Alþýðublaðið - 22.03.1956, Blaðsíða 5
FimmíuJagur 22. marz I95(j.
AfþýgublaSlg
ALÞJÓÐAÞIN'GMANNASAM-
SAMBANDIÐ gerði eftirfar-
andi ályktun á 44. þingi sínu,
sem haldið var í Helsingfors í
fyrrasumar. Fjallar ályktunin
um skilyrði friðsamlegrar sam-
búðar þjóða í milli og hljóðar
svo:
44. þing Alþjóðaþingmanna-
sambandsins lýsir yfir hollustu
sinni við þann anda friðar og
alþjóðasamstarfs, sem réð gerð-
nm stofnenda Alþjóðaþing-
mannasambandsins, einkennt
hefur störf þess frá upphafi í
samræmi við markmið samtak-
anna, svo sem þeim er lýst í 1.
grein samþykkta þeirra.
Þingið minnir á ákvæði yfir-
lýsingar þeirrar um forsendur
fyrir siðmennilegum samskipt-
'um þjóða í milli, sem samþykkt
var í Róm 1948 á 37. þingi
alþjóðaþingmannasambandsins,
svo og á 1. grein stofnskrár Sam
einuðu þjóðanna, en þar er
markmiðum þeirrar stofnunar
lýst í 2. og 3. málsgrein á þessa
leið:
a) að efla vinsamlega sambúð
þjóða í milli, er byggð sé á virð
3ngu fyrir grundvallaratriði
jafnréttis og sjálfsákvörðunar-
réttar og að gera aðrar hæfileg-
ar ráðstafanir til að styrkja al-
beimsfrið,
b) að koma á alþjóðasam-
vinnu um lausn alþjóðavanda-
mála, fjárhagslegs, félagslegs
menningarlegs og mannúðar-
legs eðlis, og að styrkja og
stuðla að virðingu fyrir mann-
réttindum og grundvallarfrels-
isréttindum allra án tillits til
kynþátta, kyns, tungu eða trú-
arbragða.
Þingheimi er það ljóst, að tak
5st ekki að efna til friðsamlegr-
ar sambúðar, horfir nú svo, að
ef beitt yrði kjarnorkuvopnum
þeim, sem báðir aðilar til eyð-
ingar hlutaðeigandi landa og til
afdrifaríkra afleiðinga fyrir
menningu heims og mannkyn.
Þingið lýsir því yfir þeirri
sannfæringu sinni:
1. Að friðsamleg sambúð allra
þjóða, hvernig sem efnahags-
og félagsmálum þeirra er hátt-
að, hversu langt eða skammt
sem þær eru á veg komnar og
hvort sem þær eru stórar eða
smáar, voldugar eða vanmátt-
ugar, er í samræmi við óskir
allra þjóða og réttindi þeirra til
sjálfsákvörðunar.
2. Að til þess að varðveita
friðsamlega sambúð og efna
smám saman til traustrar sam-
vinnu þeirra í milli beri öllum
ríkisstjórnurn að fylgja af trú-
mennsku reglum alþjóðalaga,
einkum þessum meginreglum:
a) gagnkvæm virðing fyrir
friðhelgi landsvæða, öryggi og
jafnrétti allra ríkja, sem eru
ekki til orðin fyrir árásar-
verknað eða nýlenduvinninga,
b) afnám allrar íhlutunar um
innanríkismál annarra landa,
e. afnám hernaðarárása,
d) afnám heimsvaldastefnu
og manngreinarmunar vegna
kynþáttar;
3. að Sameinuðu þjóðunum
beri að halda áfram tilraunum
sínum til þess að skýrgreina
betur hugtakið árás (aggres-
síon);
og lætur þá ósk í ljós, án þess
þó að dregið sé að neinu leyti
úr athöfnum Sameinuðu þjóð-
anna í því skyni að halda frið-
inn, að ríki. sem eiga í deilum
sín á milli og telji sig ekki geta
sætt sig við gerðardóm eða laga
úrskurð, reyni að minnsta kosti
að leita lausnar á deilumálum
sínum með því að skipa rann-
sóknarnefndir og leiti um sætt-
iÍr'
SAMEIGIN'LEGT ORYGGI I
1 LJÓSI NÚTÍMÁ AÐSTÆÐNA.
j 44. þing Alþjóðaþingmanna-
sambandsins hefur gert sér
grein fyrir því, að kjarnorku-
vopn Iiafa leitt yfir mannkynið
FÖNDUR
AÐ FLÝTA FRAMKOLLUN.
STUNDUM kemur það fyrir,
að flýta þarf sér við framköll-
xtn á filmum og er þá gott ráð,
þ.e.a.s. ef um tankframköllun
er að ræða, að festa tanknum
•ofan á þvæliásinn í þvottavél-
inni, meðan á framköllun stend
ur. Yið þetta fæst stöðug og jöfn
■hreyfing á framkallarann, sem
flýtir framkölluninni að mun.
BQRUN Á STEINVEGG.
Oft kemur fyrir að við þurf-
«m að bora holur 1 steinvegg
og allir- vita að mikið ryk mynd
ast við slíkt og duft hrinur
bæði á teppi og gólf. Ágætt er
að taka þá pappaspjald og brjóta
það saman í miðjunni og líma
það síðan á vegginn undir, þar
sem bora á holuna. Tekur þá
spjaldið við mestum hluta muln
íngs þess og dufts, sem kemur
úr holunni.
Oft þegar steinnaglar eru
reknir í vegg vill yzta múrhúðin
springa og falla af í flyksum.
Ágætt ráð við þessu er að líma
tært límband, ,,cellotype“ yfir
staðinn, sem reka á naglann í
<og mun þá verða minna um
sprungur.
SMYRJIÐ TRÉSKRÚFUNA.
Ef þér fáizt mikið við smíða-
föndur er sjálfsagt fyrir yður
að bera alltaf olíu á skrúfurn-
ar, því að þá ganga þær mun
betur í tréð. Ekki er þó rétt að ;
dýfa þeim í olíu, því að þá mun
olían, sem umfram verður
þorna inn í tréð og valda blett-
um á því. Setjið vatt eða bóm-
ull í tóma kremkrukku og hald-
ið olíunni þar í. Þá verður olíu-
magnið, sem á skrúfuna fer,
| ávallt mátulegt.
FRUMLEG VATNSFATA.
Það er sjálfsagt fyrir bifreiða
eigendur að hafa ílát undir
vatn í bílum sínum, sérstaklega
ef þeir fara eitthvað út úr bæn-
um.
Með því að taka nokkuð lang-
an bút af ónýtri slöngu, leggja
hann saman í miðjunni og gera
göt fyrir handföng í samliggj-
andi hliðar slöngunnar, er kom-
ið bezta „vatnsfata".
■ Þátturinn að þessu sinni hef-
ur orðið meira ráðleggingar um
ýmis smáatriði fyrir föndrara,
en beint um föndrið sjálft. En
. ég vona, að þessara ráða hafi
einnig verið þörf og að lesendur
kunni að meta þau.
S. í>.
þá hættu, að öll menning eyðist,
jafnvel allt líf slokkni, enda
veldur sú ógn, sem af þeim st.af-
ar, vaxandi áhyggjum um víða
veröld.
Þá er þinginu og ljóst, að
byrðar hervæðingar draga al-
varlega úr nauðsynlegum til-
raunum til samstöðu þjóða í
milli, einkum að því er varðar
aðstoð til landa, sem vanyrkt
eru.
Engu að síður telur þingið,
að samhliða því, sem stefnt er
að afvopnun, verði að tryggja
öryggi allra þjóða, og heitir því
á þjóðþing allra landa að hvetja
ríkisstiórnirnar til þess:
að efna til samningaviðræðna
um friðsamlega lausn allra
deilurnála,
að framkvæma meginatriði
stofnskrár Sameinuðu þjóðanna
með því að leitast við að koma
á kerfi sameiginlegs öryggis. er
öllum löndum sé heimil aðild
að.
Þingið lýsir yfir ánægju sinni
yfir þeirri staðreynd. að fransk-
brezka tillagan um afvopnun. er
sett var fram í júní 1954, hefur
einróma verið samþykkt sem
starfsgrundvöllur á allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna, sem
einnig hefur komizt að sam-
komulagi um að stuðla að al-
þjóðasamstarfi um friðsamlega
notkun kjarnorku.
Leggur þingið áherzlu á nauð-
syn þess, að komið verði á fót
alþjóðaeftirliti með kjarnorku-
vopnum og venjulegurn vopn-
um, og bendir á, hversu slíkt
eftirlit og nauðsynlegt bann
gegn gereyðingarvopnum er
samtvinnað því, að samtímis sé
afvopnazt að því er tekur til
venjulegra vopna.
Þingið leggur einnig áherzlu
á þá öryggistilfinningu, sem
mundi þegar í stað skapast við
það eitt, að slíkt eftirlit sé starf
rækt.
Það hvetur til þess. að leitað
verði allra ráða til þess að kom
ast að samkomulagi um afvopn-
unarsamning, sem hægt virðist
að gera á þessum grundvelli, og
hvetur hvert einstakt þjóðþing
til þess að fylgjast með hag-
kvæmum x-áðum með gangi af-
vopnunarsamningaumleitana og
upplýsa almenning hvers lands
þar um.
ÞRÓUN SAMSKIPTA ÞJÓÐA
í MILLI Á SVIÐI EFNAHAGS-
MÁLA.
44. þing Alþjóðaþinmánna-
sambandsins viðurkennir, að
þróun efnahagssamstarfs sé eitt
mikilvægasta atriði friðsamlegr
ar sambúðar milli allra þjóða
heims.
Þingið minnist þess, að þessi
staðreynd sé almennt viður-
kennd, en. á hinn bóginn sé erf-
itt að koma slíku í framkvæmd,
enda hamli því enn tilteknar
aðgerðir til takmörkunar.
Um leið og þingið lýsir á-
nægju sinni yfir ágætu starfi,
sem ýmsar sérstofnanir Sam-
einuðu þjóðanna og önnur sam-
tök inna af hendi, vill það beina
því til allra þjóðþinga, að nauð
synlegt er að undirbúa sem
skjótast alþjóðaráðstefnu í því
skyni að tryggja virkari alþjóða
samvinnu á sviði efnahags- og
fjármála, og mælir með því, að
ráðstefnunni verði reynt að ná
samkomulagi um eftirfarandi
ráðstafanir, sem gera ber þegar
í stað:
1, að afnema óþarfar hömlur
á milliríkjaviðskiptum,
2. að gera fleiri viðskipta-
samninga,
3. að efla alþjóðlegt starf á
sviði viðskiptamála, svo sem
vörusýningar (vörumarkaði),
4. að freista að ná jafnræði
í álögum vægna félagsmála milli
landa. svo að ekkert land þurfi
að gjalda þess, að kjör verka-
manna þar séu bætt,
5. að 'gera ráðstafanir til að
jafna halla á gjaldeyrisviðskipt
um,
6. að gera tilraun til að fá
því framgengt, að samþykkt
verði ákvæði Alþjóðaverzlunar-
ráðsins um gerðardóm. að því er
varðar milliríkjaviðskiptasamn-
inga,
7. að veita gagnkvæmar upp-
lýsingar um reynslu á svúði
efnahags- og tæknimála, svo og
skiptast á starfsfólki.
8. að stuðla að því, að hægt
verði að veita fé frá fjársterk-
um löndum til fátækra landa,
þannig að gætt sé lögmætra
hagsmúna — efnahagslegra og
stjórnmálalegra — bæði lán-
veitenda og lántakenda.
MENNINGARTENGSL OG
UMFERÐARFRELSI SEM
AÐFERÐ TIL AÐ EFLA
VINÁTTU OG SKILNING
ÞJÓÐA í MILLI.
44. þing Alþjóðaþingmanna-
sambandsins telur æskilegi:
að koma á snurðulausri og víð-
tækri friðsamlegri sambúö
þjóða í milli með því að nema
brott allt. Sem orðið getur til aö
sþilla góðri sambúð. í því skyni'
telur það æskilegt, að þeim þjóö
um, sem um það hafa sótt, verði
veitt innganga í UNESCO
(Menningar- og fræðslustofnun
S.þ.), í því skyni að efla alþjóða.
samstarf.
Þess vegna skorar þingið á
þjóðþingin að samþykkja svo
fljótt sem auðið er samþykktir
þær, sem gerðar hafa verið fyr-
ir frumkvæði UNESCÖ, og einn
ig ályktanir þess um frelsi til
að skiptast á hugmyndum og
upplýsingum og á efni til
fræðslu-, vísinda- og menning-'
arstarfa, svo og um frelsi manna
til að fara frjálsir ferða sinna.
Minnir þingið á hinn ágæta
árangur af samningum um aí-
nám vegabréfsáritana, sem
ýmis ríki hafa á síðustu árum
gert sín í milli.
Leggur þingið til að stuðlaö
verði að frelsi manna til að ferö
ast, einkum námsmanna óg ung
menna, með tilteknum aðgero-
um. svo sem af námi formsatriða
við tolleftirlit, gjaldeyristal-
markana og áritunarskyldu hjá
þeim ríkjum. sem ekki einungh
stefna að friðsamlegri sambúö',
heldur einnig að skilningi og
sameiginlegúm hugsjónum,
enda séu til fulls virt sérkenni
þjóðlegrar menningar hvers
lands.
UM EKKERT er nú meira
rætt í heimsblöðunum. en ræðu
þá, sem Krústjov er sagður hafa
haldið á leynifundi með nokkr-
um meðlimum flokksþingsins í
Moskvu, — og sem var svo
mergiuð, að það steinleið yfir
þrjátíu af sextán hundruð áheyr
endum. Framámenn í Moskvu
hafa nú viðurkennt að Krústjov
hafi haldið þessa ræðu, og í
mörgum erlendum blöðum er á
það bent, að fregnir af. henni
hafi veríð látnar berast út til
erlendra fréttaritara af ásettu
ráði, en af því megí hins vegar
ráða, að henni sé fyrst og
fremst ætlað að hafa áhrif er-
lendis. Síðan. hafi verið tilkynnt
að erindrekum kommúnista-
flokksins rússneska hafi vérið
falið að leiða almenning þar í
landi smámsaman. í allan sann-
leika varðandí ,,hinn elskaða
leiðtoga Stalín“.
STERKRADDAÐUR
STALÍN BÓNDI . . .
„Síalín talaði aldrei við okk-
ur, undirmenn sína“, sagði
Khrustjov, „hann öskraði. Um
leið og maður kom á fund hans,
að sjálfsögðu samkvæmt skip-
un hans, öskraði hann — Hvers
vegna líturðu svona undirfurðu
lega á mig? Hvers vegna horf-
irðu ekki í augu mér? Nú? Ertu
kannski hræddur við að horfa
framan í mig?
„Þegar meðlimir fiokksstjórn
arinnar og aðrir æðstu menn
voru kallaðir fyrir Stalín, höfðu
þeir aldrei hugmynd um hvort
það var dauðadómurinn, sem
þar beið þeirra eða ekki. Síð-
ustu æfiárin var Stalin ekki
með sjálfum sér. Hann var hald
inn sjúklegxi hræðslu. gagnvart
öllum og hugði hvern af nán-
ustu samstarfsmönnum sínum
sitja á svikráðum við sig. Sío-
ustu árin fyrir dauða Stalíns
gekk ekki á öðru í Moskvu en
samsærum og gagnsamsæruno,
undirrróðri og baktjaldamakk:!,
og enginn vissi að morgni, hvort
hann mundi lifa frjáls maðui'
eða halda lífi til kvölds.
„Oft og tíðum beitti Stalín
slíkum kænskubrögðum við að
ráða af dögum þá, er hann kaus
feiga. að jafnvel æðstu menn
leynistarfsemínnar gátu ekki
gengið úr skúgga um hvaö
hafði eiginlega orðið þeim að
aldurtila.
ÞAÐ ER LÍFLEGUR
LITIR í TÚNI . . .
Samkvæmt ræðu Krústjovs
runnu oft rauðir lækir um tún
Stalíns bónda. Hann hafi til lát
ið taka af lifi 5000 háttsetta her
foringja um leið og hann lét.
drepa Tukhatjevski marskálk..
Enn fremur upplýsti Krústjov
að Stalín hefði látið ljúga sök,-
um upp á marskálkinn og á
þeim hefði dauðadómur hans og'
síðan herforingjanna verið
bj-ggður.
Árið 1936, þegar André Sjad-
anov, einn af leiðtogunum, sem
lézt árið 1948, — var í sumar-
leyfi, sendi Stalín þeim Molo-
tov og Malenkov og fleirum.
framámönnum flokksins sím-
skeyti, þar sem hann komst svo
að orði, að hann og Sjadanov
hefðu orðið á eitt sáttir um það,
að Jagoda væri ekki hæfur til
forustu leynilögreglunnar, og
skyldi hann því tekinn höndum,
en Jesjov fengin stjórnin. Síðan
var Jesjov látinn framkvæma
víðtæka hreinsun innán æðsta
hóps leynilögreglunnar, sem
hófst með því að Jagoda var
tekinn af lífi. En þegar Jesjov
■Framhald á 7. síðu. ,