Alþýðublaðið - 29.04.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.04.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ af greiðslum félaga eða einstakra manaa aðeins greiðslur í pósti. Hönnum er því hvorki bannað að senda i pósti, eða taka með sér tii útlanda, ávísanir né víx'a á útlönd, þv( að ávísanir og vfxl ar eru ekki peningar, enda þótt þetta sé aðal gjaldmiðillinn við átiönd. í fjórða lagi er landsstjórninni auðvitað hvergi bannað að ráð stafa sínum eigin fjárgreiðslum. En slfkar ráðstafanir lenda á þeim þröskuldi, að bankarnir, sem ættu að yfirfæra til útlanda slíkar greiðslur, verða að fá leyfi við skiftanefndar. Landsstjórnin hefir á þenna hátt sett sjálfa sig undir viðskifta- nefndina, og þarf ekki að undir- strika hve fráleitt það er. Hún hefir auk þess með þögninni undanþegið íhlutun viðskiftanefnd- ar, inneignir og lánstraust einstak- lÍDga og félaga erlendis, sem og ávísanir þeirra og vfxla á útlönd. Reglugerðin er sjálfsagt gerð í góðri meiningu, en að orðabgi er hún ekki neitt meistarastykki. Þau ,göt“, sém á henni eru, sýn- ast nægilega víð til þess, að þeir, sem kæra sig um, smjúgi gegnum þau. Ef þessar ráðstafanir eiga að verða að nokkru gagni og annað en hefndarherferð á hendur bönk- unum, þá verður viðskiftanefndin að fara eftir öðrum reglum en þeim, sem standa í reglugerðinni. (Framh.) Héðinn Valdimarsson. Kosoúpnar í Damörka Hér fer á eftir tilkynning frá ræðismanni Dana hér, dagsett í gær. Iiún breytir í engu þeim úrslitum, er áður' voru kunn, en er nokksru nákvæmari í heildar- tölunum. í gær var sagt hér í blaðinu, að vinstrimenn hefðu unnið 3 sæti, en eftir þessu eru þau 4: „Eftir þeirri talningu við þing- kosningaraar, sem nú eru fyrir hendi, hafa atkvæði fallið þann- ig, að: Vinstrimenn hafa fengið 350,407 atkv., jafaaðarmenn 299 692 atkv., íhaldsmenn 201,031 atkv„ rót- tækir vin^tnmenn 122,144 atkv., iðarekend-flokkurinn 29.279 atkv.. Centram (prófessor BircU) 9055 atkv., óhaðtr jafnaðarmenn (M ir- Ott) 7,255 atkv. og vinstri jafnað- armenn 3 807 atkv. Enn þa tufír ekki verið kosið í Færeyjum“. Að öðru leyti vísast til þess, sem stóð í blaðinu i gær. Reimleikinn á hiMl Eitthvað hefir verið minzt á reimleik þann, er gerðist á Kvía- bekk f Ólafifirði í vetur, en alt hefir það verið á reiki og fult af missögnum. Er þvf hér tekin upp lýsing, sem birtist í 5 tölubl. »Framsc, á þessum draugagangi, eftir sjálfan bóndann á Kvfabekk, Rögnvald Rognvaldsson: »Laugardaginn 29. nóv. s.l. var tekin gröf að Ifkt Bjarna sáluga Gtslasonar frá Hreppsenda, f hin um forna grafreit Kvíabekkjar prestakalls. En sökum þess, að vinir og vandamenn hins látna fyrirhuguðu, að ekkja Bjarna sal. yrði lögð í sömu gröf á sínum tíma, þá varð ekki hjá því kom- ist að gröf þessi tæki töluvert pláss í kirkjugarðinum. Kom því upp við grafartektina talsvert áf lausum beinum og þrjár kistur, sem allar varð að taka frá svo að hægt væri að koma þessu í verk. Um eða eftir dagsetur að kvöldi dags þess, er jarðarförin fór fram, fór Kristján sonur minn að taka hey í hlöðu, sein stendur um 2—3 faðma frá kirkjugarðinum, en þeg- ar hann opnaði hlöðudyrnar, sér hann hvar maður stendur inni við heyið og horfir fram. Ætlar Krist- ján að þrífa til hans en fær hvergi á honum tekið og sér að vera þessi líður með fram heyinu út að vegg og hverfur þar. Fór Kristján þá að leita að ljósáhaldi og kveikir en verður einkis var meðan hann var að taka heyið. Nú ber ekkert til tíðinda þar til nóttina milli i. og 2, des. Þá dreymir mig að ég þykist ætla að ganga út, en þegar ég kem að útidyrahurð, sé ég hvar mað- ( ur liggur á hurðinni innanverðu. Þykir mér maður þessi kalla tií mfn og b ðja mig að koma sér til hjá'par, þvf að hér sé sá úti fyrir, sem ekkert erindi eigi í bæinn Þykist ég þá hlaupi strax á hurðina, en finn um leið, að hurðin er að ganga af hiörunum Og koma i fang mér. Vtl ég þá kalla á hjálp í bæinn, en við það vaknaði ég og var þá farjnn að lata tlla í svefni. — Er þá liðið langt af nótt, en ég Iigg nú vak- andi og athuga draum minn. Svo er háttað baðstofu á Kvfa- bekk, að skilrúm er um þvera baðstofu miðja og tvö hliðarher- bergi undir vesturhlið í suðurenda. Er annað herbergið svefiistofa okkar hjónanna, en norðutpirtur baðstofunnar ætlaður flestu öðru heimilisfólki. — Hefi ég nú legið vakandi sem fyr segir alt að hálf- um klukkutíma, en heyri þá há- reysti og skark í frambaðstofu. Fór það mjög vaxandi og sein- ast kveður svo ramt að, að ég fer að svipast eftir hvað um sé að vera og kemst þá að raun um, að ekki er alt með feldu. Tveir drengir um fermingaraldur sváfu þar saman í rúmi, en voru nú báðir vakandi og sjá mann koma að rúmi þeirra og vill sá draga rúmfötin ofan af þeim. Strákar vilja ógjarnan missa af að óreyndu og halda fast á móti og er togast á af nokkru afli svo- að brakar f rúminu, Dettur nú öðrum stráksa það snjallræði f hug, að hann hrækir á veru þessa, en við það sleppir hún þegar öll- um tökum og svífur að næsta túrni. í þvf sváfu stúlkukrakkar þrír og tekst þar nú sami leikur- inn, sem fyr segir, og þó þeim mun harðari, að nú rifnar ver af yfirdýnu stúlknánna. Var þá Ijós kveykt, en við það hvarf svipur þessi á burt. (Framh.) Perú og Bolma. Deilur allmiklar hafa staðið milli ríkjanna Perú og Bolivíu f Suður Ameríku. Höfðu þær nær því leitt til styrjaldar milli rfkj- anna. En Perú kvaddi Bmdarfkí Norður-Amerfku til milligöngu, svo ekki mun verða úr stríði. Orsökin var árás á sendisvéit Perú í Lapar í Bolivíii.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.