Alþýðublaðið - 24.08.1956, Page 2
Alþýgnblagjg
Föstudagur ' 24. ágúst 1956.
1
(Frh. af 3. síðu.)
lítils háttar irá sauðfjárrækt í
Finnlandi á fundi, sem haldinn
var með blaðamönnum í gær. í
Finnlandi er fé af sama kyni og
liér og svipað útlits. Reynd hef-
ur verið kynblöndun við enskt
fé, en ekki tekizt til þessa, en
nú eru tilraunir með kyr.bæt-
ur með Lincoln-fé í því skvni
að fá betra kjöt, en hins vegar
•er ull þar betri og af henni
raeiri afrakstur en hér og ann-
ars staðar á Norðurlöndum, ill-
hærur og „dáuð hár“ koma vart
eða ekki fyrir. Ein tegund inn-
an stofnsins er ræktuð sérstak-
legá með tilliti til skinnavöru,
sem af henni fæst. Af afurða-
iati er 30% fyrir ullina. Lamb-
þungi eftir 6 mánuði, sauðburð
u.r í marz—apríl, slátrun í sept
•ember, er algengastur 30 kg. og
þykir mjög góður 40 kg. Hér er
hann algengastur 40 kg. eftir 4
mánaða líf. Fé hefur fækkað í
Finnlandi að undanförnu, er nú
750 þus., sumartalið. Það stend
ur fyrir þrifum, að lítið er um
afrétti og heiðarlönd, en féð
verður að ganga í ræktarjörð.
Sigurd Bell sagði frá sauð-
fjárrækt í Noregi, sem er mest
á Norðurlöndum, aðallega vest-
t anfjalls og upp til fjalla austan-
fjalls. T. d. er í byggð eins og á
Rogalandi 6. hluti allrar fjár-
i -eignar Norðmanna, en hún er
| tæpar tvær milljónir fjár, sum-
! artalið. Fé mun nú almennt
; ekki haft í seli lengur, en hins
i vegar eitthvað af geitum og
kúm. Verðmæti ullar er sem
; samsvarar 10—25% af afurða
verðinu (til samanburðar má
.geta þess, að hér er það 7—
10% af því. Ull er þar skipað í
1 gæðaflokka og bændur fá þar
ull sína greidda eftir gæðamati
(hér eftir þunga). Sauðfjárkyn
er þar sama og hér, því fækk-
aði um skeið, en hefur nú fjölg
að aftur og er ullin talin hin
ágætasta í gólfteppi, áhreiður
og því um líkt. Annars fjölgaði
fé í Noregi mjög á stríðsárun-
um, en eftir 1952 hefur komið
nokkur afturkippur.
Loks sagði . Phílip'hson frá
sauðfjárrækt í Svíþjóð. Þar er
sauðfé talið um 250 þús., mikið
af því, t. d. á Gotlandi og í
Norrlandi. Þróunin í Svíþjóð er
annars sú, að sauðfé, kúm og
hestum fækkar að sama skapi
sem svínum og alifuglum fjölg-
ar. Sauðfjárrækt í Svíþjóð er
allólík þeirri, sem hér er, þó að
kyn sé hið sama. Miklu meiri
rækt er þar lögð við ullina, og
skipt þar í 4 flokka og gæða-
kröfur miklar. Grár litur á fé
er nú í tízku í Svíþjóð. Mestur
partur af grárri ull eða gærum
héðan fer til Svíþjóðar, en tölu
vert -er einnig keypt af kjöti.
Það er einkum, að gotlenzka
féð er. ræktað vegna kjötsins, en
Phiiiphson kvað það ekki eins
go.tt og íslenzka kindakjötið.
ULL EBA KJÖT
Af frásögnum þessara manna
sézt, að því austar sem dregur
er úliin fremur látin sitja í fyr-
irrúmi, en aðaláherzlan lögð á
kjötið í hinu vestiægari Norð-
urlöndum. 1 Finnlandi kostar
eitt kg. ullar af beztu teg. sama
og 3 kg. af kjöti, en hér hjá
okkur er kjötkílóið miklu dýr-
ara en kg. ullar.
Þeir létu góð orð falla um
hin ágætu skilyrði til sauðfjár-
ræktar hér og annað, sem þeir
hafa séð hér á landi og rómuðu
gestrisni.
(Frh. af t. síðu.)
NASSER FELLST EKKI Á
TILLÖGU MEIRIHLUTANS
Sérstakur sendimaður Nass-
ers í London lýsti jafnframt yf-
ir því, að Egyptar fallist ekki á,
að skurðurinn verði settur und-
ir alþjóðastjórn. Hins vegar
segja ábyrgir aðiljar, að sendi-
maðurinn hafi sagt við Krish-
na Menon, fulltrúa Indlands, að
Egyptar geti aðeins fallizt á til
lögu Indverja um ráðgjafar-
nefnd fyrir skurðinn sem grund
völl samkomulags í deilunni.
Talin er lítil von til þess, að
Egyptar fallist á tillögu meiri-
hlutans á ráðstefnunni.
LOKAFUNDURINN
Það var fulltrúi Nýja-Sjá-
lands, sem á lokafundinum
kom formlega fram með tillög-
una um tilnefningu ríkjanna
firnm í nefndina. Dimitri She-
pilov. utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna, hélt þá klukkustund-
ar ræðu og lagði til, að ráðstefn
an semdi orðsendingu til eg-
ypzku stjórnarinnar og inni-
héldi orðsendingin afstöðu bæði
meiri- og minnihlutans. Pinay,
franski utanríkisráðherrann,
dsorn fram með tillöguna um að
senda orðrétta skýrslu frá ráð-
stefnunni. Krishna Menon lýsti
sig samþykkan, en með þeim
fyrirvara, að fyrst meirihlutinn
hafi í hyggju að senda fimm-
mannanefndina á fund Nassers
til að skýra sjónarmið meiri-
hlutans, verði það að vera Ijóst,
að nefndin sé ekki fulltrúi ráð-
stefnunnar í heild.
LANGE EKKI SVARTSÝNN
Lange, utanríkisráðherra
Norðmanna, lét svo ummælt
við norsku fréttastofuna í gær,
að augljóst væri, að framtíðar-
lausn á deilunni yrði sú, að
Sameinuðu þjóðirnar hefðu að
einhverju leyti hönd í bagga
með stjórn skurðarins. Lange
vildi ekki gera of mikið úr á-
greiningnum á Lundúnaráð-
stefnunni, en benti á, að allir
væru sammála um, að sam-
komulag yrði að nást með við-
ræðurn við egypzku stjórnina
og að lausn deilunnar yrði að
byggjast á samvinnu Egypta og
landanna, sem siglingar stunda
um skurðinn. Hann sagði, að í
tillögu meirihlutans sé tekið
fullt tillit til fullveldis Egypta,
og að tillagan sýni, að ríkin
vilji ganga langt til. að brjóta
ekki í bága við hagsmuni Eg-
ypta og til að finna málinu
sanngjarna lausn.
TILLAGAN
Tillaga meirihlutans hljóðar
í lauslegri þýðingu svo:
„Þær ríkisstjórnir, sem fall-
ast á þessa yfirlýsingu, álíta
það ástand, sem skapazt hefur,
mjög alvarlegt og.byggja tillög-
ur sínar um friðsamlega lausn
deilunnar á starfstakmarki og
grundvallarhugsjónum Samein
uðu þjóðanna. Þær eru sér þess
meðvitandi, að við lausn máls- \
ins verður annars vegar að
virða sjálfsákvörðunarrétt og
sjálfstæði Egypta og kröfur um |
réttlátar bætur vegna starf- j
rækslu skurðarins, hins vegar
að tryggðar séu frjálsar sigling J
ar um skurðinn sem alþjóðlega
siglingaleið í samræmi við sam
þykktir og samninga frá 1888.
Þær ganga og að því sem vís.u,
að hlutafélaginu, sem annaðist
gerð og rekstur skipaskurðar-
ins, verði greiddar sanngjarnar
skaðabætur og að nauðsynlegar
aðgeriðr til slíkrar bótagreiðslu,
þar með talin málamiðlun, ef
ágreiningur verður, séu inni-
faldar í þeirri lausn, sem hér er
stungið upp á. Ríkisstjórnirnar
eru sammála um þessi atriði,
og síðan, að í samræmi við sátt
málann frá 1888 skal komið
þeirri skipan á stjórn skurðar-
ins, að hún tryggi öllum lönd-
um frjáls not skurðarins. í
þeirri skipan skuli tekið fullt til
lit til réttar Egypta sem sjálf-
stæðrar þjóðar, og tryggður sé
virkur og áreiðanlegur rekstur,
viðbald og aukning skurðarins
sem frjálsrar, opinnar og tryggr
ar alþjóðlegrar siglingaleiðar í
samræmi við ákvæði sáttmál-
ans frá 1888. Stjórnmálalega ó-
háður rekstur skurðarins, rétt-
látar greiðslur til Egypta fyrir
notkun skurðarins, sem skull
vaxa eftir því, sem rekstur hans
og umferð verður meiri, eins
lágar greiðslur fyrir ferð um
skurðinn og unnt er, og ekki
skuli reksturinn gefa af sér
neinn ágóða.“
Úr öii
%
í DAG er föstudagurinn 24.
ágúst 1956.
FLUGFERÐIR
Loftleiðir.
lÆÍgúflugvál Loftleiða h.f. er
væntanlég kl. 9 frá New York,
fer kl. 10.30 til Osló, Káup-
mannahafnar og Hamborgar.
Hekla er væntanleg kl. 22.15 frá
Luxemborg og Gautaborg, fer
kl. 23.30 til New York.
SKIPAFRETTIR
Ríkisskip.
Hekla fer frá Reykjavík kl.
18 á morgun til Norðurlanda.
Esja fer frá Reykjavík á morg-
un austur um land í hringferð.
Herðubreið er á AustfjörSum á
norðurleið. Skjaldbreið fer frá
Reykjavík á morgun vestur um
•3. Kisulóra og töfrakúlan.
Myndasaga bamanna
kwm
imi
í i n i i' j rvu
„Og nú skalt þú fá fyrir ferð-
ina!“ hrópar bóndinn og snýr
sér að Kisulóru, sem þegar tek-
■ur á rás. „Ég líð engum það að
fara þannig með kýrnar mín-
ar.“ En bóndi fær brátt um
annað að hugsa, því að mjalta-
stúlkan, sem er að klemma föt
á þvottasnúruna, rekur upp
vein mikið. Töfrakúlan hefur
nefnilega lent ofan í einni
skyrtunni og vesalings stúlkan
hyggur að um galdra og gern-
inga sé að ræða — sem ekki er
heldur sönnu fjarri.
J l.l...:4i i ; ' ? j ’ • f F L W ( r'~\
s y Ö
■ % G
IO. m 11
‘ R A 1; J
"m ■ 0 V-:; | &
lu T u R
Sentor virtist bráður bani
Tbúinn. Hann rak upp óp um
leið og hann féll til jarðar og
er enginn vafi á að hundarnir
Jhefðu banað honurn í næstu
andrá, ef Jeni hefði ekki komið
honum til hjálpar. Hún greip
kaðalinn, sem hún hafði verið
fjötruð með og barði með hon-
um til hægri og vinstri, unz
hundarnir hörfuðu undan. Zor
in bölvaði er hann sá að þessi
leikur virtist ætla að fara á allt
annan hátt en hann hafði ráð
fyrir gert. Jeni kom föður sín-
um í var við staurinn og barð-
ist síða neins og hetja við hlið
hinum, en hundarnir lágu dauð
ir eins og hráviði á leiksviðinu.
land til Raufarhafnar. Þyrill er
á leið til Þýzkalands. Skaftfell-
ingur á að fara frá Reykjavík í
kvöld til Vestmannaeyja.
Skipadeild SÍS.
Hvassafell er væntanlegt til
Sölvesborgar í dag. Ai-narfeII
fór 18. þ. m. frá Siglufirði áleið
is til Ábo og Helsinki. Jökul-
fell er í Hamborg. Dísarfell los-
ar á Skagafjarðarhöfnum. Litla
fell losar á Vestfjarðahöínum,
Helgaícll er í Wismar, fer það-
an á morgun til Flekkefjord,
Haugesund og Faxaflóahafna.
Vormann Rass er í Þorlákshöfn.
Emskip.
Brúarfoss fer frá Grimsby f •
dag til Hull, Antwerpen, Lond-
on og Reykjavíkur. Dettifoss
hefur væntanlega farið frá Hull
22/8 til Reykjavíkur. Fjallfoss
fór frá Sauðárkróki í gærmorg-
un til Flateyrar og Reykjavíkur.
Goðafoss fór frá Siglufirði í gær
kveldi til Sauðárkróks, ísaf jarð-
ar, Flateyrar, Patreksfjarðar og
Faxaflóahafna. Gullfoss kom til
Kaupmannahafnar í gærmorgun
frá Leith. Lagarfoss fer frá New
York á morgun til Reykjavíkur.
Reykjafoss er í Reykjavík.
Tröllafoss kom til Hamborgar
22/8, fer þaðan 27/8 til Reykja-
víkur. Tungufoss fór frá Reykjai
vík í gærkveldi til Stykkis-
hólms, Raufarhafnar, Þórshafn-
ar, Húsavíkur og Siglufjarðar.
AFMÆLI
Sigurður Þóraðrson, Merkur-
götu 5, Hafnarfirði, er sjötugur
í dag.
o—
Blaðamannafélag íslands.
Félagsfundur verður haldinn.
n.k. þriðjudag kl. 1.30 e. h. £
Naustinu (uppi). Fundarefnir
Samningarnir. Áríðandi að fé-
lagsmenn mæti.
Útvarpið
19.30 Tónleikar: Harmonikulög.
20.30 „Um víða veröld“ (JEvar
Kvaran leikari flytur þátt-
inn).
20.55 íslenzk tónlist: Tónverk
eftir Jón Nordal.
21.15 Upplestur: Kristján skáid
frá Djúpalæk les kvæði.
21.25 Tónleikar.
22.10 „Róbinson“, saga eftir Sig
fried Siwertz, VIII (Helgi.
Hjörvar).
22.30 Létt lög (plötur).