Alþýðublaðið - 29.12.1955, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.12.1955, Blaðsíða 2
AlþýSublaðlg Fimmtudagur 29. des, .1955, ÍBarátta stórveldanna færlst útfyrir jortSina, yfir gervsmána, fiiýtur að sigra í - sá, sem ræöur stríöi ÓSLÓ í desember. MANNKYNIÐ er nú í þann veginn að leggja undir sig leið ir geimsins. Það líða varla raörg ár, áður en tilbúnir hnett eða mánar svífa umhverf- xs jörðu utan gufuhvolfsins. Frá þessum svífandi vísinda- stöðvum verða send daglega skeyti til jarðarinnar um ástand íð út í hinu víða rúmi. Vís- ; idarnenn gera sínar rannsóku- ír og verkfræðingar gera tiliög -•ar um geimför. Ekki mun líða á. mjög löngu, áður en mann- kynið hefst handa um að leggja ^íindir sig aðra hnetti. Í0O ÞÚS, KM. HRAÐI. Það var tilkynnt í Washing- tori í sumar, að Bandaríkja- menn mundu senda upp tilbú- inn mána á stærð við körfu- 'foolta. Mun hann ganga kring- um jörðina í 350—500 km. fjar isegð frá jörðu með 300 þús. km. hraða á klukkustund. Er það því hálfan annan klukku- tímá að ganga kring'.um jörðina. Standa vonir til samkvæmt xregnum að vestan, að þessu verði komið í framkvæmd ein- B.vern tíma á hinu jarðeðlis- íræðilega ári, sem hefst 1657. Eússar hafa tilkynnt, að þeir foúizt við að vera tilbúnir með 0 ndirbúning sams konar geim- rannsókna sinna á miðju ári 1956. Eng'land og Frakkland yinna einnig af kappi að því sama, enda kapphlaup stórveld | anna um geimflug og rannsókn 1 ir að ná hámarki, en hver verð ur fyrstur til að komast út í geiminn, veit enginn enn. SKÆÐASTA VOPNIÐ Ekki ber á öðru en, að öll þessi fyrirhöfn og rannsókn sé gerð í friðsamlegu skyni og vegna hins mikla framg'angs vís indanna, sem hún hefur í för með sér. En hins vegar verður ekki dreginn dul á það, að hern aðarlegt gildi þessara tilrauna er ómetanlegt. Sú þjóð, er fyrst kemur í framkvæmd þeirri hug mynd að láta tilbúinn mána svífa umhverfis jörðina, hefur þá um leið öðlazt skæðasta vopn ið og beztu vígstöðuna í hugs- anlegri styrjöld í framtíðínni. Halda vísindamenn því fram, að engar varnir geti staðizt hryðjur f jarstýrðra skeyta, sem send séu til jarðarinnar frá slík um hnetti. Enda þótt allt slíkt tal virðist fjarri öllum fram- kvæmdum, skulu menn muna, að Bandaríkjamenn hafa smíð að rakettu, sem komst 400 km. út í geiminn. Þetta gerðist 1949, og nú er þróunin í þessum efn- um komin miklurA mun lengra. En öllu, er snertir árangur þess ara rannsókna á síðustu árum, er haldið strengilega leyndu, og menn geta einungis gizkað á það, hvað er að gerast í ein- manalegum eyðimerkursvæð- um Ameríku og Sovétríkjanna, þar sem tilraunir fara fram. Hítstjóri Alþvðublaðsins, REYKJAVÍK. AÐ gefnu tilefni vii ég und- Lrrltaður skipstjóri á b.v. Jóni .Þorlákssyni taka fram eftirfar- s.ndi: Þegar b.v. Jón Þorláksson var að fara frá Flateyri kl. 0.40 laugardaginn 24. des. yfirgáfu (5 skipverjanna skipið án míns íevfis og neituðu að koma um öorð aftur. Hafði skipið þá leg- tð á Flateyri í 30 klukkustund iff og tekið þar vatn og vistir, ea landaði engum fiski þar. Hinn 19. des. hafði skipið andað 20 tonnum af ísfiski á Þingeyri. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir til þess að fá mennina um foorð aftur, tókst það ekki. Var þá ekki annað að gera en að halda til heimahafnar. IJm kl. 8.30 að morgni að- fangadags átti ég tal við Haf- stein Bergþórsson framkvæmda stjóra í síma og skýrði honum frá því hvernig komið var. Var hann sammála mér um það að ekki væri annað til fyrir hendi en að sigla skipinu til Reykja- víkur, Eins og að framan greinir voru hásetarnir þá farnir frá borði. Enginn þeirra óskaði eftir því að fá fár' með skipinu og er al- gerlega tilhæfulaust að nokkr- um þeirra hafi verið um það neitað. Reykjavík, 28. des. 1955. Olafur Kristjánsson skipstjóri, Samkvæmt kröfu bæjarstjórans í Hafnarfirði verða fisktrönur í Kapplakrika við Hafnarfjörð eign S.F, Bóbó og Bessi seldar á opinberu uppboði sem fram fer á staðn- um fimmtudaginn 12. janúar n.k. kl. 2 e. h. rrreiðsla við hamarshögg. Hafnarfirði 28.12 1955. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. ;f MENN A MANANUM FYRÍR ALDAMÓT Norman V. Petersen, vísinda- maður nokku'jr í New York, heldur því fram að á næstu 20 árum muni reynast unnt að láta fyrsta mannlausa geimfar- ið lenda á tunglinu. Og áður en þessi öld er liðin, telur hann, að fyrsta geimfarið, sem hefur menn innan borðs, muni Isnda á sama stað. Fjarlægðin tii tunglsins er um 400 000 km., cn Marz og Venus, sem næst jörð- inni svífa um geiminn umhverf is sólina, eru margfalt lengía í burtu. Það er því trúlegt, að fyrsta geimförin til annarra reikistjarna verði engin hóp- ferð. g ----------*---------- Lítið drukkið af víni, en mikið af ávaxta- safa í Genf. HVERSU svo sem fer um endanlegan árangur hins mikia í'áðherrafundar í Gefn í sumar, vakti það óskipta eftirtekt, að hann var talinn sú „þurrasta“ stjórnmálasamkunda, sem um getur, eftir því sem frétt í Ðag- ens Nyheter hermir. Drykkjusiðir ráðamanna voru nú með allt öðrum hætti en áður hafði þekkst, svo að hér var um hina róttækustu breyt- ingu að ræða. Ávaxtasafinn var nú allsráð- andi. Margs konar tegundir á- vaxtasafa, þó mest bæri á app elsínu og greipsafanum. Aldrei áður hefur nein al- þjóðaráðstefna neytt anna.rs eins af ávaxtasafa og nú var gert, sagði einn veitingamann- anna, sem langvarandi reynslu hefur haft í því að væta skræl þurrar kverkar stjórnmála- manna, sambandi við alþjóðlega fundi. Whisky og Martini, sem áður voru í fremstu röð svaladrykkja slíkra funda mega muna fifil sinn fegri — áður fyrr var á- vaxtasafinn í þriðja sæti, að- eins á undan mjólkinni, en nú hefur hann skotið öllum fyrri uppáhaldsdrykkjum aftur fyrir sig', bætti veitingamaðurinn við. (Áfengisvarnarnefnd Reykjavíkur). SAMTÍNINGUR Að vndánförnu hafa vtsinda- viennirnir sífedlt verið að finna upp fleiri og fleiri undralyf við ölhuu hugsanlegum og óhugsan- legum sjúkdómitin. Nit kvað.eitt enn verct í þanrt veginn að lioma á 1 viafkaðinn, sem er svo sterkt, að 1 aðeins alheilhrigðir menn þola að neyta þess. ❖ Máttitr vanans. Það var í stórrí langferðafhtg- vél. Strákhnokki nokkur var alliaf á hlaitpum á vúlli sætanna með hlátri og skölhtm. Svo gerðist það að hann rakst á flugfreyjuna með þeim afleiðingum að lmn missti glasabakka og öll glösin fóm í mél. „Hvers vegna ferðu ekki héldur út og leikur þér?“ spurði hún vingjarníega, itm leið og hún tók að sópa glerbrotunmn saman. Peron og Eva HINIR nýju valdhafar Argen tínu eiga í vandræðum. Svo er mál með vexti, að ýmsar hjálp- arstofnunum og sjóðum til styrktar fátækum var komið á fót á valdatímum þeirra Perón- hjóna, og nema eignir þeirra nú meira en þrem milljörðum króna, og nú er það spurning- in, hvort starfrækslu þeirra skuli haldið áfram eða ekki. Hjálparstofnun sú, er kennd er við Evu Perón og starfar að mannúðar- og líknarmálum al- mennings, veldur þeim, sem nú fara með völdin, mestum heila- brotum. Stjórn Leonardis tók þessa stofnun þegar í sínar hend ur og gaf henni heitið „Velferð arstoínun ríkisins“, en almenn- ingur nefnir hana ekki annað en „stofnunina hennar Evu“. Hin ljóshærða og geðþekka Eva hófst handa um þessa stofn un árið 1948. Sjóðurinn var fyrst og fremst myndaður fyrir frjáls framlög' verkamanna í landinu. I dag ræður þessi stofn un yfir 2,5 milljörðum pesos eða 3,5 milljörðum íslenzkra króna og um átján þúsundir manna stárfa á vegum hennar. Kvennadeildir verkalýðsfélag anna halda minningu Evu enn mjög í heiðri fyrir starf hennar í þágu hinna fátæku. Hún safn- aði milljónum pesósa í sjóði stofnunar sinnar og útbýtti þeim aftur á meðal hinna fá- tæku af miklu örlæti, enda þurfti hún ekki að standa nein- um opinberum aðilum skil af fjárreiðunum. „í ÞÁGU VERKAMANNA •. Þegar stofnuninni tók að vaxa íiskur um hrygg starfaði hún 'ekki lengur í þágu hinna fá- tæku eingöngu, heldur í þágu ! verkalýðsins almennt. Hvert hvíldarheimilið, sumardvalar- * gistihúsið, verzlunin og sjúkra- húsið var reist á eftir öðru víðs vegar um landið, og þessar stofnanir seldu síðan verka- mönnum þjónustu sína við svo I lágu verði, að allir gátu notfært sér hana. | Hins vegar var verkamönn- um gert að gefa að minnsta kosti tvenn daglaun til stofn- unarinnar á ári hverju, — en samt sem áður trúðu flestir því 'að það væri Eva, sem útvegaði alla peningana. Þá hafði stofn- jun þessi og leyfi til að krefja ýmiss iðnaðarfyrirtæki um sliatt, auk þess sem hún naut opinbers styrks árlega til að út- býta jólagjöfum meðal fátækra. Allt varð þetta til þess að Eva og stofnunin nutu almennra vinsælda í æ ríkari mæli. A6 Evu látinni var stofnunin starf rækt áfram í nafni hennar. Þessi risavaxna stofnun er hinum nýju valdhöíum vand- ræða viðfangsefni. Um leið og hætt var að krefja verkamenn. um framlag var dregið úr stárf- seminni og þá tóku að sjálf- sögðu ýmsar óánægjuraddir að heyrast. Forstöðumaður stofn- unarinnar nú vill ekkert. láta upiDskátt um framtíð hennar,. „Það verður að rannsaka sjúk- linginn gaumgæfilega áður en aðgerðin fer fram“, segir hann. áffym I DAG er fimmtudagurinn 29. desember 1955. SRIPAFEÉlTnt Ríkisskip. Hekla fer frá Reykjavík 1. janúar vestur um land til Ak- ureyrar. Esja fer frá Reykjavík 1. janúar austur um land til Ak ureyrar. Herðubreið er á 'Aust- fjörðúm á norðurleið. Skjald- breið fór frá Reykjavík í gær til Snæfellsness- og Breiðafjarðar- hafna, Þyrill er í Reykjavlk. Skaftfellingur fer frá Reykjavík í dag til Vestmannaeyja. Baldur fór frá Reykjavík í gær til Búð- ardals, Eimskip. Brúarfoss fór frá Flateyri í gær til Grundarfjarðar, Stykk- ishólms og þaðan til Hamborgar. Dettifoss fór frá Gautaborg 27/12 12 til Reykjavíkur. Fjall foss fór frá Hull 27/12 til Ham- borgar. Goðafoss fór frá Vent- spils 27/12 til Gdynia og Rotter dam. Gullfoss fór frá Reykjavík 27/12 til Kaupmannahafnar. Lagarfoss kom til Reykjavíku'r 28/12 frá Hull. Reykjafoss fór frá Reykjavík x gær til ísafjarð ar, Siglufjarðar, Akureyrar og Húsáyíkur. Selfoss er í Reykja- vík. Tröllafoss fór frá Reykja- vík 26/12 til New Yorlc. Tungu- foss kom til Reykjavíkur 21/1.2 frá New York. — * — Munið j.ólatrésskemmtun Breiðfirð- ingafélagsins í ’ dag kl. 2 % og félagsvistina kl. 8V2 Í Breiðfirð- ingabúð. Nefndin. Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar. K. Ó. 100. Friede Briem 100. Anna 100. ísl. aðalverktakar 5000. S. K. 100. Stína 100. Sam- einaðir verktakar 10 000. Anna Pálsdóttir 50. Kristín Thorodd- sen 100. Harpa h.f. 170. Eggert Kristjánsson heildverzl. og starfs fólk 950. H. S. 100. Sveinri Eg- ilsson h.f. starfsf. 380. Þ. H. 100.. Halldór og Margrét 500. H. Þ. 100. Magnús Kjarna starfsf. 650, Útvarpið. 19 Tónleikar: Óperettulög. 20.30 Leikritaskáldið Eugene O’Neill: Halldór Þorsteinsson kennari flytur erindi um höf- undinn og velur efni til dag- -skrárinnar. Leiknir verða þættir úr leikritum, lesnxr ritdómar o. fl. 22.10 Náttúrlegir hlutir (Guð- mundur Kjartansson jarð- fræðingur). 22.25 Sinfónískir tónleikar. M U n i ð jólairésskemmfu® Breiðfirðingafélagsins í dag kl. 2,30 — og félagsvistina kl. 9,30 í Breiðfirðinga- búð. Nefndin,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.