Alþýðublaðið - 23.11.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.11.1955, Blaðsíða 4
AlþýðublaðiS Miðvikudagur 23. nóv. 1955 um ■ B ■ S r Útgefandl: Alþýðuflotyurlnn. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Tréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. 'Áuglýsingastjóri: Emilta Samúelsdóttlr, Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Áfgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverflsgðtu S—10. Asþriftarverð 15j00 á mánuðl. í lausasðlu 10. Hrœðslan við steininn ÍHALDSBLÖÐIN halda á- fram að fordæma þá við- Leitni Alþýðuflokksins að efna til samvinnu lýðræðis- sinnaðra andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins. Orð Vísis og Morgunblaðsins í þessu sambandi vitna um ótamda skapsmuni, en jafnframt gæt ir mikillar og jafnvel ör- væntingarfullrar hræðslu. Raunar segir Morgunblaðið í gær, að Sjálfstæðisflokkur- inn þurfi ekkert að óttast, enda sé hræðslan hlutskipti andstæðinganna. En hvað kemur þá til þess, að íhalds- blöðin missa vald á skapi sínu vegna samþykktar Al- þýðuflokksins og skrifa Al- þýðublaðsins? Tilburðirnir sýna vissulega og sanna, hvernig foringjum íhaldsins er innan brjósts. Staðreynd málsins er sú, að núverandi stjórnarsam- vinna hangir á bláþræði. Framsóknarflokkurinn vill óðfús losna úr vistinni hjá íhaldinu. Ástæðan er sú, að stjórnarstefnan, sem íhaldið ber ábyrgð á, leiðir til hruns og öngþveitis. Framsóknar- flokkurinn gerir sér ljóst, að þjóðarskútan er strönduð undir forustu Ólafs Thors. Og hann vill ekki bera bein- in í köldum sjó, heldur kom ast á land upp og ráða sig í nýtt skiprúm. Alþýðuflokkur ínn neytir þessarar aðstöðu. Hann telur auðvelt að ráða fram úr aðsteðjandi erfiðleik um, ef horfið verður frá ó- stjórn íhaldsins. Framsókn- arflokkurinn ræður úrslit- um þess, hvort sú tilraun verður reynd eða ekki. En það stendur ekki á Alþýðu- flokknum að reyna að bjarga því, sem bjargað verður. Og því fyrr, sem hafizt verður handa um tilraunina, því betra. Vísir og Morgunblaðið byggja vonir sínar á sundr- ung vinstri flokkanna. í- haldsblöðin fara að dæmi Þjóðviljans og þykjast geta sagt til um, hver verði af- staða Þjóðvarnarflokksins til þeirrar viðleitni Alþýðu- flokskins að efna til nýrrar og farsælli samvinnu um landsstjórnina. r Reynslan mun skera úr um, hvort öfgaöflin til hægri og vinstri renna grun í eða vita um vilja Þjóðvarnarmanna. En þó að svo fari, að Þjóðvarn- arflokkurinn skerist úr leik til að þóknast íhaldinu eða kommúnistum — öðrum hvorum aðilanum eða kann- ski báðum ■— þá breytir það auðvitað engu um gjaldþrot núverandi ríkisstjórnar. í- haldið hefur dæmt sig óhæft til að stjórna landinu. Og það er áreiðanlega misskiln- ingur, að það geti til lengd- ar hangið við völd úrræða- laust og stefnulaust vegna sundrungar vinstri flokk- anna. Kjósendur munu koma við sögu þessa máls, og í næstu kosningum verður úr því skorið, hvort íhaldið á að stjórna landinu eða frjáls lyndir og umbótasinnaðir andstæðingar þess. Kommún istum verður aldrei að þeirri trú sinni, að ógerlegt sé að mynda vinstri stjórn nema með þátttöku þeirra. Og þeir reynast aumkunarverðir í þjónustu sinni við íhaldið, sf þeir halda áfram að boða bjóðinni þá bábilju, að Al- þýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn skeri upp herör gegn íhaldinu af greiðasemi við Sjálfstæðis- flokkinn! Þvílíkur barnaskap ur er misheppnaður áróður, þegar í hlut á jafn gagn- menntuð og lífsreynd þjóð og Islendingar. Þetta er lík- ast þeirri fræðslu um heims- stjórnmálin, sem fólki er boðið upp á í löndunum bak við járntjaldið. Ihaldsblöðunum finnst A1 þýðuflokkurinn lítill. Slíkt hefur heyrzt áður. Samt hef ur hann borið gæfu til að hafa forustu um myndun vinstri stjórnar gegn íhald- inu með því að leggja henni málefni og hugsjónir. Enn er hann til þess fær. . Þess vegna er íhaldið hrætt. Það veit, að Framsóknarflokkur- inn sýnir á sér fararsnið til að una úrræðum Alþýðu- flokksins. Stærðarmunurinn ræður ekki úrslitum fremur en á dögum Davíðs og Golí- ats. Og íhaldinu er sannar- lega óhætt að átta sig á hætt unni áður en risinn fær steininn í ennið og hnígur til jarðar, en Alþýðuflokkur inn mun vissulega freista þess þjóðholla og tímabæra afreks. Gerlst áskrffendur blaðslns. SÍÐUSTU vikur hefur Saudi- Arabíustjórn þrásinnis ásakað Breta um árás saudi-arbiskt landssvæði. Er það svæði fjöll- ótt eyðimerkurland, þar sem Saudi-Arabía mætir soldán- dæminu Muskat og Oman og sjeikdæminu Abu Dhabi, sem bæði eru undir brezkri vernd. Landamæri hafa aldrei verið mörkuð endanlega á þessum eyðilendum, og öll framan nefnd lönd krefjast valda yfir þeim. Oft er svæði þetta nefnt eftir eina byggða bólinu, sem því nafni er hægt að nefna, Buraimivinjunum, sem eru meira en 300 km. langar og um 100 km. breiðar. Fé borið á vitni og dómendur. Ásökunin á hendur Bretum um árás stafar af því að her- deildir frá soldánsdæminu og Abu Dhabi, er voru undir stjórn brezkra foringja, fóru inn í vinjarnar í lok október og ráku á brott þær lögreglu- ( Miklar olíulindir. Síðan Bretar fengu þessi vfir ráð á síðustu öld, hefur ýmis- legt gerzt til að örva áhuga þeirra á þessum löndum. Og soldáninn og sjeikarnir hafa hafa einnig fengið nýjan áhuga Kortið sýnir afstöðu landanna til Buraimivinja. sveitir, sem stjórn Saudi-Ara- bíu hafði sent þangað, þegar landamæradeilurnar byrjuðu fyrir nokkrum árum. Skeði þetta eftir að upp úr slitnað4 í samkomulagstilraunum um þetta mál í sérstökum gerðar- dómi í Genf. Var þar leitt í ljós, að Saudi-Arabíustjórn hafði gert sig seka um að bera stórfé á mörg vitnanna og tvo dómenda. Eftir að þetta varð uppvíst, lagði hinn belgiski forseti dómsins ásamt meðdóm- endum, Breta og Kúbumanni, niður störf í mótmælaskyni. Friðar-Oman. Saudi-Arabía stefnir eí’a- laust að því að leggja undir s?g Muskat og Oman soldánsdæm- ið og sjeikdæmin sjö, sem nefnd eru hér á kortinu „Trucial O- man“, en það nafn stafar af því, að þau hafa gert samning um, að friður (truce) skuli á- vallt ríkja í milli þeirra. Sol- dáninn og sjeikarnir hafa að- eins haldið sjálfstæði sínu vegna þess að þeir höfðu gef- ið sig á vald Bretum. I eyðimerkurlendanna. Það i hafa nefnilega fundist all- | miklar olíulindir í sumum rikjanna, og búizt er við, að eins sé um hin ríkin. Og e?n- mitt í Buraimivinjunum er | (Frh. á 7. siðu.) Forsætisráðherra, sem kyrrð eyðimerkurinna BEN GURION er nú aftur orðinn forsætisráðherra ísra- els. Það var hann, sem lýsti yfir stofnun ríkisins 14. maí 1948 og hann stjórnaði ríkinu, er fimm Arabaríki gerðu árás til að hrekja hina 650 þús. Gyðinga í sjóinn. Herir Araba rikjanna voru hraktir til baka undir förustu hans, og nú hef ur hann aftur verið kallaður til forustu, er bliku hefur dregið á loft fyrir hinu unga ríki. Líf úti í náttúrunni eftirsóknarverðast. Hann var forsætisráðherra til ársins 1954, er hann ætl- aði að láta rætast gamlan draum um að lifa lífinu í kyrrð og.ró við jarðræktar- störf úti í sveit og við lestur fornra bókmennta. Hann seg- ir sjálfur: „Það er álit mitt, að eftirsóknarverðast sé að lifa lífinu í faðmi náttúrunn- ar. Þeim mun lengra sem maðurinn kemst frá hinum tilbúnu lífsháttum menning- arinnar (enda þótt þeir séu nauðsynlegir) og öðlast nán- ari snertingu við hina óspilltu náttúru, svo sem hún er frá hendi skaparans — og hvað þetta snertir er eyðimörkin einna bezt — því færari verð ur hann að skilja tilgang lífs- ins og hlutverk sitt á jörð- inni. Því betur eru nægar eyðimerkur í ísrael, ef til vill heldur miklar.“ Og í eyðimörkinni las hann fornritin og spámennina: Biblíuritin, rit hinna fornu Hellena og Rómverja, Upaní- sjödurnar indversku, samtöl Búddha, Lao Tse og læri- sveina þeirra, svo og ritverk eftir hugsuði síðustu alda. Hin djúpa vizka þessara rita öðlast sérstakan styrk ef þau eru lesin í faðmi hinnar ó- snortnu náttúru, og hin sterka mannást og virðing birtist í bjartara ljósi“. Sá, sem mestu ræður. En það er ekki þægilegt fyrir stjórnmálamenn með skapferli Ben Gurions að draga sig alveg út úr hring- iðunni. Nú hefur hann yfir- gefið eyðimörkina sína og bækurnar sínar og tekið á herðar sér vandamál hinna tilbúnu lífshátta menningar- þjóðfélagsins — varnir, landa mæri, stríðsógnanir. Því að þrátt fyrir það, að hann er hneigður fyrir landbúnaðar- störf og lestur, er hann ekki þannig skapi farinn, að hann vilji mæta árás með aðgerða- leysi. Hann er einn hinna gömlu síonista. 1906 fór hann tvítugur að aldri frá Póllandi austur til Palestínu, óg vann þar fyrir sér sem landbúnað- arverkamaður. Seinna varð hann aðalritari fyrir verka- lýðssambandið Histrauth. Þessir gömlu síonistar vönd- ust við að rækta jörðina með sverðið í annarri hendinni, og þeir verða ekki uppnæmir, þótt á þá sé ráðizt einu sinni enn. En eiga xeir að bíða og hafast ekki að, meðan Ar- abaríkin vígbúast með hin- um kommúnistísku vopnum, eða á ísrael að byrja á með- an það enn hefur yfirburði í vígbúnaði? Ákvörðun um það, hvort ísrael eigi að hefja varnarstríð nú þegar, hvilir á Ben Gurion. Allar leiðir reyndar. Það má koma með tilvitn- anir, sem sýna, að þetta ör- þrifaráð hefur komið honum í hug. Og Egyptar saka hann um að tilheyra „stríðsflokkn- um“ og fyrir að hafa stuðlað að skærum á landamærunum. Hið fyrsta, sem hann gerði er hann tók aftur við forsætisráð herrastarfi, var þó að bjóða Egyptum samninga, og þótt þeir, er órólegri eru, hafi heldur unnið á við kosning- arnar síðast liðið sumar, er augljóst, að fyrst mun Israel leita annarra leiða. Fyrst mun verða beðið til að sjá, hvort stórveldunum tekst að skapa frið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. En ef ekki miðar í þá átt verður að taka þá staðreynd með í reikninginn, að hinir órólegri munu ekki linna látum til að fá forsætisráðherrann til að hefjast handa. Hann er þó manna ólíklegastur til að gera nokkuð í fljótræði, en hins vegar mun hann heldur ekki geta horft upp á, að draumur lífs hans sé að engu gerður. Areksfrar með flugvélum og fuglum Slysahætta, sem örðugt re>ist að finna ráð við í Alþýðublaðið ÞÓTT EINKENNILEGT, kunni í fljótu bragði að virðast I stafar flugvélum talsverð hætta af því að til árekstra komi með þeim og fuglum á flugi, og eykst þessi hætta að sama skapi og flugvélarnar gerast hraðfleyg- ari. Skelli fljúgandi fugl á flug vélarrúðu, molar hann hana, jafnvel þótt hún sé úr skot- heldu gleri, og getur flugmað- urinn slasast við. Sogist fugl inn í blásturshol þrýstiloftsflug véla, raskast jafnvægi öxulsins svo að hreyfillinn getur sprung ið. Hafa því verið reyndar ýnis ar ráðstafanir að undanförnu til að draga úr þessari hæítu, einkum í grennd við flugvelli, en þær hafa lítinn árangur bor ið. VEIÐIFÁLKAR REYNDÍR. Við flugvöll einn í Noregi hafa verið reyndir veiðifálkar til að fæla fuglana á brott, en svo illa tókzt til að fálkarnir struku. •— Áreksturshætt- an er mest á strandflugvöllura og þá vegna mávahópa, sem reynast ágengir mjög, og hafa sums staðar hlotist af þessu nokkur slys. í Gautaborg var reynd vélknúin „fuglahræða“ á flugvellinum, sem gefur frá sér bresti mikla. Mávarnir létu hana þó ekki blekkja sig til lengdar. Sagðist starfsmönnum flugvallarins þannig frá, að mávarnir hefðu fælst fýrsta brestinn og flogið frá, komið aft (Frh. á 7. síðu.) .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.