Tíminn - 21.03.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.03.1965, Blaðsíða 1
OVER DIESEL 67. tbl. — Sunnudagur 21. marz 1965 — 49. árg. f gegnum móðu og mistur fjarlægðarinnar fylgdust menn með því í sjónvarpi, þegar Rússinn Alexei Leonov vann hið einstæða afrek að stíga úr fari sínu út í geimnum. Þetta hefur hvarvetna verið hyllt sem hetjudáð, enda var maður- inn í bráðri lífshættu þær tíu mínútur, sem hann var utan geimfarsins. Tíminn fékk nokkrar myndir í gær, teknar eftir sjónvarpinu, sem sýna þegar Leonov er að fara út. Efsta myndin sýnir hann með höfuð og herðar upp úr lúg- unni, miðmyndin sýnir hann kominn upp með fætuma og lagstan flatan ofan á geimfar- ið og neðsta myndin sýnir hann stingast kollhnís út af geimfarinu. Eldsvoði í radarstöð FB-Reykjavík, laugardag. ->Clukkan að ganga þrjú í nótt kom upp eldur í radarstöð banda- ríska hersins á Heiðarfjalli á Langanesi. Eldurinn kom upp í timburviðbyggingu við rafstöð stöðvarinnar, og hafði. hann ekki verið að fullu slökktur klukkan rúmlega 10 í morgun, samkvæmt upplýsingum Gísla Péturssonar kaupfélagsstjóra á Þórshöfn, sem fór þá á staðinn. Starfsmenn radarstöðvarinnar áttu í nokkrum erfiðleikum með að slökkva eldinn vegna vatns- skorts, en þurftu þó ekki að leita til slökkviliðsins á Þórshöfn um aðstoð. Nokkrir menn hlutu bruna sár við slökkvistarfið, en þau voru ! ekki hættuleg. Radarstöðin í Heið! Framhald á 15. síðu i "" Herlið reiðubúið til varnar göngu fólkinufráSelma NTB-Washington, iaugardag. f dag verður enn einu sinni lagt af stað í mótmælagönguna í frá Selma til Montgomery, höfuð- 'borgar Alabama, og Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið Robert McNamara, vamarmálaráðherra, heimild til þess að nota hermenn til þess að sjá um, að mótmælagangan gangi friðsamlega fyrir sig, en eins og kunnugt er hefur lögregl- an í Selma tvívegis stöðvað þessa göngu, í fyrra skiptið með hinni mestu grimmd. Talið er, að Johnson hafi gef- ið McNamara þessa heimild til þess að tryggja, að enginn að- súgur verði gerður að göngumönn um, sem eru bæði hvítir og svart- ir. George Wallace, ríkisstjóri í Alabama, sagði í ræðu í gær, að það þyrfti að kalla út rúmlega 6000 menn til þess að tryggja friðsamlega göngu. Johnson svar- aði þvi til á blaðamannafundi í gærkvöldi, að ef Wallace gæti ekki, eða vildi ekki, tryggja það, að gangan færi friðsamlega frami þá myndi hann gera'Trauðsynleg- ! ar ráðstafanir til þess að tryggja öryggi göngumanna. Sagði hann, að hugsanlegt væri að kalla út þjóðvarnarlið í því skyni. Johnson forseti vaknaði eld- snemma í morgun við hringingu frá Nichola Katzenback, dóms- málaráðherra, og Cyril Vance, að- stoðarvarnarmálaráðherra, sem báðir skýrðu honum frá ástand- inu í Alabama. Því næst lagði Johnson fram tvær skýrslur, þar LA NDBUNA ÐURINN MA BUA 5IG ——B——MKgiU IHIttllMfc M—■MWKWBl>'-<f»2lScWi—MHCKaMiKS HRnnHraBBmnBnnHHHI UNDIR ÖRA FJÖLGUN NEYTENDA EJ-Reykjavík, laugardag. Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, gat þess nýlega í útvarpsþætti, að íbúar fslands yrðu árið 2000 um 385 þúsund talsins, og til þess að anna matarþörf þessa mikla j fjölda, þyrfti að bæta framleiðslu- aðstöðu landbúnaðarins m. a. með því að tryggja tiltölulega ódýrar og hagkvæmar byggingar, stór- auka ræktun landsins og girða í það sundur, veita landhúnaðinum i ódýrt fjármagn og lækka verð á j þýðingarmiklum rekstrarvörum j hans. bæta skilyrðin fyrir auk- inni véltækni : landbúnaði. flytja inn holdanaut og koma félags- legri þjónustu í sveitum landsins.1 Gunnar sagði, að landbúnaður- inn hefði þríþættu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu: — 1. Að, framleiða matvörur fyrir þjóðina.1 — 2. Að framleiða hráefni til íslenzks iðnaðar og útflutnings- vörur til gjaldeyrisöflunar. — 3. Að halda við tengslum þjóðarinn- ar við landið og varðveita þjóð- leg menningarverðmæti. Gunnar ræddi síðan nokkuð þessi atriði. Sagði hann, að það væri sjálfsögí öryggisráðstöfun sérhverrar þjóðar að tryggja sér nóg matvæli í landi sínu til þess að eiga ekki lífsbjargarafkomu sína í hendi annarra, og væri sér- stök ástæða til bessa fvrir bióð. sem býr á eylandi. Hann sagði, að til þess að hafa nóga mjólk handa þjóðinni árið 2000, þyrfti AÐALFINDUR MIÐSTJÓRNAR HEFST Á FÖSTIJDAG t Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins hefst næstkomandi föstu dag kl. 2 í Tiarnargötu 26. sem hann sló því fast, að yfir- völdin í Alabama hefðu sýnt, að þau hafi hvorki vilja né getu til þess að vernda mótmælagönguna frá Selma til Alabama. Hann sagði einnig í skýrslum sínum, að mjög líklegt væri, að átök ættu sér stað í sambandi við þessa frelsisgöngu, sem Dr. Martin Luth er King, friðarverðlaunahafi, sagði, að ætti að hefjast í dag. Átta mílur eru frá Selma til Montgomery. VALDIMAR TALAR HÉR OG NYRÐRA JHM-Reykjavík, laugardag. Valdimar Björnsson, fjár málaráðherra í Minnesota, kom til landsins í morgun, laugardag, ásamt konu sinni frú Guðrúnu Jónsdótt- ur Björnsson. Það var ís- lenzk-ameríska félagið, sem bauð þeim hjónum hingað til lands í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Valdimar mun flytja aðal ræðuna á afmælishátíð fé- lagsins annað kvöld á Hótel Sögu, og mun hann tala um sambúðina milli íslands og Framhald á 15. síðu að framleiða til sölu rúmlega 220 milljón lítra, og væri þá ekki gert ráð fyrir neinni verulegri neyzlu- venjubreytingu hvað mjólk snert- ir. Til þess að fá þetta mjólkur- magn, þyrfti að fjölga kúm um 80—90%, eða úr rúml. 40 þús. í um 75 þús. Gunnar benti á, að okkur fyndist að bylting hefði orðið í framleiðsluhátt.um, eink- um í mjólkurframleiðslu síðustu 35 árin, en kúafjölgunin væri þó aðeins um 20 þús. á þessu tíma- bili Aukning kúastofnsins þyrfti því að verða nær tvöföld á næstu 35 árum miðað við það sem ver- Framhald á 15. síðu 'Gunnar Guðbjartsson Valdimar Björnsson í blaðinu í dag er grein um Leif Eiríksson, sem nefnist „Eiga íslendingar að láta Norðinenn tileinka sér Leif“? og var sérstak- lega skrifuð af Valdimar fyrir Tímann. Greinin er á bls. 8—9.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.