Alþýðublaðið - 29.09.1956, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 29.09.1956, Qupperneq 8
Vetrarstarf Leikfélagsins að hefjast: ,Kjarnorka og kvenhylli' sýnt á ný; ,You never can tell' eftir Shaw næst Leikfélagið 60 ára II, janúar næstk. VETRARSTARFSEMÍ Leikfélags Reykjavíkur er um það bil að hefjast. Byrjar félagið næstk. miðvikudag að nýju á ,,Kjarnorku og kvenhylli“ eftir Agnar Þórðarson, en einnig íiefur félagið nú tvö ný leikrit í æfingu. Er annað þeirra „You never can tell“ eftir Bernard Shaw. Hitt er gamanleikurinn „Salor Beware“ efíir tvo enska liöfunda. Hinn nýi formaður Leikfé- lags Reykjavíkur, Jón Sigur- björnsson ræddi við blaðamenn í gær og skýrði frá fyrstu við- fangsefnum félagsin á leikári því, er nú er að hefjast. LEIKRIT AGNARS VINSÆLT Sýningar á „Kjarnorku og kvenhylli“ eftir Agnar Þórðar- son hefjast á ný n.k. miðviku- dagskvöld. Hefur þetta gaman- leikrit Agnars reynzt afburða vinsælt og var tekið frá fullu húsi sl. vor eftir 54 sýningar. Um þessar mundir er leikurinn sýndur á ísafirði með Brynjólfi Jóhannessyni í aðalhlutverki. Einnig hefur leikurinn verið sýndur á Sauðárkróki. mundur Pálsson, Arni Tryggva son, Þóra Friðriksdóttir, Siríð- ur Hagalín, Brynjólfur Jó- hannesson og Steindór Hjör- leifsson. — Er ætlunin að frum sýna leik Bernhards Shaw í kringum 20. október. AFMÆLI L.R. í JANÚAR. Að lokum skýrði Jón Sigur- björnsson frá því að Leikfélag Reykjavíkur yrði 60 ára 11. jan úar n.k. Hefur félagið í hyggju að hafa sérstaka afmælissýn- ingu á því merkisafmæli en ekki hefur enn verið afráðið hvaða leikrit verður sýnt við það tæki færi. Skipasmlðir lýsa yfir frausti á ríkissljórnina. Á FUNDI í Sveinafélagi skipa smiða í Reykjavík s.l. miðviku dag var samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga: „Fundur í Svcinafélagi skipasmiða í Reykjavík, haldinn miðvikudaginn 26. september 1956, lýsir yfir samþykki sínu við þær byrj unaraðgerðir ríkiSstjórnar- innar, sem þegar cru hafnar, til þess að stöðva verð- þennsluna í landinu. Þá væntir fundurinn þess, að ríkisstjórninni takist í samráði við verkalýðshrey- inguna, að finna viðhlít- andi lausn á því efnahags- öngþveiti, er þjáð hefur þjóðina undanfarin ár“. Á sama fundi voru kosnir fulltrúar félagsins á 25. þing Alþýðusambands íslands, og voru þessir menn kosnir: Aðalfulltrúi: Helgi Arnlaugs- son, varafulltrúi: Jón Ö. Jónas- son. 2 LEIKRIT í ÆFINGU. Þá skýrði Jón frá því, að tvö leikrit væru nú í æfingu hjá Leikfélaginu. Er hið fyrra „You Never Can Tell“ eftir Bernhard Shaw en hitt er „Salor Beware“ enskur gamanleikur eftir Philip King og Falkland Cary. Einar Bragi hefur þýtt „Salor Bew- are“. Gunnar Hansen stjórnar leikriti Shaw en Jón Sigur- björnsson hefur á hendi leik- stjórn á „Sailor Beware”. FLESTIR AF LEIKURUN- UM MEÐ. Flestir leikarar Leikfélags- ins leika í hinum tveim nýju leikritum. Leikendur í „You Never Can Tell“ eru: Helgi Skúlason, Helga Bachmann, Þorsteinn Ö. Stephensen, Bryn jólfur Jóhannesson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Birgir Brynjólfs son og Guðjón Einarsson. I „Sailor Beware“ leika: Emilía Jónasdóttir, Aurora Halldórs- dóttir, Nína Sveinsdóttir, Guð- INGIBJORG ÞORBERGS TIL H0LLYW00D. Ingibjörg Þorbergs. Sinfóníuhljómsveifin byrjar velrarstarfið á mánudag Stjórnandi og einleikari er Páll ísólfs- son. Einsöngvar er Kristinn Hallsson. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS heldur fyrstu hljóm- íeika sína á haustinu næstk. mánudagskvöld kl. 8,30. Er hljóm- sveitin fyrir nokkru farin að æfa aftur eftir sumarfríið, auk þess sem hún hefur leikið inn á segulbönd fyrir útvarpið. — Stjórnandi á þessum fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar er dr. Páll ísólfsson, sem þar að auki leikur einleik. Einsöngvari verður Kristinn Hallsson. í BLÓÐUM, sem borizt hafa frá Ameríku undanfarið hafa sézt viðtöl við Ingi- björgu Þorbergs dægurlaga- söngkonu, sem verið hefur á ferðalagi þar vestan hafs í nokkrar vikur. Nú hafa bor- izt nánari fréttir af henni, og virðist hún hafa fengið mjög vinsamlegar móttökur hvarvetna. Hún hefur bæði sungið í útvarp og komið fram í sjónvarpi. Hún kom fram í 50 mín- útna dagskrá í Bedford, þar söng hún nokkur lög og svo var haft viðtal við hana um Island. Næst kom hún fram í sjón varpsstöð C.B.S. í Washing- ton og söng þar tvö lög og þar var einnig viðtal við hana. Síðan fór Ingibjörg til New York þar birtist viðtal við hana og mynd af henni í blaði. En síðan kynntist hún umboðsmanni fyrir Franky Lane að nafni Frank Con- ally, var henni boðið til reynslu að syngja fyrir þá fé laga og hlusta á æfingu Franky Lane. Var þá tekin ljósmynd af þeim saman Ingibjörgu og Franky Lane. Blaðið hefur heimildir fyr- ir því að hann hefði háft mik inn áhuga fyrir lagi Ingi- bjargar, sem heitir „Frá Tjörninni að Eskihlíð“ og óskaði hann eftir að fá lag- ið. Hljómplötufyrirtækið S. S. A. Victor, sem er systurfyr irtæki His Masters Voice (Frh. á 2. síðu.) Höfðahverfisbúar vilja hag- nýta heifa vatnið úr borholu við Höfða í þágu hverfisins Á efnisskránni að þessu sinni eru mörg verk. Hefst efnis- skráin á forleik að óperunni Iphigenia in Aulis eftir Gluck, síðan verða leiknir 3 menúett- ar fyrir strengjasveit eftir Schubert og 3 aríur eftir Moz- art. Eftir hlé leikur Páll ísólfs- oon orgelkonsert eftir Hándel og stjórnar hljómsveitinni jafn framt, en tónleikunum lýkur með symfoníu í G-dúr (Pauken schlag) eftir Haydn. í orgelkonsertinum leikur Páll á rafmagnsorgel, sem KFU j M hefur verið svo vinsamlegt! að lána til hljómleikahaldsins. I FÉLAG Höfðahverfisbúa hélt fjölmennan fund 26. þ. m. þar sem stjórn félagsins skýrði frá því hvað hún hefði gert til þess að heita vatnð, sem komið hefur upp úr bor- holunni við Höfða, yrði hag- nýtt í þágu íbúa hverfisins. Mikill áhugi ríkti fyrir mál inu, og samþykkti fundurinn að fela stjórninni að láta einsk is ófreistað til þess, að vatnið yrði lagt í hverfið hið fyrsta. Laugardagur 29. sept. 1956. sm Keppa í sjónvarpi um helgina. S.L, FIMMTUDAGSKVÖLD fór fram á Österbro-stadion í Kaupmannahöfn stórt frjálsíþróttamót með þátttakendum frá sjö þjóðum, þ. á. m. fjórum íslendingum. Voru það Þórir Þor- steinsson, Svavar Markússon, Valbjörn Þorláksson og Guðm. Hermannsson, cn þeir voru á leið til Dresden sem þátttakendul? í Rudolf-Harbigmótinu svonefnda, sem haldið er árlega til ininn- ingar um hinn fræga hlaupara Þjóðverja. íslendingarnir stóðu sig með ágætum á mótinu og voru þar þó engir skussar samankomnir. Úrslit í þeim greinum, sem ís- lendingarnir kepptu í urðu þessi: 1500 m. hlaup: 1 Gunnar Nielsen, Danmörku, 3:50,0, 2. Hammarsland, Noregi, 3:50,00, 3. Svavar Markússon, 3:51,2. í kúluvarpinu sigraði Guðmund- ur Hermannsson með 15,55 m. kasti, ekki hefur frézt um hverj ir voru næstir. í stangarstökk inu sigraði Pólverjinn Wazny á nýju glæsilegu pólsku meti, meti, 4,47 m., sem er aðeins 4 sm. lægra en hið nýsetta Ev- rópumet Finnans Landströmj annar í stangarstökkinu var<$ Yalbjörn Þorláksson með 4,25 km, sem er bezti árangur. sem hann hefur náð erlendis. 400 m: Swadtowsky, Póllandi, 48,1, 2. Þórir Þorsteinsson, 49,1. íþróttamennirnir héldu áleiö is til Dresden í gær og keppa þar um helgina. ■■ >■■■■ i Samningsupp- ' sögnum frestað í Svíþjóð. Nýll frímerki gefið úf og kemur á markaðinn í dag, NÝTT frímerki verður gef- ið út í dag til minningar um 50 ára afmæli Landssíma íslands. Frímerkið er blátt að lit, prentað hjá Thomas de la Rue & Co. Ltd. London, en teikn- að af Stefáni Jónssyni. Póststofan verðnrl oþin til kl. 4 í dag vegna útgáfunnar. NTB. — Flugfélagið Loft- leiðir hefur fengið leyfi sænsku loftumferðastjórnarinnar til a<5 fljúga á leiðinni Rvík-Gauta- borg-Hamborg til 20. maí nk. ár. Félagið fær leyfi til a<5 flytja farþega, flutning og póst frá Gautaborg samkvæmt nánari ákvörðun á öllum leið- um, þ. á. m. á leiðinni til New York og að flytja einnig far- þega, flutning ög póst þaðau til Gautaborgar. Skilyrði fyr- ir þessu samkomulagi er, a<5 sænska loftumferðastjórnin viðurkennt taxta, ferðaáætl- un og tímaáætlun félagsins. 2ja afmæla minnzt við seln- ingu gagnfræðaskófanna *\ Gagnfræðaskófinn á ísafirði settur í dag* GAGNFRÆÐASKÓLINN Á ísafirði verður settur í dag. Verður um leið minnzt tveggja merkisafmæla 1 sögu skólans. Á þessu hausti eru 50 ár liðin frá því að unglingafræðsla hófst með stofnun unglingaskólans og 25 ár liðin frá þvi að gagnfræða skólinn var settur í fyrsta sinn, en hann tók við af unglinga- skólanum. Skólinn verður í dag settur við hátíðlega athöfn í kvöld og verður haldið afmæl ishóf að Uppsölum. Hefur öll- um eldri skólastjórum verið boð ið að vera viðstaddir en ekki geta allir komið því við. SKÓLASTJÓRAR. Fyrsti skólastjóri unglinga- skólans var dr. Björn Björns- son frá Viðfirði, síðan hver af öðrum, Sigurjón Jónsson banka stjóri, Haraldur Leosson, Lúð- vík Guðmundsson, Hannibal Valdimarsson og núverandi skólastjóri er Guðjón K’ristins- son. Setur hann skólann í dag. Allir þessir menn eru á lífi nema dr. Björn Björnsson, semj var fyrsti skólastjórinn. s 3 Bjarni Benedikfs-f son mun saklaus afj bréfi „kennara". j mi ALÞÝÐUBL. taldi senni^ legt í forustugrein í gær, að;; Bjarni Bendiktsson fyrrv.* menntamálaráðherra hafi í Skrifað bréf til Morgunblaðsl ins, sem gert var að umræðu » efni að gefnu tilefni. Þessij ágizkun fær elcki staðizt, þar! eð Bjarni Benediktsson; dvelst um þessar mundir er- ■ lendis og hefur gert undan-j farið. Vill Alþýðublaðið herl með leiðrétta þetta atriði. *

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.