Alþýðublaðið - 01.12.1955, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. desember 1955
ÆlþýSubiaglg
a
errar
Ef þér eruð að missa hárið
skuluð þér leita til okkar skriflega og 1 áta okkur hafa ítarlegar upplýsingar
við spurningum þeim, sem hér fara á eftir, og munum við þá leitast við að
gefa yður allar þær upplýsingar, sem þér þarfnist til að fá hárvöxt yðar aftur.
1. Er hár yðar þurrt, feitt, gróft eða fínt ?
2. Hvernig þrífið þér hár yðar, með hverju og hve oft?
3. Hvaða atvinnu stundið þér?
4. Notið þér höfuðfat? Tilgréinið hvaða gerð.
5. Er huð yðar viðkvæm?
6. Hafið þér flösu?
7. Notið þér hárfeiti, þá hvaða tegund?
8. Er heilsufar yðar gott?
10. Hvaða ráð hafið þér notað til að reyna að halda hár-
vexti yðar eðlilegum, meðul eða annað, tilgreinið
það ítarlega.
PS. — Sendið bréf yðar ásamt nafni, h eimilisfangi og kr. 25.00 til afgreiðslu
Tímans merkt: ,„Hárprýði“. — Mun yður verða svarað um hæl.
V irðingar f yllst,
(apillus ef crinis
iiiiiiiiiiáiiiiiiiiiiiiiiiiiillSiiiiiiTT ANNESAHORNIN U lliUilllllillll!lill!lliiilllill!!iUllUliliiI|
VETTVANGUR DAGSINS1
„Heimur versnandi fer“ — Samanburður á öld-
inni olckar og öldinni, sem leið — Sannað, að við
höfum sótt fram í mannúð og miskunnsemi — En
hvers vegna?
„HEIMUR VERSNANDI FER“
segja margir gamlir menn og
gamlar konur. Það er að vísu
ekki hægt að bera saman lífs-
basl manna á öldinni sem leið
og okkar nú. Þá var lífsbarátt-
an svo grimm og hörð, að hark-
an ein dugði, við sjálfa sig og
aðra, og þá hefði að minnsta,
kosti grinnn lífshvötin átt að,
knýja mannfólkið til
grimmdarverka en nú. -
. : i
mein.
ÉG FÓR að hugsa um þetta
meðan ég var að fletta „Öldinni,
sem leið“, sem Gils Guðmunds-
son hefur tekið saman í líkum
stíl og tveggja binda verkið:
„Öldin okkar“. Maður sér þetta
líka um leið og maður flettir
þessari nýju bók, en hún gefur
svipmyndir af atburðum og þjóð
arástandi fyrri helming aldar-
innar, síðar verða gefnar út
myndir af því, sem helzt bar til
tíðinda seinni helming aldarinn-
ar.
ÞÁ VORU framin morð, þá
voru gerðar tilraunir til morða
í fjárgróðaskyni, þá voru svarn-
ir rangir eiðar, þá var framinn
stórþjófnaður, þá voru börn
borin út, þá urðu menn úti —
og þá fórust menn úr hungri,
Tkröm og kulda. Flest af þessu
þekkjum við nú a£ eigin raun.
Nú er stolið meira, enda meira
af að taka, hins vegar eru færri
morð framin, engir þurfa að far-
ast úr kröm og kulda, aldrei eru
börn borin út — og engin dæmi
þekki ég til þess á síðustu áratug
um að menn sverji fyrir börn.
ÞEGAR ÉG FLETTI þessum
svipmyndum af fyrri hluta ald-
arinnar, sem leið, þá get ég ekki
séð annað en mjög hafi batnað.
Þjóðfélagslegar umbætur hafa
burtmáð skilyrðin, sem knúðu
einstaka menn til stórglæpa.
Ekki fæ ég betur séð en að þess-
ar umbætur og þarfafleiðandi
breyttur hugsunarháttur, hafi
aukið mannúð og miskunnsemi
— og þá fyrst og fremst aukið
virðinguna fyrir nýju lífi. Með-
al annars sér maður í þessari
bók svo að ekki verður um
villzt, að við lifum á öld barn-
anna.
r 2 3 V
1 T~~ t,
i 4
i " ii 12
u IS
ií L
1 L_ n
HINS VEGAR vaknar um leið
sú spurning, hvort við höfum
sótt eins langt fram á öðrum
sviðum. Á þessari hörðu öld, sem
þarna er lýst, logaði neisti þjóð-
menningar, sem var og er grund
völlur að öllu því, sem við eig-
um í dag. Það er sagt, að erfið-
leikarnir einir skapi skilyrði fyr
ir framvindu. Það hlýtur að vera
átt við það, að þeir herði og
knýi til áræðis og framtaks. Og
eftir styrjöldina, sem sannaði
manni það, sem maður raunar
vissi ekki áður, að manneskjan
getur þolað og lifað af hinar ó-
trúleg'ustu hörmungar, hefur
þetta sannazt.
KROSSGATA NR. 938.
Lárétt: 1 snotur, 5 hrossi, 8
raup, 9 úttekið, 10 magurt, 13
tveir samstæðir, 15 viðkvæmt,
16 bindi, 18 munnbiti.
Lóðrétt: 1 dýr, 2 ástarguð, 3
fjöldi, 4 er ekki (fornt), 6 stöng
ull, 7 spurði, 11 fiskur, 12 ófús,
14 samið, 17 tveir samstæðir.
Lausn á krossgötu nr. 937.
Lárétt: 1 látinn, 5 áfir, 8 nögl,
9 tá, 10 flos, 13 as, 15 ógn, 16
megn, 18 feitt.
Lóðrétt: 1 lánsama, 2 áköf, 3
tág, 4 nit, 6 flog, 7 rápar, 11
lóg, 12 snót, 14 sef, 17 ni.
JÓN P EMILSmiJ
Ingólfsstræti 4 • Sitni 82819
ÞÓ AÐ ÞESSI BÓK sé í sund-
urlausum brotum eins og frétta-
blöð eru alltaf, þá var eins og
ég væri að lesa samfellda sögu,
frábæra sögu um löngu liðna
tíð. Það er vandi að skapa svona
bók. Eða á ég heldur að segja
blað? En þarna fær maður þver-
skurð af lífi þjóðarinnar fyrir
heilli öld af lífsbaráttu hennar,
glæpum hennar, menningarbar-
áttu — og þrá eftir frelsi og bjart
ari framtíð. Mér þykir þetta jafn
vel betri lesning heldur en „Öld
in okkar“ var og það stafar lík-
ast til af því, að ég þekkti minna
öldina, sem leið“.
Hannes á horninu.
Að fengnum innfl,- og gjaldeyrisleyfum áforma
Strætisvagnar Reykjavíkur að festa kaup á 10 diesel-
strætisvögnum, 60—80 farþega, á næsta ári.
Tilboð um aðgreint verð á undirvögnum og yfirbygg
ingum þurfa að hafa borist oss eigi síðar en 1. febr. 1956.
Skilyrði fyrir því, að viðskipti megi takast, er að selj
andi veiti lán eða viðunandi greiðslufrest á kaupverði
vagnanna.
Nánari upplýsingar veittar i skrifstofu vorri Traðar-
kotssundi 6.
Strætisvagnar Reykjavíkur.
Hafnarfiörður
HafnarfíörÖur
verkakvennafélagsins Framtíðin í Hafnarfirði verður
haldin í Alþýðuhúsinu laugardaginn 3. des. n.k. kl. 8
stundvíslega.
Dagskrá: Sameiginleg kaffidrykkja
Ræða: Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri
Leiksystur skemmta
Hjálmar Gíslason, gamanvisur
Fjöldasöngur -— Dans.
Ath. Félagskonur geta pantað aðgöngumiða fyrir sig og
gesti sína í síma 9594 og 9364.
Nefndin.
Tryggið
húsið
meðan
er í smlð
Eimskip, 3. hæð — Sími 1760