Alþýðublaðið - 16.11.1955, Page 2
Alþýgub1a ð 1 8
Miðvikudagur 16. nóv. 1955
(Frh. a£ 8. síðu.)
að lagabreytingar eða setning
nýrra laga kæmi til. Hún gerir
þó fyrirvara um þrjár þessara
aamþykkta.
Tuttugu og sjö samþykktir
tcíur nefndin ekki koma til á-
lita að fullgilda, sumar vegna
þess að þær eru fallnar úr gildi
■eða aðrar komnar í þeirra stað,
en aðrar vegna þess að þær
snerta einungis kjör íbú.a ósjálf
stæðra landa.
Þá eru eftir 62 samþvkktir,
sem nefndin telur ekki hægt að
íullgilda og gerir hún grein fyr
ir því hvað standi í vegi fyrir
íullgildingu þeirra, hverrar fyr
ir sig.
SKOETÍIÍ EEGLUK,
í mörgum tilfellum eru smá-
vægileg atriði því til fyrirstööu
ao fullgilding sé möguleg, en í
öðrum tilfellum skortir hér regl
•ur um efni samþvkkta, enda
þótt kiör manna hér á landi séu.
■eigi lakari, en þær ákveða. í
•mörgum tilvikum nýtur því ís-
lenzkt. verkafólk eigi verri kjara
<eða aðbúnaðar en samþykktirn-
ar gera ráð fyrir, enda þótt ekki
sé hægt að fullgilda þær.
Ef frumvarp það til laga um
almannatryggingar, sem nú er
til umræðu á Alþingi, nær fram
•'io ganga, opnar það leið til full
jgildingar á a.m.k. einni mikil-
'vægri samþykkt, þ.e. samþykkt
102 um félagslegt öryggí, sem
gerð var á Alþjóðavinnumála-
þinginu 1952.
Félagsmálaráðuneytið mun
framvegis hafa hliðsjón af sam-
þykktum Alþjóðavinnumála-
þingsins við setningu nýrra laga
•og lagabreytinga um sama efni
og þær fjalla um. Þess má því
væiíta að ísland geti fullgilt
íleiri samþykktir á næstu árum.
Félagsmálaráðuneytið,
14. nóvember 1955.
Sérfræðingar í fram-
leiðni ..
(Frh. af 8 síðu.)
landsmanna á þýðingu aukinn-
ar framleiðni og aukins sam-
starfs milli atvinnurekenda og
launþega. Olav Skogen og Wern
■er Rasmussen ræddu um fram-
leiðnistofnanir landa sinna og
hverja þýðingu þær heíðu.
FRÓÐLEGÍR FYRIR-
LESTRAR.
Kl. 4 síðdegis sama dag héldu
hinir norrænu gestir fund í
húsakynnum IMSÍ með aðal- og
varastjórnum Félags íslenzkra
iðnrekenda og Landssambands
iðnaðarmanna. Skýrðu þeir hr.
"S'kogen og hr. Rasmussen ýtar-
lega frá störfum framleiðni-
utofnananna í þágu iðnaðar og
ainnig hvernig sambandinu
milli þcirra og félagssamtaka
.iðnaðarins væri háttað. Hr.
-Christian Gudnason skýrði frá
því, hvernig tengslum Industri-
xádets og framleiðslustofnunar
innar væri háttað annars vegar
og fyrirtækjanna hins vegar.
Voru fyrirlestrarnir mjög fróð-
legir og komu fram margar fyr-
irspurnir frá fundarmönnum.
Fundurinn stóð yfir í 3 klukku-
stundir.
VERKSMIÐJUR
HEIMSÓTTAR.
í gær voru þeir í boði stjórn-
ar Félags íslenzkra iðnrekenda.
Var þeim boði að skoða ýmsar
verksmiðjur, m.a. fiskverkun-
arverksmiðjuna ísbjörninn,
Fiskiðjuver ríkisins, Kassagerð
Reykjavíkur, Vinnufatagerð Is-
lands. Að loknum hádegisverði
í boði FÍI var þeim boðið að
skoða Áburðarverksmiðju ríkis
ins. Um kvöldið mættu þeir á
almennum félagsfundi hjá FH
í Þjóðleikhúskjallaranum og
bar fluttu þeir erindi, sýndu
sku.ggarnyndir og kvikmvndir
íil skýringar.
LITiI) Á BYGGINGA-
FRAMKVÆMDIR.
í dag verða þeír á vegum
I.andssambands iðnaðarmanna,
sem mun sýna þeim bygginga-
framkvæmdir í Reykjavík og
bjóða þeim til hádegisverðar
með stjórn Landssambandsins.
Að hádegisverðarboðinu loknu
mun þeim verða sýnd hin veg-
lega Iðnskólabygging í Reykja-
vík. Kl. 4 e.h. munu hr. Skogen
hr. Rasmussen og hr. Gudnason
halda fund með stjórnum Verzl
unarráðs íslands, Sambands
smásöluverzlana og Samb. ísl.
samvinnufélaga, og er f járhags-
nefndum Alþingis boðið að sitja
þennan fund. Á honum munu
gestirnir segja frá starfsemi
norsku og dönsku framleiðni-
stofnananna í þágu verzlunar
og hvernig sambandi þeirra við
verzlunarsamtökin er háttað.
Á fimmtudag verða þeir í
boði verzlunarsamtakanna, sem
munu sýna þeim verzlanir, en
um kvöldið verða þeir á fundi
með félagi matvörukaupmanna.
Á laugardag munu þeir halda
heimleiðis.
ÞÝÐINGARMIKIÐ
HLUTVERK.
Framleiðnistofnanirnar gegna
þýðingarmiklu hlutverki í þágu
iðnaðar og verzlunar í Dan-
mörku og Noregi, og hafa þær
stuðlað að ýmsum umbótum í
rekstri iðnfyrirtækja og verzl-
ana, efnt til námskeiða og kynn
isferða til annarra landa til þess
að gera mönnum kleift að fylgj
ast með nýjungum á sviði tækni
þróunarinnar. Þá hafa þær geng
izt fyrir rannsóknum á sameig
inlegum vandamálum iðnaðar
verzlunar og veitt styrki við
lausn slíkra vandamála.
litkvikmynd, sem Árni Kjart-
ansson verzlunarstjóri hefur
tekið, og Jón Eyþórsson veður-
fræðingur segir frá Vatnajök-
ulsför. —- Þessi skemmtifunda-
starfsemi félagsins er þáttur í
viðleitni þess til að kynna al-
menningi landið og fegurð þess.
2000 manns haía séð
sýningu Sigrúnar.
RÚMLEGA 2000 manns
hafa nú séð listiðnaðarsýningu
frú Sigrúnar Jónsdóttur í Þjóð
minjasafninu. Óvíst er, hvort
sýningin verður lengur opin en
til sunnudagskvölds, svo að
fólk, sem áhuga hefur á listiðn-
aði, ætti að nota tækifærið
þessa daga til helgarinnar.
Þá er rétt að geta þess, að
allmargir munanna á sýning-
unni eru til sölu, og auk þess
tekur frú Sigrún við vinnu-
pöntunum á listiðnaði á sýn-
ingunni.
BARNASAGAN — 18.
im:
L/ \ 0 °o
(ILiiiP
FALLI ARGENTINU
ALLSHER JARVERKF ALL
var í Argentínu í gær. Hafði al-
menna verkalýðssambandið boð
að það vegna svika núverandi
ríkisstjórnar á loforðum þeim,
er hún hafði gefið, er hún setti
Perón af, um aukið frelsi verka
manna, en eins og getið hefur
verið í fréttum hefur Leonardi,
sá sem tók við af Perón og gaf
fyrrgreint lofórð veri settur af.
Útvarpið, sem er í höndum
stjórnarinnar, hélt því fram í
gær, að verkamenn hefðu ekki
nærri allsstaðar hlýtt verkfalls
boðuninni, en fréttastofur sögðu
hins vegar frá því, að verkfall-
ið hefði verið því sem næst al-
gjört og þó almennast utan stór
borganna. Þá gátu þær þess enn
fremur, að komið hefði til blóðs
úthellinga. Nokkrir menn hafa
þegar verið handteknir fyrir að
hvetja til verkfalla.
„Svona eru höfin<£, hugsaði Helgi, „óendanleg og
hættuleg“. Honum óaði við að leggja út á vatnið.
Það var hvítur fláki, hvergi hnjóti, hvergi neitt
til að lciðrétta sig eftir. En hann vissi vel, að
gengi hann skáhalt yfir vatnið, átti hann að koma að
tvíhlöðnu vörounni. Hún var stærsta varðan á ölluni
hálsinum. Og þar var hálfnað upp að Strýtu, en við
Strýtu var hálfnað norður á hryggi, og Valshryggir
voru mitt á milli bæjanna Hlíðar og Tóíta.
Helga miðaði lítið fljótara eftir vatninu en upp á
brúnina. Ófærðin var stöðugt eins. Hann settist öðru.
hvoru niður og hvíldi sig.
Hvergi sást á döklmn hnjóta, hvergi var að líta
borð, stein eða þúfu á öllurn hálsinum.
Allt var í kafi.
„Ég er alveg viss um, að engin varða sést á háls-
inum, fyrr en nefið er rekið í þær“, sagði Helgi við
sjálfan sig. „Það er alveg sama og hálsinn væri vörðu-
laus.“
3STÚ byrjaði að skafa. Vindurinn stóð ofan af háls-
inum. Helgi sá ekkert í rokunni.
„Héðan af held ég áfram,“ hugsaði hann. „Ó,
að ég væri nú orðinn stór karlmaður og hefði hug til
að verða úti. Það er víst ekki öllu verra að verða úti,
en lifa við þenna sífellda ótta.“
Helgi herti sig og skálmaði eftir vatninu.
<
attum i
12 milijónir í lán fil
bænda á óþy.rrka-
svæðinu.
Genf
Snjóbuxur
á telpur og drengi.
Verð frá kr. 55,00.
Fischersundt.
(Frh. af 1. síðu.)
anum mundu stafa of mikil
hætta af slíku. Hins vegar vildi
hann aukin samskipti á sviði
I menningarmála, íþrótta og þess
háttar. Gat Dulles þess, að af
17 atriðum í tillögum vestur-
veldanna, hefði Molotov hafnað
11. McMillan kvað bilið sýni-
lega vera of breitt eins og sakir
stæðu til þess að nokkur von
gæti verið um samkomulag, en
kvaðst þó vona, að til þess kæmi
síðar.
Skemmfifundur hjá
Fer@afélagi íslands.
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
heldur skemmtifund í Sjálf-
stæðishúsinu í kvöld kl. 8.30.
Verða sýndar litskuggamyndir,
og dr. Sigurður Þórarinsson
skýrir þær. Einnig verður sýnd
RÍKISSTJÓRNIN hefur á-
’ kveðið að um 12 milljónum
króna skuli varið til lánveit-
inga til þeirra bænda á óþurrka
svæðinu, sem brýnasta þörf
hafa fyrir aðstoð til fóðurbætis-
kaupa.
Umboðsmenn ríkisstjórnar-
innar hafa ritað öllum hrepps-
nefndaroddvitum á óþurrka-
svæðinu bréf, um framkvæmd
þessara lánveitinga.
Áríðandi er, að oddvitar hefj
ist þegar handa um öflun þeirra
gagna, sem þessir umboðsmenn
óska eftir, til þess að lánveiting
arnar geti hafizt hið allra fyrsta.
SAMTlNINGUR
NÍU ÁRA GAMALL drengur,
Rolf Guldbrandsen að nafni,
fann í Nordhov í Noregi merki
lega steingervinga frá löngu
liðnum jarðsöguöldum. Hann
var að vinna með föður sín-
um á byggingarlóð, er hann
fann steingervingana. Er haft
eftir fróðum mönnum, að ann
ar sé af mjög frumstæðu dýri,
sem uppi var fyrir 50 millj.
ára og lifði í sjó, en hitt mjög
gamalt líka, en þó yngra.
í DAG er miðvikudagurinn
16. nóvember 1955.
FLUGFERÐIR
Loftleiðir h.í.
Hekla millilandaflugvél Loft-
leiða er væntanleg til Reykja-
víkur kl. 18.30 í dag frá Ham-
borg, Kaupmannahöfn og Gauta
borg. Flugvélin fer áleiðis til
New York kl. 20.00.
SKIPAFRÉTTIR
Eiinskip.
Brúarfoss fer frá Reykjavík
10.11. til Gdynia. Dettifoss fer
frá Dalvík í dag 15.1.. til Ólafs-
fjarðar, Siglufjarðar, Vestfjarða
og Keflavíkur. Fjallfoss fer frá
Hamborg 16.11. til Hull og Rvík
ur. Goðafoss fór frá Keflavík
10.11. til Nevv York. Gullfoss fer
frá Kaupmannahöín 19.11. til
læith og Reykjavíkur. Lagarfoss
kom til Reykjavíkur 14.11. frá
Rotterdam. Reykjafoss fór frá
Hamborg 13.11. til Reykjavíkur.
Selfoss fer frá Reykjavík kl. 20
1 kvöld 15.11. til Patreksfjarðar,
Þingeyrar, ísafjarðar, Siglufjarð
ar, Akureyrar og Húsavíkur.
Tröllafoss fór frá Vestmanna-
eyjum 12.11. til New York.
Tungufoss fór frá Gibraltar 8.11.
Væntanlegur til Reykjavíkur í
nótt, skipið kemur að bryggju
um kl. 8 í fyrramálið.
Skipadeild SÍS.
Hvassafell er á Eskifirði. Arn-
arfell er í Reykjavík. Jökulfell
fer í dag frá Austfjörðum til
Boulogne, Rotterdam og Vent-
spils. Dísarfell fer í dag frá Aust
fjörðum til Cork, Rotterdam og
Hamborgar. Litlafell kemur til
Reykjavíkur á morgun. Helga-
fell er í Geneve.
— * —
Krabbameinsfélagi íslands
hefur borist vegleg gjöf að upp-
Ihæð 10.000 krónur frá Margréti
Guðmundsdóttur, Gýgjarhóli,
Biskupstungum, til minningar
um móður hennar látna, Helgu
Gísladóttur. — Krabbameinsfé-
lag íslands þakkar hjartanlega
þessa rausnarlegu gjöf.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur.
Næsta saumanámskeið félags
ins byrjar mánudaginn 21. nóv.
kl. 8 í Borgartúni 7. Þær konur,
sem ætla að sauma fyrir jól gefi
sig fram í símum 1810 eða 5236.
BLÖÖ OG TlMARIT
Gangleri, tímarit Guðspekifé-
I lag íslands, 2. hefti 1955 er kom-
! ið út. Þar eru meðal annars þess
' ar greinar: Hvar stöndum vér?
Þroskagildi daglegs lífs og Vaxt
arlögmál sálarinnar eftir ritstjór
ann, Gretar Fells, Vegur hinna
vitru og Hugleiðingar um ham-
ingjuna eftir Sigvalda Hjálm-
arsson, Litið um öxl og leitaö
sv'ára, Jakob Kristinsson þýddi,
, og kvæðið María, móðir Jesú
eftir Gretar Fells.
A F M Æ L I
Fimmtug
er í dag, 16. nóv., frú Kristbjörg
Eggertsdóttir, Grenimel 2.
Vtvarpið
20.30 Daglegt mál.
20.35 Sinfóníuhljómsveitin; dr.
Victor Urbancic stjórnar.
21.00 Guðspekifélagið 80 ára:
a) Erindi: Saga félagsins (Sig-
vaídi Hjálmarsson blaðamað-
ur. b) Spurningar og svör um
guðspeki (Helga Helgadóttir
talar við Gretar Fells rithöf.)
c) Upplestur (Inga laxness
leikkona). Ennfr. tónleikar.
22.000 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Vökulestur.
22.25 Létt lög af plötum.
23.10 Dagskrárlok.