Alþýðublaðið - 23.10.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.10.1956, Blaðsíða 4
4 AlþýS ublaBEð ÞriSjudagur 23. októfaer 1956 Útgefandi: Alþýöuflokkurlna. Hitstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjöri: Sigvaldi Hjálmamoo. Blaðamenn: Björgvin Guðmundison og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Sai RÚelsdóttir. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hrerfisgötu 8—10. \ \ S \ \ i < s \ s V V V s s s s s s s s s V s s s s s s s s s $ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s I ;< s V s s s s V s s s s s s s N S' s Viðleitni forheimskunnar MORGU'NBLAÐIÐ skýrði Erá því á dögunum, að hing- að væri komin nefnd frá Austur-Þýzkalandi til að semja um það við íslenzku ríkisstjórnina, að hún við- urkenni hlutaðeigandi ríki. Jafnframt var fréttin auð- vitað send til útlanda, enda sá megintilgangur athafnar- innar. Morgunblaðið hafði sitthvað um þetta að segja. íslendingar voru með þess- ari afstöðu að skipa sér í sveit með leppríkjum Rússa austan járntjaldsins og fram koma ríkisstjórnarinnar um leið hneykslanleg móðgun við dr. Konrad Adenauer og Vestur-Þýzkaland. Alþýðu- blaðið birti gögn þessa máls á sunnudag, og þau eru óve- fengjanleg. Ófrægingarstyrj öldin heldur áfram. Hverjar eru svo stað- reyndirnar í þessu sam- bandi? Þær eru í fáum orðum sagt þessar: Hér eru staddir nokkrir kaupsýslu- menn frá Austur-Þýzka- landi þess erindis að reyna að selja hingað togara. Menn þessir eru á engan hátt komnir að undirlagi íslenzku ríkisstjórnarinnar og heldur ekki neins kon- ar fulltrúar austur-þýzkra stjórnarvalda. Þeir eru hér staddir á vegum fyrirtækis, sem Eggert Kristjánsson stórkaupmaður kvað aðal- maðurinn í, en hann er einn af máttarstólpum Sjálfstæðísflokksins og Morgunblaðsins. Hneyksl- ið, sem skipar okkur í hóp leppríkja Rússa, og móðg- unin við Adenauer og Vestur-Þýzkaland er þann ig fólgið í því, að Eggert Kristjánsson vill hagnýta sér austur-þýzk viðskipta- sambönd til að bæta af- komu sína. Áreiðanlega eru það eins- dæmi á Vesturlöndum, að blaði, sem vill láta taka mark á sér, verði á annað eins og þetta. Og skýringin er sú, að íhaldið hefur misst alla stjórn á sér. MorgunblaðiÖ fer með fullyrðingar, sem eru staðlausir stafir. Hér er hins vegar ekki um misskiln- ing að ræða heldur vísvit- andi falsanir. Morgunblaðið hefur skýrt rétt frá erindi Austur-Þjóðverjanna og vissi þess vegna mætavel, að staðhæfingar þess voru fleip ur. En íhaldið varðar ekkert um staðreyndir í hatri sínu og ofsa. Það lýgur upp frétt- um til að geta haldið áfram ófrægingarherferðinni er- lendis. Slíkt athæfi dæmir sig sjálft sem blaðamennska á lægsta hugsanlegu siðferð- isstigi. Hér er um að ræða viðleitni forheimskunarinn- ar. Heimtufrekir stúdentar ÞJÓÐVILJINN greinir á sunnudag frá athyglisverð- um tíðindum austan af Ung- verjalandi. Stúdentar þar krefjast þess, að hætt sé að skylda þá til að æfa vopna- burð og vilja, að rússneska sé felld niður sem skyldu- námsgrein í háskólanum. Ungversku stúdentarnir eru svo heimtufrekir að mælast til þess, að þeir fái sjálfir að velja þá erlendu tungu, sem þeir stundi nám í. Þetta eru engar stórfréttir, en samt at- hyglisverð vísbending um á- standið í löndunum bak við járntjaldið. Rússar og Ieppríki þeirra leggja ríka áherzlu á nauð syn friðar í heiminum. Orð þeirra í því sambandi eru vissulega tímabær boðskap ur. Hitt er furðulegt, að stúdentar og aðrir æsku- menn þar skuli skyldaðir til að æfa vopnaburð mun lengur en tíðkast í ríkjurn kapítalismans. Og sannar- lega er sú afstaða of- ríki, að rússneska eigi að vera skyldunámsgrein í há- skólum Ieppríkjanna. Minn ir þetta ekki óþægilega á þá nýlendustefnu, sem Þjóðviljinn fordæmir ein- arðlega í fari vestrænna ríkja? Heimtufrekja ungversku stúdentanna er harla skilj- anleg. En hvað kemur til þess, að hennar gerist þörf í þeim ríkjum alsælunnar, sem kommúnistalöndin eiga að vera? Er ekki ástæða til að Þjóðviljinn reyni að gefa einhverja skýringu á öðru eins fyrirbrígði? Og hvað myndi hann segja, ef Bretar eða Bandarikjamenn ætluðu að ráða skyldunámsgreinum í háskólum annarra landa? Þá þyrfti víst ekki að bíða afstöðunnar lengi! Lesseps, MARGIR HALDA að „höf- ‘ og vígður með miklum hátíða- undur“ Súezskurðarins hafi ver ið verkfræðingur að mennt og atvinnu, en því fer fjarri. Ferdinand Lesseps var af gam- alli, franskri aðalsætt og einn föðurbræðra hans var þekktur stjórnarerindreki í lok 17. ald- ar. Sjálfur gekk Lesseps líka í þjónustu utanríkismálaráðu- neytisins aðeins tvítugur að aldri — hann var fæddur árið 1805 — og var sendur til Lissa- bon. Hann gegndi síðan sendi- ráðsstörfum í mörgum löndum og gat sér mikinn orðstír fyrir lægni og dugnað í störfum fyr ir land sitt. í ítölsku frelsisstyrj öldinni hneigðist hann mjög til samúðar með hinu nýja lýð- veldi; hins vegar kaus franska ríkisstjórifin að páfinn héldi sín um veraldlegu völdum auk þeirra kirkjulegu og vann að því á bak vlð Lesseps. Þegar hann komst að raun um það, reiddist hann og sagði af sér utanríkisstörfum aðeins 44 ára að aldri. Eftir það gekk hann í innanríkisþjónustuna. Árið 1954 hélt hann til Egyptalands og þar fékk hann þá hugmynd að grafa skurð um Súezeiðið og tengja þannig saman Miðjarðar hafið og Rauðahafið. Árið 1956 — fyrir öld síðan — lagði hann áætlanir sínar opinberlega fram. Þær vöktu mikla at- hygli, en um leið sterka and- stöðu, einkum af Breta hálfu. Brezka verzlunareinveldið taldi stöðu sinni í Indlandsviðskipt- unum ógnað, og vann gegn fram kvæmd áætlunarinnar með öll- um ráðum og brögðum. Samt sem áður heppnaðist Lesseps að fá nægilegt fjármagn, tvö hundruð milljónir franka, sem var gífurleg upphæð í þann tíð, og árið 1859 hófust fram- kvændir. Örðugleikarnir voru hinir ótrúlegustu, fyrst og fremst fyrir legu landsins og loftslag. Öll vinna fór fram á eyðimörkinni, þar sem ekki var um neinar flutningaleiðir að ræða og engin matvæli að fá. Til þess að sjá verkamönnun- um fyrir jafn sjálfsögðum lífs- nauðsynjum og vatni varð að grafa vatnsveituskurð úr Níl til Súez, sem raunar er eina vatnsveitan þangað enn þann dag í dag. Aðrir örðugleikar komu og brátt í Ijós. Brezka verzlunarvaldið hafði Egypta í hendi sér að vísikóngurinn egypzki bannaði þeim inn- fæddu að vinna að framkvæmd unum og Lesseps varð að fá verkamenn frá Evrópu. Þetta höldum og alþjóðlegri þátttöku og Guiseppi Verdi samdi eina af sínum frægustu óperum „Aida“ til frumsýningar í sam- bandi við hátíðahöldin. Þegar skipaskurðurinn var fullgerður var hann talin með „heimsfurðuverkunum sjö“. Hrúgað var heiðursmerkjum og hrósyrðum á Lesseps, jafnvel af hálfu Breta sem unnu þó af öll um mætti gegn því að skurður- inn yrði grafinn — þeir létu sig ekki muna um að gera hann heiðursborgara í Lundúnum. Ævilok Lesseps urðu hins veg- ar dapurleg. Um 1870 lagði hann fram áætlun að skurði milli Atlantshafs og Kyrrahafs um Panamaeiðið og árið 1889 hélt hann sjálfur vestui- þangað og stakk fyrstu skólfustunguna. tán hunduð milljónir franka voru upp urnar bar Lesseps fram að gerðir yrðu skipastigar í skuðinn þar sem hæst var, en þá reyndist það of seint séð. Tveim árum síðar varð hluta- félagið gjaldþrota og fjöldi auðmanna um víða veröld varð öreiga í einu vetfangi. Orsökin hefur aldrei verið fyllilega rann sökuð, en vitað er að Lesseps hafði orðið fyrir barðinu á svindlurum sem hugsuðu fyrst og fremst um að auðgast á fyr- irtækinu en létu framkvæmdir sitja á hakanum. Þessu fjár- málahneyksli fylgdu svo réttar- höld sem leiddu margt furðu- legt í ljós. Þar þótti sannað að traust hluthafanna hefði verið skammarlega misnotað, að hin ótrúlegasta sóun og eyðslusemi hefði átt sér stað og að verk- Ár i síðar tókst honum að stofna , fræðingarnir hefðu sýnt hirðu- hlutafélag Um framkvæmdirnar og fékk f járfúlgur miklar til um ráða í því sambandi. En hann var orðinn of gamall til að hafa eftirlit með svo stórfelldum framkvæmdum. Gert hafði ver- ið ráð fyrir að ekki yrðu neinir skipastigar í skurðinum, með tilliti til þess að þeir myndu telja umferðina og kynnu auk þess að raskast þar eð jarð- skjálftar eru tíðir á þessum slóð um, en brátt kom í ljós að und- irstöðurannsóknirnar höfðu ekki verið nógu nákvæmar og að þær sjö hundruð milljónir franka, sem Lesseps hafði feng ið til verksins myndu hvergi nægja. Auk þess létust verka- mennirnir hópum saman vegna hins óheilnæma loftslags. Þeg- ar unnið hafði verið að fram- kvæmdunum í átta ár og fjór- leysi og gert furðulegustu skyss ur. En ekki var öllu þar með lokið — það kom nefnilega i ljós að stjórnmálamönnum og blaðamönnum hafði verið mút- að og það ekki með neinum smá upphæðum. Hver ábyrgð Less- eps var persónulega varðandi öll þessi mistök varð ekki ljóst, en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi. Hann var nú 88 ára að aldri og tekinn að sljóvg ast, og engum þótti takandi í mál að hann, sem auk þess naut heimsfrægðar fyrir Súez- skuiðarafrekið, afplánaði þessa hegningu. Hann lifði aðeins eitt ár eftir að dómurinn féll. Tutt- ugu árum eftir andlát hans var Panamaskurðurinn opnaður til skipasiglinga, en það voru Bandaríkjamenn sem fullgerðu verkið. DAGAR LÍÐA 1 BORGINNI Jakarta á Jövu féll 15. þ. mán. dómur í máli Holiendingsins H. Schmidt, er áður var höfuðsmaður í her Hollendinga í Austur-Indíum. Mál þetta hefur verið fyrir rétti í tvö ár, og hefur Schmidt all- an þann tíma setið í dýflissu, en hann var ákærður fyrir að hafa „hjálpað óvinum Indónes- íu á ófriðartímum". Við þetta síðasta réttarhald krafðist op- inberi ákærandinn þess, að Schmidt yrði dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir að hafa verið í félögum, sem í eðli sínu væru uppreisnarfélög. Jafnframt tók hann frarh, að engar sannanir hefðu komið fram fyrir því, seinkaði verkinu og jók á allan . sem var aðalkæran, að hann kostnað. Lesseps tók stórvirk- ar vinnuvélar í notkun og gerði ýmsar ráðstafanir um vinnu- sparnað. Að tíu árum liðnum var skipaskurðurinn fullgerður hefði aðstoðað óvini á ófriðar- tímum. En dómarinn kvað hins vegar svo á, að þó ekki þyrfti að efa, að þeir, sem höfðu bor- ið sakborningnum vitni, héldu Á fmœlissýning Þorvaldar UM ÞESSAR mundir heldur Félag íslenzkra myndlistar- manna yfirlitssýningu á verk- um Þorvalds Skúlasonar list- málara, í tilefni af fimmtugs- afmæli hans. Á sýningu þess- ari getur að líta yfirlit yfir verk Þorvaldar frá upphafi til þessa dags. Sýning þessi verður að telj- ast ekki aðeins sérstaklega gott yfirlit yfir starf Þorvalds, heldur einnig að nokkru leyti yfirlit yfir þróun- arsögu íslenzkrar málaralistar undanfarna áratugi. Þorvaldur hefur feril sinn eftir hinum hefðbundnu venj- um samtíðar sinnar og nær þar ákaflega góðum árangri. Síð- ar fer að bera meir á alls kon- ar hliðarsporum yfir í nýrri stefnur og má þá segja að um ýmislegt sé að ræða, sem varla nái settu marki. Þegar svo fram í sækir og hann hefur algerlega helgað sig nútíma málaralistinni, nær hann brátt fullkomnun þar sem annars staðar. Form og litir eru fullkomn- ir þjónar hans og bera sérstak- lega síðustu verk hans þess merki. Sig. Þ að þeir væru að fara með sann leikann, þá væri rétturinn sann færður um að hann væri sek- ur um tvö atriði aðalkærunnar, og kvað hann upp þann dóm, að Schmidt skyldi sitja 1 fangelsi ævilangt. Við næstsíðasta réttarhaldið, sem var fyrir mánuði síðan, var Schmidt spurður hvort hann játaði kærunni. En er hann svaraði að hann væri sak laus, hrópaði æstur hópur með al áheyrendanna: „Drepið Schmidt.11 Eftir réttarhaldið tróð þessi hópur sér inn í þann hluta réttarhallarinnar, þar sem þeir vissu að verjandi Schmidts væri staddur. En verj andinn var konan Mieke Bou- man, er tekið hafði að sér vörn- ina, þegar sá er hafði hana var orðinn hræddur um líf sitt og farinn heim til Hollands. En er þessir æstu menn fundu frú Bouman, greiddu ýmsir henni högg. En einn, sem stóð að baki hennar, var með barefli og barði hana með því í höfuðið. En vegna þrengslanna, sem þarna voru, og vegna þess að leikurinn barst fram og aftur, kom ekki allt höggið eins og til vor ætlazt á hnakka hennar, heldur einnig milli axlanna. Hneig konan niður, er hún fékk höggið, en talið er að það hafi bjargað lífi hennar, hve mikið dró úr högginu, að það kom líka á axlirnar. Hefur frú Bou- man á þessum mánuði, sem lið inn er, náð sér nokkurn veginn og er nú heima í Hollandi. Vötnin, sem risu kringum Delhi á Indlandi, eru nú að mestu sjötnuð. Áin, sem renn- Framhald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.