Alþýðublaðið - 15.12.1955, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. des. 1955.
A 1 þ ýð u bIað ið
5
fslenzkar þjóðsögur og sv-
• Intýri II. Safnað hefur Jón
j Árnason. Árni Böðvarsson
í ©g Bjarni Vilhjálmsson önn-
uðust útgáfuna. Bókaútgátan
Þjóðsaga. Reykjavík 1955.
| Alls 656 blaðsíður.
' FYRIR EINU ári sendi bóka
iötgáfan Þjóðsaga frá sér upp -
luaf nýrrar útgáfu af Þjóðsög-
tam Jóns Árnasonar. Frarn til
J>ess tíma hafði verið búið að j
liínni gömlu upprunalegu út-1
gáfu frá 1862. Hún býr því orð
i5 að hér um bil aldar langri
liefð, enda er maður því vanur
að hugsa til Þjóðsagna Jóns
Árnasonar í tveimur þykkum
Ibindum. Margur mun því hafa
rekið upp stór augu, er Bjarni
Vilhjálmsson og Árni Böðvars-
son gerðu heyrinkunnugt, að
Siýja útgáfan yi-ði ekki tvö held
■sar fimm bindi, hvert um sig
ffiins fyrirferðarmikið og gömlu
þíndin.
Þjóðságnasöfhun hefur ver-
í5 stunduð jafnt og þétt á ís-
landi, síðan Jón Árnason hóf
starf sitt, og enn eru þeir menn
til, sem við hana fást. Fer þó
ekki hjá því, að mjög er nú
gengið á forðann, jafnvel þótt
rýmkuð sé merking orðsins
J>jóðsaga og ýmsu gefið það
Mafn, sem vafasamt er hvort
simdir því rís. Af sannkölluðam
pjóðsögum er nú ekki orðið um
-auðugan garð að gresja, þó að
raunar sé lengi von á einum,
iog réttlætir það þjóðsagnaleit
liér á landi enn þann dag í dag.
En mikill er munurinn á ævi
Ihinna nægjusömu eftirleitar-
aianna vorra daga og allsnægt-
trm Jóns Árnasonar að þassu
leyti. Af öllu safni hans nægðu
Bœkur og höfundar
Þjóðsögur Jóns Arnasona
tveir fimmtu hlutar í útgáfu
hans 1862, og er hún þó hinn
mikli og klassíski stofn ís-
lenzkra þjóðsagnabókmennta.
Hinir þrír hlutamir, sem liggja
í handritasyrpu Jóns í Lands-
bókasafni, eru ýmist sögur. sern
Jón hefur talið öðrum ómerk-
ari, tilbrigði af sögum, sem
hann tók upp í útgáfu sína, eða
sögur, sem honum bárust eftir
að þjóðsagnasafn hans kom út.
Eitthvað hefur verið krukkað
í þetta mikla safn Jóns eítir
daga hans, sögur teknar þaðan
til birtingar í þjóðsagnasöfn-
um, t. d. Þjóðsögum og munn-
mælum Jóns Þorkelssonar, en
nú verður það hins vegar prent
að í heilu lagi undir nafni Jóns
Árnasonar og í beinu fram-
haldi af upprunalegu bindun-
um tveimur. Og nú er þriðja
bindið komið á markaðinn.
Sýnilega er ætlunin að flokka
þetta nýja safn eftir sömu reglu
og hið gamla. í bindi því, sem
nú er út komið, eru þrír meg
inflokkur, álfasögur, draugasög
ur og galdrasögur, og skiptast
hver í marga undirflokka. Ut-
gáfunni er að öllu leyti hagað
eftir sömu grundvallarreglum
og á fyrstu bindunum tveimur.
Málfar sagnamannanna er )át-
ið haldast og ekki slétt úr mis-
fellum í stíl eða málvillum,
enda hafa þá sögurnar einskis
misst af írumleik, kjarna og
uppgerðarleysi. Fyrir mitt levti
þykist ég nú finna enn beíur
en í fyrra, að fræðimennirnir
hafa valið rétta leið, er þeír
ákváðu að láta frásagnarhátt
sagnamannanna njóta sín út í
æsar án þess að strjúka hnökr-
ana af máli þeirra. Eins og sög-
urnar eru, minna þær mig á ís
lenzka tréskurðinn, sem við höf
um svo mikið af á Þjóðminja-
' safninu, Þeir hlutir eru margir
' úr óvöldum efnivið, skornir
j , 7
■ með grofgerðu handbragði og
misfellur nógar, en framúrskar-
andi ferskir og hressilegir. Það
' sem þá skortir á í fágun, bæta
þeir upp með lífrænum upp-
runaleik. Þessir hlutir dæju,
ef þeir væru póleraðir með sand
pappír. Svo missir og þjóðsaga
nokkuð af sínu lífi, ef hún er
snurfusuð af smásmygli. Menn
skrifa nú á dögum svo fram úr
hófi vel, svo slétt og fellt, svo
yfirlegið og útreiknað og sett-
lega, að það er hrein svölun að
slást í för með þessum körlum
og kerlingum nítjándu aldar,
sem segja frá af einfaldri hjavt
ans lyst án þess að þykjast
þurfa að hafa þessu sterku gát
á hverju sínu orði.
Þetta nýja bindi af þjóðsög-
unum er gefið út af sömu natni
og ráðvendni og hin fyrrí.
Fræðimennirnir hafa gert gagn
, orða grein fyrir hverri sögu aft
j an lesmáls, svo að sá getur
gengið að handritinu vísu, sem
skyggnast vill nánar eftir eíu-
hverju sérstöku. Þetta auðveld
ar notkun safnsins á marga
lund. og er að því mikill feng-
ur. Þegar komið er verkið ailt,
fimm bindi, frágengin á þenn-
an hátt, verður vitanlega gert
fullkomið registur nafna og al-
hliða atriðisorðaskrá. Þá höf-
um við ekki aðeins verkið sjálft,
hið mikla völundarhús íslenzkra
sagnheima, heldur og vegvísa
þá. er segja um það leiðir, og
þá lykla, sem að skrám þess
ganga. Það er tilhlökkunarefni
að eignast þetta öndvegisrit
svona úr garði gert og gott að
vita útgáfuna í traustra manna
höndum þar sem þeir eru Bjarni
Vilhjálmsson og Árni Böðvars-
son.
Kristján Eldjárn.
Frumskóga Rútsí eftir C. C.
de Nuenz. Iíjartan Ólafsson
I þýddi. Bókaútgáfan Hrímfell
, 1955. Prensm. Eyrún h.f.
' DR. RALPH BURCHE aðstoð
arritari bandalags Sameinuðu
þjóðanna lét svo ummælt, er
hann opnaði alþjóðlega sýningu
á myndlist barna í New York
í sumar, að börnin væru sönn-
ustu og beztu alheimsborgar-
arnir. Barnseðlið væri alþjóð-
legt, hvorki bundið þjóðerni né
landamærum, trúarbrögðum né
menningarsérkennum.
Þetta kemur greínilega fram
í þeím hæfileika barna að sam-
rýmast og samhæfast framandi
siðum og umhverfi og um leíð
ákafri og forvitniskenndri löng
un þeirra til að kynnast því,
sem þeím er framandi. Og
ímyndunarafl barna er auk þess
svo ríkt, að þeim nægir frásögn
in ein til að geta lifað í hug-
anum á ókunnum slóðum, ferð-
ast um fjarlæg lönd og dvalizl;
meðal fjarlægra kynþátta. Ef
til vill er munurinn á slíku
ímynduðu ferðalagi barnsins
og raunverulegu ferðalagi full-
fFrh. af 5. síðu.)
í bókaflokki Hagalíns
„Séð, heyrt og Iii‘a;V"
eru eftirtalin rit:
% Ég veit ekki betur
r
^Sjö voru sólir á lofti
S Ilmur liðinna daga
;Hér er komin Hoffinn.
SHrævareldar og himin-
S T * ' •
^ Ijomi.
^ r
: Fáein sett af verkin-u í
> heiid munu koma í bóka-
sverzlanir fyrir jól.
S
S Hrævareldar og himin-
) liómi
s J
; skiptast í 16 kafla
s bera eftirfarandi heiti;
s
j Vonbrigði
; Dimmt fyrir augum
SFólkið í Iðnó
; Lastaranum líkar eí neiíf ý
jHrævareldar og himin-
: ijomi
sVegir ástarinnar
•Madeira, konfekt. leiklist
og dans
Fiðrildi ástarinnar
s
s
s
s
s
s
s
s
j.Bakkus kemur til söguhhar )
•Skyggir skuld íyrir sjón ^
S
s
s
SUngur blaðamaður
• Skáld í litum og letrí
sEIdur og dauði voru vottar) )j
• Kátir voru karlar
Vl Ijósi vorsins.
Út er komin minningabók Hagalíns frá námsárunum í
Reykjavík. Segir þar .frá kynnum hans af ýmsum mönn-
um, sem orðnir voru eða urðu síðar þjóðkunnir menn og
ber í þeim hópi mest á skáldum og rithöfundur. Meðal
þeirra, sem koma við sögu eru Jón Trausti, Guðmundur
Guðmundsson, Bjarni frá Vogi, Guðmundur og Sigurjón
Friðjónssynir, Þorsteinn Gíslason, Jón Thoroddsen, Hall
dór Kiljan’Laxness, Jakob Smári, Tómas Guðmundsson,
Sigurður Einarsson, Þórbergur Þórðarson, Stefán frá
Hvítadal og fjöldi annarra. Þá er og í bókinni greint
frá mörgum minnisverðum atburðum og dregnar upp
snjallar myndir af ýmsum fyrirbærum þessara ára.
Hrævareklar og himinljómi er algerlega sjálfstæð
bók, en fellur þó, sem fimmta og síðasta bindi inn í
minningarit Hagalíns; „Séð, heyrt og lífað“.
Hrævareldar og himinljómi ber öli giæsilegustu höf-
undareinkenni Hagalíns, hún er snííldarvei rituð, ínáiiö
kjarnmikið, frásögnin leiftrandi fjörug og efnið svo
bráðskemmtilegt að menn munu ekki sleppa bókinni úr
hendi fyrr en lestri hennar er lokíð.