Alþýðublaðið - 15.01.1956, Page 3

Alþýðublaðið - 15.01.1956, Page 3
Sunnudagur 15. janúar 19a(>. A I þ ý g u b I a S i 9 & ; A N N E S A HORNINUl VETTVANGUR DAGSINS Sæmuntlur Ólafsson hefur orðið. SÆMUNDUR ÓLAFSSON hef ur sent mér alllangt bréf af gefnu tilefni. Ég birti þetta bréf í heild, þó að það sé helzt of langt fyrir pisíla mína. Sæmunil ur er alltaf hress í máli, segir sína skoðun skilmerkilega og hirðir ekki um, hvort líkar bet- ur eða verr. Við eigum alltof fáa slíka menn. Bréf Sæmundar fer hér á eftir: SITTU IIEILL, Hannes minn, og gleðilegt r.ýár. Ég þakka þér gamla árið. Það var víst á því herrans ári, sem ég sendi þér fáar línur, vegna þess að Háskóli okkar alþýðufólksins — Ríkisút- várpið — var að drepa mig í leið indum, eins og oft áSur. Þessar línur urðu þess valdandi, að tveir rithöfundar, ójafnir þó að mínum dómi, fóru að karpa um „Sæmund í Kexinu“, eins og rökþrota og gersigraðir komm- únistar kölluðu mig hér á árun- um, þegar við rákum þá úr hverju víginu af öðru. ÞAÐ HRVGGÐI MIG, að sú nafngift skyldi tekin upp af fram gjörnum manni í sennu, sem ekki var byrjuð, og mun aldrei byrja, ef ég má ráða, Mér leið- ist að jagast, aðeins til þess að jagast. Ég hef ékki þurft þess með um dagana, því að ég hef alltaf getað fundið haldgóðan grundvöll til þess að deila á, þeg ar mig hefur langað í sennu eða þurít að taka í kollhárin á ná- grannanum. Ég er ánægður með nafngiftina. Hún er sönn. Ég starfa við kexverksmiðju og er ánægður með starfsheiti mitt, VONANDI ER skólastjórinn á Eyrarbaklca einnig ánægður með skólastjóranafngiftina. Sú nafngíft er mlklu sannari og virðulegri heldur en skáldheit- ið, sem menn bera misjafnlega vel, en okkur alþýðufólkinu hættir við að skeita smáorðinu leir framan við. En, sei sei. Ekk'i orð um skólastjórann að sinni. Það var Ríkisútvarpið, seni ég ætláði að rabba svolítið um. FVRIR SKÖM.MU varð stofn- unin 25 ára. Þá var mikið um dýrðir. Að minnsta kosti ein at- hyglisverð ræða var flutt. Hún var perla innan um allt skvaldr- ið og vaðalinn, sem borinn var á borð fyrir hlustendurna. Auð- vitað var ræðan flutt af þeim manninum, sem skemmst var for maður Útvarpsráðs, ef ég man rétt. Fjórir aðrir menn, sem ver ið hafa. formenn Útvarpsráðs, 'komu fram í hátíðadagskránni. Þótt ekki væri sérstaklega skemmtilegt að heyra flest af því .sem þessir ágaetu menn höfðu að segja, var það athyglisvert. EF TIL VILL kom fram í rabbi þeirra megin orsökin fyr- ir því, hvað Ríkisútv'arpið hefur verið utangátta í 25 ár. Formenn irnir lýstu undirbúningi. sínum undir stöðuna eitthvað á þessa leið: Einn varð of seinn upp í stjórnarráð til þess að tjá við- komandi ráðherra, að hann viídi ekki taka að sér formenhskuna, En þá var ráðherrann farinn í matinn, og búinn að skipa mann ínn formann Útvarpsráðs. Við munum eftir þessum formanni. Hann var vinsæll útvarpsmaður. Menn fyrirgáfu‘horium það fús- .lega, að liann lék eitt af stór- verkum meistaranna öfugt, þeg ar hann hljóp í skarðið fyrir ein- hvern þulinn. Það vakti nokkra óánægju, þegar þessi formaður værð að víkja fyrir pólitískum andstæðingi, sém aldrei varð vin sæll útvarpsmaður. ANNAR FORMAÐURINN átti ekki útvarpstaski fyrr en skömmu áður en hann tók við stöðunni. Það var allur áhugi hans fyrir stofnuninni, sem hon- um \'ar falið að stjórna. Þegar hann kom fyrst fram fyrir hljóð nemann skalf hann á beinunum eins og hann hefði mætt Satan sjálfum. Þó vær hanii með gló- andi skammaræðu í höndun.um. Einn hafði verið um 20 ár ér- lendis, þegar hann var drifinn í formennskuna áður en hann var kominn úr ferðafötunum. Hann vann sér það helzt til ágæt is, að vera alltaf í minnihluta, þegar ágreiningur var um mál í ráðinu. Einn talaði ekkert um undirbúning sinn undir starfið, eða vilja til þess að takast það á hendur. En hann vildi láta taka sem allra minnst tillit til vilja hlustendanna. HANNES MINN. Hvað heldur þú, að Jón Axel segði, ef honum væru sendir menn til skipstjórn ar á Bæjarútgerðartogurunum, sem í stað skipstjóraskírteinis hefðu upp á vasann félagsskír- teini frá Verði, Alþýðuflokksfé- laginu, Sósíalistafélagi Reykja- víkur eða frá maddömu Fram- sókn, og spjTðu svo karlana, þeg ar ætti að sigla! Hvrar er fram- endinn á skipinu! Ætli sá stutti yrði ekki snöggur upp á lagið? Hvernig skyldu svo aflabrögðin verða? En þetta virðist mér mjög sambærilegt við skipun sumra formanna Útvarpsráos. Formenn irnir kv’örtuðu undan skorti á mönnum til þess að koma fram í útvarpinu. Mjög ber dagskrá- in þessa merki, því að mikið er sömu mönnum jaskað. Þegar nýr maður kemur fram í dagskránni þykir það jafnan tíðindum sæta, og oft tekst þessum mönnum vel. Þess vegna finnst mér að til bóta horfi, að leita meira út til fólks- ins en gert er. ÞÁ ERU I*AÐ moldarsögurn- ar. Þær lýsa oklcur eins og vdð vorum fyrir hálfri öld og áður. Þannig værum við enn, ef vdð hefðum ekki sprengt utan. af; okkur grenin, og brotizt ut í ijós ið, hvattir til þess af skáldum framtíðarinnar. Sltáldvim, sem horfðu fi'am, og knúðu okkur fram, en horíðu ekki sífellt um öxl, í lúsaleit að þvi vérsta i fari okkar. Þau kváðu í okkur kjarlc og þrótt. Vísuðu okkur veginn fram, þangað, sem við nú stönd- um og lengra fram til meiri þroska og manngildis. Burt úr heiðarbýlunurn, af vorkalclri jörð og af bökkum bolafljóts. í mannheima, þar sem jörðin er erjuð, mannabústaðir eru byggð ir, og hjón elska og virða hvert annað og þjóðfélagið vdrðir rétt þess srnáa að nokkru. EF BÓKMENNTIR um fram- sókn okkar á fyrri hluta tuttug- ustu aldarinnar eru ekki til, og þpss v'egna er ekki hægt að lesa þær sem Útvarpssögu, finnst mér að skólastjórinn á Eyrarbakka og aðrir framgjarnir menn, ættu að spreyta sig á því að semja þær. Ég hygg, að þær bókmennt ir þættu góðar útværpssögur. Væri þá vafasamt, að grípa þyrfti til sakamálasögunnar, til þess að laða fólkið‘að útv'arpinu. í síðustu sakamálasögu, sem les- in var í útvarpinu, og prestur- inn ætlaði að reyna að drepa, var lýst mörgum góðum persón- um. Sumar nálguðust jafnvel fólkið hans Hagalíns, og er þá seilzt langt til jafnaðar. Saka- málasagan fjallar alltaf um átök á rnilli þess illa og góða í mann- heimum. Það góða er vegsamaö, cn hið illa fordæmt. Mannv'it og snilli sigrar alltaf að lokum. En menn eru vegnir. Þó sjaldan eins margir og í fréttum útvarpsins eða í riddarasögunum og Helj- I arslóðarorrustu. Aldrei hef ég I heyrt, að neittAf þessu væri sið- (spillandi. í ,,Hver er Gregory?“ var getið eins hjónabands, það var fyrirmyndarhjónaband. Þannig skyldu þau öll vera. í MOLDARSÖGUNUM er flest um hjónaböndum lýst þannig, að V'arla verður komizt lengra niður í mannlegri niðurlægingu en að lifa í sliku hjónabandi. Enda eru flestar persónurnar í samræmi við það, og margar ó- sannar og ómennskar að auki. Ekki held ég, að það sé mann- bætandi að lesa eða hlusta á þær bókmenntir. Að hlusta á rösk- lega lesna sakamálasögu er góð dægrastytting, sem engan sak- ar. En að hlusta á sögur af lubbamennum, sem vegast í fá- fræði, mold og skít er viðbjóð- ur, sem hverjum manni spillir, og veldur hugsandi hlustanda angri og óþægindum á borð við illa sarnda stólræðu, en af þeim v irðist- mér of mikið í dagskrá Ríkisútvarpsins. GUÐSÞJÓNUSTA er helgiat- höfn. Þeir, sem hennar vilja njóta verða að fara í kirkju. Helgi staðaríns og guðsþjónust- an, sálmasöngurinn, með þeirri samstillingu huganna, sem kær og fögur tónlist veitir, allt þetta V'erkar friðandi og róandi á kirkjugestinn, ásamt stólræð- unni, ef hún er ekki fjarstæðu- kennt þvaður; Guðsþjónusta í útvarpi værður áreiðanlega ut- angátta hjá fiestum i skvaldri og önn hins daglega h'fs. Útvarps- guðsþjónusturnar hafa að mín- um dómi verið eitt af beztu vopnum og bandamönnum þeirra, sem vilja afkristna land- ið. ÍSLENZK ALÞ.ÝÐA er ljóð- elsk og söngelsk. En hún hefur lítinn áhuga á hljómlist yfir- stéttarinnar í Mið-Ev'rópu á sið- ustu öld eða um aldamótin. Áð- ur en úívarpið kom til sögunn- ar höfðum við heyrt margt um meistarana miklu, og jafnvel þekktum \'ið nöfn sumra þeirra. Með nokkurri eftirvæntingu bið um við því þess, að hin stóru verk þeirra væru flutt í dagskrá útvarpsins. En eftirvæntingin varð brátt að köldu áhugaleysi. Við gátum ekki tileinkað okk- ur þessa framandi tónlist. Hún var frá liðnum tímum, sem vúð Ihöfðúm. litinn áhuga á, og sam- in fyrir fólk, sein bkkuf stóð ná- kvæmlega á sama um. Nú er sv'O komið, að við bara slökkvum á tækinu okkar, og segjum stutt og laggott: Það er ekkert í út- varpinu, aðeins ópc-rur og sin- fóníur, þegar hin sv'okallaða æðri hljómlist er flutt. EN VIÐTÆKIÐ höfum við keypt til þess að láta það ekki standa þögult út í horni á dag- skrártínianum. En þegar hann i.PáÍl biður okkur að taka und- ir þá ei;um við til í tuslcið, ef \'ið getum elcki suhgið þá hlust- um við með því meiri únægju, sem færra glepur fyrir. Og ef Breriníð þið vitar, Þér landnem- ar og önnur álíka hljómlist dun- ar, þá er mér nær að halda að öll þjóðin hlusti, auðvitað að undanteknum jjeim hámenntuðu, sem sjaldan eiga sarpléið með fólldnu, en jllu heilli ráða oft of miklu. Vilja ekki þeir vesalings mejnn reyna að skilja það, að tínlarnir breyfast og mennirnir með og að það eru tuttugustu -aldar menn, sem þeir ei,ga að þjóna. Jarðarför eiginmanns míns FRÍMANNS ÓLAFSSONAR forstjóra. fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 17. þ. m. ld. 2. Þeir sem vildu minnast hins látna eru vinsamlega beðnir að láta minningarsjóði eða líknarstofnunir njóta þess. Jóna Guðmundsdóttir, börn og tengclabörn. 0& W; ashakuól. Kvennadelíd Síysavarnarfélagsins í Reykjavík heldur mánudaginn 16. þ. m. kl. 8.30. Til skemmtunar: Kvennakór syngur. Upplestur Anclrés Björnsson, fulltrúi. Dans. Fjölmennið. Stjórnin. Kvenféiagx Áiþýðufiokkxms haldin þriðjudaginn 17. jan. í Alþýðuhúsinu við Hverfi.s- götu kl. 8,30. Frú Soffía Inngvarsdóttir flytur ávarp. Frú Sigríður J. Magnússon segir-frá för sinni til Ceylon og sýnir skuggamyndir, Gestur Þörgrímsson, gamanþátíur. Dans. Félagskonur fjölmennið og takið meo ýkkur gesti. Kvenfélag Átjíýðu í Hafnarfirði heldur fund n.k. mánudagskvöld kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu. Emil Jónssón, alþingismaður mætir á fundinum og flytur erindi uni bæjarmál. Stiórnin. Opna í dag löggiltur endurskoðandi Klapparstig 16 — Sími 6126. Skattstofa veréur lokuð kl. í-4 mánncíi |Éii 16. þ. m, vegna jaroarfarar Dr. Björns Bjömss©i*ar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.