Alþýðublaðið - 24.01.1956, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 24.01.1956, Qupperneq 3
Þriðjudagur 24. janúar IH56 Atþ ýðu b taðio » Morandi af kakkaíökkum í fangelsinu NORSKIR SJÓMENN t FANGELSI í IRAK VÍG- GIRTU DYRNAR OG SVÁFU TIL SKIPTIS. NÝLEGA komu til Noregs ^ tveir ungir norskir sjómenn, ' sem höfðu frá furðulegum at-1 burðum að segja sem höfðu1 drifið á daga þeirra. Þeir höfðu nýlega verið látnir lausir úr j fangelsi í Basra í írak, sem! þeir höfðu setið í í þrjá mán- uði. Sögðu þeir ljóta sögu úr fangelsinu og létu illa af að- búnaðinum. Annar piltanna hafði látið mjög á sjá, hafði létzt um 20 kílógrömm á þess- um þrem mánuðum, enda sýkzt af taugaveiki í fangelsinu. KYNVILLTIR ÁRÁSARMENN í júní s.l. lá norska skipið William í höfn í Basra. Þrír piltar af áhöfninni brugðu sér í land til að sjá sig um. Þeir hittu fjóra Araba, sem buðu þeim í bílferð til skemmtistaðar nokkurs. í staðinn óku Arab- arnir út úr bænum, og nú fór norsku sjómennina að gruna margt. Þeim varð brátt ljóst, að þeir höfðu lent í hópi kyn- villínga. Þeim tókst að komast út úr bílnum, en Arabarnir eltu og réðust á þá. Varð atganguf allharður, en Norðmönnunum tókst loks að slíta sig lausa og komast undan. Síðar kom í Ijós, að einn af árásarmönnunum hafði Iátizt af barsmíðum. Norð mennirnir og Arabarnir voru handteknir litlu síðar og kall- aðir fyrir rétt. Einn Norð- mannanna, sem tekizt hafði að flýja áður en til handalögmál- anna kom, fékk viku fangelsis- dóm, en hinir tveir voru dæmd ir í tveggja ára fangelsi og gert að greiða ættingjum hins látna Araba 12 000 norskar krónur. Árásarmennirnir voru dæmdir í 5 ára fangelsi. Höfðu þeir oft komizt í kast við lögregluna og setið í fangelsi. SVÁFU TIL SKIPTIS Nú hófst fangelsistíminn. Fyrst voru þeir geymdir í fang- elsi, þar sem aðbúðin var hin hraklegasta. Ýmsir stórglæpa- menn sátu þar í klefunum. Ar- abarnir, sem höfðu ráðizt á Norðmennina, voru settir í sömu deild og þeir og æstu upp meðfangana gegn Norðmönn- unum. Norsku sjómennirnir neyddust til að slá slagbrandi fyrir klefadyrnar og sofa í vökt um á næturnar. Þarna var sam eiginlegt bað fyrir fangana, en það þorðu þeir ekki að nota. Þeir reyndu það einu sinni, og mátti þá litlu muna, að þeir kæmust lifandi úr þeim leik. Megn óþrifnaður ríkti í fang- elsinu. Þar úði og grúði af 10 sentimetra löngum kakkalökk- um. Matur var vondur. TRYLLTUR MÚGUR Brezki konsúllinn í Basra, serrí einnig er norskur konsúll, skarst í málið, útvegaði piltim- um fyrst mat og vann síðan að því að fá þá lausa úr fangels- inu. — Sjómannasambandið norska leitaði til utanríkisráðu neytisins, sem tók nú málið upp á sína arma og loks kom sá dag ur, að sjómennirnir máttu yfir- gefa fangelsið. Héldu þeir nú raunir sínar á enda. En úti fyr- ir fangelsisdyrunum beið þá mikill mannfjöldi, sem hrópaði til þeirra og hótaði að drepa þá. Með lögregluvernd tókst brezka konsúlnum að koma þeim und- an og út í skip, sem bar þá til Noregs. Eg þakka af hrærðum huga. alla þá miklu samúð, sem mér.. börnum og tengdabörnum hefur verið sýnd við andlát og jarfi- arför eiginmanns míns, AÐALSTEINS PÁLSSONAR SKIPSTJÓRA. Elísabet Jónasdóttír, börn og tengdabörn. KROSSGATA. Nr. 960. ÍHANNES Á H O R N I N U' j VETTVANGUR DAGSINS Varðaði almenning ekkert um það? — Hvernig á að afla f járins? — Tekjuafgangurinn — Vitlaus ís- landsklukka — Dýrt að búa til einn jakka. RÍKISSTJÓRNIN gaf út til- kynning um að hún væri búin að finna lausn á vandamálum vélbáta- og togaraútgrerðarinnar. Hver bátur og hver togari eiga að fá ákveðna fjárupphæð i styrk á úthaldsdag. Fregnin um þetta flaug’ eins og eldur í sinu um borgina á laugardag, enda hafði mönnum þótt heldur svart í álinn, þar sem vélbátaflotinn var stöðvaður og togaraflotinn var í þann veginn að stöðvast. ÚTGERÐARMÖNNUM — og raunar fleirum — lék vitanlega mikil forvitni á því, að fá að vita, hvernig ætti að tryggja á- framhaldandi rekstur þessa grundvallaratvinnuvegs þjóðar- innar, en almenningi lék ekki Síður forvitni á að fá að vita, hvernig ætti að afla fjár til björgunarstarfsins. Hins vegar yar ekki drepið á það einu orði, hvar ætti að taka féð. Almenn- íng varðaði víst ekkert um það. ÞF.TTA ER ef til vill fremur illgirnisleg tilgáta. Vel má vera, að ríkisstjórnin hafi ekki verið búin að finna leiðir til þess að afla fjárins, en hins vegar talið, að þær yrði hægt að finna og því óhætt að lofa þvi nú þegar, að útveginum yrði bjargað, svo að reksturinn gæti haldið áfram. EN NÚ SPYR almenningur: Hvernig á að afla fjárins. Ég veit ekki, hvort ríkisstjórnin veit það enn með vissu. En það mun vera staðreynd, að nýr söluskattur verði lögleiddur og það þýðir vitanlega, að allar þær vörur, sem skatturinn nær til (allar?) hækka i verði. O-g allir vita, hvað það þýðir. EN AF ÞESSU TILEFNI spyr fólkið: Þarf að auka álögurnar? Ef til vill finnst sérfræðingum í eyðslu og ríkisbúskap þetta vera einfeldnislega spurt. En al- menningur veit, að í fvrra hafði ríkisstjórnin allt að 100 milljón- ir króna í tekjuafgang og að í ár nemur tekjuafgangurinn tug- lim milljóna. Er ekki hægt að nota þennan tekjuafgang til þess að mæta skakkaföllum eins og þeim, sem aðalatvinnu-vegir þjóð árinnar hafa orðið fyrir, því að skakkaföll eru það? ÞAÐ ER sannarlega ekki óeðli legt, þó að fólkið spyrji. Því hrýs hygur við þcssu óþolandi á- standi. Allt er á hverfanda hveli — og það er eins og menn sjái ofan í hyldýpið við fætur sér, ekki sízt nú, þegar aðalatvinnu- vegirnir berjast í bökkum og ríkisstjórnin verður að leggja á nýjar álögur til bjargar, sem hafa það i fór með sér, að dýr- tíðin vex enn að mun. „KLUKKAN í Stýrimanna- skólanum er alltaf snarvitlaus j og auk þess ljóslaus," segir ná- granni í bréfi til mín. „Hún hef- ur alltaf verið vitlaus við og við. Og svo kalla sumir þessa for- smán íslandsklukku. Er engin leið til þess að hægt sé að gerJi j þessa lclukku þannig úr garði, np hún sé ekki fólki til hugar- 'angurs? j V.G. SKRIFAR: „Mig langar lað senda þér svolítinn reikning, Hannes minn. Hann er gaman- samur og þó sýnir hann, hvernig i allt er hjá okkur Ísíendingum. Sonur minn fór í siglingar í fyrra sumar. Hann keypti sér mjög fallegt efni í sumarjakka. Efnið kostaði nokkrar ltrónur. Þegar heim kom fekk hann klæð skera til þess að sauma úr efn- inu jakka. REIKNINGURINN leit þann- ig út: Saumalaun kr. 668,90. — Fyrir að sauma úr efni, sem klæðskermn seldi ekki: kr. 100, 00(!) — Tillag: Kr. 140,00. — Söluskattur, 3%: kr. 27,00. — Samtals kr. 935.90. — Þannig kostaði um 900 krónur að búa til flík úr efni, sem kostaði um 35 krónur. Hefurð.u noklturn tíman heyrt annað eins, Hannes minn?“ O, JÁ, ég hef heyrt annað eins, en varla þó neitt svona ljótt. Ilannes á horninu. / 2 j V r í ? « 4 U ii tz ÍJ /V IS lí b L 1 " Lárétt: 1 bítast, 5 fjöldi, 8 ylja, 9 ull, 10 mannsnafn, 13 leit, 15 annars, 16 illgresi, 18 spurði. Lóðrétt: 1 heiðursmerki, 2 líkamshluti, 3 mannsnafn, 4 Verzlun, 6 á hesti, 7 fargar, 11 á andliti, 12 vont, 14 púki, 17 greinir. Lausni krossgáíu nr. 959. Lárétt: 1 ýsuroð, 5 Rask, 8 auðn, 9 te, 10 röng, 13 Ok, 15 ( rall, 16 sýna, 18 rautt. Lóðrétt: 1 Ýrafoss, 2 Spur, 3 urð, 4 ost, 6 Anna, 7 kelli, 11 örn, 12 glit., 14 kýr, 17 au. Áugíýsíng. Til sölu nýleg LISTER bátavél 16 hö. þungbyggö. Vélin er lítið notuð og' í góðu lagi. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Björnsson, sími Ólafsfirði. ÚlbreiSiS AlbýðublsSií w • s _ rÓ Æk.i U V/O AVMÁPHÓL. > s s s S S S s s s s s s s s s c Samtök herskálabúa. , Félagsfundur verður haldinn í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 8,30. Fundarefni: Félagsmál. Erindi: Guðmundur Kristinsson arkiTekt. Herskálabúar fjölmennið og takið með ykkur nýja fé- laga. Stjórnin. Ritarastarf í Vegamálaskrifstofunni er laust til umsóknar. Vélritur- arkunnátta og nokkur tungumálaþekking nauðsynleg. Laun samkv. launalögum. LTmsóknir sendist samgöngumálaráðuneytinu fypir 15. febr. n.k. Samgöngumálaráðuneytið. Áðatfundur Fiskimatsdeildar S.M.F. verður haldínn fimmtuclaginn 26. janúar í Sjálf- stæðishúsinu í Reykjavík kl. 20.30. DAGSKRÁ: 1. Lagabreytingar. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Áríðandi að félagar fjölmenni. Stjórnin . Sólar-kaffi - fagnaður ísfirðingafélagsins verður miðvikudagskvöld 25, þ. m. klukkan. 3.30 í Sjálfstæðishúsinu. Bæjarins beztu skemmtikraftar. Aogöngumiðar verða seldir á þriðjudag kl. 2—7 e. h. Borð tekin frá um leið. Bezta og ódýrasta skeinmtuu ársíns. - og skrifsfofusfarf. Ung stúlka nieð gagnfræðapróf eða hlíðstæða mennt- un ú&kast til afgreiðslu- og skril'stofustarfa á opinbera síofnun. ■— Laun samkv. 14. fl. launalaga. Eigínhandarumsókn, er tilgreini menntun og fyrri síörlV sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 2:8. þ. m. merkj .,afgreiðslustarf.“ I

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.