Tíminn - 13.03.1965, Síða 11

Tíminn - 13.03.1965, Síða 11
LAUGARDAGUR 13. marz 1965 TIMINN n 6 George Cooper og Denitls Holman spillinu og sagði á allsæmilegri ensku, að hann vildi fá með sér tvo menn, mig og P. Brougham oférsta. Mér geðjaðist ekki að þessu, þótt ég væri síður en svo hissa. Við fórum aftur um borð í tundurspillinn. Liðsforingi fylgdi mér niður í klefa Skipstjórans, sem var undir brúnni. Klefinn var mjög lítill — inni var ekki ann- að en bekkur og borð, sem tveir gátu setið við, ef þeir hreyfðu sig ekki, og andspænis mér hinum megin við borð- ið sat skipsstjórinn. Hann benti mér að setjast niður á móti sér, en þá sat ég með bakið í dyrnar, sem voru tvö fet fyr- ir aftan mig. Mér líkaði þessi afstaða ekki, þegar ég sá, að við allra minnsta merki frá skipstjóranum, gat maðurinn í dyrunum stungið mig í bakið með hnífi eða barið mig í höf- uðið. Við höfðum allir heyrt hryllilegar sögur af villi- mennsku Japananna, og mér tókst að mjaka mér þannig til, að ég sá dyrnar speglast í kýrauganu. Skipstjórinn var snöggklipptur eins og venja var meðal hermanna í Japan, og mér fannst skásett, hvöss augu hans grafa sig inn í mig. Fyrir framan sig hafði hann einhver skjöl, skeyti og minnisblöð þakin japönsku letri, og pakki af sígarettum stóð á miðju borðinu. Andlitið var eins' og svipbrigðalaus gríma, og úr því var ekki hægt að lesa hugs- anir eða tilfinningar, þegar hann horfði rannsakandi framan í mig. Mér fannst erfitt að horfast í augu við hann og leit því undan, horfði í kringum mig í klefanum, eins áhuga- laust og mér var unnt. Þetta gekk svo lengi, að mér var far- ið að leiðast. Þá byrjaði hann á mjög lélegri ensku, sem greinilega hafði verið lærð í þeim tilgangi einum að nota hana við slík tækifæri. — Þið eruð fangar mínir. Ég skipa þér að segja mér allt. Hann þagnaði, og ég sagði ekkert, svo hann endurtók það, sem hann hafði sagt, og bar sig fram með miklum blástri. Ég kinkaði kolli, og hann hélt áfram. — Hvar eru amerísku hermennirnir á Jövu? — Ég veit það ekki. — Þér hljótið að vita. Þér segja mér. — Ég veit ekkert um bandarísku hermennina á Jövu, ég var í sjóhernum. — Þér minn fangi. Ég skipa. Þér segja mér. — Við fáum engar slíkar upplýsingar á skipunum. — Þér yfirforingi. Þér lesa skipanir hersins. — Það eru aðrir hærra' settir á skipinu en ég, og ég sé ekki leynilegar skipanir. — Þetta leyndarmál? Ha? Þér hafa leyniskipanir. Þér segja mér. — Ég sé ekki leynilegar skipanir, sem skipi okkar eru gefnar. — Þér verðið að segja. Þér ekki tala, ég fara með yður upp. Skjóta, skjóta. Þér detta, detta niður! Hann klappaði á brjóstið, í hjartastað, og var mikið niðri fyrir. Mér varð Ijóst, að bezt væri að láta hann hætta að hugsauum leyniegar skipanir. f raun og veru vissi ég ekk- ert um hernaðarástandið á Jövu, eða hvar herirnir væru þar niðurkomnir, og hafði aldrei heyrt á það minnzt. að Bandaríkjamenn væru komnir þangað, enda þótt útvarpið hefði minnzt á að verið væri að senda þangað nokkra menn. — Þér verðið að segja mér. Er það leyndarmál? — Allar hernaðaraðgerðir eru leyndarmál? i— Síkaret? Síkaret? (leyndarmál, leyndarmál) æpti hann, og orðin hljómuðu eins og hann væri að segja „sígar- etta.“ Til þess að rugla hann í ríminu fékk ég mér sígarettu úr pakkanum á borðinu, og stakk henni upp í mig. Mig langaði mikið í að reykja. Hann varð æfareiður/beygði sig yfir borðið og reif út úr mér sígarettuna og kastaði henni á gólfið. — Mér þykir fyrir þessu, sagði ég. — Ég hélt þér hefðuð sagt sígaretta. Ég hafði truflað hugsanir hans, en eftir nokkra þögn byrjaði hann aftur á nýjan leik. Ég hugsaði með mér, að nú gilti það eitt að vera sterkur, því þolinmæði hans var meiri en mín og hann gat auðsýnilega brotið mig niður með tímanum. Ég var þreyttur, skítugur, þyrstur, og maginn var tómur. Hann hafði allt í hendi sér, ég hafði ekker't. — Ég veit ekkert um bandaríska hermenn á Jövu, og vissi ég eitthvað myndi ég ekki segja frá því. — Þér ekki tala. Ég fara með yður á þilfar. Skjóta, skjóta! Niður, niður! Ég svaraði þessu engu. Ég var að velta því fyrir mér, hvað ég myndi gera, ef hann gerði alvöru úr hótun sinni. Ég ákvað á stundinni, að kæmi til kasta skotsveitarinnar á þilfarinu, myndi ég fara fram á, að liðsforingjarnir og menn mínir fengju að vera viðstaddir. i o** Ég var farinn að svitha og kuldahrollur fór uih mig. Hann fylgdist með hverri hréyfingu mirini, eins ög köttur sem hefur komið auga á mús, og las hugsanir mínar, eins og ég held að sumir Japanir geti gert. Þeir hafa verið þjálf- aðir í því frá fæðingu að leyna hugsunum sínum og tilfinn ingum. Við erum það aftur á móti ekki, og þar að auki má alltaf sjá öll svipbrigði á andliti mínu, og það var ekki erfitt fyrir manninn, sem var að yfirheyra mig í þetta * « » -.......... | ■ | ég bið hana, býst ég ekki við, að hún geri það fyrir yður. Ó, hamingjan góða, hvað þetta var heimskulega sagt og auðvitað kom það á eftir, sem ég óttaðist. Kate tók samstundis fingurinn út úr sér og greip í mig. — Jú, ég geri það víst fyrir ungfrú Bray, mér þykir vænt um hana. Mér þyk ir ekki vænt um þig, Monica frænka. Það var dauðaþögn. Conrad fliss aði. Lafði Warr ávítaði meira að segja eftirlætisgoðið sitt: — Þeg- iðu. Svo sneri hún sér að mér. — Viljið þér hátta Kate og setja hana í rúmið og þar verður hún það sem eftir er dagsins. Ég var svo reið að ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég afbar ekki að vera vitni að öðru eins óréttlæti. Konan hafði ekki hunds vit á börnum, en lét stjórnast af sjúklegri drottnunargimd og hé- gómagimd. Og Kate fór auðvitað að gráta. — Ég vil ekki hátta. Ég vil fara í dýragarðinn með Con og imgfrú Bray, snökti hún. Ég sá að lafði Warr reyndi að leyna bræði sinni. — Og Kate fær hvorki te né kex heldur, ungfrú Bray. Bara brauð. — Lafði Warr, byrjaði ég. — Ég þoli ekki, að neinn rísi gegn mínum skipunum , ungfrú Bray, hrópaði hún ofsareið. — Og ég lít á þetta sem framúrskarandi lélega byrjun . . . mjög slæma byrjun fyrir yður. Hvaða rétt hafið þér til að mótmæla, þegar ég gef skipanir. En þegar þér hafið reynt að koma yður í mjúk- inn hjá Kate með konfekti, þá skil ég. . . . — Lafði Warr, greip ég fram í. — Það er ekki rétt. Uppeldis- aðferðir mínar leyfa ekki að ég „komi mér i mjúkinn" hjá börn- um. Ég held að það sé betra að vinna ást þeirra og traust. — Ég þarf engan fyrirlestur um barnauppeldi, hvæsti hún. — Og Kate, nú steinþegir þú. Ég leit örvæntingárfull í áttina að veröndinni og bað með sjálfri mér, að hr Torrington tæki eftir dóttur sinni, sem grét sáran. Ég var reglulega reið, þegar ég sagði: — Ég er hrædd um að ég geti ekki unnið við þessi skilyrði, lafði Warr. Annað hvort verð ég að fá að nota mínar aðferðir, eða þér takið við. Það er ómögule^t fyrir okkur að vinna saman.- Eg get ekki haldið neinum aga, ef ég verð að ganga í berhögg við aðferðir mínar. Munnur hennar opnaðist. Ég sá, að hún átti ekki von á að ég mótmælti henni. Það getur verið að ég sé róleg og jafnlynd, en ég þoli ekki óréttlæti og ég ætlaði ekki að líða neinum að tala við mig eins og lafði Warr hafði gert. Og eins og ég hafði vonað, kom hr. Torrington inn og spurði, hvað þessi læti ættu að þýða. — Kate . . . Kate . . . í guðanna bænum, hrópaði hann og greip fyrir eyrun. — Þú veizt, að ég hef gaman af tónlist. en röddin þín er svo voðalega fölsk, þegar þú æpir svona. Hún róaðisi og gráturinn sefað- ist. Conrad flýtti sér að segja: — Monica frænka bað Kate að taka fingurinn út úr sér, en hún vildi það ekki. Þá sagði frænka að hún ætti að fara í rúmið og þá bað ungfrú Bray hana að taka fing urinn út úr sér, og þá gerði hún það. Og Monica frænka segir að ungfrú Bray hafi reynt að koma sér í mjúkinn hjá Kate með kon- fekti. Hvað þýðir að koma sér í mjúkinn hjá, pabbi? Það varð aftur dauðaþögn. É hef aldrei verið eins vandræðaleg og á þessari stundu. Ég sá hvernig andlit Esmonds varð alvarlegt. Svo kinkaði hann kolli til sonar síns og sagði: — Farið þið Kate inn i barna- herbergið, Conrad . . . og það strax. Conrad leit fýlulega á hann _n gegndi. Esmond lokaði á eftir þeim. Svo stillti hann sér upp við hliðina á hjólastólnum. — Hvers vegna í ósköpunum voru þessi læti, Monica. Ég hélt að konan í stólnum væri að fá kast, andlit hennar var afmyndað og hún dró andann með erfiðismunum. Ég sá að hana langaði til að reiði hennar í minn garð fengi útrás, en hún kom mér á óvart með því að taka upp að og vinsæla aðferð. Hún greip lít- inn vasaklút og fór að, gráta: — Ó, Esmond. Ég er svo særð. Ég elska þessi blessuð börn eins og ég ætti bau sjálf . . . og þau J gera ekki annað en særa mig . . . eða réttara sagt Kate. Henni þyk-! ir ekkert vænt um mig. Ungfrú Bray er nýkomin og hún heldur kannski að Kate sé ósköp auðveld, en hún uppgötvar fljótlega, hvað hún getur verið erfið. Ég reyni alltaf að gera mitt bezta, en eng- inn kann að meta það. — Svona svona, Monica, vina mín, hvaða vitleysa er- þetta? sagði Esmond og klappaði systur sinni blíðlega á öxlina. — Þú veizt fullvel að við erum þér ákaf- lega þakklát fyrir allt sem þú ger- ir fyrir okkur . . . og allt sem þú gerir fyrir Conrad og Kate. Hann sneri sér að mér. — Systir mín er dásamleg kona ungfrú Bray. Við getum aldrei nógsamlega þakkað henni . Lafði Warr hélt áfram að gráta og nú kom sir Austen aðvífandi. Hann greip fram í fyrir Esmond og sagði: — En elskan . . hvað er að . . ” væna mín. Og nú hafði hún fengið vilja sínum framgengt. Karlmaður á hvora hlið hennar, sem reyna að hugga hana og lýsa fögrum orðum ást og aðdáun sinni á henni. Ég stð þarna og fyrirleit hana af öllu hjarta. Ég sá að hún gægð- ist sigri hrósandi til mín gegnum tárin. Sannleikurinn hafði ekki enn komið fram, sannleikurinn urn börnin eða mig. Ég uppgötv- aði, að svona endaði það alttaf. Esmond Torrington var alltof störfum hlaðinn til að kafa dýpra í það, sem fram fór í húsinu. Hon um varð aðeins ljóst það sem var við yfirborðið. Þetta endaði með því, að Esmund bað Monicu að fyrirgefa Kate og lafði Warr brosti eins og engill og sagði, að auðvitað fyrirgæfi hún barninu. En ég var óróleg. Ég vissi, að þegar faðir Kate færi aftur myndi frænkan ekki sýna barninu neina miskunn. Ég var reglulega gröm. Það er svo auðvelt að vinna ást og traust barns, ef maður gerir það aðeins á réttan hátt. Þessi kona var bók- staflega sálsýkissjúklingur. Það var ekki fyrr en hún var hætt að gráta og sir Austen hafði fengið sér koníak til að hressa sig á, að Esmond mundi orð son- ar síns og sagði: — Hvað á þetta að þýða, sem Conrad sagði um konfekt og að koma sér í mjúkinn hjá barninu? spruði hann og brosti til mín. Eg vissi að lafði Warr horfði á mig og þar eð mig fýsti ekki að stofna til frekari leiðinda, sagði ég aðeins: — Það var bara einhver vit- leysa . . ég get fullvissað yður um, að ég reyni aldrei að koma mér í mjúkinn hjá börnum. — Ég veit ekki einu sinni, hvar hann hefur lært þessi orð, sagði lafði Warr blíðmál. — En Monica, nú verður þú að hugsa um heilsu þína og hugsa meira um sjálfa þig. Nú annast ungfrú Bray krakkana mína. Ég er mjög glaður þin vegna að hún er komin. Ungfrú Bray kemur fram við þau á allt annan hátt en Dadda gerði þau eru örugg hjá henni. Mig langaði mest til að faðma hann fyrir þessi orð. Lafði Warr vogaði ekki að andmæla. En það, sem á eftir kom varð ekki til að henni líkaði betur við mig: Esmond hélt áfram: — Monica, veiztu hvað kennslukonan okkar litla heitir að fomafni? Shelley. Er það ekki fallegt nefn. Lafði Warr þagði eins og steinn. Rjóð í vöngum flýtti ég mér út og heyrði hvassa rödd lafði Warr um leið og ég lagði á eftir mér dyrnar: — Nei, heyrðu mig nú, Esmond, við skulum ómögulega fara að verða kumpánleg víð þessa barn- fóstru líka. Það er bezt allra hlúta vegna að hún sé bara ung- frú Bray. Ég heyrði hlátur Esmonds, en ekki svar hans. þegar ég flúði eft- ir ganginum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.