Alþýðublaðið - 22.03.1956, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1956, Blaðsíða 2
AlþýSublaSfð Fimmtudagur 22. marz 195S. Frá Same'mu ðu þjóðunum. TÍU MILLJÓN börn hafa nú verið bólusett gegn lömunar- „veiki (polío) og þegar frá eru dregin tvö óhöpp, sem bæði áttu sér stað í Bandaríkjunum, bend ir ekkert til að bólusetningin geti verið hættuleg, ef rétt er með farið. Reynsla, sem þegar hefur fengizt í Bandaríkjunum, Danmörku, Kanada, Vestur- Þýzkalandi og Suður-Afríku, hefur sannað, að „bólusetning gegn lömunarveiki gefst vel undir vissum kringumstæðinn meðal skólabarna á aldrinum 6—10 ára“. Tilvitnunin er tekin úr skýrslu, sem 12 heimskunnir iæknar og vísindamenn hafa samið um revnslu þá, sem feng- izt hefur við bólusetningu gegn iömunarveiki. Þessir læknar komu saman í Karelinsku stofn -uninni í Stokkhólmi í haust til þess að bera saman bækur sín- ar, en ráðstefnan var haldin á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofn- únarinnar (WHO). Skal hér lauslega vikið að nokkrum nið- urstöðum skýrslunnar, sem nefn ist „Poliomyelitis Vaccination, A Preliminary Review“. Það er skýrt fram tekið í skýrslunni, aS þar sem talað er um bólu- setJiingu gegn lömunarveiki er átt við bólusetningu barna í aldursflokkunum 6—10 ára, því enn skorti reynslu í bólusetn- ingu annarra aldursflokka. Aðaltilgangur sérfræðinga- fundarins í Stokkhólmi var að saí'na vísindalegum fróðleik og reynslu, sem gæti komið þeim heilbrigðisyfirvöldum að gagni, sem enn hafa ekki ákveðið hvort börn skuli bólusett gegn Jömunarveiki. ÓHÖPPIN IIRÆDDU FRÁ BÓLUSETNINGU. Óhöppin, sem áttu sér stað þegar fyrst var farið að nota Salk-bóluefnið í stórum stíl í Bandaríkjunum dró* mjög hug úr heilbrigðisyfirvöldunum og almenningi. Stærra óhappið náði til um 200 tilfella og er fvllilega ljóst hvernig það or- sakaðist. Hitt slysið þykir ekki nægjanlega upplýst ennþá. í Bandaríkjunum hefur mjög dregið úr lömunarveiki eftir að farið var að bólusetja. Þýðing- armestu spurningarnar í sam- bandi við bólusetningu gegn lömunarveiki telja sérfræðing- arnir að séu eftirfarandi: ER HÆGT AÐ TRYGGJA ÖRUGGA FRAMLEIÐSLU BÓLUSETNINGAREFNIS? Svarið í skýrslum WHO er þetta: „Nýjustu aðferðir í fram- leiðslu og eftirliti með bólusetn ingarefni ætti að vera trygging fyrir öruggri vöru.“ •—■ Hins vegar er bent á, að það hafi kom ið í ljós, að bólusetningarefni, sem framleitt var á nákvæm- lega sama hátt í mismunandi löndum hafi gefizt vel og reynzt öruggt í öðru landinu en ekki hinu. Það sé því aldrei nægjan- lega brýnt fyrir mönnum, að hafa strangt eftirlit með bólu- setningarefninu. ER RÁÐLEGT AÐ LÁTA ALMENNA BÓLUSETN- INGU FARA FRAM ALLS STAÐAR? Njðurstöður læknaráðstefn- unnar í sambandi við þessa spurningu eru, að svo framar- lega sem allra varúðarráðstaf- ana, sem getið er í skýrslunni sé öruggt að láta fram fara al- menna bólusetningu í þeim löndum, þar sem lömunarveiki gengur sem faraldur. Talið er þýðingarmikið, að börnin séu bólusett ung. HVENÆR ER BÓLUSETN- ING RÁÐ LEG? Samkvæmt skýrslunni ber að gæta tvenns: „Hversu útbreidd er veikin í viðkomandi landi, hver er kostnaður við almenna bólusetningu og hvað hyggjast menn að vinna við bólusetn- ingu í stórum stíl. Það er oft erfitt að taka ákvörðun sérstak lega þar sem ekki eru fyrir hendi skýrslur um útbreiðslu veikinnar, eða þar sem veikin leggst aðallega á ungbörn, en ekki er vitað, hversu bólusetn- ing gefst hjá ungbörnum. Hins vegar er bent á, að lömunar- veiki geti gosið upp í löndum, þar sem hennar hefur aldrei orðið vart fyrr. Það er því lögð mikil áherzla á, að haldnar séu öruggar skýrslur um útbreiðslu lömunarveiki. HVERSU LENGI VARIR ÖN/EMIÐ? Sérfræðingarnir taka fram, að enn sé engin reynsla fengin fyrir því, hve lengi ónæmi vari eftir bólusetningu. Loks veitir skýrslan margs konar leiðbeiningar í sambandi við bólusetningu gegn lömunar- veiki, t. d. um magn, hve lengi skuli líða milli bólusetninga. Hávísindalegir viðaukar urn þetta og önnur atriði fylgja skýrslunni. Sérfræðingarnir vara rnjög' eindregið við því, að hafin sé almenn bólusetning, án þess að tryggja, að nægjanlegt lið áf vönum læknum og hjúkrunar- konum séu fyrir hendi. Leið- beiningar eru til þeirra þjóða, sem hafa í hyggju að hefja fram leiðslu á bóluefni. Að lokum leggja sérfræðing- arnir til, að WHO leiti sam- vinnu við rannsóknarstofnanir víðs vegar um heim til þess að safnað verði á einn stað allri þeiri-i vísindalegu vitneskju, sem fyrir hendi er í dag um lömunarveiki og einkenni henn- ar í mismunandi löndum. SAMTÍNINGUR SKÝRT ER FRÁ sérkennilegu ástarævintýri í London. Tví- tugur maður kærði unga stúlku fyrir að hafa gefið sér utan undir á hverjum einasta degi í 3 vikur, þar sem þau biðu eftir strætisvagni. Hún bar aft- ur sér til málsbótar, að hann hafi glápt s-vo ósiðlega á sig. Önnur voru kynni þeirra ekki. Hún var dæmd til að greiða honum talsverða upphæð í bæt ur fyrir kinnhestana, en nú nokkrum mánuðum seinna eru þau trúlofuð. . * * * SÆNSKT timburfyrirtæki hef- ur gert samning um sölu á timbri til fjarlægra landa, sem ættu að geta fengið slíka vöru nær. Annað er eyjan Madagask ar við Austurströnd Afríku. Þar á að nota sænska timbrið i húsabyggingar, þar eð ekki er talinn kostur á sterkara timbri en stormviðri hafa umturnað byggingum þar undanfarið. Hitt landið er írak, og á að nota sænska timbrið í sambandi við olíustöðvamannvirki. * * » BÚGARÐUR einn í Svíþjóð hef- ur verið í eigu sömu ættarinn- ar mann fram af manni í 13 ættliði eða frá því rúmlega 1600. Ekki eru neinar horfur á breytingum, með þeirri kyn- slóð, sem nú er að koma. BARNASAGA — 22 R ,A T R £ Ð eftir Mary du Morgan Uppfinningamaðurinn Edison Myndasaga það, svo hann gat ekki fengið af sér að slíta það upp. Þá hlögw öll blómin mcð munnana. RÓBERT NÆR FRÆI AF HÁRATRÉNU. Nú var Róbert alvcg að komast að háratrénu. Stór silr- urplöntur mynduðu hátt gerði umhverfis það og voru 3auf þeirra dökkgræn. Plöntur þessar stóðu svo þétt umhverfis tréð, að ekki var nokkur leið að komast að hví. Róbert gekk fast að þeim og athugaði vándlcga hvort nokk ur leið væri að skera þær upp og mynda þamiig skarð í gerð- ið. Hann tók nú um eina plöntuna og ætlaði að rcyna að sveigja hana til hliðar cn þá slóg hún liann all ónotalega í andlitið, svo að hann féll aftur á bak og viö það ráku plönturnar með immil ana á ný upp skellihlátur. — Zirbalbaunir hjálpið mér nú, þið hafið áður hjálpað aiép mér er á reið, bjargið mér líka í þctta skipti. Hann tók cina baunina í hönd sér en um leið hrópuðu allir blómamunnarnie' einum rómi: — Zirbalbaunir, gefðu okkur Zirbalbaun. Einn munnurinm yfirgnæfði þá alla hina og kallaði: — Verið rólegir, sneri sér sídan að Róbert og sagði: Skerða þessa baun í sundur og gefðu okkur liana, þá skulu við bíta upp nokkrar silíurplöntur svo að þú getir farið leiðar þinnar að hárarénu. Róbert brytjaði baunina í smáagnir á meðan fjöldi nmma heit í sundur leggi silfurplantnanna. Að vísu börðu silfurplönt- ui'nar frá scr á alla vegu, en árangurslanst. Að lokum var svo opinn greiður vegur að háratrénu. Úr öllum I kjallaranum heima hjá sér kom hann sér upp rann- | sóknastofu á meðan hann j var enn barn að aldri, og hreifst af öllu því, er hann ! komst að fyrir tilraunir sín- I ar. Hann trúði ekki neinu fyrr en hann hafði sjálfur | reynt það, og móðir hans, ‘ sem lagði á hann mikið ást- ! ríki, veitti honum alla þá [ Jivöt og tilsögn, er hún mátti, Fullorðinn komst Edison þannig að orði, að lífsspeki sín væri falin í einu orði, —- VNNA. Tólf ára seldi hann dagblöð og sælgæti í járn- brautarlestum. Hann setti þar upp litla prentsmiðju og gaf út fyrsta „brautardag- blaðið“, sem sögur fara af, — en keypti tilraunaefni og tæki fyrir þá aura, sem hann græddi á útgáfunni. Að tilraunum sínum vann hann hvenær sem færi og tóm gafst. Það var eitt sinn, að hann kveikti í farmvagni með þessum tilraunum, Þá rak reiður lestárstjóri honum löðrung, og eftir það var Edison jafnan heyrnarsljór. Fyrir bragðið lifði hann löng um í sínum eigin hugar- heimi, meira en títt er um unglinga. s I DAG er fimmtudagurinn 22. marz 1956. FLUGFERÐIJR Fiugfélag íslands. Innanlandsflug: í dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar, Eg- ilsstaða og Vestmannaeyja, Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Hornfjarðar, ísa- fjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmannaeyja. Loftleiðir. Hekla, millilandaflugvél Loft leiða, var væntanleg tíl Reyltja- víl.ur kl. 7 í rnorgun frá New York. Flugvélin fer áleiðis til Gautaborgar, Kaupmannahafna-r og Hamborgar kl. 8. SKIPAFRÉTTI* Ríkisskip. Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. Esja er I Reykjavík. Herðubreið íór frá: Reykjavík í gærkveldi austur um land til Vopnafjarðar. Skjaldbreið fer frá Reykjavík í dag vestur um land til Akureyrar. Þyrill er í Reykjavík. Baldur’ fór frá Rvík í gærkveldi til Gilsfjarðarhafna. Eimskip. Brúarfoss fór frá Boulogne 20/3 til Rotterdam og Reykja- víkur. Fjallfoss fór frá Hamborg í gsér til Ántwei-pen, Hull og Reykjavíkur. Goðaföss fer frá Hangö 24/3 til Reykjavíkur. Gullofss fór frá Reykjavík 20/3 til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Reykjavík 20/3 til Ventspils, Gdynia og Wismar. Reykjafoss fór frá Keflavík í gær til Reykjayíkur. Tröllafoss kom til Reykjavíkur 16/3 frá New York. Tungufoss fer vænt- anléga frá Reykjavík í kvöld til Síglufjarðar, Akureyrar, Húsa-’ víkur og þaðan til Osló, Lysekil og Gautaborgar. Drangajökull kom til Reykjavíkur 19/3 frá Hamborg. fundib Æskulýðsfélag Laugarnessókn ’ar heldur fund í kvöld kl. 8.30 £ kirkjukjallaranum. Fjöibrevtt fundarefni. Séra Garðar Svav- arsson. Gjafir og áheit til SÍBS J s.íðari hluta árs 1955. N. Ní 50, Björg Bergþórsdóttir 125, , frá Dana 10, N. N. 100, framlag 1 frá Reykjavíkurbæ 50 000, Ólaf- Jur Halldórsson 10, Halldór Jóns son 75, N. N.100, Pöntunarfélag Grímsstaðaholts 2122,60, J. B„ 50, N. N. 100, Halldór Jónssoji 50, Iíalldór Jónsson 50, Flarald- ur Eggertsson 50, frá Hafnarfirði 68, frá Sadngerði 24, _N. N. 50, frá Kef-lavík 150, Á. Á. 500, frá- Xristnesi 180, frá Borgarnesi 50, frá Patr.eksfirði 15, frá Ljósa- vatni 50, Steindór 26, ísleifur Árnason 147,50, Ó. N. 35, N. N„ 350, frá Vestmannaeyjum 3036, G. B. 50, laxveiðimaður 50, G„ L. 100; frá Siglufirði 20, Magn- ,ea Símonardóttir 50, frá Reykja: vík 667,23, frá Ljósafossi 10, ÓL B. Ólafsson 1000, B. B. 100. N„ N. 25, frá Þykkvabæ 10, R.H.V,. Hólmavík 50, D. B. 50. Gjafir og áheit til Hlífarsjóðs 1955. Garðar Þórhallsson 25, Óskar Gíslason 500, Berklavörn, ■Hafnarfirði 4000, Béi’klavörn, Vestmannaeyjum 4000, Kristján Júlíusson 500. Kærar þakkir. S.X.B.S. Úlvarpið 20.30 Einsöhgur: Pétur Á. Jóns son óperusöngvari (plötur). 20,50 Biblíulestur: Séra Bjar.nl Jónsson les og skýrir Post- ulasöguna. 21.15 Tónleikar: Streng.jakvart ett nr. 2 eftix C.. Guarnier.i. 21.30 Útvarpssagan. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.30 Náttúrlegir hlntir. 22.45 Sinfónískir tónleikar. —. „Sinfonia espansiva“ eftir Carl Nielsen. 23.20 Dagskrárlok. ___

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.