Alþýðublaðið - 24.01.1956, Qupperneq 5
í>riðjudagur 24. janúar li)5f*
AlþýSublaSiS
Lífið í Reykjavík
UNDANFARNA DAGA hef-
ur skákáhuginn verið gullæð í
gráu bergi Reykjavíkur, svo að
notuð sé samlíking frá Stefan
sáluga Zweig og hún staðfærð.
Hundruð manna hafa þyrpzt í
Sjómannaskólann til að fylgj-
ast með skákeinvígi Bents Lar-
sens og Friðriks Ólafssonar, og
þó eru erfiðir tímar: bátaflot-
inn stöðvaður, útsvarsafgang-
urinn fallinn í gjalddaga, skatt
urinn lögtakskræfur og alþingi
í vandræðum með afgreiðslu
íjárlaganna. En allt þetta gleym
ist, þegar mæddur og langþreytt
tir höfuðstaðarbúinn einbeitir
skilningarvitum sínum að því
^ð upplifa viðureign skákgarp-
anna sem persónulega revnslu.
Manntaflið er orðið Reykvík-
ingum annað líf í þessum heimi.
Mursferi þagnarmnar
Keppinautarnir sitja við skák
Iborðið á upphækkuðum palli og
grúfa sig yfir taflið í þungum
þönkum, Bent dökkhærður og
foúlduleitur, rjóður í kinnum
af hita og kappi, Friðrik grann-
vaxinn og langleitur, ljós á hár
ög fölur yfirlitum eins og al-
Vara leiksins setji blæ á andlit-
jð. Áhorfendurnir stara ýmist
á Bent og Friðrik eða veggtafl-
ið góða, sem sýnir stöðu og
íeiki, allir eru lágmæltir eins og
í kirkju, hvíslast á og láta
augnaráðið og svipbreytingarn-
ar túlka hugsanir sínar, því að
hér skal kyrrðin ríkja, skáksal-
urinn er ekki vettvangur orð-
Iræðunnar heldur musteri þagn
ar og ígrundunar. Aðgöngu-
miðasalan er hætt í svip, gest-
írnir reynast svo margir að út-
hýsa verður þeim, sem síðastir
koma. Fólkið leitar upp eftir
húsinu líkt og vatn í flóði,
þröngin í skáksalnum er eins og
á jólatrésskemmtun, en uppi á
næstu hæð er skákin sýnd og
útskýrð. Þa*r ráða Guðmundur
Arnlaugsson, Ingi R. Jóhanns-
son og Guðmundur Pálmason
rikjum, meðtaka leikina í síma,
rekja gang baráttunnár, segja
fyrir um atburði og spá úrslit-
um. Jafnvel unglingurinn, sem
lærði mannganginn í fyrra,
menntast af að heyra mál þeirra
og íylgist. með skákinni eins
og stráksaslag milli Austurbæ-
inga og Vesturbæinga. Úti í
horni stendur sveitaprestur og
virðir mannfjöldann fyrir sér
fjálgum augum. Kannski bregð
ur honum við frá kirkjusókn-
inni í dreifbýlinu?
Reykvískur þverskurðyr
Áhorfendurnir í skáksalnum
eru fólk af öllum stéttum og
flokkum, gamlir, miðaldra og
ungir, karlar, konur og börn,
þetta er eins konar þverskurð-
ur af reykvíska mannfélaginu.
Bílstjórinn, sem ók mér heim
í fvrrakvöld, situr þarna á bekk
og hvessir augun á veggtaflið.
Tveir kunnir læ.knar rökrsaða
í hálfum hljóðum og benda
eins og þeir séu að vísa ein-
hverjum til vegar eða vekja at-
hygli á fjalli, sem sprottið hafi
upp úr jörðinni. Endurskoðandi
og. stjórnarráðsfulltrúi komast
að þeirri niðurstöðu eftir langa
og nákvæma athugun, að svart-
ur eigi kost á sex leikjum, og
svo leikur Friðrik allt í einu
þeim sjöunda eins og til að
storka gáfuðum og menntuð-
um borgurum. Rithöfundur sit-
Munum Skálholt
ur við hliðina á listmálara, en.
af þeim dettur hvorki né drýp-
ur vegna lamandi eftir-
væntingar. Smáhópar mynd-
ast utan um kunna skák-
menn. sem bera saman bæk-
ur sínar, en varast allar full-
yrðingar til að valda ekki von-
brigðum, forstjórinn og kenn-
arinn. heildsalinn og verka-
maðurinn, lögfræðingurinn og
sjómaðurinn. skrifstofustiór-
! inn og sendisveinninn, bakar-
inn og smiðurinn, þjónninn og
I götuhreinsartnn eru komnir á
vettvang til að sjá og heyra,
allir vilja fræðast, enginn get-
! ur verið hlutlaus, hér er alvar-
, an gaman og gamánið alvara,
spurningin, hvort Norðurlanda
meistaratitillinn verði til heim.
ilis á íslandi eða í Danmörku
fram á árið 1957, hefur komið
Reykvíkingum úr andlegu jafn
vægi. veggtaflið drekkur í sig
athygli þeirra eins og brenni-
glerið sólargeislana. Bent Lar-
sen þykir úrræðagóður og hug-
kvæmur skákmaður, viðurkenn
ingin honum til handa vakir í
I loftinu, en Friðrik á að sigra,
j hann verður að vinna skálcina,
j tilhugsunin um ósigur hans er
fjarlæg og andstæð eins og föð-
urlandssvik, staða hans hiýtur
að vera betri, þó að á hann
! halli, og sókn af hans hálfu vek
ur gleði og stolt eins og sigur-
vinningur. Guð hjálpi þeim,
sem dirfðist að dæma Bent Lar
sen snjallari, sá fengi á svip-
stundu sama dóm og ódreng-
irnir í Islandssögunni. Nei, Is-
land fvrir íslendinga, það er
lóðið!
Þófið og sfyjöldin
Fjölmennið virðist lítil áhrif
hafa á Bent Larsen og Friðrik
Ólafsson. Þeir grúfa sig yfir
skákina og gefa umhverfinu
engan gaum. Taflborðið er eins
....-----------
ÞYRILVÆNGJAN O G LISTASAFN.IÐ
Þessi mynd er tekin við lendingaræfingar á Thamesfljóti i
Lundúnum. Þyrilvængjan er eign brezka flugíélagsins BEA
og turninn, sem hún virðist vega salt á, er hvelíing Tate-
listasafnsins fræga.
SJ
ötugiir í dag:
Lárus Frímannsson Dalvíl
EINS OG MÖNNUM er kunn
Ugt, hefur póst og símamála-
stjórnin undanfarið unnið að
því, að gerð yrðu sérstök fri
merki í minningu um 900 ára
afmæli biskupsdóms í Skálhoiti.
Stefán Jónsson teiknari hefur
dregið upp frímerkjamyndirn-
ar og umgerðir um þær. Eru
þær allar í þjóðlegum stíl. En
frímerkin eru prentuð hjá
Thomas de la Rue & Co. Ltd.
London. Hefur gerð þeirra tek-
izt mjög vel, enda ágætlega til
hennar vandað.
Frímerkin eru þrenns konar
og með þeim verðgildum, er hér
segir:
Kr. 0.75 + 0.25, með mynd af
Þorláki helga,
Kr,- 1.25 -þ 0,75, með mynd
Brynjólfskirkju í Skálholti.
Kr. 1.75 -j- 1.25, með mynd
af Jóni Vídalín.
MYNDAMÓTIN.
Mynd Þorláks er á altaris-
klæði frá 15. öld. Mynd Skál-
holtskirkju Brynjólfs er gjörð
af erlendum manni árið 1772.
Mynd Jóns Vídalíns er tekin
eftir mynd .í Landsbókasaíni,
en frummyndin er nú glötuð.
Yfirverð frímerkjanna, kr.
0,25 -— 0,75 — 1,25, rennur allt
til viðreisnar Skálholtsstað. og
gæti sú fjárhæð alls numið 2
milljónum króna, ef öll þau
frímerki yrðu keypt, sem þegar
eru gjörð.
Frímerki þessi gilda sem
burðargjald fyrir allar tegur.d
ir póstsendinga frá og með 2J.
janúar 1956, þar til öðru vísi
kann að verða ákveðið.
Hver, sem kaupir þessi fií-
merki, færir með því gjöf Skál-
holtsstað, og safnast, þegar
saman lftmur. Skyldu allir láta
eitthvað af hendi rakna rneð
þessum hætti og minnast þaun
ig Skálholts og þess ljóss, sem
þaðan hefur lagt á menning
vora um liðnar aldir og varnað
því, að þjóðin yrði úti and-
lega.
Reynsla síðustu ára hefur
sýnt það, að mikill áhugi ríkir
með íslendingum á því, að Skál
holtsstaður rísi úr rústum En
til mestrar giftu og blessunar
verður sú endurreisn, ef þioð-
in öll sameinast um hana.
íslendingar hafa vissulega
sýnt það fyrr, að þeir geta 0: ð-
ið samtaka. Og myndi það r.kki
verða enn, er þjóðarsómi býð-
ur, að þér eigum eina sál.
Munum það, að vér erum arf-
takar hinnar fornhelgu, ís-
lenzku kristni, merkisbera
hennar og sögustaða.
j Munum Skálholt, ung og
' gömul, og sýnum það í verkh
jVér megum engin hugsa: Það
munar ekki um mig né mina
gjöf. Vér getum ekki heldur
um það dæmt, hver gjöfin er
stór og hver lítil. En það vit-
um vér, að af framlagi heilum
huga
koma ljós in logaskæru
á altari ins göfga Guðs.
Ásmundur Guðmundsson.
og land, sem um verður barizt
af tveimur herjum, unz annar
hvor sigrar, hér sést engin frið-
ardúfa, og afvopnun kemur
ekki til greina. Lengi vel rík-
ir þó vopnaður friður. Hvor
| fylkingin um sig reynir að
treysta aðstöðu sína með úr-
1 slitaorrustuna fyrir augum.
j Loksins hefjast svo smáskær-
ur, peð drepur peð, riddari bisk
up eða biskup riddara. Allt í
einu geysast skriðdrekarnir
fram á vígvöllinn til að skakka
leikinn, hrók er rennt yfir borð
eða drottning send þvert milli
horna, mannfallið eykst á báða
bóga, og bráðum eiga kóngarn-
ir von á ónærgætni og jafnvel
árásum, landamæraþófið er orð
ið að heimsstyrjöld eins og tafl-
borðið ráði úrslitum um fram-
tíð stórvelda. En þegar taugar
áhorfendanna eru í þann veg-
inn að bresta af eftirvæntingu,
fer skákin í bið. Veraldarmín-
útan er liðin hjá og tilveran
íslenzkur hversdagsleiki á ný.
Þetta var íþrótt — æsandi og
skemmtilegur leikur eins og
knattspyrnukeppni milli Akur-
nesinga og Reykyíkinga.
NóSð lífsms sfreymir
Hópurinn utan við gluggann
hefur stækkað. Stéttaskipting
og manngreinarálit þekkist
ekki. Ljósmyndari Morgun-
blaðsins nýtur engra forrétt-
incla, þarna er einn af alþíng-
Framhald á 7. síðu,
SNEMMA á árinu 1949 ósk-
aði Verkalýðsfélag Dalvíkur
þess að Alþýðusamband fslands
aðstoðaði það við gerð kaup-
samnings fyrir félagið. Eg vann ’
þá í þjónustu Alþýðusambands
ins sem erindreki og var mér j
þá falið að fara norður á Dal- '
vík og vera Verkalýðsfélaginu
til aðstoðar við gerð samning-
anna. Þá hófust kynni okkar
Lárusar. Hann var þá í trúnað-
armannaráði félagsins og þar
sem þetta reyndust allerf-iðir
samningar þá leiddi það af lík- j
um að kynni mín og trúnaðar-
ráðsmanna urðu allnáin. j
Síðan kom ég ærið oft á Dal-
vík þau árin, sem ég var á veg-
um Alþýðusambandsins. Þá
kynntist ég ýmsum þeim, er
\roru í fylkingarbrjósti Verka-
lýðsfélagsins þar og er það eins
og gengur, að í þeirn trúnaðar-
stöðum eins og öðrum verða
tíðum mannaskipti. En það er
til marks um áhuga Lárusar á
félagsmálum og sér í lagi kjara
málum hins vinnandi fólks, að
ávallt var hann þar i fylking-
arbrjósti, ýmist- sem formaður
félagsins eða í stjórn þess og
trúnaðarmannaráði. En þetta
er aðeins brót úr miklu lengri
sögu, því að ávallt frá stofnun
Verkalýðsfélags Dalvíkur hefur
Lárus verið einn af þeim starfs
sömustu af trúnaðar- og for-
ustumönnum félagsins og ávallt
verið falin meiri og minni trún
aðarstörf í þágu verkalýðsins á
Dalvík frá stofnun félagsins.
Og í dag er hann enn einu sinní
formaður þessa félags, sem
hann hefur svo lengi starfað
fyrir af mikilli fórnfýsi og elju.
Lárus er fæddur á Vindhæli
í Austur-Húnavatnssýslu. All-
mörg ár dvaldist hann á Kálfs-
hamarsvík í Húnavaínssýslu,
á þeim tíma var talsvert útræði
þaðan. Þar gegndi hann ýms-
um trúnaðarstörfum, var þar
vitavörður um tólf ára skeið.
Ennfremur var hann þar af-
greiðslumaður fyrir Eimskip
pg Ríkisskip og átti um skeié-
sæti í hreppsnefnd.
Árið 1932 fluttist svo Lárus;
frá Kálfshamarsvík til Dalvík-
ur, en þar hefur hann átt heima
síðan.
Auk þeirra trúnaðarstarfa.
sem Lárus hefur gegnt fvrir
Verkalýðsfélag Dalvíkur hefur
hann verið afgreiðslumaður Al-
þýðublaðsins um tíu ára bil og:
sömuleiðis hefur hann átt'sæti
í stjórn Búnaðarfélags Dalvík-
ur um ára bíl.
Lárus er kvæntur Árnínu
Árnadóttur, merkiskonu. Varð
þeim tíu barna auðið, en þar ai
eru nú fimm á lífi.
Það lætur ao líkum, að heim-
ilisfaðir svo stórrar fjölskyldu
hefur eigi mátt slá sloku við,
enda hefur Lárus allt frá barn-
æsku unnið hörðum höndum,
og stundað. að jöfnu sjósókn og:
landbúnað. Vinnudagurinn heí-
ur jafnan verið íángur og strang.
ur og þegar þar við bætist ýmis
trúnaðarstörf í þágu félags-
mála segir það sig sjálft að
hvíldartímínn hefur ærið oft
verið mjög af skornum
skammti.
Lárus hefur ávallt verið A,-
þýðuflokksmaður og hefur látið
málefni Alþýðuflokksins til sín
taka á sama hátt og mál verka-
lýðsins.'
1 Eg óska vini mínum Lárusl
innilega til hamingju með dag-
inn og árna honum allra heilla.
á komandi árum.
.1 ón Hjálmarsson.
\ Sendibílasföð
Haínarfjarðar
Vesturgötu 6.
Sími 9941.
Heímasímar:
1192 8921.