Alþýðublaðið - 08.07.1956, Blaðsíða 4
4
Alþý8ubiaði%
Sunnudagur 8. júlí 1S56
Útgéfandi: Alþýðuflokkuriim.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Aug’ýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreicfelusími: 4900.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði.
Alþýðuprentsmiðjan, H\ rrfisgötu 8—10.
íslenzka landsliðið
lY-
V'
FYRIR skömmu biðu
knattspyrnumenn olíkar leik
ósigur í Finnlandi. Það eru
engin stórtíðindi og Finnar
sannárlega vel að hamingju
sinni komnir. Hitt er annað
mál, hvort skipulagi knatt-
spyrnumálanna hér er ekki
helzt til ábótavant og ástæða
til að víkja nokkrum orðum
að því atriði, svo mikill sem
áhugi almennings er í þessu
efni. Við eigum snjöllum
knattspyrnumönnum á að
skipa. Þeir eru og verða góð-
ir fulltrúar íslands, hvert
sem þeir fara og hvort held-
ur þeir sigra eða tapa. En
' hvers vegna reyndust þeir
Finnum ósnjallari að þessu
sinni? Er ekki hægt að fá
svar við spurningunni og
breytingu til batnaðar?
Ollum mun kunnugt, að
framherjar íslenzka liðsins,
markakapparnir af Akra-
nesi, eru fjölhæfir og stór-
virkir leikmenn. Nú kemur
hins vegar í ljós, að sóknin
brást, en vörnin varð betri
en vonir stóðu til. Þetta
hlýtur að valda nokkurri
undrun, enda hefur henn-
ar gætt í tali manna á með-
al. Skýringin mun sú, að ís-
Ienzka landsliðið er óæft.
Ennþá er það einstakling-
ar, sem ekki mynda sam-
virka heild á leikvellinum.
Og þetta þarf ekki að vera
neitt undrunarefni. Þjálfari
landsliðsins komst svo að
orði í samtali við íþrótta-
þul útvarpsins áður en lagt
var af stað til Finnlands, að
það hafi aðeins haft tvær
æfingar í vor og sumar. Er
við góðu að búast fyrst svo
er í pottinn búið?
Knattspyrnan er orðin rík
ur þáttur í íþróttalífi íslend-
inga. Aðbúð hennar hefur
stórbreytzt til hins betra, þó
áð enn vanti tilfinnanlega
grasvelli. En skipulagið er í
molum, þó að við eigum á-
gætum leikmönnum á að
skipa. Óæft landslið er ekki
þeim vanda vaxið að þreyta
kapp við leiknauta frá öðr-
um þjóðum heima eða er-
lendis. En þetta er á engán
hátt áfellisdómur um knatt-
spyrnumenn okkar. Þeir
gætu vissulega komið fram
með ágætum árangri, ef
skipulagsatriðin væru í lagi.
Islenzka landsliðið á að
velja í byrjun Ieikárs og
þjálfa það eins og tíðkast
með öðrum þjóðum. Þann-
ig væri unnt að Iáta það
mynda samvirka heild.
Reynslan úr Finnlandsferð-
inni er Iærdómsrík. Vissan
bregzt, en vonin rætist:
Akurnesingarnir í framlín-
unni skora ekki mörkin,
sem allir geta af þeim
vænzt, en vörnin bjargar
því, sem bjargað verður.
Hér er æfingarleysinu einu
um það að kenna, að við
eigum ekki í dag sigursælt
og samþjálfað landslið. Það
getum við eignazt á stutt-
um tíma, ef forustumenn
knattspyrnunnar taka verk
efni sitt föstum tökum, láta
vítin sér að varnaði verða
og hætta því að senda ný-
valið og óæft Iandslið til
keppni við leiknauta ann-
arra þjóða. Þetta er skylda
þeirra.
Málinu er ekki hreyft
vegna þess, að krefjast eigi
sigra af íslenzka landsliðinu.
Knattspyrnan á ekki að vera
markaæði heldur drengileg-
ur og hollur leikur. En ein-
staklingarnir, sem æfa ís-
lenzka knattspyrnu í dag,
eru slíkir, að þeir geta mynd
að sterkt landslið, ef vel er
til skipulagsins vandað, Og
knattspyrnumennirnir eiga
kröfurétt á að fá að njóta
sín og gera betur en raun
varð á í Finnlandsferðinni.
Vitnað til staðreynda
MORGUNBLAÐIÐ sannar
í forustugrein sinni á fimmtu
dag einu sinni enn, hvað það
stendur á lágu siðferðisstigi.
Þar segir, að Alþýðublaðið
skrifi ekki um uppreisnina í
Poznan og muni hafa vel-
þóknun á óhæfuverkum kom
múnista í Rússlandi og lepp-
ríkjum þess. En hver er svo
dómur staðreyndanna?
Gertst áftkrltendur blaðslns.
Forustugrein Alþýðublaðs-
ins á miðvikudag hét: Blóð-
baðið í Poznan. Og vill nú
Morgunblaðið gera svo vel
og skammast sín eða er
kannski til of mikils mælzt,
að víðlesnasta blað landsins
og málgagn stærsta stjórn-
málaflokksins kunni skárri
mannasiði en þetta?
Álþýðublaðið
Viðtal við nokkra Brommafélaga.
UNDANFARNA TÓLF DAGA hefur dvalizí hér á landi 18
manna hópur frá Bromma Idrottslag í Stokkhólmi. Flokkur-
inn er hér í boði IR og hefur keppt hér nokkrum sinnum við
góðan orðstír. Tíðindamaður blaðsins átti í fyrradag (al við
nokkra íþróttamannanna og innti þá frétta af förinni, cn heim-
Ieiðis héldu þeir í fyrrinótt.
Orð fyrir þeim hafði grinda-
hlauparinn Allan Cajander.
Hann er elztur í hópnum, rúm-
lega þrítugur og annar farar-
stjóra. Hinn fararstjórinn og
blaðamaður eru þeir einu í för-
inni, sem ekki tóku þátt í
keppni.
■— Hefur förin orðið tij gagns
og ánægju?
— Auðvitað! Og það er ein-
mitt von okkar, að þessár gagn
kvæmu heimsóknir íslenzkra
og sænskra íþróttamanna eins
og brúi hafið milli frændþjóð-
anna, ekki aðeins treysti vin-
áttubönd og kynningu, heldur
stuðli að því að auka almenn-
an áhuga fyrir íþróttum í báð-
um löndunum.
— Stendur svo ekki til, að
ÍR-ingar fari til Svíþjóðar til
keppni næsta ár?
— Jú. Eða iafnvel úrvalslið
reykvískra íþróttamanna.
BEZTA FÉLAG SVÍÞJÓÐAR
— Er þetta fyrsta skipti, sem
Bromma fer í slíka langreisu?
— Já, það má segja það. Auð-
vitað hafa fremstu íþróttamenn
félagsins ferðazt víða um og
keppt. T. d. voru hér í fyrra 4
Brommafélagar. En aldrei hafa
jafnmargir farið í keppnisferð
sem nú. Og þó sitja ýmsir beztu
keppnismenn félagsins heima.
— Breiddin er mikil hjá ykk
ur Brommamönnum. Er ekki
félagið talið hið sterkasta í Sví
þjóð?
— Það er sagt svo, annars er
erfitt að segja ákveðið um
slíkt. Félagið hefur rúmlega 200
virka íþróttamenn. í stiga-
keppni Stokkhólmsborgar fékk
t. d. félagið jafnmörg stig og Öll
hin félögin samanlagt. í stang-
arstökki eigum við fjóra menn,
sem stökkva yfir 3.80 og 5 yfir
3,71. Auk þess eigum við einn
16 ára ungling, sem stekkur yf-
ir 3,50. Hann á áreiðanlega eftir
að láta til sín táka.
—- Hvernig lízt ýkkur svö á
íslénzkt íþróttalíf? Er mikill að
stöðumunur til æfinga ög slíks?
— Það er sennilega. Annars
öfundum við ÍR sérstaklega af
aðstöðunni til innanhússæfinga
á vetrin. Maður sér það á ár-
angri t.. d. stangarstökkvar-
anna. Og - heita vatnið er nú
ekki slorlegt til að baða sig í
eftir æfingar!
— Hvað finnst ykkur helzt
skorta?
—- Frjálsíþróttir á íslandi eru
áreiðanlega á uppleið. Eftir ein
2—3 ár ættu þær að standa í
miklum blóma. Kannski skortir
ykkur breidd, en okkur skilst.
að svo hafi alltaf verið. Ef til
vill er áhugaleysi almennings
frjálsíþróttunum mestur fjötur
um fót.
— Hverjir vöktu mest athygli
ykkar af íslenzkum íþrótta-
mönnum?
— Valbjörn Þorláksson,
stangarstökkvarinn. Eða Hilm-
ar Þorbjörnsson eða Vilhjálmur
Einarsson. Og að ógleymdum
Svavari Markússyni, sem ef-
laust á eftir að ná frábærum
árangri.
— Þið haíið verið heppnir
með veður?
'-x- Mikil ósköp. Annars hefur
okkur skilizt á ýmsum kunn-
ingjum okkar hér. að sólin hafi
ekki alltaf jafnmik' \ langlund-
argeð. Sólin skín langt :"ram á
nætur, svo að ekki er hægt ann.
að en vaka. Það cr h?lzt á
morgnana að við festum blund.
— Hvað hefur annað vakið
sérstaka athygli ykkar?
■— Við erum hisss.á bví, hve
mikið fé Islendingar hafa milli
handanna.
— Og h've flugið er hér al-
gengt og 'úns^It.
— Og að vindtirinn á íþrótta-
vellinum skuli alltaf v~ra stund
vís af ákveðinni átt á ákveðnum
tímaí!).
— Og svo vonum við að síld-
in vaði meir en nokkru sinni;
fyrr, annars fáum við ekki
heitt áð borða í Svíþjóð.
— Annars höfum við verið
vel aldir hér, ég hef þyngzt um
2 kg. hér þessa daga.
— Þetta segir hann til að af-
saka árangurinn, skýtur Bo
Jonsson inn í.
— Og svo hefur auðvitað
vakið athygli olckar hin frá-
bæra gestrisni íslendinga og
ágætt skipulag gestgjafa okkar
á dvöl okkar hér. Þegar íslenzk
ir íþróttamenn koma út til Sví-
þjóðar, munum við gera allt
hvað við getum fyrir þá, útvega
þeim góð æfingaskilyrði og þess
háttar. Við stöndum í mikilli
þakkarskuld við ÍR.
— Og auðvitað verður svo
gaman að koma heim, segir Bo.
Nú verður uml og kliður,
engu líkara en sumir þessara
ungu frænda okkar séu ekkert
áfjáðir í að hverfa héðan. Þeir
líta hver á annan og brosa í
kampinn. A. m. k. vonast beir
til að koma hingað aftur. Með
þeim orð » J k » ðja þeir.
Til Stokkhólms áttu þeir að
koma í gærkvelai kl. hálf fjög-
ur, en kl. hálfsjö áttu þeir að
vei’a mættir til keppni á ’V'ótta
velli þar. Og um helgina verð-
ur sænska meistaramótið í
frjálsum íþróttum. Svo að ekki
er til setunnar boðið. Þeir biðjá
að heilsa ísl. íþróttaunnendum
og segjast fara með bjartsr
minningar heim.
Verður Sindeyðimörkin
Tækniskóli brýtur nútímasamfélagi braut í eyðimörkirmi
ÚTI á eyðimörk Pakistan má
nú líta nýtízku jarðýtur, mokst
ursvélar og önnur stórvirk tæki
að starfi. Innfæddir vélstjórar
og vélamenn reynast þessu nýja
starfi sínu fyllilega vaxnir og
leysa allan vanda í því sam-
bandi eins og langþjálfaðir
væru, hvort sem það er nú ein-
hver skrúfa eða ró, sem losnað
hefur, eða þá að Indusfljótið
flæðir yfir bakka sína og grefur
vélarnar og þau mannvirki, sem
gerð hafa verið, á kaf í sandinn.
Þannig verður víðum svæð-
um af Sind-eyðimörkinni, þar
sem áður var blómlegt menn-
ingarhérað, aftur breytt í gróð-
urlendur, sem brauðfæða f jölda
fólks. Vatnið til ræktunarinnar
er sótt í Indus, en stiflugarðar
byggðir og áveituskurðir grafn-
ir með stórvirkum vinnuvélum.
Það er fyrst og fremst ýmsum
sérstofnunum Sameinuðu þjóð-
anna að þakka, að þessj starf-
semi er hafin. Vinnumálastofn-
unin hefur að sínu leyti forustu
um starfið — og það er hún,
sem komið hefur á stofn skóla
til tækniþjálfunar hinum inn-
fæddu, sem starfið eiga að leysa
af hendi og fara með hinar stór-
virku vinnuvélar og önnur ný-
tízku starfstæki.
Skóli þessi hefur aðsetur sitt
í Jamshoro, eyðimerkurstað,
sem ákveðið er að verði eins
konar höfuðborg á þessu svæði.
þegar vegir hafa verið lagðir,
skurðirnir grafnir og stíflugarð
arnir byggðir. Þegar eyðimörk-
inni hefur aftur verið breytt í
blómlegt menningarhérað þar
sem íjöidi fólks býr við hin
beztu kjör.
FYRST REIKNINGUR —
SÍÐAN VÉLFRÆÐI
Skóli þessi hefur þegar út-
skrifað fimmtíu mokstursvél-
stjóra og sérfræðinga í meðferð
annarra stórvirkra vinnuvéla.
Verði eftii’spurnin framvegis
jafnmikil og nú ,er ekki annað
sýnna en að stækka verði skól-
ann til muna. Þörfin fyrir fag-
lærða verkamenn er nú mun
meiri en unnt er að uppfylla —
um leið og nemendurnir útskrif
ast eru þeir komnir að starfi.
Það var Alþjóða vinnumála-
stofnunin, sem sá um val fyrstu
nemendanna í samráði við
stjórn landsins. Þeir voru vald-
ir úr hópi meira eða minna
þj álfaðra byggingaverlcam anna,
margir hverjir lítt menntaðii',
sumir kunnu til dæmis hvorki
að lesa né skrifa. Var bá fvrst
tekið til við að kenna þeim und-
irstöðuatriðin, — reikninginn -
og þegar þeir höfðu náð nokk-
urri leikni í tugabrotum var tek
ið að kenna þeim vélfræði.
Nu hefur skólinn valda nem-
endur, enda úr miklum grúa
umsækjenda að velja. Og þeir,
sem skólinn útskrifar nú,
standa öðrum slíkum vélfræð-
ingum hvar sem er fyllilega á
sporði hvað kunnáttu og bjálf-
un snertir, jafnvel samkvæmt
ströngustu kröfurn vesti’ænna
bjóða.
KVIKMYNDIR
OG SEGULBÖND
Skóli þessi hefur nú starfað í
hálft annað ár. Breti nokkur,
sem dvalizt hefur lengst af í
Austurlöndum, veitir honum
(Frh. á 7. síðii.)