Alþýðublaðið - 24.08.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.08.1956, Blaðsíða 4
4 Alþýgubiaglg Pöstudagur 24. ágúst 1958. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Slgvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Augiýsíngastjóri: Emilía Samúelsdóttír. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4S02. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðj an, H\ erfisgötu &~10. Listamannalaunin ÚTHLUTUN listamanna- launa hefur jafnan verið ær ið þrætuepli undanfarin ár. Nú ganga þær deilur í endur nýjun lífdaganna, og er til- efnið grein í tímaritinu Birt ingi, sem leiddi til umfangs- mikilla umræðna í Þjóðvilj- anum. Sannast þar einu sinni enn, að sitt sýnist hverjum, enda naumast við öðru að búast. Ýmsar hugmyndir hafa fram komið um fyrir- komulag uthlutunarinnar, en ekki vitað, að menn muni á eitt sáttir um neina þeirra. Það sýnir bezt, hvert vanda- verk úthlutnin er. Hún sprengdi á sínum tíma sam- tök rithöfundanna í loft upp, svo að þau reyndust ekki vax in vanda þessarar fram- kvæmdar. Sundurþykkjan kemur því engum á óvart. Hennar gætir bæði meðal iistamannanna og 1 hópi al- mennings, enda munu skoð- Etnir á listum oft og tíðum jafnmargar og einstakling- arnir. Hitt er vel farið, að málið sé rætt opinberlega. Slíkri viðleitni er tengd sú von, að upp verði funöið nýtt og betra fyrirkomulag á úthlutuninni, og þess myndi sannarlega þörf. Aft- ur á móti mun chugsandi, að allir hlutaðeigendur verði á- nægðir, hvaða háttur sem upp myndi tekinn. Umræðurnar, sem nú fara fram um úthlutun listamannaiaunanna, hafa ekki leitt til neinna nýrra tillagna. Menn vilja breyt- ingu í þessu efni, en gera sér ekki alls kostar Ijóst, hver hún eigi að verða. Þetta er aðalvandi málsins. — Samtök listamannanna ættu að freista þess í sam- exningu að ræða fyrirkomu lag úthlutunarinnar og reyna að finna henni ein- hvern framtíðargrundvöll. Sömuleiðis myndi tíma- bært, að menntamálaráðu- neytið hlutaðist til um undirbúning þess, að nýtt fyrirkomulag verði reynt í þessu efni og aiþingi komi málinu í fastara horf en nú er. Listamönnunum sæmir ekki að una óánægjunni. Þeim er skyít að koma með tiliögur til úrbóta og hjáipa til að finna lausn vandans. Gagnrýnin er neikvæð þangað til þetta tekst. Hún þyrfti að verða svo já- kvæð, að frarntíðargrund" völlur fyndist, og um þá viðleitni ætíu állir aðiiar að sameinast. Hún er vissu- Iega tilraunarinnar verð, Starfsreglur núverandi út hlutunarnefndar listamanna launa þarf tvímælalaust að endurskoða. En alþingi hefur enn ekki markað aðra stefnu í málinu en ákveðna tiltekna fjárupphæð, sem það feiur síðan þriggja manna nefnd að úthluta. Löggjafarsam- koman annaðist sjálf f járveit inguna forðum daga og varð þeirri reynslu ríkari, að ó- mögulegt virtist að gera lista mönnunum til hæfis. Sam- tök rithöfundanna komust að sams konar niðurstöðu. Það er því ekkert undrunar- efni, að skoðanir reynist skiptar um vinnubrögð og niðurstöður úthlutunarnefnd arinnar, sem tekið hefur við vandanum af nefndum aðil- um. Getsakir í hennar garð eru óþarfar og ósanngjarnar. Hún stendur ekki í vegi þess, að fyrirkomulagi úthlutun- arinnar verði breytt. En ungu listamönnunum er hollt og skylt að kynna sér sögu málsins og átta sig á þeirri staðreynd, að þetta mál verður þrætuepli þang- að til einokun er komin til sögunnar, og hennar mun enginn íslendingur óska í þessu efni. Mat á listamönn- um og listaverkum er og verður persónulegt álit, en ekki óhagganlegur og auð- sannanlegur úrskurður. Þrír menn, sem skrifa um úthlut- unina í Þjóðviljann, aðhyll- ast raunverulega þrjár skoð- anir. Þeim getur því ekki dottið í hug, að þrír menn kosnir af alþingi komist að niðurstöðu, sem allir telji hina einu réttu. Og hvað mun þá að segja um álit þess almennings, sem borgar brús ann? Nýtt fyrirkomulag á út- hlutun listaniannalaun- anna verður að byggjast á grundvelli, sem þxggjend- ur fjárins og veitendur verði svo sammála um, að breytingin þyki reynandi. Þetta er vandasamt eins og fengin reynsla sýnir og sannar. Sá möguleiki er jafnvei hugsanlegur, að breytt yrði um íil hins verra, og slíks mun engínn óska. En megínskxlyrði þess, að nýít og betra fyr- irkomuiag verði upp fwnd- ið, er að gagnrýnendurnir beri fram tiliögur, sem þeir hafi trú á, — og vxlji gerast ábyrgir aðxlar að framkvæmd þeirra. \ s s N S s s s i s s s s s s s s s s s s s s s s s s S s S s s N s $ * s s N b b s s s s s s s s s $ * s s S * s s s s s S s s s s S s s’ s s V s s s S s s s s s s áskílffasíniðr blaislns eru 4S60 og 4901. Utan úr heimi SÖMU frambjóðendur munu heyja kosningabaráttuna í Bandaríkjunum nú í haust og 1952. Demokratar hafa tilnefnt Adlai Stvenson og repúblikan- ar Eisenhower eins og við mátti búast. Enn ganga þeir því til einvígis, og ekki er neinum vafa bundið að sigurhorfur Eisenhowers eru mun meiri. Hefði forsetinn verið heill heilsu, mundi ekki nokkur mað ur vera í vafa um úrslitin. Nú má vera að kjósendum þyki hann ekki nægilega hraustur til að gegna þessu erfiða embætti, og einkum munu margir hik- andi við að kjósa hann, ef hann tilnefnir Nixon enn sem vara- forseta. Tilnefning varaforseta gekk auðveldlegar en menn höfðu almennt búizt við, meðal ann- ars vegna þess að Kefauver dró sig í hlé til að bæta aðstöðu Harrimans til að hafa áhrif á gang þeirra mála. Meira að segja skilyrðislaus stuðningur Trumans dugði honum ekki. Mikilvægast í þessu sam- bandi er þó að Stevenson virð- ist hafa tekizt að skapa ein- ingu innan flokksins um aðal- deiluatriðið, réttindamál negr- anna. Mest hefur verið deilt um afstöðu flokksins til hæstarétt- ardómsins varðandi ólögiegan kynþáttaaðskilnað í skólunum. ■ Annars vegar voru Norðurríkja' menn, stuðningsmenn Harri- mans, sem kröfðust þess að dómur hæstaréttar skyldi virt- ur í framkvæmd; hins vegar, Suðurríkjamenn, sem ekki vildu að minnzt yrði á hæsta- réttardóminn í kosninga-stefnu yfirlýsingunni. Um þetta stóð deila á þinginu og svo einkennilega vildi til, að Truman — stuðningsmaður Harrimans — varð til þess að veita Stevenson það lið, sem um munaði. Hann varaði við stefnuskrárályktunum, er orð- ið gætu til að sundra flokkn- um í baráttunni, og var þá gengið til samkomulags. Segj- ast demókratar vera hæstarétt- ardómnum fylgjandi, en yfir- lýsing þeirra um framkvæmd hans er mjög loðin. Er varað við að beita þar „valdi“, en ekki skilgreint hvað átt sé við með því orði. Með öðrum orð- um — verði Stevenson kosinn forseti, eru honum frjálsar hendur um framkvæmdir í málinu. Þeir, sem gera sér vonir um hyggilegri stefnu í utanríkis- málum, ef Stevenson verði kos- inn, munu furða sig á stefnuyf- irlýsingu flokksins hvað þau snertir. Nú hafa demókratar tekið upp svæsna andkommún- istíska stefnu, saka repúblikana harðlega um að halda Sjang Kai-sjek í fjötrum, hafa með meinleysi sínu stuðlað að því að uppreisnir í Austur-Þýzka- landi og Póllandi rynnu ut í sandinn og linað á baráttunni gegn útþenslu kommúnismans. Einnig er flokkurinn eindregið Framhaid á 7. biBu. \ Kvikmyndir. I m u ■ Bt ; BÆÐI kvikmyndahúsin í; ■ Hafnarfirði sýna um þessar- Imundir gamlar myndir. Erul ; þetta myndir, sem áður hafa : ; verið sýndar hér og eru vel * * kunnar sem úrvalsmyndir. S I Bæjarbíó sýnir Rauðu ak-S ;urliljuna með Leslie How-; jard í aðalhlutverki. Fæstir, ■ |er sáu þessa mynd á sínumS Itíma, munu hafa gleymt af-: ; bragðsleik hans í myndínni,; * né leik hinna leikaranna og ■ : hinu hugljúfa efni myndar-: ; innar. ■ ; Hafnarfjarðarbíó sýnir; | Gleym mér ei, með hinum I ; heimsfræga tenórsöngvara: ■ítala, Benjamino Gigli. Þess; : ari mynd hafa ábyggilega ■ ; engir Gigliunnendur gleymt,: ;né heldur láta ónotað tæki-; Ifærið til að sjá hana aftur; I nú, sennilega í síðasta sinn. S ; Söngurinn í myndinni er S j ekki aðeins stórkostlegur,; ! heldur leikurinn líka. ; ; Enginn, sem góðum mynd- S ■ um ann, ætti að láta þess-: jar tvær fara fram hjá sér. ; \ S. Þ. ■ f##############################################################################*' KVENNAÞÁTTUR ############»' ####################### Ritstjóri Torfhildur Steingrímsdóttir AÐLABANDI ER KONAN ÁNÆGÐ Þessi setning er að vísu að verða álíka útslitin og „látið blómin tala“ eða þ. u. L, en hún er samt sönn. Ég býst ekki við að sú kona fyrirfinnist, sem sé sama hvort hún er aðlaðandi eða ekki. Öll- um líður að minnsta kosti bet- ur ef þær vita að útlitið er í lagi. Augnabrúnir eru eitt þýðing armesta atriðið í sköpun heíld- arsvips andlitsins. En eins og þær geta gefið andlitinu fagra! heildarmynd, þá er líka hægt að eyðileggja hana með því að plokka þær of mikið. Gætið þess umfram allt að plokka aldrei efri línu augna- brúnanna, því að hún fylgir beininu fyrir ofan augað og er í öllum tilfellum um skemmd á svip að ræða ef henni er breytt. Vitanlega má plokka burt ein- staka illhærur, er koma kunna, en heldur alls ekki meir. Reyn- ið ekki heldur að beygja enda brúnanna niður með því að plokka þá að utanverðu. Plokk- ið heldur hvilft inn í bogann innan frá, það gerir sama gagn. Viljið þér hins vegar beygja augnabrúnirnar upp og' út, þá plokkið aldrei ofan af boganum, heldur neðan af endum þeirra. Eins og stendur eru þykkar, loðnar augnabrúnir í tízku, en þrátt fyrir það þurfa flestar konur að plokka hár, sem stund um skemma neðri foogalínú brúnanna. Plokkið þau, en með varkárni. Togíð aðeins í þá átt, er hárið vex, annars eigið þér á hættu að kljúfa rótina. Augu yðar munu verka skærari, ef þér mjókkið augnabrúnirnar, en þynnið þær hins vegar ekki. Hár á milli augnabrúna þarf aðgæzlu við. Ef þér plokkið það burt, get- ur það verkað þannig, að nálæg augu verka betur aðskilin og verða því oftast til að gera svip mótið meira aðlaðandi. En gleymið því aldrei, að augnabrúnir vaxa ekki alltaf aftur, gætið yðar því vel er þér plokkið. Hafið aðeins góðan plokkara til þessara hluta og gætið yðar fyrir alla muni að slíta hárið í rétta átf. RAÐFATATÍZKA Margar okkar brostu í kamp- inn á sínum tíma, þegar karl- mennirnir voru komnir með alls konár skræpótt bindi jafn- vel með nær ósæmilegum mynd um, sem blöktu í golunni fram an á maganum á þeim. Þetta voru á sínum tíma kölluð „stylebindi11 og eru nú sem bet- ur fer nær því horfin af mark- aðnum og alveg úr tízku. Þetta er vel, því að svona róttækar tízkubreytingar hæfðu ekki karlmönnunum, sem anhars eru svo litlum breytingum und irorpnir hvað tízku snertir. En nú höfum við, eða kyn- systur okkar á meginlandinu, tekið þennan „style“ upp í bað fatatízku sumarsins. Ganga þær með alls konar myndir frarnan á sundbolum sínum, allt frá ab- straktmyndum Picasso til rauðra akurlilja. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.