marga mánuði. Og
þær voru orðnar svo þaul-
hugsaðar, að ekki mátti
breyta einum stafkrók. Allt
var þar fullkomið. Ríkis-
stjórnin lagði sérstaka á-
herzlu á þá ábyrgðartilfinn-
ingu sína, sem auðvitað var
mótuð af umhyggju fyrir
hag húsbyggjenda, að hafa
ekki Iagt fram tillögur sínar
fyrr en fjáröflun til hins
nýja veðlánakerfis hefði ver
ið fulltryggð. Með stolti, sem
nálgaðist steigurlæti, skýrði
Morgunblaðið frá þeim yfir-
lýsingum ráðherra og ann-
arra forsvarsmanna stjóm-
flokkanna á Alþingi, að búið
væri að tryggja 100 millj. kr.
til veðlánakerfisins á árinu
1955, og aðrar 100 millj. kr.
á árinu 1956. Allir, sem vildu
Í3yggja> skyldu fá a.m.k. 70,-
000 kr. út á íbúð sína. Af ein
stakri hæversku var að vísu
játað, að það væri raunar
ekki mikil fjárhæð, en betra
væri þó að lofa litlu og
standa við það en að lofa
miklu og svíkja það.
Þegar núverandi þing kom
saman, fannst einum af þing
mönnum Alþýðuflokksins
ástæða til þess að fá ná-
kvæma vitneskju um, hvað
málum þessum liði, enda
eigi hér margir menn mik-
illa hagsmuna að gæta. Og
það varð einum ráðherran-
um tilefni til þess að gefa
ríkisstjórninni athyglisverð-
an vitnisburð.
Ríkissíjórnin var ebki á
síðasta þingi búin aS
t^yggja neinar 100 miiij.
kr. til húsabygginga 1955
og þá auðvitað enn síður
fyrir árið 1956. Hún er nú
ekki búin að tryggja nema
36 millj. kr. til þessara
þarfa, og allt óvíst um fram
tíðina. Húsnæðismálastjórn
in er ekki búin að veita
nema 2,7 millj. kr. lán. Ef
standa æíti við fyrirheitið
um, að húsbyggjendur
fengju 70.000 kr. út á íbúð
(sem ríkisstjórnin játaði að
væri lítið) þyrfti lánsféð
að vera 132 millj. kr. En
ríkisstjórnin réttir fram 36
milljónir'! Það svarar til
tæplega 20.000 kr. á hverja
íbúð!!
Flest annað verður sagt
um stjórnarflokkana en það,
að þeir hiki við að beita ó-
fyrirleitnum áróðri/ 'Þeir
gæta þess vel að varðveita
jafnvægið á því sviði. En
einu sinni ætluðu þeir þó,
að eigin sögn, að vera ærleg
ir og lofa ekki meiru en þeir
mundu geta staðið við. Þess
vegna varð húsnæðismála-
frumvarpið jafn ómyndar-
legt og raun bar vitni um.
En hvernig hefur farið?
Jafnvel framkvæmd lííílla
Ioforða hefttr reynzí ríkis-
stjórnínni um megn. Hún
lofaði sannarlega litlu, en
efnir þó ekki nerna þriðj-
wng þess!
Utan úr heimii
STYRKUR hverrar keðju er á stjórnmálasv'iðinu hið mesta
kominn undir veikasta hlekkn- I kæruleysi. Sundrungin á þingi
um. Þannig er það líka með þá þjóoarinnar er og mun meira
keðju, sem frjálsar þjóðir j áberandi en sundrung þjóðar-
mynduðu með sér að styrjöld innar.
Þess ber nefnilega að gæta,
að þrátt fyrir allt, er líðan
franska fólksins og lífskjör
betri nú en nokkru sinni. Iðn-
aðurinn hefur tekið mikium
lokinni um samstarf á sviði
stjórnmála, efnahagsmála og
hermála. Það hefur alltaf öðru
hverju sýnt sig, að Frakk-
land er veikasti hlekkur þeirr-
ar keðju. Hið óstöðuga stjórn- ' framförum, rafvæðingin hefur
málaviðhorf, erfiður fjárhagur
út á við og hin miklu hernað-
arútgjöld, sem átökin í Indq-
Kína og Norður-Afríku hafa í
för með sér, hafa gert Frakk-
land tiltölulega veikt á svell-
inu. Að sama skapi og þessi
veikleiki þess hefur orðið aug-
ljósari, hafa Frakkar sjáiíir
lagt vaxandi áherzlu á slagorð
sín, „hin sagnfræga franska
þjóð“ og „stórveldið franska". j
Það er varla með ýkt mál far- f
ið, þótt sagt sé, að viðurkenn-
ing Breta, Rússa og Banda-
ríkjamanna á Frakklandi sem
stórveldi að lokinni styrjöld,
eigi fyrst og fremst rætur sín-
ar að rekja til þess, að þjóðar-
stolt Frakka hafi beinlínis kraf
izt þess. í dag er það nánast til j
tekið eingöngu landfræðileg!
lega landsins, sem réttlætir, að
það skuli haldast í tölu stór-
veldanna.
Margar orsakir.
Það er margt, sem stuðlar að
því, að fjórða franska lýðveld- j
ið er svo miklum mun veikara ;
en þriðja lýðveldið var að fyrri!
heimsstyrjöldinni lokinni. Því
til sönnunar nægir að minna
á hina virku þátttöku Frakk-
lands í fyrri beimsstyrjöld-
inni. Einnig hefur verið bent
á þá staðreynd, að fæstir af
núverandi leiðtogum Frakka
njóta nokkurrar hylli með
þjóðinni. Afleiðingarnar segja
og til sín á þann hátt, að alþýða
manna sýnir því, sem fram fer
stóraukist og vélvæðing land-
búnaðarins sömuleiðis, en lifs-
kjör almennings í borgum
batnað verulega. Landið á
mikið auðlinda, sem enn eru
ekki nándar nærri fullnýttar.
Skortir hæfa íeiðtoga.
Ohamingjan er þó ef til vill
fyrst og fremst í því fólgin,
að Frakkland hsfur mjög skort
dugmikla stjórnmálaleiðtoga
að undanförnu. Enn hafa þar
ekki komið fram menn, sem
revnzt hafa þess megnugir að
ráða fram úr hinum örðugu
vandamálum. Þegar nýlendu-
þjóðirnar risu gegn stjórn
Frakka í kröfum um sjálístæðj.
svaraði stjórnin með aldargöml
um aðferðum, og aldrei voru
veittar neinar úrbætur nema
íyrir átök af hálfu nýlenduþjóð-
anna. Slílc stjórnmálaskamm-
sýni er dæmd til ósigurs, og þaff
er harmleikur 1 sjálfu sér, að
franska þjóðin, þar sem ancii
byltinga og stríðs fyrir mann-
réttindum hefur svifið yxir
vötnunum,. skuli ekki hafa
fundið betri ráð.
Á næsta ári eiga fram að
fara kosningar í Frakklanöi.
Fyrir bragðið mótar nú kosn-
ingaáróðurinn mjög stjórn-
málalíf þar í landi. Norður-Af-
ríkumálin hafa margri ríkis-
stjórn úr sessi velt á Frakk-
landi, og í dag er þar um ó-
venjumiklar viðsjár að ræða.
Ef til vill getur og komið til
stjórnmálaátaka í sambandi við
Þýzkalandsmálin og afleiðing-
ar Saarkosninganna.
Aldrei hefur þess verið
meiri þörf en nú, að Frakkland
reyndist sterkur hlekkur í
keðju vestrænnar samvinnu.
Og svo kemur á daginn, að það
er veikasti hlekkurinn.
Tellus.
Frá Svalbarða,
sem Svíar verða með rannsóknir.
ORÐURLJO
HVAÐ er það, sem gerir veð
urspárnar óáreiðanlegar? Hvað
veldur norðurljósum og hver er
orsökin að stórflóðunum? Hvað
orsakar truflanir í háloftun-
um? Þetta eru aðeins fáar af
þeim spurningum, sem vísinda-
mennirnir leita svars við land-
fræðiárið 1957—8, sem nú hef-
ur verið skipulagt í öllum að-
alatriðum. Athuganastöðvanet-
ið verður þéttara en nokkru
sinni fyrr. Þúsundum saman
starfa vísindamennirnir við
hinar átta hundruð athugana-
stöðvar víðs vegar um veröld-
ina. Þrjátíu til fjörutíu skip
munu halda sig á Atlantshafinu
og Norðuríshafinu við rannsókn
á sjávarstraumum. Og úti í
himingeimnum munu banda-
rísk og rússnesk gervitungl
svífa hlið við hlið.
Ekki gera vísindamennirnir
þó ráð fyrir að hljóta nein
tæmandi svör við þessum eða
öðrum spurningum sínum, en
undirbúningsnefnd þeirra held
ur fund með sér í Brússel þessa
dagana til að ganga frá einstök-
um atriðum í sambandi við
rannsóknimar. Að sjálfsögðu
bíða vísindamenn um heim all-
an þess með eftirvæntingu og
fögnuði, að þetta rannsókna-
tímabil hefjist, því að nú era
þeir betur búnir öllum rann-
sóknatækjum en nokkru sinni
fyrr.
Þetta er þriðja landfræðiár-
ið, sem efnt hefur verið til,
1882—3 og 1932—3 eru hin
fyrri. Fyrsta árið bar harla lít-
inn árangur, eins og við er að
búast, þar eð þá skorti öll þau
tæki, sem nú eru talin óhjá-
kvæmileg. Engu að síður leystu
margir vísindamenn þá mikil-
vægt starf af hendi og urðu
margs þess vísari, sem síðan
lagði grundvöllinn að nútíma
skilningi og kenningum, varð-
andi eðlisfræði og landfræði.
HEIMSKAUTANNA Á MILLI
Að þessu sinni beinast rann-
sóknirnar mjög að veðurfræði-
|Iegum viðfangsefnum, en árið
1932—3 bar lítinn árangur á
| því sviði. Eins og kunnugt er,
geta veðurfræðingar ekki beitt
neinum tilraunum í rannsókn-
um sínum. Hins vegar má búast
við árangri, þegar athuganir
| eru gerðar samtímis á mörgum
stöðum og víðs vegar á hnett-
inum, eins og nú verður gert,
þegar athuganir verða gerðar
bæði á suður- og norðurhelft
jarðar.
Þannig má til dæmis fylgjast
nákvæmlega með ferli storm-
sveipa og skrásetja þróun
þeirra frá upphafi til enda, þar
sem athuganastöðvar eru stað-
settar með vissu millibili um
allan hnöttinn. Er ekki fyrir að
synja, að fyrir slíkar samræmd
ar athuganir finnist mikilvæg
atriði varðandi uppruna og eðli
slíkra fyrirbæra.
Að þessu sinni verður slíkum
athugunum einkum beint að
suðurheimskautssvæðinu og
norður að Miðjarðarlínu. Á
siálfu suðurheimskautssvæð-
inu verða settar upp tuttugu
veðurathuganastöðvar, þar á
meðal fimm bandarískar og
þrjár þýzkar.
SVÍAR LEGGJA FRAM
SINN SKERF
Leiðangur átta sænskra vís-
indamanna og tveggja sænskra
undir stjórn sænska veðurfræð
ingsins Gösta Liljequist tekur
sér aðsetur á Spitzbergen. Verð
ur þar fyrst og fremst lögð á-
herzla á lofthitamælingar í 30
kílómetra hæð, og er talið að
þær mælingar geti haft mikla
þýðingu fyrir veðurspár í fram'
] tíðinni. Þá verður norðurljósa-
|fyrirbærið og athugað gaum-
, gæfilega. I sólarrannsóknastöð-
j inni á Capri, sem Öhrnan pró-
. íessor veitir forstöðu, verða
teknar myndir af gasskýjum
þeim, sem mynast við blettina
(Frh. á 7. síðu.) ;