Alþýðublaðið - 08.09.1956, Síða 1
s
i
s
S
s
<
s
s
\
V
íþróttir, sjá 4. síðu.
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Saragat og Nenni,
sjá 5. síðu.
xxxvn. irg.
Laugardagur 8. september 1956
204. tbl.
Bæjarleiðir opna í dag afgreiðslu í þessu nvja stöðvarhúsi við Langholtsveg 115. (Sjá 8. síða).
Nasser heíur fallizt á að ræða
enn við fimm-mannanefndina
KAIRO í gær. — Nasser forseti hefur nú fallizt á að veita
5-manna nefndinni áheyrn einu sinni enn. Haft er eftir áreið-
anlegum heimildum hér í Kairo, að Vesturveldin ráðgist nú um
það, hvort þau skuli vísa Súezdeilunni til Sameinuðu þjóðanna
eða ekki.
Álitið er, að Bretar séu nú
ekki eins andsnúnir því og áð-
ur að vísa Súezdeilunni til
Sameinuðu þjóðanna, enda þqtt
það kosti það, að útilokað verði
að þeir geti beitt valdi við Sú-
ez. Ber þar tvennt til: í fyrsta
lagi það, að Bandaríkjastjórn
reynir mjög að miðla málum í
deilunni og hefur lýst sig fylgj-
andi því að vísa deilunni til
Sameinuðu þjóðanna. í öðru
lagi það, að brezku verkalýðs-
samtökin hafa lýst sig eindreg-
ið andsnúin því, að Bretar beiti
valdi við Súezskurð.
ENGINN AGREININGUR
í NEFNDINNI
Talsmaður 5 manna nefndar-
innar hefur borið það til baka,
að no-kkur ágreiningur sé ris-
inn innan 5 manna nefndarinn
ar um það, hvernig leysa beri
Súezdeiluna. Sagði talsmaður-
inn, að nefndarmenn væru allir
sammála um það að framfylgja
samþykktum Súezfundarins.
Haustmólið.
HAUSTMÓT meistaraflokks
í knattspyrnu heldur áfram á
íþróttavellinum á morgun. —
Leika þá KR og Þróttur kl. 2 e.
h. Þróttur er nú efstur í mót-
inu eftir að hafa unnið Víking
4:0. i
FUNDARTIMI FYRIR NÆSTA
FU'ND EKKI ÁKVEÐINN
Enginn fundur var haldinn
með Nasser forseta í dag og ekki
í gær heldur. Ekki hefur fund-
ur yerið boðaður á morgun og
er talið ólíklegt að fundur
verði á morgun, laugardag.
Hins vegar mun Nasser forseti
hafa fallizt á að eiga enn einn
fund með 5 manna nefndinni.
JÚGÓSLAVNESK BLÖÐ
RÆÐA DEILUNA
Júgóslavnesk blöð hafa rætt
Súezdeiluna og flutt fregnir
um tillögur, er Nasser á að hafa
lagt fram í viðræðum sínum við
5 manna nefndina. Eiga tillög-
úrnar að véra tvenns könar: 1)
Miklagarðssamningurinn frá
1889 verði látinn iiggja . til
grundvallar nýju samkomulagi
um Súez. Mundi þá Egyptaland I
semja við öll þau lönd, er und-
irrituðu Miklagarðssamninginn
um Súezskurð. 2) Allt Súezmál-
ið verði tekið upp að nýju og
nýr samningur gerður. Skal Sú-
ezskurður verða undir egypzkri
lögsögu, en Egyptar fallast á að
alþjóðleg ráðgjafarnefnd starfi
með yfirstjórn Súezskurðarins.
Sameinuðu þjóðunum skal falið
ið sjá um að samningurinn
verði ekki rofinn. — Engin
staðfesting hefur fengizt á þess
um blaðaskrifum júgóslav-
neskra blaða um tillögur Nass-
ers í Súezdeilunni.
Brezka alþýðusambandi
hyggst hefja haráftu fyr
fjörutíu stunda vinnuvil
Þingi sambandsins í Brighton iokið.
BRIGHTON, (NTB) í gær. — Þingi brezka alþýðusam-
handsins lauk hér í dag. Samþykkt var tillaga um að hef ja nú
þegar baráttu fyrir 40 stunda vinnuviku. Var tillaga um það
efni samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á þinginu.
Samþykkt tillögu þessarar er*
Verkalýðshreyfing-
in fylgist með inn-
sjálfvirkni.
eins konar svar við tilmælum
McMillans fjármálaráðherra í-
haldsstjórnar þeirrar, er fer
með völd í landinu. McMillan
hafði farið þess á leit við brezk
an verkalýð, að hann sýndi hóg
værð í kaupkröfum meðan þjóð
in væri að ná sér upp úr efna-
hagserfiðleikunum. En þing
brezka alþýðusambandsins svar
aði með kröfum um styttri
vinnutíma.
ANDSTAÐA VIÐ STJÓRNINA
Þingið hefur einnig tekið
skýra afstöðu til ríkisstjórnar í-
haldsflokksins. Kom fram sá
vilji þingsins að meðan að völd-
um sæti ríkisstjórn, er ræki
efnahagspólitík, sem andstæð
væri hagsmunum verkalýðsins,
yrði kaupkröfum ekki stillt í
hóf.
FELLD TILLAGA
í KÝPURMÁLINU
Tillaga var borin fram um
það á þinginu, að kalla bæri
heim allar hersveitir frá Kýpur
og að taka bæri upp samninga-
viðræður við Makarios erkibisk
up. Snerist sambandsstjórnin
Framhald á 7. «í8u
STOKKHÓLMI, föstudag. —
NTB. Sænska alþýðusambandið
lauk í dag störfum eftir að hafa
setið í viku. Hinn nýkjörni for-
seti þess, Arne Geijer, sagði í
lokaræðu sinni, að sjálfvirknin
í iðnaðinum hefði haft í föi*
með sér fjölda vandamála, sem
auðveldlega gætu haft í för með
sér leiða og óánægju.
„Það er verkefni sambands-
ins að vera aðili að framkvæmd
umbótanna svo snemma, að
þær fái svip, er sé í samræmi
við hagsmuni verkamanna. Við
munum ekki leyfa slíkar afleið
ingar sjálfvirkninnar, sem kom
ið hafa fram í Stóra-Bretlandi,
og sem sýna Ijóslega, að það er
nauðsynlegt, að bæði þjóðfélag
ið og verkalýðshreyfingin taki
virkan þátt í því, sem gerist í
iðnaðinum og atvinnulífinu,“
sagði hann.
m nýrra
VERÐBREF féllu mjög í
verði í kauphöllinni í New
York, er fréttist um, hverus
illa horfði á samningafund-
um í Kairo. Einkum hafa
hlutabréf í olíufélögum fallið
mikið.
er athuga skal
alvinnutækja og
u beirra
Veslur-þýzka stjórnin afhendir Rússum
nýjar tillögur um sameiningu Þýzkalands
BONN, föstudag. Vestur-
Þýzkaland lýsti því yfir í dag,
að það væri reiðubúið til að
ræða hvaða tillögu sem er um
öryggiskerfi fyrir Evrópu, svo
fremi slíkt gerist á grundvelli
og þátttöku sameinaðs Þýzka-
lands. Samhljóða orðsendingar,
þar sem sambandsstjórnin ger-
ir grein fyrir skoðunum sínum
um Þýzkalándsvandamálið,
voru í dag afhentar stjórnum
Sovétríkjanna og vesturveld-
anna í höfuðborgum ríkjanna.
í orðsendingunum eru stór-
veldin fjögur hvött til að finna
lausn á Þýzkalandsvandamál-
inu og ryðja þannig' braut skipu
lagi í Evrópu, er rutt geti úr
vegi meginorsökinni fyrir
spennunni í alþjóðamálum.
(Frh. á 7. síðu.)
Tillögur nefndarinnar skulu miðast við al-
hiiða atvinnuuppbyggingu í landinu.
RÍKISSTJÓRNIN gaf í gær út fréttatilkynmngu um stofn-
un nefndar, er gera skal tillögur um öflun nýrra atvinnutækja
og dreifingu þeirra um landið. Er stofnun nefndar þessarar í
samræmi við málefnasamning stjórnarflokkanna og stefnuyfir-
lýsingu Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins fyrir kosn-
ingar.
Fer fréttatilkynning ríkis-
stjórnarinnar hér á eftir:
„Ríkisstjórnin hefur í dag
skipað nefnd, er gera skal til-
lögur um öflun nýrra atvinnu-
tækja og dreifingu þeirra um
landið. Er til þess ætlast, að til-
lögur nefndarinnar verði mið-
aðar við alhliða atvinnuupp-
byggingu í landinu, einkum í
þeifn landsfjórðungum, sem nú
eru verst á vegi staddir í at-
vinnulegum efnum.
í nefndina hafa verið skipað-
ir þeir Gísli Guðmundsson al-
þm„ sem jafnframt er skipaður
formaður nefndarinnar, Birgir
Finnsson, forseti bæjarstjórn-
ar ísafjarðarkaupstaðar, og
Tryggvi Helgason, formaður
Sjómannafélags Akureyrar.
Forsætisráðuneytið,
6. september 1956.“