Alþýðublaðið - 09.02.1956, Side 3
Fimmtudagur 9. febrúar 105(1
AlþýðuhlaðiS
« r
..MYRTI“ HESTA . . .
KAPPREIÐAHESTAR eru í
miklum metum h'iá Bretum,
enda telja þeir kappreiðar hina
beztu og göfugustu skemmtun
og aðla þá knapa, sem mest af-
rek hafa unnið. Kyngöfgir
kappreiðafákar njöta meiri
virðingar en nokkur önnur dýr
og eru keyptir og seldir fyrir
of fjár.
Það hefur því ekki aðeins
vakið mikla athygli, heldur og
fádæma gremju á Bretlandi, að
maður nokkur, White að nafni,
sem fékkst við kaup og sölu á
kappreiðahéstum hefur fyrir
fyrir skömmu orðið uppvís að
þeim glæp að hafa ,,myrt“ tvo
kappreiðahesta til að komast
yfir fé það, er þeir voru líf-
tryggðir fyrír.
SELDI HESTA TIL
SUÐUR-AMERÍKU.
Fyrir nokkrum árum seldi
maður þessi kappreiðahest að,
nafni „Cairo III.“ til Suður-
Ameríku, en þann hest hafði
hann keypt fyrir fimm hundr-
uð sterlingspund. Tók hann sér
sjálfur far með skipinu, sem
fákurinn var sendur með, til
þess að hafa umsjón með hirð-
ingu hanSj en til þess starfa
hafði hann ráðið mann nokkurn
að nafni Philottb Sagðist hon-
um svo frá að hann mundi sjálf
ur sjá um kvöldgjöf hestsins.
Skömmu síðar kom White enn
að máli við Philott og fékk hon
um þá krús nokltra, bað hann
að ná í dálítið af höfrum í krús-
ina, en hafrana ætluðu nokkrir
farþegarnir að nota í leiki í
sambandi við bárnaskemmtun,
sem halda ætti um borð þá um
kvöldið. Gerði Philott sem hann
bað, og nokkru síðar, er hon-
um varð gengið niður í lestina
til hestsins, sá hann að White
hafði fært hestinum hafra.
Hafrafötuna fann hann hins
vegar hvergi, en í jötu hestsins
fann hann eitthvert gráleitt
duft, sem hann athugaði þó ekki
nánar. Nokkru síðar heyrði
hann hestinn sparka ákaft og
þegar hann kom niður í lestina
lá hesturinn í dauðateygjunum.
White krafði tryggingarfélagið,
sem hann hafði vátryggt hest-
inn hjá, um 9,652 sterlingspund
og fékk þau greidd.
LEIKURÍNN ENDUR-
TEKINN.
Þetta gerðist árið 1849. Árið
1954 hugðist White leika aftur
sama leik. Að þessu sinni hét
kappreiðahesturinn „Pas De
Calais“, sem lézt skyndilega um
borð í skipinu á leið til Suður-
Ameríku, og nú krafðist White
11,512 punda af vátryggingafé-
laginu. Að þessu sinni fékk
hann það þó ekki greitt, þar eð :
ýmsir grunsamlegir atburðir | :
höfðu gerzt við dauða hestsins, I ;
til dæmis hafði jata hans horf-! :
ið og vissi enginn hvað af henni :
hafði orðið. Við rannsókn kom' ;
í ljós að White hafði sótt um ’ :
leyfi til kaupa á stryknini, er :
hann kvaðst ætla að nota til að ;
eyða með meindýrum og hafði ■
síðan falsað leyfið með því að :
skrifa töluna „3“ fyrir framan ;
1/3 únsu. Þá kom og í ljós að ;
það hafði hann einnig gert árið
1949.
ANNES Á HORNIN U*új!3U
VETTVANGUR DAGSINS
ÞUNG REFSING.
Fyrir rétti neitaði White harð
lega öllum ákærum. Kvaðst
hann ekki hafa getað grætt
neitt á dauða hestanna, þar eð
vátryggingarféð hefði gengið ó-
skipt til eigandans, baróns nokk
j urs í Suður-Ameriku. En dóm-
| arinn var á öðru máli. Hann
) dæmdi hinn hálfsextuga kapp-
[ reiðahestasala í sex ára fang-
elsi. „Fáir munu eiga hörðustu
refsingu betur skilið en sam-
viskulausir eiturbyrlarar, sem
ráðgera glæp sinn og fram-
kvæma með köldu blóði, til
þess að auðgast af. Og hér
stendur þú, sviptur allri æru
og uppvís að fáheyrðri grimmd,
þótt hálfsjötugur maður ætti að
hafa þá lífsreynslu til að bera,
sem aftraði honum frá að
fremja slíkt ódæði.“
Þátturinn: „Hver er maðurinn?“ — Ekki saminn
án vitundar þeirra, sem að er stefnt — Kærustu-
parið, sem lenti um nótt í bifreið hjá „harkara” —
Avörun.
! :
KROSSGATA.
Nr. 973.
AF TILEFNI ummæla minna
um „skemmtiþættina" í útvarp-
inu í vetur og sérstaklega um
þáttinn: „Hver er maðurinn?“,
vii ég bæta þessu við: Þætt-
írnir munu ekki vera samd-
ir án vitundar þeirra manna,
sem stefnt er að. — Þess
vegna er ef tií vill úr vegi
fyrir utanaðkomandi að telja, að
sitthvað kunni að vera meiðandi
fyrir þá í þeim. — Iíins vegar
Verð ég var við, að þessir þætt-
ir njóta ekki vinsælda, hvað sem
síðar kann að verða.
MENN ERU LÍKA sammála
um það, sem ég sagði fyrir
nokkrum dögum, að það er langt
síðan að skemmtiþættir útvarps
ins hafa verið svo lélegir, sem
raun er á í vetur, enda varla
við öðru að búast, þar sem aðal-
skemmtiþátturinn: „Þetta er
ekki hægt“ fór algerlega út um
þúfur. Má segja um hann, að
hann hafi borið nafn með rentu.
J.F.G. SKRIFAR mér á þessa
leið: ,,Harkari“ er hvimleitt orð.
Það er ekki gamalt í málinu, en
á víst vel við vissa tegund
manna, sem eru í bifreiðum á
götunum og reyna að fá fólk til
að aka með sér. Hér er ein saga
um ,,harkara“, sem ég vil
gjarna biðja þig að birta til leið-
beiningar og varnaðar fólki.
NÝLEGA FÓR ÉG á dansleik
með unnustu minni. Þegar dans
leiknum lauk, reyndum við að
hringja í bifreiðastöðvarnar til
þess að fá bíl heim, en ýmist
svöruðú þær alls ekki, eða þær
höfðu ekki bíl. Virðist mér, að
á þeim tíma, þegar . bifreiða-
stöovarnar eru á annað borð opn
ar, þá eigi þær að svara, og það
Jafnt þótt þær geti ekki orðið
við beiðnum viðskiptavina.
ÞEGAR SVO var komið, fór-
um við út úr samkomuhúsinu
og gengum út á götuna í þeirri
von, að okkur tækist að ná í bíl
þar. Við veifuðum.nokkrum bif-
reiðum, en þær staðnæmdust
ekki. Allt í einu 6k þó bifreið
að okkur og bifreiðastjórinn
spurði, hvort okkur vantaði far.
Bíllinn leit ekki vgl út, en hvað
um það. Okkur faixnst það aðal-
atriðið að koipasí heim.
VIÐ ÁTTUM dálítið langt
heim, eða.inn í sntáibúðáhverfi,
! og þangað fór maðurinn með
okkur. Sagði harm okkur á leið-
inni, hvaða vinnu hann stundaði
á daginn, en á k. ■bidnm, og sér-
staklega um helgar væri hann1
að ,,harka“. Þegar heim kom ;
spurðum við hvað túrihn kostaði
og hann svaraði aðlianft köstaði
57 krónur.
ÞETTA VERS fyrir ferðina
þótti mér allt cí háít og hafði |
orð á því, en þá. brást maðurinn
reiður við og k\ aðst ekki vor-
kenna fólki ei ■ og okkur að
borga. Ef ég væri svo mikill i
aumingi, að ég gætfe ekki borg-
að, þá gæti harn svo sem séð
aumur á mér, og e£ ég legði í
vana minn að taka bíla á.götun-
um með það f; rir augum að
svíkjast um að borga, þá mundi
liann kæra mig.
/ 2 3 V
V 4 J
t <? - •
10 II IX
1 i iv IS
lí • * n 1 ■
n
Lárétt: 1 mannsnafn, 5 hljóin 1
ar, 8 eitthvað lifandi, 9 tónn, 10
numið, 13 bókstafur, 15 ágeng,
16 til útlanda,. 18 merki. j
.Lóðrétt: 1 vakandi, 2 hlíf, 3 í
kirkju, 4 á jakka, 6 hljóð, 7
róta, 11 bjálfa, 12 smíðaviður,
14 stefna, 17 frumefni.
Lausn á krossgátu nr. 971.
Lárétt: 1 dökkna, 5 ofar, 8
puti, 9 MA, 10 römm, 13 as, 15
raul, 16 senn, 18 fúnir.
Lóðrétt: 1 daprast, 2 ögur, 3
kot, 4 nam, 6 fima,- 7 raula, 11
örn, 12 muni, 14 sef, 17 nn.
ÉG VARÐ s-tei:
vonsku mannsi
hafði ekki mörg
en henti í hanri fú
var langt yfir . :
og fór frá honunc
okkur tóninn.
skrifa þér þessa
koma á frámfserí
lega framfercl rr
ur til þess að vara
urunum“, aðsk
stétt bifreiða: ;• m
svífast. það er ör
með bifreiðum, \
nhissa á skap-
Og csvífni. Ég
orð við hann,
; krónum, sem
inngjarnt verð
en hann sendi
Eg er-ekki að
cgu ii þess að
þessu óvenju-
!atms$|s, held-
fólk við „hörlc
itadýrunum í
a, sem: einskis j
uggara að aka
::TT! eru á stöð.“
H nnsá á horninu.
Stúdentafélag Reykjavíkur
KVOLÐ
verður haldin í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 9,
febrúar og hefst kl. 8,30 stundvíslega.
SKEMMTIATRIÐI:
1. Einleikur á píanó: Jórunn Viðar.
2. Spurningaþáttur:
Spurningameistari: Bjarni Guðmundsson.
Fyrir svörum sitja:
Björn Sigfússon, Björn Th. Björnsson, Elsa
Guðjónsson og Geirþrúður Bernhöft.
3. Gamanvísnasöngur: Hjálmar Gíslason.
4. Dans.
Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu í dag,
fimmtudaginn kl. 5—7.
Allur ágóði rennur í Sáttmálasjóð.
Stjórnin.
Svanhvít Egilsdóttir
í Gamla Bíói föstudaginn 10. febr. kh 9 s. d.
Við hljóðfærið Fritz Weissappel.
Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ej
mundssonar.
Ingólfseafé. Ingólfscafé.
DansSeikur
í Ingólfscafé í kvöld kl. 9.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. — Sími 2826.
Byggingafélag alþýðu Hafnarfirði:
Tilboð óskast í byggingú 2. íbúðarhúsa á vegum félags-
ins. Stjórnín veitir nánari upplýsingar. Tilboðum sé
skilað fyrir 25. febrúar. Réttur áskilinn til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum.
Stjórn Byggíngafélags alþýðu
í Hafnaríirði
vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif-
enda í
Lau garneshverfi
Lönguhlíð
Tjarnargötu
lalið við afgreiðsiuna - Sími 4900