Tíminn - 21.03.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.03.1965, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 21. marz 1965 TÍfVlflNN Grein Líndals Ein athygxisverðasta grein, sem lengi hefur birzt á prenti, birtist í Mbl. fyrra laugardag. Höfundur hennar var Sigurður Líndal hæstaréttarritari, dóttur- sonur Páls Briems amtmanns. Það er ekki oft, sem gegnir menn, er vinna í kyrrþey, láta heyra til sín, en þeim mun meiri ástæða er til þess að hlusta á þá, því að þeir sjá málin oft frá annarri og óháðari sjónar- hæð en hinir, sem daglega eru að láta heyra til sín og bundn- ir eru ýmiss konar tillitum. Grein Sigurðar var glöggt dæmi um þetta. í henni var rætt um þá spumingu, sem er mikilvæg- ust allra spurninga, er þjóðin stendur frammi fyrir í dag: Hve traust er íslenzk menning? Ástæðan til þess, að Sigurður hefur ritað grein sína, er deil- an um amerísku sjónvarpsstöð- ina í Keflavík, eða öllu nánara skilgreint þau ummæli eins af ritstjórum Mbl., að Mbl. hafi þá afstöðu í sjónvarpsmálinu, að það „hafi ekki trú á að Kefla víkursjónvarpið eigi eftir að granda svo vindbörðu og sterku melgresi, sem íslenzk tunga er eða vinna umtalsverð spell- virki á margsjóaðri menningu okkar.“ Fimm staðreyndir Um þessa framangreindu full yrðingu ritstjóra Mbl. segir Sig- urður Líndal m. a.: ;rÁður en nánar verður vikið að þessum nægjanlegu rökum, skal bent á eftirtaldar fimm staðreyndir, sem nauðsynlegt er að hafa í huga: 1. íslenzk tunga og önnur þjóðleg menningarverðmæti eru einangrunarfyrirbæri. Þau væru ekki til, ef þjóðin hefði ekki lif að lífi sínu án þess að verða fyrir of stríðum áhrifum frá erlendum þjóðum. 2. Söguleg staðreynd er, að menningu smáþjóða, sem lenda í nábýli við stórþjóðir, er hætta búin. Nærtækast er dæmi Orkneyja og Hjaltlands, þar sem norræn tunga og menning hefur liðið undir lok fyrir enskri tungu og menningu. Hér má einnig minna á það, að Norð menn glötuðu hinni fornu tungu sinni á rúmri öld. 3. íslenzkri tungu og menn- ingu hefur aldrei verið búin sú aðstaða, að erlend þjóð ætti þess kost að ná inn á heimili meiri hluta þjóðarinnar með einu skæðasta áróðurstælci nú tímans í 7%—14 klst. á dag — allar tómstundir fólks. Slíka að- stöðu höfðu Danir aldrei á ís- landi. 4. í Vesturheimi er fjöldi manna af íslenzkum ættum. All ir eru sammála um, að þar sé íslenzk tunga dauðadæmd. 5. Sá hópur, sem heldur uppi íslenzkri menningu, er fámenn ur og hefur lítinn efnalegan bak hjarl. Hvorki er fyrir hendi mannafli né fjármagn á íslandi til að rækja nándar nærri alla þætti nútíma menningar. Þetta veldur m. a. einhæfni í íslenzk- um bókmenntum (í víðtækustu merkingu) og um leið, að mörg svið nútíma menningar verða utan vettvangs íslenzkrar tungu, sem aftur leiðir til margs konar fátæktar hennar. í ljósi þessara staðreynda, verður að skoða allar fullyrð- ingar um takmarkalítinn traust leika íslenzkrar menningar“. Hæpnar fullyrðingar Sigurður Líndal víkur síðan að fullyrðingum ritstjóra Mbl. þess efnis, að „söguþjóðin sé engin mæðiveikisrolla“, „íslend ingar séu of þjóðernislega vaxn ir frá fornu fari til að láta ginn1 ast inn í heimskvikuna, eins og ekkert væri“, „tungan sé sterk og láti ekki bilbug á sér finna“ o. s. frv. Um þessar fullyrðingar seg- ir Sigurður: „Vel klingja slíkar fullyrðing ar í eyrum manna á íslandi, enda oft viðhafðar einkum við hátíðleg tækifæri. — Augljóst er þó af því, sem rakið var að framan, að þær hljóta að vekja! ákveðnar spurningar. Ef nefnd ar fullyrðingar eru réttar, hvers vegna hefur þá norræn tunga og menning liðið undir lok, og það með þjóðum, sem nánast ar eru íslendingum að frænd- Hættulegt yfirlæti Sigurður Líndal segir enn-j fremur: „íslendingar hafa lengi haft! býsna háar hugmyndir um eigið ágæti, einkum gáfur sínar, j menntun og þroska. Er því ekki j að furða, þótt þeim þyki gott! að hlýða á fullyrðingar um það, j hversu traustum fótum menning; þeirra standi og hversu lítil; hætta henni sé búin í svipti- vindum nútímans. Sjálfstraust og bjartsýni eru góðir eiginleikar og nauðsyn- legir, enda hafa formælendurj þessa útlenda sjónvarps ósparr skírskotað til þeirra um leið og harðlega hefur verið veitzt að nöldurskjóðum þeim, lýðskrum j urum, jörmurum og einangrun arsinnum, sem dregið hafa í. efa takmarkalítið „lífsmagn ís-j lenzkrar menningar“, svo aðj notuð séu eigin orð formælend anna. 2 Eina lansnin dreifa þeirri hvimleiðu sálfræði legu staðreynd, sem heitir um skömmum, eða grípur til lævíslegra útúrsnúninga. Ella myndi sýndarjafnvægi draum- heims hans raskast og skilja hann eftir varnarlausan gegn nöktum heimi veruleikans, sem er svo ógnþrunginn, að hrollur fer jafnvel um heilbrigða, þeg ar hann horfist beint í augu við hann . . . .“ Til viðbótar þessum ummæl um Koestler, segir Sigurður: „íslendingar gera sér Ijósa j smæð sína og vanmátt tilj margra hluta. En háskalegt er, i ef þeir taka að vísa á bug óþægi! legum staðreyndum með innan- tómu sjálfhóli og rakalausum j fullyrðingum um eigið ágæti. Sýna ekki einmitt þessar endur- teknu og órökstuddu fullyrðing- ar um það, hversu traust íslenzk menning sé, að íslendingar séu teknir að nálgast hættulega, mikið það ástand, sem Koestler kallar pólitíska sálsýki?“ Tillaga formanns útvarpsráðs. Ástæða væri til að taka upp semi? Hvers vegna er íslenzk tunga að líða undir lok í Vest urheimi? Eru þessar fullyrðing ar sennilegar, þegar haft er í huga fámenni íslendinga og um leið fábreytni bókmennta þeirra? Missa ekki fullyrðingar ritstjórans um margsjóun og vindbarning íslenzkrar menn- ingar marks, þegar haft er í huga, að engin erlend þjóð hef ur fyrr haft aðstöðu til að ná eins almennt til alþýðu manna á íslandi og Bandaríkjamenn hafa með þessu sjónvarpi? Vind barningurinn og sjóunin hefur verið með allt öðrum hætti, og þannig, að engan veginn er sam bærilegt við það, sem nú er.“ Tími til aðlögunar Sigurður Líndal víkur að ákveðnu dæmi, sem hefur verið notað Keflavíkursjónvarpinu til afsökunar, og segir: „Dæmið um það, að ísraels- menn horfi gjarnan á sjónvarp erkióvinarins Araba, sem rit- stjórinn tekur, þegar fullyrð- ingjahryðju hans slotar, er ekki heppilegt og liggur til þess sú einfalda ástæða, að gyðingleg menning hefur um aldaraðir þróazt við allt aðrar aðstæður en íslenzk menning. Hún hefur þróazt meðal annarra þjóða, og er því alls ekki einangrunarfyr irbæri á sama hátt og íslenzk menning. Hér er rétt að taka það fram til að forðast allan hugsanlegan misskilning, að einungis er verið að lýsa stað- reynd, þegar sagt er að íslenzk menning sé einangrunarfyrir- bæri, en ekki verið að hvetja til einangrunar. Þessi staðreynd á þó að vera þjóðinni leiðarljós í samskiptum við aðrar þjóðir og hvatning til aðgæzlu, þannig að tími vinnist til nauðsynlegr ar aðlögunar.“ minnimáttarkennd, en hún lýs ir sér, eins og kunnugt er, gjarnan í óhóflegu yfirlæti og sjálfhóli, sem enga stoð á í verúleikanum. Þetta er Matthí asi ritstjóra vel ljóst, því s. 1. sunnudag ritar hann af gefnu tilefni: „Af augljósri ástæðu, þeirri að minnimáttarkenndin hafði gert sér bæli í þjóðar- hjartanu, var yfirdrepsskapnum og hrokanum greið leið að þessu sama hjarta. Við fórum að telja okkur trú um, að við værum öðrum þjóðum æðri á margan hátt“. Lýsing Koestlers: í framhaldi af þessu víkur Sigurður Líndal til eftirfarandi ummæla eftir Arthur Koesler: „Telja má mann sálsjúkan, ef hann er svo utangátta við veruleikann, •« hann reisir dóma sína og skoðanir á ósk- um sínum og ótta, en ekki á reynslu sinni. Sjúklingurinn vís ar brott úr vitund sinni hverri staðreynd, sem líkleg er til að brjóta í bág við óska- og ótta heim hans, svo að úr þeim verði duldar geðflækjur . . . . í af- skræmdan hugarheim sinn hleypir sálsjúkur maður engri þeirri hugsun, sem raskað gæti innra jafnvægi hans. Engin rök geta sigrazt á orðhengilshætti hans og hártogunarlist né unnið bug á tilfinningavörnum hans. . . . Óþægilegar staðreyndir, sem vísað hefur verið á bug, bælast síðan og vefjast í duldar geðflækjur. Pólitísk dulvitund hefur sín eigin rök, sjúkdóms- einkenni og tákn. Ef „bönn- uðum‘“ hugsunum er hreyft við mann, sem þjáist af pólitískri sálsýki, verður hann annaðhvort æfur við eða brosir eins og sá, sem er viss í sinni sök. Ann aðhvort svarar hann til hrein fleiri kafla úr grein Sigurðar Líndals. Þetta nægir hins vegar til að varpa ljósi á, hvílíkt vanda mál Keflavíkursjónvarpið er. Vel má vera, að sá vandi minnki ekki við tilkomu íslenzks sjón- varps, heldur aðeins breytist. Því er ekki til á þessu máli, nema ein sæmileg lausn og von andi sjá bæði íslendingar og Bandaríkjamenn það, þegar þar að kemur. Formaður útvarps- ráðs hefur nýlega bent á þessa lausn. Til þess að ná því marki, er einmitt gagnlegt að menn eins og Sigurður Líndal láti til sín heyra, því að lítið vinnst við það að gera slík mál að pólitísk- um deilumálum, ef hægt er að komast hjá því. Það sjónarmið,! sem kemur fram í grein hans,' á sterka formælendur í öllumi flokkum. Þeir þurfa að fylkja liði og hefja þetta mál yfir; pólitískt dægurþras. Þannig verður því bezt komið fram. Undirstaðan Nýlega birti danska ríkis- stjórnin áætlun um opinberar framkvæmdir næstu þrjú ár. Samkvæmt henni er ætlað, að framlög ríkisins til ýmiss kon- ar fjárfestingar aukist um 50% á þessum tíma. Hér boðar hins vegar ríkisstjórnin, að hún ætli að draga úr hliðstæðum fram- lögum ríkisins um 20%. Þetta er ný sönnun þess, hve ólík eru vinnubrögð stjórnarinnar hér og stjórnanna í nágrannalönd- um okkar. 1 öllum nágrannalöndum okk- ar er stefnt að því að auka stórlega hina opinberu fjárfest- ingu, þ. e. framlög til vega, hafna, flugvalla, skóla, spítala og rannsóknarstofnana. Ástæð- an er sú, að þessar framkvæmd ir eru eins konar undirstaða allra annarra framfara og at- vinnulegrar uppbvggingar. Með því að di'aga úr þeim, er verið að veikja undirstöðuna, sem allt annað byggist á. Góðar sam- göngur, aukin menntun, meiri rannsóknir og bætt heilsugæzla eru nauðsynlegur grundvöllur gróandi atvinnulífs. Það er engin afsökun fyrir þessum niðurskurði, að ella hefði þurft að leggja á nýja skatta vegna fiskuppbótanna. Fjárlögin voru afgreidd með svo ríflegum raunverulegum greiðsluafgangi, að hvorugs var þörf. Það er heldur ekki rétt- læting á þessum niðurskurði, að samt verði hin opinbera fjárfesting meiri en 1958. Ekki aðeins er geta ríkisins meiri nú, lieldur veldur tækniþróunin því, að þörfin fyrir hina opin- beru fjárfestingu hefur stór- aukizt. Sízt er það svo afsökun, að þensla sé á vinnumarkaðin- um. Ef svo er, á að skerða marg víslega verðbólgufjárfestingu áður en hin opinbera fjárfesting er skert. En það er hér, sem hundurinn liggur grafinn. Ólíkt nær öllum öðrum ríkisstjórnum lætur ísl. ríkisstjórnin undir- stöðuframkvæmdirnar víkja fyr ir verðbólgufjárfestingunni. Það er sjónarmið gróðamannanna, sem drottnar hér eins og endra- nær. Bjarna svarafátt í umræðum á Alþíngi um niðurskurð verklegra fram- kvæmda, var Bjarni Benedikts- son með glósur um, að Fram- sóknarflokkurinn væri stefnu- lítill. í tilefni af því var beint til hans þeim fyrirspurnum, hver væri raunveruleg stefna ríkisstjórnarinnar 1 efnahags- málum, því að í verkum henn- ar annars vegar og fyrirheitum hins vegar gætti fyllstu mót- sagna. Bjarni var einnig spurð- ur um, hver væri raunveruleg þjóðmálastefna Sjálfstæðis- flokksins, því að erfitt væri að ráða hana af verkum flokksins. Loks var hann spurður um, hver væri afstaða Sjálfstæðis- flokksins til kommúnista, því að þar gætti einnig hinna furðu legustu mótsagna. Bjarni vék sér algerlega undan að svara þessum spurningum, en kaus í staðinn að ræða þeim mun meira um ýmis óskyld at- riði eins og kvikmyndasýningar í sveitum, þinghald á Þingvöll- um, fylkjaskipun o. fl.! Það kom raunar ekki á óvart, þótt Bjarni kysi þögnina vié þessum spurningum. Slæmt ástand Athyglisverð eru þan sm. mæli Koestlers, er Sigurður Líndal vitnar til í grein sinni og sagt er frá hér á undan. Erfitt er annað en að minnast þeirra, þegar hlustað er á ræð- ur ráðherranna á Alþingi. Þeir eru bersýnilega orðnir haldnir þeirri ímyndun, að hér sé allt í stakasta lagi í efnahagsmálum og atvinnumálum, því að af- koma manna sé hvergi nærri eins slæm og á heimskreppuár- unum! Hvar annars staðar skyldi vera hægt að finna ríkis- stjórn, er miðar þannig við heimskreppuárin og telur allt í lagi vegna þess, að ástandið sé ekki jafn vont og þá? En í Framhald á 14. síSu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.