Alþýðublaðið - 22.12.1955, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.12.1955, Síða 4
 Alþýðublaftið Fimmtudagvir 22. des. 1955 Útgcfandi: AIþýðuflokþurinn. Ritstjóri: Hélgi Sczmundsto*. Tréuastjóri: Sigvaldi Hjálmarssom. BiaSamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. 'Auglýsingastjóri: Emilia Samáclsdótiir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingastmi: 4906. Afgretðslusíml: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverflsgðtu S—10. 'Ásþriftarverð I5fl0 á mánuðl. í lausasðlu lflO. Betra seint en aldrei TÍMINN víkur í forustu- grein sinni í gær hressilega að Morgunblaðinu og Sjálf- stæðisflokknum. Tilefnið er sú niðurstaða Morgunblaðs- ins á dögunum, að óheilla- öflum tortryggninnar og úlf- úðarinnar verði að útrýma. Etáðið, sem Tíminn hefur fram að færa, hefur ekki verið á dagskrá stjórnarsam- vinnunnar undanfarin ár, en eigi að síður tímabær sann- leikur: „Tvímælalaust það, að ýmsar stéttir telja sig vera útundan við skiptingu þjóð- arteknanna, en hins vegar beri aðrar meira úr býtum en þeim réttilega ber“, segir málgagn Framsóknarflokks- ins um ágreiningsatriðið. Og síðan fylgir sú ályktun, að hér sé komið að kjarna máls- ins. Þetta er augljós sannleik- ur. Stéttabaráttan og þjóð- málaátökin standa um þessi atriði. Svó er ekki aðeins um sjávarútveginn, sem Tíminn leggur megináherzlu á þessu sinni. Yissulega er rétt, að „ýmsir aðilar græði óeðli- lega í sambandi við fiskverzl unina, að frystihúsin á afla- mestu verstöðvunum hagnist óeðlilega og fleiri milliliðir græði mikið í sambandi við útgerðina“. Naumast verða heldur skiptar skoðanir frjálslyndra manna um áframhaldið í röksemda- færslu Tímans: „Þess vegna ætti það að vera eitt megin- /erkefnið við lausn útgerð- armálanna að þessu sinni að ieitast við að koma rekstrar- málum útgerðarinnar í það horf, að hægt verði að sigr- ast á þessari skaðlegu tor- tryggni og úlfúð. Slíkt end- urbótaverk kann að vísu að reynast svo umfangsmikið, að ekki sé tími og aðstaða til að vinna það til fullnustu áður en flotinn þarf að hefja veiðar að þessu sinni. En hins vegar ætti að mega leggja grundvöll að varanlegri lausn þess“. Hér er ýmislegt gefið í skyn, enda segir Tíminn að lokum: „Flokkur, sem fyrst Bœkur og höfundar: og’ fremst þjónar milliliðum og gróðamönnum, er til fárra hluta ólíklegri en að vilja vinna að þjóðfélagslegum endurbótum, en draga úr tor- tryggni og úlfúð“. Þetta mun eiga að skilja á þá lund, að Sjálfstæðisflokkurinn sé hvorki fær um að tryggja rekstur sjávarútvegsins né útrýma úlfúðinni og tor- tryggninni í þjóðfélaginu. Tíminn hefur áttað sig á þeirri staðreynd, að sam- starfsmenn Framsóknarfl. séu ósamstarfshæfir. Sú upp- götvun hefur tekið nokkuð langan tíma, en betra er seint en aldrei. Vissulega er mögulegt að stunda fiskveið ar frá íslandi. Sjómenn okk- ar erti mestu aflaklær ver- aldarinnar. Fiskimiðin um- hverfis landið hafa einnig þótt afbragðsgóð tiL þessa. Samt hefur svo til tekizt, að sjávarútvegurinn er kominn á vonarvöl. Ástæðan liggur öllum í augum uppi. Tíminn játar hana í forustugrein sinni í gær og segir satt og rétt frá. Hún er óstjórnin og ofstjórnin, sem Sjálfstæðis- flokkurinn ber ábyrgð á og teiðir til úlfúðar og tor- tryggni auk þess sem hún kallar gjaldþrot og hörmung ar yfir þjóðina. •En meðal annarra orða: Er skki tími til kominn, að Framsóknarflokkurinn fylgi eftir þessu rökstudda áliti Tímans með því að segja skil ið við þann flokk, sem „fyrst og fremst þjónar milliliðum og gróðamönnum" ? Hann er sannarlega „til fárra hluta ólíklegri en að vilja vinna að þjóðfélagslegum endurbót- um, er draga úr tortryggn- inni og úlfúðinni“. Þetta er ekki giftusamlegur vitnis- burður. En hitt er heldur ekki gott til afspurnar að hafa gerzt samsekur ósóman um. Tíminn þyrfti þess vegna að vinna þann sigur á heimavígstöðvunum að losa Framsóknarflokkinn úr þeim félagsskap, sem hann er nú í og öllum aðilum reyn ist til óþurftar. Geríst áskrifendur blaðslns. Alþýðublaðið Ólafur Davíðsson: Ég læt allt fjúka. Sendibréf og dagbókarbrot frá skólaár- unum. Reykjavík, ísafold- arprentsmiðja h.f. 1955. í STÓRFRÓÐLEGUM endur minningum Jakobs Líndals, I sem ég skráði að méstu eftir rit uðum heimildum hans síðustu árin, sem hann lifði, segir ó- gleymanlega skemmtilega sögu af Ólafi Davíðssyni. Það var | morguninn eftir að bruninn j mikli varð í Möðruvallaskóla, en Jakob var þá nemandi þar, 1 en Ólafur kennari. Megninu af -því, sem tekizt hafði að bjarga af bókum og munum nemenda og kennara, var komið fyrir í kirkjunni til bráðabirgða, og þar sváfu flestir piltanna um nóttina, og sumir kennara, þar á meðal Ólafur. Kalt var í kirkjunni um nóttina og áttu menn þar hrollsama vist. í lýs- ingu um morguninn er Ólafur kominn á kreik, en Jakob kúr- ir í fleti sínu, þaðan sem hann má gerla sjá, hvað fram fer í kirkjunni. Ólafur tekur að tína bækur sínar, handrit og skjöl út úr bóka- og fatahrúgurn, sem lágu þar um allt. Hann tínir í tvær hrúgur, prentaðar bækur í aðra, handrit sín, upp- köst og rituð gögn í hina. Og sem hann þykist hafa gengið úr skugga um, að hann eigi ekki meira í vændum úr dyngjum þeim, er þar lágu, gengur hann nokkrum sinnum í kringum handritahrúguna, gefur henni hornauga og tautar: „Tu, tu! Ekki er nú hátt risið á hunda- þúfunni!“ En úr þessari hunda- þúfu vannst honum bókin um galdramál á Islandi, ritið um Islenzkar þulur, vikivaka og skemmtanir og fjölmargt. ann- að, bætir Jakob við. En sagan lýsir þeim báðum skemmtilega, Jakob og Ólafi. Annar engum manni líkur um glögga athygli, en Ólafur öllum ólíkur, nema sjálfum sér, hvað sem að hönd- um ber. Hitt mun aldrei neinn hafa fengið að vita, hvað eða hversu mikið dýrmætra gagna Ólafur missti í brunanum. En þó að Ólafi Davíðssyni kunni að hafa virzt ekki hátt risið á lífsverki sínu, þar sem hann stóð þenna svalkalda morg un, yfir því sem geystur eldur hafði leift honum af handritum hans, þá mun engum síðari tíma samlanda hans virðast svo. Ólafur Davíðsson hefur lagt ómetanlegan skerf til ís- lenzkra þjóðfræða og menning arsögu, og mun hlutur hans í því efni verða æ því meira met inn, sem lengra líður fram. Var íslenzkri menningarsögu og menntun það óbætanlegt tjón, er Ólafur féll frá löngu fyrir aldur fram. Einmitt vegna þess hve rit Ólafs eru í tiltölulega fárra manna höndum, og þá eigi síður vegna þess, hve allt of fátt er kunnugt um líf og persónuleika þessa fjölfróða og fluggáfaða manns, sem aldrei gat orðið neinum líkur nema sjálfum sér, mun öllum verða það hið mesta gleðiefni, að nú eru komin út bréf þau, er Ól- afur reit föður sínum á skóla- árunum, bæði frá Reykjavík og Kaupmannahöfn og dagbók sú, er hann reit á árunum 1881— 1882. Það er í skemmstu máli um bók þessa að segja, að hún er með afbrigðum skemmtileg og ; um margt stórfróðleg. Dyrum lærða skólans í Reykjavík er þarna slegið upp á gátt og bráð glöggur og óspilltur sveita- drengur af Nörðurlandi leiðir þarna fram fjölda þeirra manna, sem bæði þá og síðar urðu þjóðkunnir menn og á- hrifaríkir. En einmitt vegna þess, að bréfritarinn er Ólafur Davíðsson og „lætur allt fjúka“ og viðtakandi bréfanna er hinn gáfaði faðir hans, sem augljóst er, að Ólafur ber til svo efalaust traust, að ekkert hæfir í sambúð þeirra, nema brigðulaus' hreinskilni, sjáum vér þarna margan mætan mann í ljósi, sem hvergi hefur á hann skinið annars staðar, og verð- um margs þess vísir um menn- ingu og áldarfar, sem eigi get- ur annars staðar að finna svo mér sé kunnugt. Einkum á þetta víð um hina gagnmerki- legu dagbók Ólafs. Opinská er hún og djörf, en harla fróðleg um það, hvernig úrvalið af gáfumönnum þeirrar kýnslóð- ar, er Ólafur Davíðsson heyrði, jleitaðist við að brjóta lífsgátur I og vandamál sinnar tíðar til mergjar. Og ekki sízt um það, hver þau vandarnál voru, og hvar samvizka þeirrar tíðar brá við og kveinkaði sér. Finnur Sigmundsson lands- bókavörður, sem gefið hefur út , þessa skemmtilegu bók af sinni ’ alkunnu smekkvísi og ná- kvæmni, er eigi sá Fáfnir, er lig'gi á gulli sínu og unni eng- um af að njóta. Þvert á móti hefur hann gefið oss hverja bókina annarri ágætari og merkilegri, sem hann hefur dregið fram í ljós dagsins úr I bréfaskrínum Landsbókasafns j ins og aukið skýringum og ýms J um merkum fróðleik. Þetta vil ég taka rækilega fram og þakka, einmitt af því, að mér er það efalaust mál, að bókin. „Ég læt allt fjúka“ hefði orðið ennþá betri og girnilegri til fróðleiks, ef hún hefði verið aukin bréfum séra Davíðs til Ólafs, þeim er þessum tíma (Frh. á 7; síðu.i Eiginmenn! Gleðjið konuna 0 : og kaupið gjafakort í Verzl. Kjólinn. Get- ur þá frúin sjálf valið sér kjól, kápu, kjóla- tau og margt fleira — og allir ánægðir.. Verzl. Kjólli Þingholtsstræti 3. Til jóiagjafa: s V s V s s s s s s s s Á s s V s s V s s... s s s c S ■ V s s s I, s s s V s V s s s s s s s s s s s s s s s :v. s s s s s s í miklu úrvali. Náttkjólar Undirkjólar Krínólíntpils Millipils Sokkar Slæður (með vír og án). Blússur Peysur Hanzkar frá kr. 22,00 —* < alls konar kjólatau. Kjólar. Til jóla seljum við nokkur stykki af kjólum mjög ódýrt. VerzL Kjólli Þingholtsstræti 3. S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s S s s s s s s s ■ s s s ■ s V s

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.