Alþýðublaðið - 15.11.1955, Page 4
4
Alþýgublagjg
Þriðjudagur 15. nóv. 1955.
Útgefandl: Alþýðuflok\ttriun.
Ritstjóri: Helgi Scemundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsso*.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundssou og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir,
Ritstjórnarsímar: 49Q1 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslustmi: 4900.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu 8—10.
'Ásþriftarverð 15j00 á minuðl. í lausasðlu ljOO.
Gunnar og Laxness
MORGUNBLAÐIÐ kallar
það kjánalegt nudd af Al-
þýðublaðinu að gagnrýna
ríkisstjórnina og aðra opin-
bera aðila fyrir að sýna ekki
Halldóri Kiljan Laxness
■ heimkomnum sem Nóbels-
verðlaunahöfundi tilhlýði-
legan sóma. En Alþýðublaðið
er ekki eitt um þessa af-
stöðu. Morgunblaðið ætti að
líta sjálfu sr nær og fara var
lega.
Bæjarstjórn Reykjavíkur
kunni sig ekki í þessu sam-
bandi fremur en ríkisstjórn-
in. Fulltrúi hennar sást ekki
við móttökuna, en forseti
bæjarstjórnarinnar mun
hafa sent Laxness blómvönd
rétt eins og einhver skrifar-
inn í bæjarstjönarskrifstof-
unum hefði gengið í hjóna-
band eða átt sæmilegt af-
mæli. Þessi yfirsjón verður
þó ekki færð á reikning
Gunnars Thoroddsens borg-
arstjóra. Hann kom heim frá
útlöndum með Gullfossi í
sömu ferð og Halldór Kiljan
Laxness og átti hér þess
vegna engan hlut að máli.
Það var illa farið, því að
Gunnar er kurteis maður og,
kann ágætlega að koma
fram við hátíðleg tækifæri,
en auk þess listrænn og vel
lesinn í góðum bókmenntum,
en slíkt hefur hingað til tal-
izt undantekning í innsta
hring Sjálfstæðisflokksins,
þó að Almenna bókafélagið
breyti þeim. viðhorfum von-
andi til batnaðar, þegar
fram líða stundir. Gunnar
Thoroddsen blygðaðist sín
fyrir framkomu starfs-
manna sinna í bæjarstjórn-
inni og taldi sér skyltaðbæta
fyrir mistök þeirra. Það hef-
ur hann gert með því að
efna til skemmtifundar í
Norræna félaginu til heiðurs
Nóbelsverðlaunaskáldinu, en
Gunnar er formaður félags-
ins.
Þetta sýnir, að Morgun-
blaðið er sem betur fer ekki
einhlítur mælikvarði á menn
ingarstig einstakra Sjálf-
stæðismanna. — Gunnar
Thoroddsen telur gagnrýni
Alþýðublaðsins svo sjálf-
sagða, að hann hlutast til
um að bæta fyrir mistök
þeirra, sem áttu að gæta
sóma höfuðborgarinnar í
fjarveru hans og kunnu sig
ekki eða létu stjórnast af
hvötum Morgunblaðsins. Og
drengileg framkoma borg-
arstjórans er hæfilegt svar
við þeirri niðurstöðu Morg-
unblaðsins, að gagnrýni Al-
þýðublaðsins á ríkisstjórnina
og aðra opinbera aðila í til-
efni af heimkomu Halldórs
Kiljans Laxness sé kjánalegt
nudd. Morgunblaðinu væri
sæmst að haga sér svo sið-
mennilega, að foringjar
Sjálfstæðisflokksins eins og
Gunnar Thorodsen þurfi
ekki að bera kinnroða fyrir
orð þess og afstöðu.
I
V
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
V
s
s
\
s
s
s
5
Misheppnað fyrirtœki
FRÁ því hefur verið skýft
opinberlega, að sendur hafi
verið af fræðslumálastjórn-
inni í framhaldsskólana listi
með á milli þrjátíu og fjöru-
tíu spurningum varðandi á-
fengisneyzlu. Plagg þetta
kvað samið að frumkvæði
aðila, sem hafa áfengisvarn-
ir á hendi, en fyrirtækið er
sorglega misheppnað. Hér er
svo langt gengið, að ungling
arnir í framhaldsskólunum
eru spurðir þess, hvort þeir
drekki í einrúmi, hvort þeir
fái taugatitring, meðan þeir
haldi áfram að drekka, og
hvort drykkjan dragi úr kyn
hvötum þeirra, svo að nokk-
ur dæmi séu nefnd. Þetta er
með öðrum orðum þvílíkur
ósómi, að jafngagnmerkur
skólamaður og bindindis-
frömuður og Pálmi Hannes-
son rektor segist ekki óvirða
nemendur sína með því að
leggja aðrar eins endemis-
spurningar fyrir þá.
Slíkt ættu aðrir skóla-
stjórar einnig að gera og
fræðslumálastjórnin að
koma í veg fyrir aðrar eins
sendingar í skóla landsins
framvegis. Svona bindindis-
starf er í senn hætta og
hneyksli.
Gerlst áskrifendur blaðslns.
Alþýðublaðið
KVIKMYNDAÞATTU
VISTAVISION heitir nýj-
ung í töku og sýningu kvik-
mynda, sem Paramount kvik
myndafélagið hefur tekið
upp. Telur félagið þetta beztu
fáanlega lausn frá sinni
hendi á vandamáli því, sem
upp hefur risið í sambandi
við breiðtjöld og þrívídd í
kvikmyndum.
Fyrsta mynd félagsins
með þessu sniði, „White
Christmas“, hefur fárið
mikla sigurför um Ameríku
þvera og ehdilanga og verð-
ur sýnd sem jólamynd hjá
Tjarnarbíó. Aðalhlutverkin
leika Bing Crosby, Danny
Kaye og Rosemary Clooney.
s|c # _ :J: ‘r
„Sjö bruðir handa sjö.
bræðrum," h§itir, ný söngva-.
mynd frá M-G-M féla'ginu.
Myndin héfur fengið frábæra
dóma og segja gagnrýnendur
um hana að hún sé bezta mús
íkmynd, sem framleiðendur
Vesturlanda hafa látið frá sér
fara, enda hefur myndin far-
ið sigurför hvar sem hún hef-
ur verið sýnd.
* * *
Bob Hope segir stundum
eftirfarandi sögu af sér og
Eisenhower Bandaríkjafor-
seta:
— Það var á stríðsárunum
að við hittumst eitt sinn á
golfvelli, Eisenhower hers-
höfðingi og ég. Þar sem mér
var kunnugt um að ein helzta
ánægja hans var að leika golf
bauð ég honum út, en stóð
mig illa og tapaði. Daginn eft
ir lékum við aftur og nú voru
peningar lagðir undir. Mér
tókst upp í þetta skipti og um
leið og harin borgaði mér
sagði hann þurrlega:
— Því gátuð þér ekki leik-
ið svona vel í gær?
*
Ameríka er það land, sem
hefur nú flest kvikmyndahús
með cinemaseope fyrirkomu-
Iagi á sýningum, en frændur
okkar Norðmenn fylla með
prýði annað sæti og hafa
helmingi fleiri kvikmynda-
hús þar tekið upp þetta fyr-
irkomulag en í Danmörku og
Svíþjóð samanlagt.
Úr myndinni „Sjö brúðir handa sjö bræðrumr*
Þýzk miðlunarskrifstofa
fyrir hjónabönd hefur nú
tekið kvikmyndavélina í
þjónustu sína. Eru teknar
nokkurra mínútna myndir af
því, sem á boðstóláum er, til
að sýna viðskiptavininum
væntanlega. Ekki er okkur
kunnugt um hvort teknar eru
myndir af stúlkunum við
matseld ,eða bara frá ýmsum
hliðum.
* * *
James Dean er látinn. Það
er sjaldgæft að alheimssorg
verði þegar aðeins 24 ára
gamall maður deyr, en svo
varð í þetta sinn. James Dean
hafði nú seinast getið sér ó-
dauðlegan orðstír fyrir leik
sinn í myndinni „East of Ed-
en“, eftir samnefndri skáld-
sögu Steinbechs. Kvikmynda
heimurinn hefur vafalaust
misst með honum einn mikil-
hæfasta leikara seinni tíma,
en starfsdagur hans var því
miður aðeins rétt að byrja.
í Englandi fer nú að hefj-
ast upptaka á mynd eftir
barnaleikriti Kirsten Wox-
holdt og Kaare Hegel, „Mána
rakettan“. Börnin, sem leika
í myndinni, verða öll norsk,
þar eð bannað er með lögum
í Englandi að láta innlend
börn leika í kvikmyndum.
:J« $ :*:
Norðmenn framleiddu í
fyrra 17 nýjar kvikmyndir,
en aðeins 4 í ár.
% % %
Franski kvikmyndaleikar-
inn Gerard Philippe er um
þessar mundir staddur í
Moskvu, í sambandi við
franska kvikmyndaviku, sem
þar var haldin. Hann hefur
verið umkringdur allan tím-
ann af söfnurum rithanda-
sýnishorna og aðdáendum og
segir hann að sig hafi aldrei
órað fyrir svo stórum aðdá-
endahóp í Rússlandi. Rúss-
neska gagnrýnin hefur hinar
frönsku kvikmyndir, sem
sýndar hafa verið, til skýj-
anna, en segir jafnframt að
það sé mikill munur á þeim
og amerískum, sem séu fyrir
neðan allar hellur.
❖ ❖ ❖
Og nú er Filmia að hleypa
af stokkunum vetrarstarfsemi
sinni í þriðja sinn. Við ósk-
um félaginu fararheilla og
væntum alls hins bezta á
komandi vetri.
A
,S-
s
Á
?;s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
V
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
,s
s
David C. Williams
HIÐ ALÞJÓÐLEGA Bræðra
samband Flutningaverkamanna
fjölmennasti félagsskapurinn í
AFL, —: bandaríska verkalýðs-
sambandinu, — hefur fyrir
skömmu opnað aðalstöðvar sín.
ar í Washington. Enda þótt
vörubílstjórarnir séu fjölmenn"
astir í samtökunum, eru þarna
flutningamenn, sem vinna við
vörugeymslur og ýmiss hin ólík
ustu fyrirtæki, og eiga fátt sam
eiginlegt annað en það, að starf
þeirra allra er að meira eða
minna leyti í sambandi við
flutninga. Undir forustu hins
dugmikla og framsækna for-
seta, Dave Beck, er samband
þetta að verða eitt hið sterkasta
meðal verkalýðssamtakanna
bandarísku, og hefði ekki verið
þar um svæsnar innbyrðis deil
ur að ræða, mundi það orðið á-
hrifamesti verkalýðsfélagsskap-
urinn hér vestra.
Flutningamennirnir hafa ekk
ert til sparað að gera þessa
byggingu sína sem veglegasta,
— hvítur marmari fyrir fimm
milljónir króna, þiijur úr fág-
uðum valdhnotuviði og mahog-
ný: Vígslan fór fram með hinni
mestu viðhöfn og Eisenhower
sendi heillaóskaskeyti, en.kon-
ur sambandsforkólfanna hlutu
orkidíuvendi að gjöf í tilefni
hátíðarinnar.
SÓKNIN TIL WASH-
INGTON.
Vígsla þessi vakti athygli
manna á því fyrirbæri, sem
gerst hefur og er að gerast í
Washington í sambandi við
verkalýðssamtökin. Hvert
verkalýðssambandið eftir ann-
að hefur að undanförnu reist
hverja stórbygginguna af ann-
arri í Washington, eða hefur í
undirbúningi að reisa þær, svo
að stjórnarbyggingarnar einar
munu þeim meiri, enn sem kom
ið er. Þarna er ekki aðeins um
þau sambönd að ræða, sem um
lengri eða skemmi tímabil hafa
haft aðalstöðvar sínar í Wash-
ington, og sum hver setið í göml
um byggingum, en byggt sér
nýjar • á undanförnu-m árum,
heldur og þau, sem haft hafa
aðsetur sitt annars staðar; í
Bandaríkjunum, en flytjast nú
til - Washington. Flutninga-
mannasambandið hefur áðúr
haft- aðsetur sitt í Vesturfylkj-
unum, en nú er ekki -nema ör-
skots spölur frá aðalstöðvunum
til stjórnarráðsbyggingarinnar.
Á SJÁLFUM VÍGSTÖÐV-
UNUM.
í ræðu, sem George Meany
flutti við vígsluna, benti hann
á mikilvægi þessarar breyting-
a. Verkalýðssamtökin sæktu til
Washington, þar sem þau gætu
verið á sjálfum stjórnmálavíg-
stöðvunum, en þetta þýddi um
leið, að þau sæktu til aukinna
áhrifa á vettvangi bandarískra
(Frh. á 7. síðu.) ,