Tíminn - 13.03.1965, Side 2

Tíminn - 13.03.1965, Side 2
TIMINN LAUGARDAGTJR 13. FÖSTUDAGUR, 12. marz. NTB-Washington. — Almennt er talið í Washington, að Bandaríkjamenn muni halda á- fram árásum sínum á Norður- Víetnam, og að fleiri banda- rískir hermenn verði sendir til Suður-Víetnam. Er talið, að með þessu vilji Johnson for- seti undirstrika þá kröfu sína, að Norður-Víetnam hætti allri aðstoð sinni við Viet Cong. NTB-Saigon. —1 Ríkisstjóm S.- Vietnam lýsti því yfir í dag, að hún myndi hefja allsherjar bar áttu gegn Viet Cong-hermönn- unum. í dag gerðu bandarísk- ar B57 sprengjuflugvélar árás- ir á herbækistöðvar Viét Cong við strönd Suður-Vietnam. Harold Johtnson, yfirmaður bandaríska hersins, sagði í dag, að hann væri viss um, að hægt værí að sigrast á Víet Cong, og að hann væri hrifinn af því, sem bandaríski herinn hefði gert til þessa í Suður- Víetnam. NTB-Tel Aviv. — Utanríkisráð- herra ísraels, Golda Meir, sagði í kvöld, að ísrael ætti að þiggja boð V estur-Þýzkalands um að taka upp stjórnmálasam- band. NTB- Moskva. — Kosningar verða haldnar í Sovétríkjunum á sunnudag, og 'er kosið til hinna svokölluðu „sovét“ eða ráða. Frambjóðendur eru alls um tvær milljónir, og hefur ernginn þeirra mótframbjóð- anda. Þeir eru ekki allir flokks- menn í Kommúnistaflokk Sov- étríkjanna, en enginn getur boðið sig fram án þess að fá samþykki vfirvaldanna. NTB-Kaupmannahöfn. — Fjár- málaráðherra Danmerkur lagði í dag fram frumvarp um skatta- og gjaldahækkun, og er það liður í tilraun ' ríkisstjórn- arinnar til pess að koma í veg fyrir verðbólgu. Frumvarpið ber m.a. með sér 8% hækkun á skatti. NTB-Khartoum. — Uppreisnar- menn í Suður-Súdan hafa brennt 60 þorpsbúa lifamdi og tekið 50 börn sem gísla, að því er tilkynnt var í Khartoum í dag. Þessi atburður átti sér stað við Mapan í liéraðinu Efri Níl. / NTB-Stokkhólmi. — Louise Svíadrottning verður jarðsett á morgun. Mikill fjöldi erlendra gesta verður viðstaddur útför- NTB-Belgrað. — Talsmaður upplýsingarþiónustu Júgóslav íu, sagði í dag, að prófessor Mihajlo Mihaklov. hefði verið handtekinn. Hann skrifaði í síðasta mánuði grein, sem sögð er hafa verið móðgandi i garð Sovétríkjanna Hann var kenn ari við háskóiann í Zadag Grein hans Kom í bókmennta- tímaritinu Delo. en yfirvöldin bönnuðu dreifingu þess og handtóku Miháklov. Er „Mykle- mál“ í upp- siglingu í Svíþjóö? NTB—Stokkhólmi, föstudag. Menn velta því nú fyrir sér í Svíþjóð, hvort Svíar muni fá eins konar Mykle- mál. í sambandi við klám- sagnasafnið, sem kom f bókabúðir I dag. Málið er nú í höndum dómsmálaráð- herrans. Hann hefur jafn- framt fengið kvörtun vegna þess, að Fanny Hill er um þessar mundir seld í ódýrri útgáfu í Svíþjóð, og er hún á góðri leið með að verða metsölubók þar. Bókmenntagagnrýnendur Stokkhólmsblaðanna eru eigi sérlega hrifnir af bókinni. Þó segja sumir þeirra, að þær tvær smásögur, sem upphafsmaðurinn að smá- sagnasafninu, Bengt Ander berg, skrifar sjálfur ,séu beztar. Svenska Dagbladet segir, að honum einum hafi tekizt að skrifa reglulega skemmtilegar smásögur, en bætir því við, að það hafi líklega verið mun skemmti- legra að skrifa þær en lesa Allir gagnrýnendur benda á þann möguleika, að bæk- urnar kunni að verða gerðar upptækar og mál höfðað gegn rithöfundunum. Flesfir þeirra eru algjörlega and- vígir því, að gripið verði til þeirra ráða: SENDIR J0HNS0N FOR- SETIHER TIL SELMA ? NTB—Washington, föstudag. Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkjanna hefur lofað leiðtog- um blökkumanna að athuga mögu- leikana á því, að ríkisstjómin láti til skarar skríða í Selma, Ala- bama, þar sem lögreglan réðist á blökkumenn með kylfum og táragasi um síðustu helgi. Talsmaður nokkurra leiðtoga blöklkumanna, sem áttu fund með Johnson forseta í morgun, sagði eftir fundinn, að Johnson hefði lof að því að ræða við lögfræðilega ráðgjafa sína og yfirvega, hvaða aðgerðir væru heppilegastar. Tals maðurinn, blökkupresturinn Walt- er Faunteroy, sagði, að það hefði haft áhrif á þá alla, hversu John- son forseti lét sér annt um þessi mál og þróun þeirra í Alabama. Leiðtogar blökkumanna í Ala- bama ætluðu að fara í dag í mót mælagöngu til dómshallarinnar í Dallas, rétt fyrir utan Selma, en á elleftu stundu var þeim tilkynnt, að slík mótmæ'laganga væri bönn uð. Borgarstjóri Selma, Joseph Smitherson, sagði, að borgarstjórn in hefði ekki gefið leyfi til þess að fara í mótmælagöngur. Leiðtogar blökkumanna ræddu i í tvo tíma við Johnson forseta í morgun, og fóru fram á það, að forsetinn sendi hermenn til Selma | til þess að tryggja blökkumönnum ! fundafrelsi og tækifæri ti lþess j að koma fram kröfum sínum um atkvæðisrétt og önnur borgararétt- • indi. SPARNAÐAR VIKAN MUN HEFJAST í NÆSTU VIKU Sparnaðarvika sú, er Neytenda samtökin boðuðu nýlega, að þau myndu efna til í margþættum til- gangi, mun hefjast í næstu viku, svo sem nánar mun þá skýrt frá. í Neytendablaðinu, sem kemur út í sambandi við sparnaðarvik- una.verður birtur ítarlegur Iisti yfir verð á öllum helztu matvör um, sem hér eru á boðstólum: á þriðja hundrað vöruverða er get- ið. Verðþekking manna hér á landi er ekki upp á marga fiska, enda er ætlunin að bæta úr því. Blað ið er sent meðlimum samtakanna í pósti, en árgjald er aðeins kr. 100,— Verðlistinn nær yfir kjötvörur hvers konar, fiskmeti, mjólkurvör ur, mjölvörur, brauðvörur, garð ávexti og grænmeti, nýja ávexti, þurrkaða og niðursoðna, nýlendu vörur, öl og gosdrykki. Þá er þess J einnig getið, hvernig hvert verð er til komið. þ. e. hvaða aðili : standi þar að baki. Þá er birtur i útreikningur á vísitölu fram- ! færslukostnaðar, skýrt frá skyld- um um verðmerkingar og ýmis- Iegt fleira er í ritinu. Neytendasamtökin eiga nú um 500 eintök af hverju tölublaði Neytendabls.ins, frá því er því var j breytt í stærra og vandaðra form. j Hinir næstu 500 nýir félagsmenn ! eiga þess kost að fá heildarútgáf | una, 10 blöð, þar á meðal afmælis | ritið ókeypis, um leið og þeir i greiða árgjald fyrir 1965. Það má senda í pósthólf 1096, greiða það á skrifstofu samtakanna. Aust. 14 eða einfaldlega í næstu bókaverzlun, en þær annast nær allar innritun nýrra félagsmanna fyrir Neytendasamtökin. Til þess að gerast félagsmaður nægir ann ars að hringja í síma 1 97 22 eða 21 666, og fá menn þá sent sParnaðarviku-blaðið, um leið og það kemur út, en það er sem óðast verið að prenta það. Neyt- endasamtökunum er brýn nauð- syn að auknum félagsfjölda til eflingar starfseminni, en árgjald þeirra meðal hinna lægstu félags gjalda, sem hér þekkjast. LV SYNIR „FORNAR- LAMBID" í REYKJAVÍK Poul Reiehard kemur á morguu MB—Reykjavík, föstudag. Leikfélag Vestmannaeyja hefur ráðizt í það að senda leikflokk hingað til Reykjavíkur um helg- ina til þess að sýna leikrkið Fórn- arlambið eftir Irjö Soini. Verða sýningar í Tjarnarbæ á laugar- dags- og sunnudagskvöld klukkan 20.30. Leikfélag Vestmannaeyja hefúr sýnt leikrit þetta sex sinnum undir stjórn Höskuldar Skagfjörðs. Þar af voru tvær sýningar austur í Hornafirði og fjórar í Vestmanna- eyjum. Aðsókn hefur jafnan ver- ið mjög mikil, og munu um 1700 manns hafa sótt sýningarnar, og hafa sýningargestir tekið leiknum prýðilega Alls munu um tuttugu manns koma hingað frá Eyjum, og kem- ur leikflokkurinn til borgarinnar á laugardagsmorgun með flug- vél frá Flugfélagi íslands og heldur heim á mánudaginn. Að- göngumiðasala er hafin og verður eftir klukkan eitt á laugardag. Á morgun kemur hinn fjölhæfi leikari Poul Reichardt ásamt und irleikara sínum til íslands, á veg I um Flugmálafélagsins. Þeir skemmta á flugmálahátíðinni að ; Hótel Sögu sunnudagskvöldið 14. marz. Poul Reichardt er í dag einn J fremsti leikari Dana. Til marks um það var hann á síðasta ári kjörinn heiðurslistamaður dönsku stúdentasamtakanna. Hann er jafn þekktur sem skap gerðarleikari og gamanleikari og i síðast en ekki sízt fyrir óperu- I hlutverk sín. Þessi stórbrotni lista maður er mjög störfum hlaðinn, en gefur sér samt tíma til að ferðast hingað til lands á frídegi sínum, en þarf að mæta til starfa í Konunglega leikhúsinu í Kaup mannahöfn á mánudagskvöld. Sannar þetta bezt áhuga hans fyrir íslandi, sem hann hefir oft lega látið í ljós. Vafalaust nota margir aðdáend ur hans þetta einstæða tækifæri til að sjá þennan fræga mann og njóta listar hans. GUNNAR THOR Framhald at 1 siðu. utahríkisráðuneytisins: Stefán Jóhann Stefánsson ambassador íslands í Kaupmanna- höfn hefur náð aldurshámarki embættismanna og lætur því af störfum í maímánuði næstkom- andi. Ákveðið hefur verið, að við ambassadorsstarfinu í Kaup- mannahöfn taki Gunnar Thorodd sen fjármálaráðherra. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 12. marz 1965. LR frumsýnir „ Þjófa, lík og falar konur" á miðvikudag FB-Reykjavík, iöstudag. „Þjófar, lík oig falar konur“, heitir Ieikritið sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir á miðviku- dagskvöldið klukkan 20:30. Leik- ritið er eftir italska leikritahöf- und'inn og leikarann Dario Fo, og | er þetta í fyrsta sinn, sem verk eftir hann er sýnt hér á landi. \ Leikstjórinn er ungur Svíi, Christ- ian Lund að nafni, sem starfar hjá Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi. Dario Fo, er um þessar mundir l’mjög vinsæll > heimalandi sínu : Ítalíu. Hann nelur þar sitt eigið lleikhús, og skrifai leiki sína fyrir leikflokk þann, sem þar starfar, og ætlar sjálfum sér venjulega aðalhlutverkið, en kona hans fer síðan með aðalkvenhlutverkið. Vin sældir hans hafa farið vaxandi utan Ítalíu nú síðustu ár, sérstak lega á Norðurlöndum, en í fyrra voru leikrit eftir Dario Fo sýnd í tólf leikhúsum í Skandiavíu, að sögn Bertil Boden, sem er umboðs maður Fo, og er staddur hér um þessar mundir Þjófar. lík t>g falar konur, er fjörugt ieikrit með dans og söng, en alvarlegum undirtónum. Ledk- endur eru 14: Gísli Halldórsson, iBrynjólfur Jóhannesson, Haraldur I Björnsson, Guðmundur Pálsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Erlingur Gíslason, Arnar Jóns, Borgar Garðarsson, Pétur Einars- son, Jóhann Pálsson, Bjarni Stein- grímsson og Valgerður Dan. Þýð- andi er Sveinn Einarsson leikhús- stjóri. Steinþór Sigurðsson hefur gert leiktjöldin Fiorenzo Carpi heitir sá, er samdi tónlistina, en hann hefur samið tónlist við fleiri af verkum Fo. Atli Heimir Sveins- Ison æfði tónlistina hér. Dansa og látbragsðleik sá Lilja Hallgríms-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.