Alþýðublaðið - 15.12.1955, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.12.1955, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. des. 1955. Afþýftublaglg narsveitin einn frægasta jazz- leikara Bandaríkjann anna á hljómleikum í í Austurbæjarbíói sunnud. 18. og mið- vikud. 19. þ. m. Með kvartettinnm leikur hinn frægi sænski trommuleikari, Niels Bertel Ðahlandcr. Einnig eru möguleik- ar á því að þekktur tenórsaxó- fónleilrari leiki með á þessum hljómleikum. ♦ | Aðeins þessir tveir hlfémSeikar ♦ Aðgöngumiðar í Austurbæjarbíói og M úsikbúðinni Hafnarstræti 8 eftir kl. 2 í dag'. X Flugbjörgunarsveitin. Sunnudagur. AÐ LOKNU hádegisútvarpi flutti Helgi J. Halldórsson cand. mag. annað erindi sitt um nýj- ungar í íslenzkri ljóðagerð. Þetta er fyrsta alvarlega tilraun in, sem gerð hefur verið til skýr- ingar og skilningsauka á því um- deilda fyrirbæri í íslenzkum bókmenntum, sem við köllum atómskáldskap. Vissulega er það gott verk og vel þegið. Upplestur úr nýjum bókum (og gömlum) var skikkanlegur og geðfelldur í alla staði. Aftur á móti var sænski vísnasöngvar- inn Gunnar Tureson ekki sérlega skemmtilegur. Ingimar Óskarsson grasafræð ingur talaði um íslenzk jurta- heiti. Slíku efni verða að sjálf- sögou lítil skil gerð í svo stuttu máli. Annars var þetta fróðlegt erindi, svo langt sem það náði. Mánudagur. Sigurður Magnússon kennari talaði um daginn og' veginn af mikilli rausn og myndarskap eins og hans er von og vísa. Sumt fannst mér þó dálítið skrýt ið í ræðu hans, t.d. frásögnin um litlu, máttlausU telpuna, sem var send til lækninga austur í leir- burðinn í Hveragerði og fékk af því fullan bata. Ævinlega hlær mér hugur í brjósti, þegar ég heyri ókunn- uga menn fara með kvæði eftir sjálfa sig, jafnvel þótt þessi kvæði séu léleg kölluð. Ég veit ekki með vissu, Iivernig á þessu stendur. Kannski rennur mér blóðið til skyldunnar. Skáld- skapur. Jörundar Gestssonar á Hellu var að sjálfsögðu frekar slæmur, en það gerir ekkert til. Þetta er ,,þjóðaríþróttin“ sjálf og einhver vitur maður hefur sagt, að slæmur skáldskapur sé hinn raunverulegi grundvöllur íslenzkrar rnenningar. Þriðjudagur. Þetta var irekar fátældeg dag skrá. Erindi Skúla Þórðarsonar sagnfræðings var að vísu fróð- legt fyrir þá, sem fæddir eru eft- ir 1940. En við, sern lifðum sjálf ir þessa atburði, vitum þetta allt og miklu meira. Smásaga Saro- yans var einnig góð sem slík og ágætlega flutt, en þetta tvennt er engan veginn nægilegt til þess að bera uppi útvarpsdagskrá heils kvölds. Miðvikudagur. Krabbameinsfyrirlestur, ef- laust ágætur, en ekki veit ég hverjum slíkt má að gagni koma. Blandað efni fró hlustendum. svokallað sveitamannagrín og ekki svo afleitt á köflum. Fimmtudagur. Biblíulestur með skýringum séra Bjarna. Guðsríki hefur löngum staðið höllum fæti hjá þjóð vorri og svo er enn. Geðslegt og yfirlætislaust var erindi Árna Kristjánssonar píanóleikara um Sibelius níræð- an. Guðmundur Daníelsson ér alltaf að lesa skáldsög'u eftir sjálfan sig. Hún heitir Á bökk- um Bolafljóts, ef ég man rétt. Guðmundur er mikill efnismað- ur og má það ótrúlegt heita, ef honum tekst aldrei að skrifa raunverulega góða og gagnlega bók. FÖstudagur. Af efni kvöldvökunnar má nefna erindi Ólafs Þorvaldsson- ar, þingvarðar, um eyri og eyr- arVinnu, enn fremur ferðapistil Haílgríms kennara Jónassonar: Inn að Herðubreiðarlindum. Hailgrímur er mikill unnandi íslenzkrar náttúru, en hann er ef til vill haldinn fullmikilli Feroafélagsrómantík og mál- skrúð hans og hagmælska getur orcíð þreytandi, þegar til lengd- ar íætur. Ljóðalestur Jóhanns Kúld VE.ro mér þungur í skauti. Ég fæ kki betur séð en að hann hafi afsannað með öllu þá kenn ingu, sem ég setti fram áður í sambandi við kveðskap Jörund- ar á Hellu og þykir mér illt til þess að vita, sem vonlegt er. Laugarclagur. Endurvarpið frá Nóbelshátíð- j inni í Stokkhólmi tókst allvel, j en íslenzki þulurinn eða kynn- irinn var hálf vandræðalegur. Ðagskrá kvöldsins, helguð Ií. K.I.. var öllum aðilum til mik- ils .:óma. Þó mundi ég heldur kjésa að Laxness hefði flutt nýja ræcii í.staðinn fyrir þessa þrett án ára gömlu Listamannaþings- ræöu, þótt góð sé. (Frh. á 7. síðu.) í Reykjavík og Hafnarfirði verða opnar um hátíðarnar eins og hér segir: Laugardaginn 17. des. til kl. 22 Þorláksmessu, föstudag 23. des til kl. 22 Aofangadag, laugardag 24. des til kl. 13 Þriðjudag 27. des. opnað kl. 10. Gamlársdag, laugardag 31. des. til kl. 12 Aila aðra daga verður opið eins og venjulega, en mánudaginn 2. janúar verður lokað vegna vörutalni.ng- ar. Samband Smásöluverslana, Kaupféíag Reykjavíkur og nágrennis, Kaupfélag Hafnfirðinga Nú er hver síðastur að sjá heimilisí í Listamannaskálanum, hún er aðeihs opin tiT föstudagskvölds. Ókeypis aðgangur. Ókeypis happdrætti

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.