Tíminn - 21.03.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.03.1965, Blaðsíða 8
f i * 1« *'k\\y VM o WT • <.;.. 8 TlMINN SUNNUDAGUR 21. marz 1965 I dag heldur Íslenzk-ameríska félagið upp á 25 ára afmæli sitt. í tilefni þess var Valdi- mar Björnssyni, fjármálaráðherra Minnesotafylkis í Bandaríkjunum, boðið til íslands ásamt konu sinni. Valdimar mun halda ræðu á afmælishátíð félagsins í kvöld á Hc-tel Sögu. Meðfylgjandi grein um Leif Eiríksson skrifaði Valdimar samkvæmt beiðni Tímans. Grein- in fjallar um áhuga manna í Ameríku á Leifi heppna og Vínlandsfundi hans árið 1000. Valdimar skrifar sérstaklega um áhuga þann, sem norskættaðir Ameríkumenn sýna á Leifi Eiríkssyni, og tilraunum þeirra til að eigna sér þennan landkönnuð. Grein þessi er mjög athyglisverð og fræðandi. auk þess, sem hún bendir Islendingum á þá nauðsyn að gera umheiminum Ijóst hverrar þjóðar Leifur var. Eiga Islendingar Norðmenn tileinka að sér Áhugi íslendinga gagnvart Leifi heppna og Ameríkufundi hans, árið eitt þúsund, er auð- séð að aukast. Kannski sá áhugi beinist nú meira í áttina að fá viðurkenningu á þeirri stao reynd, að Leifur, sonur Eiríks rauða, hafi fæðzt á íslandi. Bandarísika þjóðþingið, sam- þykkti í fyrra haust að 9. október á ári hverju skyldi vera „Dagur Leifs Eiríksson ar“ — Leif Erikson Day — og í því sambandi er mér ljúft að verða við beiðni Tímans, um að senda yfirlitsgrein um þetta efni. Lesendur taka kannski fyrst eftir því, hvernig ég hef stafað nafnið á ensku — Leif Erik- son. Vilhjálmur Stefánsson skrifaði einu sinni grínkennda grein um stafsetningar þær sem notaðar eru þegar nafn Leifs er ritað í ensku máli. „Leifr“ er það hjá þeim sem vilja fylgja hætti fornmálsins: oft er það líka „Leifur“, en langoftast „Leif“. Og þá má nefna föðurnafnið: Eiríksson, Ericsson, Erikson, Erick- son, í mismunandi útgáfum. Norðmenn byrjuðu að „blanda," þegar þeir létu gatnamót í Brooklyn, rétt i grennd við New Vork- borg, heita „Leiv Eiriksson Square." Þó að ekkert for- dæmi sé eiginlega til um staf- setninguna, þá virðist eins og „Lejf Erikson" hafi slegið i gegn í Ameríku. Landar, heima ,á íslandi, hugsa vafalaust oft um það, hvernig sú hugmynd hafi náð svo mikilli útbreiðslu hér, að Leifur hafi verið Norðmaður en ekki íslendingur. Mér er nær að halda, að sú hugmynd stafi frá ræðum og ritum niðja Noregs, hér úti I Ameríku, að miklu meira leyti, en frá Norð mönnum í heimalandinu sjálfu. Náttúrulega hafa margir ) Noregi ekki hikað við að kalla Leif Norðmann. Einu sinni kom jafn þekktur fræðimaðyr og Didrik Aarup Seip, þá rek- tor háskólans í Ósló, með þá fjarstæðu, að Leifur heppni hafi verið fæddur i Ryfylke. Aftur á móti var það fyrrver andi forsætisráðherra Noregs, Johan Ludwig Mowinckel, sem gerði grín að samlöndum sín- um fyrir tilraunir þeirra til að tileinka sér Leif. Ég heyrði hann undirstrika þjóðerni Leifs, að hann væri íslending- ur, í ræðu, sem hann flutti á „Leif Erikson Day“ í St. Paul, höfuðborg Minnesota-ríkis. þann 9. október 1942. Það voru nærri eingöngu menn af norsk um ættum, sem hlustuðu á hann, og vitnaði hann í ræðu. sem hann flutti á hehnssýn- ingunni í París árið 1906, þeg- ar hann sagði löndum sínum til syndanna út af útstillingu, sem reyndi að gera Leif að Norðmanni. Þegar minnzt er á útstill- ingar, þá er sannarlega ekki gleymt, það sem skeði á heims- sýningunni í New York, 1939— 40. íslendingar létu eftirmynd af Calders styttunni á Skóla- vörðuhæðinni standa rétt fyrir framan sýningarskálann sinn. Ekki voru Norðmenn þá ráða- lausir þeir settu beint fyrir framan sinn skála styttu af Ólafi konungi Tryggvasyni — manninum sem sendi Leif vest ur frá Niðarósi, sem trúboða til Grænlands. Liklega telja sumir það barnalegt ef Norðmenn og ís lendingar ætla sér að halda áfram að æsast út af þjóðerni þessa mikla landskönnuðar. Mér er minnistætt það sem Hans Olav, sagði einu sinni í ritstjórnargrein í norska viku- blaðinu „Nordisk Tidende“ og gefið er út í Brooklyn, N.Y. Ilans Olav sagði að ef frænd þjóðirnar héldu áfram að ríf- «st, þá væri eins gott að kalla Leif hvorki íslenzkan né norsk an, en láta hreinlega kalla hann Græniending. Og að sönnu þá hefur hann líklegast alizt að mestu upp á Græn- landi. Olav er löngu kominn í norsku utanríkisþjónustuna, og hefur verið sendiherra m.a. í Finnlandi og Indlandi. Staðreynd er staðreynd, ekki er hægt að rengja það að Iæif- ur hafi verið fæddur á Eiríks- stöðum í Haukadal í Dalasýslu, né heldur að Þjóðhildur Jör- undsdóttir móðir hans hafi Hér er myndhöggvarinn John K. Danjeis aS vinna aS annarri af tveim Lelfsstyttum, sem hann hefur búiS til. Þessi Leifsstytta stendur í Duluth í Minnesota, sem er hafnarborg viS stóru vötnin. einnig fæðzt á ísiandi, þótt Eiríkur Þorvaldsson, faðir hans, hafi fæðzt í Noregi. Þessi barátta um Leif gekk samt lengst þegar Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkj- anna, lýsti því yfir í fyrra haust að níundi okt. ár hvert skyldi verða helgaður Leifi Ei- ríkssyni, samkvæmt skipun þjóðþingsins, og þá reyndu ) Nofðznenn að , eigna sér Leif. íslendingar töldu sig vera neydda til þess að fara dipló- matískar leiðir til að mót- mæla auglýsingatilraun um Norðmanna og missögnum Bandaríkjamanna. Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna bað afsökunar. Norska sendiráðið í Washington í vikulegum fréttapésa sem dag- settur er 29. október 1964, flutti grein með fyrirsögninni „Leifur Siríksson var fæddur á íslandi.“ Efnið var ritstjórn- argrein úr Oslóblaðinu Verd- ens Gang, og var hún svo hljóð andi í íslenzkri þýðingu: „Á sumum sviðum er ómögu- legt að greina með vissu á milli þess sem norskt er og þess sem íslenzkt er. Nægir að minnast á Eddukvæðin. En það er staðreynd, sem ekki er hægt að deila um, að Leiv Eiríksson var fæddur á Is- landi, þótt faðir hans, Eiríkur rauði, hafi komið frá Jaeren í Noregi.“ „Noregur og ísland- voru iá- tengd í fomtíð, bæði menning- arlega og stjórnmálalega. Það er liægt, til dæmis, að tala með fyllsta rétti um notkun nor- rænnar tungu á öllu því sem náði um Noreg, Færeyjar, og ísland. En það gefur okkur Norðmönnum engan rétt til þess að tileinka okkur Leiv Eiríksson, íslenzku fornsögurn ar eða kvæðin, eða nokkuð ann að sem er greinileg eign fs- Iands.“ „Vér eigum, þar af leiðandi. að vara okkur á því að gera minnstu tilraun til að slá föst um eignarétti á eitthvað, sem er i rauninni íslenzkt." Thor Thors, sendiherra. var skemmtilega stríðinn i einni af sínum seinustu ræðum, sem hann flutti skömmu áður en hann dó. Það var a íslendinga skemmtun í New York, þar sem haldið var uppá þann fyrsta des. 1964. Thor skýrði frá uppáhalds aðferð sinni sem hann notaði í samtölum sínum við Norðmenn. Hann sagðist bara spyrja þá hvað þeir meintu þegar þeir notuðu orðin, „Norse" eða Norse- man,“ norrænt norrænn. Hann spurði þá einnig hvaða föðurlandi slíkir menn tilheyrðu, eða hvar landið „Norse“ væri á hnettinum? Hann lét það heldur ekki ósagt að þeir voru oftast nær feimn- islegir í svörum. Þeir þyrðu nefnilega ekki að kalla menn eða menningartákn „Norwegi- an,“ og fóru því í feluleik á bak við orðin, „Norse“ og Norseman." Að vera Norseman þýðir að öllum líkindum að vera Norður landabúi, en samt nær orðið nærri eingöngu yfir fortíðina. Það innifelur sjálfsagt Norð- menn og íslendinga, og væri hægt að láta það gilda um Dani og Svía líka. Þegar þrautseigja eða þrályndi Norðmanna gerir þeim það ómögulegt, hér úti í Ameríku, að segja hreint út sagt „Icelandic"" eða Iceland er“, þá grípa þeir til orðanna „Norse“ eða „Norseman." Þetta á víst að varðveita yfir- borðskurteisi, en maður veit samt, hvað þeir eru að fara. Þegar styttan af Leifi heppna var afhjúpuð við ríkis- ráðhúsið í St. Paul, Minnesota, þann 9. október 1949, þá fannst Morgenstjerne sendiherra Noregs hann vera hálf neyddur til þess að kalla manninn, „the Icelandic-Nor- wegian explorer" og „the Ice- landic Norwegian discover- er.“ Það var kannski gert af þeirri einföldu ástæðu, að sá, sem þetta ritar stjórnaði at- höfninni, og var búinn að ætt- færa Leif rækilega áður en 'ræðan hófst. Þá sagði aðalræðis maður Noregs í Minnesota á cftir: „Já, Leifsstyttan, sem ís- lendingar vígðu, en sem Norð- menn borguðu fyrir.“ Og er mikið satt í því. Styttan hefði aldrei orðið til nema vegna fjárframlaga afkomenda Nor egs hér um slóðir. Þess vegna var það, að ég leyfði mér að segja í ræðu á ársþingi Þjóð- ræknisfélagsins í Winnipeg, í febrúar í fyrra: „Einu sinni d-irfðist ég að segja, hér á þjóðræknisþing inu, að íslendingar ættu Leif heppna tæplega skilið. Það sem ég átti við, var sú staö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.