Alþýðublaðið - 22.12.1955, Síða 5

Alþýðublaðið - 22.12.1955, Síða 5
Fimmtudagur 22. des. '1955 A 1 þ ýS u b1að i5 ;v FORNIR SKUGGAR. Utgeí’ andi Sigurður Arnalds. Fé- | lagsprentsmiðjan h.f. 1955. ! i' AÐ undanförnu virðist áhugi j almennings fyrir ýmsum þjóð- legum fróðleik og frásögnum í iiútímabúningi hafa farið vax- 1 andi, og bendir það til þess að ekki sé yngri kynslóðin svo úr tengslum við fortíð þjóðarinn- I ar og uppruna, sem margur vill vera láta. Enda má með sanni , segja að æsifrásagnir þær, er náð haía miklum metum erlend | is og flutzt hér inn eins og ann I að, þoli þar ekki samanburð hvað „spenningu“ snertir, þótt J sleppt sé öðrum yfirburðum ís-1 lenzku sagnanna samanborið við hina útlendu tízkureyfara, og eru það þó þeir yfirburðir, sem fyrst og fremst veita þeim gildi. í bókinni „Fornir skuggar" segir frá 9 atburðum á liðnum öldum. er merkilegar sögur hafa af orðið. Eru sumir atburðirnir miðaldra mönnum alkunnir, aðrir síður, enda þótt þeir séu hinir sögulegustu. Segja kafla- fyrirsagnir nokkuð til um at- fourðina: Leyndarmál öræfanna (Reynistaðabræður); Sér grefur gröf —; Dauðs manns bein við Blönduós; Hermdarverk á Vest fjörðum; Slys á Hellisheiði; Makt myrkranna; Sjöundár- málin; Feðginin á Hvassafelli og heilög kirkja; Einkennilegur örlagadómur. Eru heimildirnar raktar í nútímastíl, líkt og um blaðafrásögn væri að ræða af dómsmálum, nema hvað málið er mun betra en maður á að venjast á þeim vettvangi. Fyrir slíkan frásagnarhátt nýtur hið æsilega sín sem bezt má vera, án þess þó að kunnum heimild- um sé í nokkru haggað, og enda þótt ekki sé um neina sagnfræði að ræða, eru víða greinagóðar j lýsingar á umhverfi og aldar- J anda svo að lesandinn verður margs fróðari. Fyrir þá, sem kjósa sér spennandi lestrarefni. til hugarhvíldar, er því þarna ! um ólíkt meiri feng að ræða en erlendar leynilögreglusögur, sem að vísu geta dreift og dreg ið úr hversdagsþrevtunni, en skilja ekkert eftir að lestri lokn um. Og ekki þætti mér ólíklegt að margur kynni að kjósa að kynnast ýmsu úr fortíð þjóðar- innar nánar að lestri loknum, svo að enginn skyldi halda að slíkar frásagnir geti eltki einn- ig haft menningarlegu hlut- verki að gegna. Lengd hvers kafla er mjög í hóf stillt í samræmi við þann tíma. sem menn yfirleitt hafa aflögu til lesturs og er það kost ur. Prófarkalestur og annar frágangur er í bezta lagi og bókin öll hin smekklegasta. L. Guðmundsson. Heill og sæll, hollvinur. EKICI MÁ það minna vera, en að ég þakki þér fyrir bréf in, sem þú hefur að undan- Eörnu sent mér í blaði þínu. Þau eru mér kærkomin, þótt þau safni glóðum elds að höfði mér. Já, auðvitað varð ég einhverntíma að svara þeim á sama vettvangi. Og nú hristi ég úr mér hrollinn. Hér í dreifbýlinu er það eitt mesta yndi okkar, eink- um í skammdeginu, að lesa bréf, sem okkur berast frá góðvinum okkar. Vinurinn virðist þá kominn í kallfæri eða jafnvel nær, eftir því, hvert efni bréfsins er. Frétta bréf eru að sjálfsögðu alltaf kærkomin, nema þau flytji einhverja harmfregn. Sum bréf gefa tilefni til hugleið- inga og krefjast þess, að efni þeirra sé krufið til mergjar. Bréf þín hafa þá góðu kosti, að þau eru bæði fréttabréf og hugleiðingarefni. Síðasta bréf þitt, dags. 13. f.m., hefi ég lesið mér til ó- blandinnar ánægju, þótt mér virðist þú þar djarfmæltur. En nú hef ég lesið svar frá Stefáni Karlssyni í Frjálsri þjóð, og þykir mér þá, sem þú hafir sízt verið of djarf- Blindingsleikur með bókmennti UNDIRRITAÐUR hefur orð- Ið fyrir því mótlæti að skrifa ritdóm, sem ágætur blaðamað- ur við Þjóðviljann, Magnús Torfi Ólafsson, vill ekki sam- þykkja. Slíkt myndi maður þó sennilega umbera, ef vanþókn- unin væri ekki af annarlegum hvötum sprottin. Magnús Torfi fordæmir ferðabók Vilbergs Júlíussonar, „Austur til Ástral íu“, og að því er virðist vegna þess, að henni var borin vel sagan í Alþýðublaðinu! Það er vandlifað eins og fyrri daginn. Við því er ekkert að segja, þó að Helgi Sæmundsson og Magn ús Torfi Ólafsson eigi ekki skap saman í bókmenntalegum skilningi. Þetta er heldur ekki nýtilkomið. Magnús Torfi rit- dæmdi. á dögunum ljóðaþýðing ar Helga Hálfdanarsonar og snupraði mig fyrir að kalla hann verðugan arftaka Magn- úsar heitins Ásgeirssonar. Finnst honum, að ég hafi þar með lagt Helga og Magnús að líku. Slíkt hefur mér þó aldrei dottið í hug, enda eru vinnu- forögð þessara tveggja manna gerólík, þó að báðir kunni frá- foærlega vel til verka. Hitt mun óvefengjanlegt, að Helgi Hálf- danarson sé aflcastamesti og snjallasti ljóðaþýðandi okkar í dag og sjálfkjörinn til þeirrar forustu, sem Magnús Átgeirs- son hafði á hendi. Ég vék að þessari staðreynd í ritdómi um „Á hnotskógi“ og breyti naum ast um skoðun, þó að Magnús Torfi eða aðrir vilji hafa ein- hver„ja sérstöðu. Þeir um það — og skulu fá að vera í friði mín vegna. En víkjum aftur að „Austur til Ástralíu11. Magnús Torfi seg- ir um hana, að hún sé „lýsing utanfrá en ekki lifandi reynsla innanfrá“. Ég hef hins vegar enga reynslu af Ástralíu inn- anverðri og myndi varla mað- ur fyrir þvílíkri svaðilför. Aft- ur á móti orkaði ferðabók Vil- bergs því, að mér fannst ég þátt takanai í siglingunni austur og kynnast með skemmtilegum hætti andhælingum okkar á hnettinum, landi þeirra, menn- ingu, atvinnulífi og þjóðhátt- um. Þess vegna taldi ég bókina ærinn viðburð og lét það álit í ljós. Magnús Torfi finnur henni ekkert til gildis. Kannski hef- ur hann rétt fyrir sér, en ég rangt, og þá er að taka því. Eng inn mun óskeikull, og bóka- dómar geta brugðizt til beggja vona eins og önnur mannanna verk. En Magnúsi Torfa nægir ekki sú stórmannlega afstaða að telja sig dómbærari og vit- urri vesaling mínum, sem h,on um er þó sannarlega ekki of gott. Hann revnir að skilgreina Glæsilegt úrval af þýzkum Poplin kvenrykfrökkum Egill Jacobsen Austurstræti 9 — Sírni 1116—1112 fyrirbærið, og þá fyrst kastar tólfunum. Ég á að hafa birt rit dóm um „Austur til Ástralíu“ í flokksblaði höfundar. Þar með er gefið í skyn, að ég viður- kenni Vilberg Júlíusson sem rithöfund af velþóknun a stjórnmálaskoðunum hans. Mér kemur ekki á óvart, þó að Magnúsi Torfa Ólafssyni detti sú skýring í hug, og Freud sál- ugi hefði víst ekki verið í vand ræðum að finna orsökina. En gott fólk verður að hafa mig afsakaðan — í þetta skipti að minnsta kosti. Ég þekki ekki stjórnmálaskoðanir Vilbergs Júlíussonar, enda miklu ókunn ugri honum en til dæmis Magn úsi Torfa. Maðurinn hefur ekk ert fengizt við stjórnmál, svo að ég viti, og mér er fyrirmun- að að kíkja á kjörseðlana í Hafnarfirði. Magnúsi til afsök- unar er samt skylt að geta þess, að bróðir Vilbergs er kunnur jafnaðarmaður, en skvldleiki Iblóðsins og samsinni hugarfars ins þarf ekki að vera eitt og sama eins og sumir Þjóðvilja- menn geta hæglega um borið. Skýringin er kurteisleg í garð okkar Vilbergs, en sýnir ámæl- isverða léttúð í umgengni við sannleikann, ef Magnús Torfi vill, að hún sé tekin alvarlega. Mér verður iðulega á að gleðj- ast yfir bókum skálda og rit- höfunda, sem aldrei hafa kom- ið við í Alþýðuflokknum. Bók- menntir og stjórnmál eru tvennt ólikt. Og það ætti annar eins efnismaður og Magnús Torfi Ólafsson að gera sér ljóst, ef hann vill láta sér líða vel í sálinni. Magnús Torfi hugleiðir þann. möguleika, að ég hafi alls ekki lesið „Austur til Ástralíu“, heldur farið eftir sögusögnum. óhlutvandra manna. Ég full- yrði hins vegar, að hann hafi lesið bókina, þó að sumar á- lyktanir hans séu einkennileg'- ar. Hann staðhæfir, að Vilberg mæltur. Grein hans er vissu lega laglega rituð og einarð- lega. En einmitt vegna þess, að þú ert opinskár í bréfi þínu, færð þú hressilegt svar. Þið eigist þarna við, gráir fyrir járnum, á ritvellinum, en við lesendurnir erum ein- vígisvottar, sem ekki sjáum enn ástæðu til þess að. bera klæði á vopnin. Stórfurðuleg þykir mér frásögn þín af rithöfundin- um Indriða G. Þorsteinssyni. Ég hef lesið allmargar sögur eftir hann, sem fæstar bera vitni slíku hugmvndaflugi og fram keniur í þessu við- tali,, sem þú minnist á, að hann hafi átt við Þjóðvilj- ann. En sjálfsagt verður gam an að lesa næstu ritverk hans. Vonandi kemst hann þá í einn þessara hærri flokka við úthlutun styrks til skálda og rithöfunda. — En vel á minnzt. Þú munt vera einn þeirra, sem út- hluta þessum styrk. Mörgum skilst þetta vera nokkurs konar árleg „Nóbelsverð- laun“ íslenzku þjóðarinnar til skálda sinna og rithöf- unda. En oft hef ég heyrt menn minnast á þennan styrk með ýmsum athuga- semdum, sumum kjarnyrt- um. En það sem einna helzt virðist vera tilefni til athuga semdanna er það, hvers vegna þessi eða hinn hafi hlotið háan eða lágan styrk. Mér vitandi hefur lítið verið gert að því að hálfu þeirra, sem styrk þessum hafi út- hlutað, að láta einhverja greinargerð fylgja úthlutun- inni. Einhverjar forsendur hljóta að vera fyrir hinum misjöfnu styrkveitingum. Gaman væri að fá eitthvað um þær að heyra eða sjá. Það gæti sennilega orðið góður leiðarvísir um val bóka núna fyrir jólin. En nú er bóka- flóðið byrjað að streyma út á landsbyggðina. Ritdómar ykkar, bókagagnrýnenda, eru okkur mikils virði og vissir megið þið vera um það, að mikið mark er tekið á þeim við val bóka. Miki- um mun minna virðist nú gefið út af „gróðabókum", en t.d. fyrstu árin eftir stríð, þótt þær auðvitað kunni að fljóta með. Enn nálgast jólin. Og ekki er skortur á auglýsingum í blöðum og útvarpi. Sem bet- ur fer, virðist ekki vera nein þurrð á „jólavörum". Og það ætti að mega teljast góð skammdegisskemmtun fyrir ykkur í höfuðborginni að ganga um skrautlýst strætin og skoða varninginn í glugg- um verzlananna. Svo þurfið þið ekki annað en ganga í peningastofnanirnar næsta dag, taka ofurlítið af inni- stæðunum og kaupa svo það, sem hugurinn girnist. Þann- ig lítur þetta út fyrir mörg- um hér í dreifbýlinu, því að þeir flykkjast til höfuðborg- Sirinnar, þar sem þeir telja vera uppsprettu atvinnu og auðs. Og mörgum verður þetta staðreynd. En við, sem ; heima dveljum, horfum á ’ eftir vinum og vandamönn- ; um með söknuði, því að okk ; ur er lióst, að ekki lenda þeir allir í „lukkupottinum". Við vitum, að sumir lenda jafn- vel í „jólakettinum“. — En það voru eiginlega jólin, sem ég ætlaði að minnast ofurlít- ið meira á. Ég las einu sinni grein, sem mig minnir að kæmi í skólablaði fyrir rúm- uín 20 árum. Mér varð sér- staldega minnisstæð fyrir- sögn greinarinnar, en hún var: „Hvort ber meira á Kristi eða kaupmanninum?" Þetta mun hafa verið skrif- að rétt fyrir jól. Þegar líður að jólum, kemur mér alltaf í hug þessi fyrirsögn. En auðvitað má nú bæta kaup- félögunum við hana, þar sem þau eru nú orðin einn aðal vörudreifandinn út um byggðir landsins. Spurning- in er vissulega athyglisverð fyrir almenning. Þangað er henni fyrst og fremst stefnt, en ekki til verzlananna, sem þjóna kröfum almennings. Jólagjafirnar eru ekki leng- ur að verða gjafir, heldur nokkurs konar kröfur. Fái ég gjafir fyrir 500 krónur fyrir þessi jól, er það nokk- urs konar krafa um það, að ég endurgjaldi þær með 600 króna virði næstu.jól. Það er vissulega fagur siður að gleðja nákominn ættingja sinn eða vin með jólagjöfum, en öfgar í þeim sökum sem öðrum, eru hreinasta firra. — En um þetta mál hefur þú og ýmsir aðrir mætir menn fjallað, svo að vonandi fer að sjást árangur af því. Þó langar mig til þess að bæta ofurlitlu við í þessu sam- bandi. Jólin eru fyrst og fremst haldin meðal krist- inna manna til minningar um fæðingu Jesú Krists. Þau eru eins konar afmælishátíð. En þó vill fara svo, að sums staðar láti nærri að sjálft af- mælisbarnið gleymist í glaumi og vegna ýmis konar glingurs. — Mig langar til þess að rifja upp stutta frá- sögn, sem mér hefur orðið eftirminnileg, og vafalaust mörgum fleiri. Ung hjón áttu . barn í vöggu. Þeim þótti ákaf lega vænt um barnið sitt. Á aðfangadagskvöldið svaf barnið vært í vöggunni sinni. Foreldrarnir vildu ekki vekja það, en röðuðu jóla- gjöfum ofan á sæng þess. Barnið vaknaði ekki aftur til þessa lífs — það kafnaði und ir jólagjöfunum. — Þetta er átakanleg saga. En vill ekki stundum fara svo, að jóla- barnið — barnið í jötunni — „kafni“ undir fargi jólagjaf- anna, eða nánar sagt, gleym ist vegna jólagjafa-fargsins? Ég læt þetta nægja að sinni. Skrifa þér sennilega síðar, og þá um önnur mál, sem kann að bera á góma. Þér og þínum óska ég af alhug gleðilegra jóla. í des. 1955. Jón, ur geti varla talizt sendibréfs- fær, eftir að hafa rekið augun í örfáar prentvillur og nokkur pennaglöp. — Svona fullyrð- ingar eru ósköp hæpnar. Vil- bergur Júlíusson var nógu rit- fær til þess hér á árunum að fá verðlaun fyrir grein í Þjóðvilj- anum. Enn skrifar hann mun betur sumum þeim, sem veg- samaðir eru af sálufélcgum Magnúsar Torfa. Ég endurtei . að „Austur til Ástralíu“ haíi (.Frh, á 7. síðu.) „

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.