Alþýðublaðið - 29.04.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.04.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBL AÐIÐ *. 2 drengir, siðprúðir og skilvísir, óskast til að bera út Alþýðu- blaðið til kaupenda. Aðvörun Að gefnu tilefni auglýsist hér með, að eigendur vara, sem hér eftir koma hingað til landsins án leyíis Viðskiftanefndar, mega búast við því, að þeir verði látnir sæta ábyrgð fyrir innflutning varanna samkv. 8. gr. reglugerðar um innflutning, frá 12. marz þ. á. Reykjavík 28. apríl 1920. Við skií tanef ndin. Um daginn og Tegiw. Slgmnndnr Jónsson úr Hafn- arfirði, sá er getið var um að mist hefði fratnan af höndunum við veiðar á togara I Vestmanna eyjum, lézt af afleiðingum þess 20. þ. m. S gmundur sál var kvæntur og lætur eítir sig konu pg böm, flest uppWomia. Hann var dugnaðarmaður og vel iátinn af öllum, er þektu hann. Hrteddir peningamenn! Tveir peningamenn (nnnar þó leppur útlendinga) ræddust við inni á rakarastoíu og það, scm þeim virtist í svipinn vera mest áhuga- mál, Var það, að hindra heim- komu ölafs Friðrikssonarl Þeir hafa ótta af Óiafi Hræddir um að hann verði þeim ekki nógu eftirlátur. A. Fiskiskipin. í gær komu Leif- ur hepni með 90 föt af lifur og Skallagrfmur með 150 föt. í fyrra- dag kom Belgaum eftir skamma útivist, er hann hættur að fiska í s&lt í bili, en á að taka hálff.-rmi af blautum saltfiski og flytja til Englands jafnframt því sem hann fiskar í ís. Yeðrið í dag. Reykjavfk .... 'N, 3.i- ísafjörður .... N, - 36 Akureyri .... NNV, -30 Sayðisfjörður . . N, -5- 2,0. Grímsstaðir . . . N, 5 5- Þórsh., Færeyjar NNA, liti 1.6. Stóru stafirnir merkja áttina. -4- þýðir frost. Loftvog há, hæst fyrir norðvest- an land, norðan kuldassormur, hríð á Norður- og Austurlandi. Hver ber hallann? Fyrir mán- uði síðan var maður á gangi í Austurstræti og vissi þá ekki fyrri til, en gluggi skall á höfði hans og meiddi hann svo, að hann hefir sfðan legið á sjúkrahúsi. Hvass- viður var á og hafði glugginn losnað úr einu húsinu við götuna. Maðurinn var sjómaður, og má nærri geta, að þetta verður ekki svo Iftið tap fyrir hann: Að missa vinnu í meira en mánuð og verða auk þess að Iiggja á sjúkrahúsi svona lengi. Annað eins atvik og þetta hefði utánlands verið rann- sakað, og ábyrgð komið fram á hendur þeim, sem sök átti á, ef nokkrum varð um kent. En nú er of seint að fást um það, og sá. sem fyrir meiðslunum vatð, verð- ur að bera skaðan bótalaust. Rafoap í stað kola. Alstaðar um heiminn er unnið að því, að breyta eimvögnum í rafmagnsvagna. Hvar sem því verður við komið, er rafroagnið að ryðja kolunum úr vegi. Þjóð- irnar hafa lært það á strfðsárun- um, að vatnsaflið er dýrmætara en svo, sð heppilegt íé að láta það ónotað. Þær hafa beinlínis neyðst til þess, að taka rafmagnið í þjónustu sína. En íslendingar dotta enn þál ítalska stjórnin hefir nýskeð ákveðið, að taka rafmagn til af- nota á 6 þúsund km. löngu svæði af járnbrautum þar í Iandi, í stað kola. Einkarafstöðvar senda rafmagnið til stöðva, sem reistar verða á rafbrautarsvæðinu, fyrir þau kjör, sem rafmagnsnefnd rfk- isins hefir ákveðið. Hafa ítalir gefið út lög um þetta efni 1918. Látiö olilitxi* leggja raf- leiðslur 1 hús yðar meðan tími er til þess að sinna pöntunum yðar fljótt. Hf. Rafmagnsfélagið Hiti & Ljós. Vonarst æti 8, Sími 830. Bayrum (hármeðal) er bezt í verzlun Símonar Jónssonar Laugaveg 12. Sími 221. Telpu, röska og góða, vant- ar okkur í sumar. Guðrún og Steindór. Grettisgötu 10 uppi. Áður hefir þess veiið getið, að Frakkar væru að breyta járn- brautum sínum í rafbrautir. Þjóð- verjar hafa þegar nokkrar raf- brautir, Rússar virkja fossa sína og flúðir eftir mætti, Amerfku- menn gera siíkt hið sama og jafnvel Englendingar, kolakóng- arnir sjálfir, breyta járnbrautum sfnum í rafbrautir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.