Alþýðublaðið - 29.12.1955, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.12.1955, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29, des. 1955. AlþýSubíaSIg Sf | Sjómannafélag Reykjavíkur: Jólafrésskemmtun ■i ■i fyrir börn félagsmanna verður í Iðnó 2. jan. og hefst * kl. 3,30 e. h. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu íé- " lagsins, föstudag, 30. desember frá kl. 10—12 og 3—6, laugardag 31. desember frá kl. 10—12 f. h. Verði eitt- |! hvað eftir, verður það selt á mánudag 2. jan. í skrif- " stofunni frá kl. 10—12 f. h. verða um kvöldið kl. 9 e. h. Aðgöngumiðar á sama tíma á skrifstofunni og í Iðnó frá kl. 4 e. h. 2. janúar. Skemmtinefndin. Nýr Laxfoss s ) Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra sem glöddu Si S mig á 80 ára afmælisdegi mínum. S ^ Carolina Siemsen. ANNES Á HORNINU VETTVANGUR DAGSINS mÉmmmmmmmm 'WÍIIilll!M]Illli11’lgit|lií!!ll!IE,r.51||!: (Frh. af 1. víðu.) gert að skipið yrði tilbúið sne.mma í sumar leið, en svo : virðist sem. skipasmíðastöðin hafi ekki ætlað sér af hvat rerktöku snerti, og hafa annir verið þar svo miklar, að hún hefur ekki getið staðið við lof- 1 orð sín hvað nýja „Laxfoss‘“ snertir. Ef þessi síðasta áætlun stenzt, má búast við að hið nýja skip leggi af stað hingað eín- hvern tíma I febrúarmánuði. Skipstjóri hefur þegar verið ráðinn á nýja „Laxfoss“, Þórð- ur Guðmundsson, sem var skipstjóri á gamla Laxfossi. Sfanzlaus hríð Framhald af 1. síðu. : I GÖNGUSKARÐSÁR- ' RAFMAGN j Línan hingað frá Göngu- skarðsárvirkjun í Skagafirði er nú fulllögð og er aðeins eftir að tengja hana. Hins vegar mun' ekki alveg lokið við að leggja i línuna til Hvammstanga. Við höfum annars rafmagn frá Laxá hjá Sauðaesi. Hefur Skagaströnd líka rafmagn það- an og aílir bæir á milli. Höfum við því haft nóg rafmagn, þrátt fyrir ótíðina. GM. Svikin barnaleikföng — Aðvörun frá föður — Séra Sigurður Sinarsson, Skálholssamkeppnin og kirkjuritið — Bréf frá tveimur stúdentum GUÐMUNÐUR SVEINSSON skrifar: „Síðustu klukkutímana he£ ég setið við og reynt að gera tvö leikföng, sem syni mínum, sex ára voru gefin í jólagjöf. Bæði voru þau úr málmi, erlend leikföng, og eftir því sem mér er sagt, kostaði annað kr. 29,50, en hitt kr. 42,00. Drengurinn fagnaði báðum leikföngunum og „trekkti þau upp“ til þess að boma þeim i gang. Þau tóku svo lítið viðbragð — og síðan ekki söguna meir. MÉR TEKST EKKI að gera við þau og þó telst ég lagirm í hönduum, enda smiður, þó að ég sé ekki leikfangasmiður. Leik föngin eru ónýt og voru í raun og veru ónýt þegar þau voru keypt. Það er þó ekki sök kaup- andans og geíandans, því að hann var vitanlega í góðri trú. Mér datt í hug að senda þér línu um þetta til birtingar fyrst og frernst til þess að aðvara fólk. FÖLK A EKKI að kaupa er- lend málmleikföng, því að þau eru flest svikin og að líkindum seld sem rusl á svokölluöum „bösurum“, skranið er svo flutt inn og prangað inn á fólk fyrir hátt verð. Fólk á að kaupa ís- lenzk leikföng og þá helzt úr tré, því að þau liafa reynst bezt. Það getur líka keypt aðra muni, til dæmis bækur eða fallegan smáfatnað. Bók er og verður allt af bók og göð bók veitir alltaf margar ánægjustundir, hvort sem barnið kann að lesa þegar það fær hana eoa ekki. Ég að- vara fólk gágnvart þessu svindli. SÉItA SIGURÐUR EINARS- SON hlaut fyrstu verðlaun í kvæðasamkeppni Skálholts- nefndarinnar. Um þetta fekk ég bréf rétt fyrir jólin irá „Tveim- ur stúdentum“. Það er nokkuð hart undir tönnina, en ég sé ekki ástæðu til annars en að birta það. Sjálfsagt er að taka athuga semd við bréfið til að skýra það, sem þar er deilt á, ef þess yrði óskað. TVEIR STÚDENTAR skrifa: „Við erum nokkuð mörg, sem tekið höfum eft.ir því okkur til mikillar furðu, að eina málgagn á ísiandi, sem ekki hefur skýrt frá úrslitum í Skálholtskeppn- inni er. Kirkjuritið — málgagn íslenz.ku þjóðkirkjunnar og prestastéttarinnar. Ritstjórar eru biskupinn og próf. Magnús Jóns- son, sem sæti átti í dómriefnd- iiini — og gat: því ekki verið ó- kunnugt um úrslitin. FVRIR UTAN ÞAÐ, að þetta er alveg sérstök ókurteisi, hlýt- ur maður að spyrja sjálfan sig að, hvort hér sé um að ræða framhald á þeirri ofsókn, sem þessir herrar hófu á hendur séra Sigurði Einarssýni í háskólan- um sér til lítillar sæmdar fyrir allmörgum árum. Var almennt álitið, að þeir mættu vel una sínum hlut, að hafa fengið því til vegar komið að svipta háskól ann starfskröftum hans. EN ÞAÐ ER hætt við því, að með svona vesældarlegum smá- brögðum verði þcim ofviða að þagga það niður, að vegur séra Sigurðar hefur farið vaxandi frá ári til árs og getur þessi bros lega og smekklausa þögn Kirkju blaðsins væntanlega litlu þar um þokað. En það mætti ráða af henni llugarfar, sem telja rnætti. að öðrum færi betur en ritstjórum kirkjuritsins. VIÐ GETUM VEL SKILIÐ að þá félaga langi ekki til að heí'ja nýjar ýfingar við Sigurð Einarsson, en okkur þætti fróð- legt að vita, hvort þeim þykir Skálholtshátíðin og það, sem han’a varöar, svo lítils virði, að ekki taki að geta þess, eða hvort það, sem prestar kunna að vinna sér og stétt sinni til sæmdar er í sömu fordæmingu hjá þeim. Eða hvort þeir hafa ennþá sama ofnæmi fyrir SigurÖi Einarssyni eins og forðum.“ Hannes á horninu. KROSSGATA Nr. 94' 1 2 3 V , 4 7 í <? t C II 12 13 /4 ts lí ■ ^ 17 L /« Lárétt: 1 fjöldi, 5 mannsnafn, 8 skjálía, 9 öðlast, 10 máttur, 13 tveir samstæðir, 15 barst með vindi, 16 tala, 18 gerði ráð fyrir. Lóðrétt: 1 gerbreyta, 2 band, 3 ambátt, 4 á jakka, 6 birta af degi, 7 ef til vill, 11 máttur, 12 ■ læknisaðferð, 14 sprg, 17 tveir eins. Lausn á krossgátu nr. 946. Lárétt: 1 umferð, 5 ósár, 8 pilt, 9 fa, 10 Njál, 13 II, 15 ólin, 16 dáða, 18 taðan. Lóðrétt: 1 uppeldi, 2 mein, 3 fól, 4 ráf, 6 stál, 7 rakna, 11 jóð, 12 lina, 14 lát, 17 að. Nr. 6, 1955. frá Innflutningsskrifstofunni um endurútgáfu leyfa o. fl. Öll levfi til kaupa og innflutnings á vörum, sem háðar eru leyfisveitingum, svo og gjaldeyrisleyíi ein- göngu, falla úr gildi 31. desember 1955, nema að þau hafi verið sérstaklega árituð urn, að þau giltu fram á árið 1956, eða veitt fyrirfram með gildistíma á því ári. Skrifstofan mun taka til athugunar að gefa út ný leyfi í stað eldri leyfa, ef leyfishafi óskar, en vekur at- hygli umsækjenda banka og tollyfirvalda á eftirfarandi atriðum: 1) Eftir 1. janúar 1956 er ekki hægt að tollafgreiða vörur, greiða eða gera upp ábyrgðir í banka gegn. leyfum, sem fallið hafa úr gildi 1955, nema að þau hafi verið endurnýjuð. 2) Endurnýja þarf gialdeyrisleyfi fyrir óloknum banka- ábyrgðum þótt levfi hafi verið árituð fyrir ábyrgðar- fjárhæðinni. Endurnýjun þeirra mun skrifstofan annast í samvinnu við bankana, séu leyfin sjálf í þeirra vörzlu. 3) Eyðublöð undir endurnj’junarbeiðnir fást á Inn- flutningsskrifstoíunni og hjá bankaútibúum og toll- yfirvöldum utan Revkjavíkur. Eyðublöðin ber að útfylla eins og formið segir til um. 4) Ef sami aðili sækir um endurnýjun á tveimur eða fleiri leyfum fyrir nákvæmlega sömu vöru frá sama landi, má nota eitt umsóknareyðublað. Þetta gildir þó ekki um. bifreiðaleyfi. Allar beiðnir um endurnýjun leyfa frá innflytjend- um í Reykjavík. þurfa að hafa b.orizt Innflutningsskdf- stofunni fyrir 15. janúar 1956. Sams konar beionir frá innflytjendum utan Reykjavíkur þarf að póstsenda til skrifstofunnar fyrir sama dag. Leyfin verða endursend jafnóðum og endurnýjun. þeirra hefur farið fram. Reykjavík. 28. desember 1955. ínnflutningsski'ifstofan. i Skólavörðustíg 12. HEniSMEEKIÐ er gerir alit Iiár siíkimjúkt og fagurt. Heildsölubirgðir: Sími 1977. vantar angíing til að bera blaðiö til áskrífenda á Löngalalíð Vesturgöíu Túiigötu Tjarnagötu MiSbœmum Smáíbúðahverfi Lav: garnesh verfi Höi’ðahverfi Hiíðahverfi Talið við efgreiðsluna - Sími 4900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.