Tíminn - 21.03.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.03.1965, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 21. marz 1965 TÍMINN bauð sig fram til hættulegra starfa. Fyrir styrjöldina hafði hann siglt til Ástrálíu sem óbreyttur háseti á stóru segl- skipi. Hann hélt, að allir menn gætu verið jafn hreinskilnir og heiðarlegir og hann sjálfur, og hann trúði á hið óform- lega andrúmsloft, og vildi fremur koma vilja sínum fram með því að beita persónulegum áhrifum, heldur en að menn hlýddu skipunum hans vegna stöðu hans í hernum. Hann varð því fyrir miklu aðkasti, og fékk lítið þakklæti fyrir. Ég var algjörlega á móti því, að forminu yrði ekki fylgt. Ef við ættum að lifa af langan tíma í fangabúðum, yrði að koma aftur á aga. Það er óhjákvæmilegt til þess að halda uppi siðferðisþreki manna, og ég var staðráðinn í að kippa málunum í lag að nýju, svo liðsforingjum yrði sýnd viðeigandi virðing aftur. Dag nokkurn rakst ég á sjóliða, sem var að sniglast fyrir framan eldhúsið, sem var mjog heppilegur staður fyrir smámatarþjófnaði. Ég sagði honum að hafa sig á burt, en þegar ég fór þarna framhjá nokkru seinna, var hann þar enn. — Sagði ég þér ekki að koma þér í burtu? sagði ég. — Jú, svaraði hann, án þess að bæta herra við. — Ertu ekki sjóliði? — Nei. Ég er . . . er stríðsfangi. Eins og þú. — Mjög athyglisvert, sagði ég. — Segðu mér, ertu kvænt- ur? — Já. — Fær konan þín greidd launin þín? — Það vona ég. — Það vona ég líka, svaraði ég. — En fær hún greidd laun sjóliðans eða . . . stríðsfangans? — Sjóliðans, geri ég ráð fyrir, sagði hann., — Ég býst líka við því. Komdu þér burtu á stundinni eins og ég hef skipað þér. Hann skildi, hvað ég var að fara, og ég hafði ekki meiri óþægindi af honum. En það gekk ekki alltaf svona auðveld- lega fyrir sig. Stærsta vandamálið var að ná aftur stjórn á, ekki bara einstaklingum heldur heilum hópi, um níu hundruð mönnum, og ég byrjaði með því að láta mennina mæta við liðskönnun á kvöldin. Menn fylktu liði með liðs- foringjum sínum eins og á skipinu, og andrúmsloftið færð- 'St brátt í rétt horf. 22 Tveir menn neituðu að hlýðnast skipunum mínum, og þegar ég skipaði þeim að flytjast í annan bragga til hægðar- auka, þverneituðu þeir. Nú var ekki um annað að gera en sýna hvað ég ætlaði mér. Þetta var nokkurs konar prófmál, og framtíðarstjórn mín byggðist á því, hvemig því lyktaði. Ég gætti þess að tala við mennina svo sem flestir heyrðu og sagði: — Þið verðið að flytja báðir tveir. Þetta er skipun og henni verður framfylgt. Þið skiljið mig? — Við flytjum ekki, sagði annar þeirra. — Hér er okkar staður og við verðum hér áfram. — Mér þykir fyrir því, en þið skuluð verða að flytjast í annan bragga. — Hvers vegna skyldum við gera það? Það kemur þér ekki við, hvar við búum og sofum í þessum fangabúðum. Japanirnir ráða hér. — Þar er ég á öðru máli. Hér er það ég, sem ræð, og ég ætla mér að sjá til þess, að skipunum mínum verði framfylgt. Þið skuluð flytja innan þriggja daga. Svo fór ég aftur til bústaðar míns. Brátt höfðu allir ensku liðsmennirnir frétt af skipuninni og biðu eftir því að sjá, hver úrslitin yrðu. Að þremur dögum liðnum voru þeir enn ófluttir, og þráuðust við. Ég sendi eftir þeim, en þeir neituðu að koma. Þá sendi ég þeim aðvörun um, að kæmu þeir ekki, myndi ég leggja málið fyrir varðmenn- ina. Eftir að nokkrir liðsforingjar höfðu lagt hart að þeim að tala við mig, komu þeir til mín, en voru síður en svo auðmjúkir í framkomu. Eftir nokkrar deilur ákvað ég, að tími væri til kominn að slíta viðræðunum og sagði. — Ég hef gefið ykkur nægan frest og aðvarað ykkur síðustu þrjá dagana, en þið hafið látið skipanir mínar sem vind um eyrun þjóta — og lagt ykkur alla fram um að lítillækka mig. Þið haldið, að ég sé hræddur við ykkur, en ég get fullvissað ykkur um, að ég er það ekki. Ég mun gefa ykkur frest þangað til klukkan 2 eftir hádegi á morgun, og séuð þið ekki fluttir þá, mun ég leggja málið fyrir hollenzka yfirforingjann. Þeir fóru, og héldu enn, að ég meinti ekki það, sem ég var að -egja, og næsta dag var allt við það sama. Ég sendi þeim skilaboð — síðasta tækifærið til þess að framfylgja skipunum mínum — áður en ég færi til þess að tala við ofurstann eftir tíu mínútur. Þeir létu sig það engu skipta, svo ég gekk niður eftir götunni fram hjá bröggunum og yfir að hollenzku búðunum. Allra augu beindust að mér, og nú var að hrökkva eða stökkva. Léti ég undan í þetta sinn, myndi það ráða úrslitum, því allir vissu, að þessum tveimur mönnum hafði verið gefið tæki- færi til þess að hlýðnast skipuninni, og þeir buðu aðeins vandræðunum heim. J FYRRIKONAN HANS DENISE ROBBINS 17 Ég vissi það. Mér fannst þetta óþægilegt, en ég gat ekki látið Conrad senda föður sínum slíkt bréf. Hann fengi þá aðeins áhyggj- ur af því, að eitthvað væri að. En fyrir viku hafði lafði Warr orðið fokill út í Kate út af ein- hverjum smámunum. Og þá var hin venjuiega refsing, að Kate var bannað að busla í ánni í leit að hornsílum ásamt Conrad. Þetta var góðviðrisdagur. Kann ski gerði ég rangt, en ég leyfði Kate að koma með. Lucien skaut upp kollinum og auðvitað hafði Conrad flýtt sér að segja honum, hvað ég væri góð að leyfa Kate að koma með, þrátt fyrir bann frænkunnar. Lucien leit á mig og brosti. — Jú, hún er góð, ég vildi bara óska, að hún væri góð á annan hátt líka. Börnin skildu orðin ckki, þau héldu áfram leik sínum, en ég skildi meininguna og varð reið þeg ar hann lagði höndina blíðlega á öxl mína. — Hvers vegna ertu alttaf svona köld í viðmóti við mig, Shelley? En þér geðjast ekki vel að mér, er það? — Er það nokkuð einkennilegt spurði ég stuttléga. Hann brosti ánægður með sig. — Flestum konum geðjast vel að mér. — En ég er ekki „flestar kon- ur.“ — Nei, ég játa, að það er eitt- hvað sérstakt við þig. Ég dáist að þér Shelley. Ég hef fylgzt með þér allan tímann. Ég er hrifinn af, hvað þú hefur gott lag á þess- um krakkagrislingum og hvernig þú ríst upp á afturfæturnar gegn hennar tign. En ég þekki lafði Warr betur en þú gerir. Og því skal ég gefa þér eitt gott ráð: Þú ættir að umgangast hana af meiri gætni. Þessi litla frú getur verið bæði ákveðin og illgjörn. Hinn mikli hljómsveiarstjóri dá- ist að þér og hún veit það og — Dr. Valguy greip ég ofsa- reið fram í. — Viljið þér hætta að tala svona við mig. Eg er ekki hrædd við hvorki lafði Warr, yður né neinn annan og ég geri aðeins skyldu mína sem barnfóstra Jg kennslukona barnana. Og ég bið yður að láta mig i friði. Ég sá að han hafði misst þol- inmæðina. — Ég aðvara þig samt sem áð- ur. Vertu gætin. Hin fagra Ver- onica var það ekki og hún varð að greiða það fullu veði. Hann sagði síðustu orðin lágt. Ég verð að játa að ég varð for- vitin. En Lucien Valguy talaði aldrei hreint um neitt heldUr gaf í skyn. Og orð hans vöktu alltaf hinar fáránlegustu getgátur og hugsanir hjá mér. Þessi staður, sem ég og börnin höfðu fundið, þar sem við gátum verið í ró og friði var nú eyðilagður. Nú var friðurinn eyðilagðui af þessum ómerkilega manni, sem frá fyrstu stund hafði reynt að sýna mér dónalega ástleitni. Og svo virtist sem lafði Wan beinlínis hvetti hann til þess . . hún var sí og æ að stinga upp á að hann slægist : för með börn- unum og mér . . og að við fær- um í ökuferð með honum. Kann- ski hélt hún, að ég myndi að lok- um verða hrifin af þessum upp- strokna franska lækni. Mér fannst það fáránlegt. Alltaf var hann að gefa eitthvað í skyn um Veronicu Torrington. . . En þennan dag var hann svo gramur yfir, hvað ég sýndi honum lítinn áhuga, að hann fór skyndilega frá okkur og beint til lafði Warr og sagði henni frá Kate. Afleiðingin var sú, að Kate fékk enn harðari refs- ingu og hún ávítaði mig i viður- vist barnanna. Xonrad geðjaðist:, ekki að reiði frænku sinnar íli minn garð og þess vegna hafðijj hann kallað doktor Valguy ómerki-! I legan kjaftaskúm. En ég gat ekki 'eyft honum aö j, senda bréfið. — Við erum sammála um að! klaga ekki, Conrad, sagði ég ró-i lega. — Þess vegna máttu ekki segja svona um lækninn. Réttu mér skærin þarna, svo klippum við út síðustu setninguna. Þú get- ur skrifað kveðju og nafnið þitt hinum megin, vinur. Hann gerði bað ekld með ! ánægju, en hlýddi þó. Ég lét hann setja bréfið I umslag og svo fór ég niður í eldhús til að fá nesti fyrir gönguferðina okkar. Þegar ég kom upp aftur, varð ég undrandi er Yvonner beið eftir mér og sagði að lafði War vildi tala við mig. Ég andvarpaði, en skundaði af stað. Ég var orðin svo vön þess- um kvaðningum, en eftir að við komum hingað hafði Monica ________________________________M Warr verið miklu rólegri. Mér til óblandinnar furðu rétti hún mer béf Conads. — Ég var að tala við Conrad rétt áðan, ungfrú Bray. Hann sagðist hafa skrifað til föður síns. Ég minntist á, að ég vildi sjá bréfið, svo við opnuðum það. Er mér leyfilegt að segja, að mér finnst þér ganga einum of langt að leyfa honum að bæta þessu við. Ég starði á hana og botnaði hvorki upp né niður í neinu. — Ég skil ekki, hvað þér eigið við, lafði Warr. Hún leit hæðnislega á mig. — Látið ekki svona. Conrad sagði mér að þér hefðuð lesið það og látið hann klippa burt, það sem hann skrifaði um Lucien. Hann sagði mér ekki hvað það var. Auð- vitað hafið þér lesið það. Hún rétti mér bréfið. Ég las það yfir og sneri svo örkinni við og sá að drengurinn hafði bætt við nokkrum orðum, sem voru bersýnilega ástæðan fyr- ir þessum látum. Ég fann að ég roðnaði þegar ég las það. Ó, kjánadrengurinn, hugsaði ég með mér. — Shelley er voða skemmtileg. Margir kossar og kveðjur og Sheylly sendir þér koss líka. Ég rétti bréfið aftur til lafði Warr. Hönd mín titraði lítillega, en innra með mér langaði mig til að hlæja. Þeta var virkilega spaugilegt . . . og þetta var að- eins uppátæki sjö ára drengs og ég vissi fullvel að hún mundi ekki trúa mér, hvað sem ég segði. Og ég hafði rétt fyrir mér. Loks sagði ég þreytulega: — í hrein- skilni sagt, þá finnst mér þetta of asnalegt, lafði Warr . . Eins og ég mundi sýna vinnuveitanda mínum . . . slíka óvirðingu að senda honum koss. Þér festið þó varla trúnað á það. Ég lét Con- rad skrifa kveðju aftan á og hinu hefur hann síðan bætt við án þess ég vissi. Hún reif bréfið í tætiur. — Þá sendum við það ekki, fyrst þér skrifið ekki undir kveðjuna, sagði hún illgirnislega. — Conrad getur skrifað nýtt og skynsamlegra bréf. En ég vil gjarna vita, hvað þér létuð hann klippa burt. Hvað LEIFUR HEPPNI Framhald if 9. síðu Vonandi verður hægt að „varðveita einingu andans í bandi friðarins," en í deilu málum má líka muna það a. betra er að „taka því heldur sem sannara reynist“. St. Paul, Minnesota, í marz. SKIPAÚTGCRB RIKISINS Ms. Skjaldbreið fer til Ólafsfjarðar, Grundar- fjarðar, ■Stykkishóims og Skarðsstöðvar á miðvikudag. Vörumóttaka a mánudag. Farseðlar setdir á miðvikudag. Ms. Es|a fer austur um land til Vopns- t'jarðar 27. D.m. Vörumóttaka á miðvikudag og fimmtudag til Fáskrúðsfjarðar Reyðarfjarð- ar. Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar og Vopnafjarðar. Farseðlar seldir árdegis á laug- ardag. Ms. Skjaldbreið testar til Norðurlandshafna um j næstu helgi Ms. Herðubreið æstar til Austur- og Norðaust- urlandshafna um naestu helgi. Vörumóttaka auglýst síðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.