Alþýðublaðið - 31.10.1956, Síða 5

Alþýðublaðið - 31.10.1956, Síða 5
Miðvikudagur 31. okt. 195S AlþýgublaSiS s Ræða Jóns Lisfamannaklúbbsins. Kæru félagar, — listamenn og listvinir! ÞEGAR núverandi stjórn bandalags íslenzkra lista- manna tók við, lágu fyrir henni þau hlutverk að endurskoða stefnuskrá þess og lög, og að endurskipuleggja bandalagið, svo að félagið mætti ná til- gangi sínum betur en áður. Þetta er mikið hlutverk, sem að vísu er ennþá í undirbún- ingi, en vonir standa til að mál þessi skýrist þegar á komandi aðalfundi, sem haldinn verður innan fárra vikna. Stjórn bandalagsins áleit stofnun listamannaklúbbs vera allra nauðsynlegasta áfangann til að undirbúa hlutverk, þessi. Sagt er eftir Hannesi Haf- Stein að honum hafi tekizt bet- nr að leiða mál til framgangs við hvíta samkvæmisborðið en við græna fundarborðið. Þetta kann einnig að reynast Svo um áhugamál íslenzkra listamanna. Þeir þurfa mjög að Jiittast og ræðast við til að kynnast mismunandi sjónar- naiðum og jafna mál sín. Eins er um þá, sem fara með opin- ber mál og hafa framkvæmda- Vald bæði til góðs og ills í með- , ferð listmála. Vén vitum að flestir þessara manna eru full- ir af góðvild í garð listamanna, en þá skortir stundum færi á að kynnast nógu vel hinum list- rænu sjónarmiðum. Það er eng- ínn betri vettvangur til að skapa gagnkvæman skilning en þægilegt umhverfi við mat og drykk og við alls konar fag- urfræðileg listatilbrigði. Þegar vér völdum utan stétt ar listamanna þá menn, sem vér vildum helzt hitta hér í þessum klúbb, þá var alls ekki farið eftir mannvirðingum, beldur eftir því hvaða menn sökum stöðu sinnar eða lista- áhuga hefðu svo að segja ann- að hvort fjöregg listamanna í höndum sér eða óskuðu að mega handleika þetta fjöregg af ást- úð og virðingu gagnvart helgi- dómi listanna og bæru þannig í höndum sér lykil til að opna lífsnauðsynlegar leiðir fyrir listamenn. Hins. vegar megum vér höf- undar og listamenn ekki krefj- ast skilnings af öðrum, nema vér séum sjálfir sannir, — heið arlegir og hreinskilnir. Ábvrgð vor er mikil, — umfram allt gagnvart þeim gáfum, sem guð kann að hafa gefið oss. Það getur verið freistandi að láta bugast og hætta að hugsa um listkröfur og skapa heldur eitthvað, er gefur fljót- an arð og kemur til móts við óæðra eðli eða leikur jafnvel á hinar lægstu hvatir. Eins kunna sumir listamenn að gefast upp með öllu á miðri leið. „Flestir brotna um þrí- tugt“, sagði Jóhann heitinn Jónsson skáld. Margir listamenn hafa í ör- væntingu sinni nálgazt sjálfs- morð. Vér þekkjum dæmi þess úr sögunni. A fyrstu öldum hinnar þjálf- uðu listar þjónaði hún ein- göngu kirkjunni, en síðar aðli og veraldlegum höfðingjum. Ekki vegna þessarar þjónustu, heldur þrátt fyrir hana, tókst mestu snillingum að skapa ó- dauðleg listaverk. Beethoven mun þó fyrstur aiira hafa brotið á bak þessa kúgun listanna. Hann stóð með sinn fótinn í hvorri öldinni, hvorri stefnunni, og klauf þær í sundur af sínu jötunafli. Upp frá því hætti listin að vera eingöngu kirkjutúlkun eða hirðskemmtun, heldur varð nú maðurinn sjálfur, óháður og alfrjáls, hinn eiginlegi líf- gjafi rúestu meistaraverka. Beethoven var að því kom- inn að binda enda á líf sitt, — en listin aftraði hon- um. og svo þetta, sem hann hefur sagt okkur sjálfur ber- um orðum. — tilhugsun hans um að gefa fordæmi fyrir þá listamenn. sem á eftir koma, — um að láta ekki bugast, heldur reyna sem hann, þrátt fvrir hörmulegustu hindranir, DAGAR LÍÐA í TVÖ ár hafa staðið yfir samningar milli Mýsóreríkis á Indlandi og Breta, um kaup á Kólar-gullnámunum, sem eru . suðaustur af Bangalóre a De- kan. Gullnámur þessar eru mjög gamlar, og er nú staður- inn, þar sem næst í gullið, 1 til 2000 stikur undir yfirborði jarðar, og hitinn þar niðr.i stöð *ugt yfir 30 stig C: Samkomulag varð um að Indverjar greiddu námufélaginu, sem svarar 5614 anillj. ísl. króna. Ennfremur að Indverjar greiddu ekki skulda- bréf, sem námafélagið hefur gefið út, að upphæð 16 millj. ísl. króna fyrr en jafnótt og þau falla í gjalddaga. Eru báð- ír aðilar sæmilega ánægðir. Hef ur þing Mysore-ríkis samþykkt þessi kaup, og jafnframt ákveð ið, að námurnar skuli vera á- fram í eign ríkisins og það sjálft reka þær. * ❖ ‘‘fi Búlgarar hafa nú sendiherra í Súdan, en vegna húsnæðisleys 3s snéri hann aftur til Kairó í Egyptalandi, eftir að hafa heils að upp á þá dökku þar syðra. * * * Fyrir nokkrum dögum stóð SÚ fregn í Times (Lundúna), og sjálfsagt fleiri enskum blöðum, að maður sem nafngreindur er í blaðinu, 75 ára gamall skóla- stjóri í háskóla flugvélavirkja, hafi fundist skotinn til bana, í bifreiðaskúr við heimili hans. Skammbyssa fannst skammt frá líkinu. Frásögnin endar á því, að ekkert hafi verið þarna grunsamlegt. Mörgum ókunnugum myndi þykja þessi fregn einkennileg, en vönduð blöð í Englandi var- ast að segja það berum orðum, áður en dómur er fallinn, að nokkur maður hafi sjálfur ráð ið sér bana. Því það er enn í lögum þar í landi, frá fornri tíð, að eigur þess manns, er styttir sér. aldur, falli til kon- ungsins (sem nú þýðir ríkisins) hafi hann verið með öllu ráði. er hann gerði það. En af því þetta þykir óréttlátt gagnvart erfingjunum, að 'þeir missi á þennan hátt arf sinn, þá koma öll svona mál fyrir rétt. En þar er. jafnan kveðinn upp sami dómurinn, að maðurinn hafi stytt sér aldur, en á þeirri stundu ekki verið með öllu ráði. * * * Blaðamaður frá Bandaríkjun CFrJh. á 7. síðu.) að gera allt sem hægt væri til að reyna að verða mikill maður og listamaður. Fordæmi Beethoven lýsir enn sem leiftur um nótt langt fram til vorra daga. Augljóst er orðið öllum al- menningi hins menntaða heims, að listirnar eru eitt hið mesta áhrifamagn, sem til er, — í rauninni úrskurðaraflið í öll- um ytri og innri átökum. Það er hægt að banna Finn- landia — forleikinn eftir Sibe- lius, eins og á sínum tíma var gert, en frelsisalda verksins er ódauðleg og rís upp aftur fyrr eða síðar og ræður úrslitum við stofnun hins frjálsa lýðveldis. 1 Það er hægt að banna tón- verkin eftir Chopin, eins og líka var gert, en tónlist hans heldur að eilífu áfram að vera frelsistákn Pólverja, sem eng- ar eld- eða atómsprengjur geta eyðilagt meðan mannkynið er er við líði. Listamenn verða því að skilja sinn vitjunartíma á vorri öld og mega vita það vel, að þeir búa yfir meiri orku en allir hin ir valdamestu kúgarar, sem vilja fá þá til að falla frám og tilbiðja sig, lofa þeim jafnvel „öllum ríkjum veraldarinnar og þeirra dýrð“ að launum. Listamenn mega nú ekki lengur láta misnota sig. Þeir þurfa heldur ekki lengur að láta misnota sig, og list sína, — og vér megum læra mikið af atburðum seinustu áratuga: Heimsfrægir listamenn létu glepjast af ýmis konar fagur- gala og hugsjónarugli heimskra stjórnmálamanna. Vér þekkj- um nöfnin, allt frá Knut Ham- sun að Furtwángler* sem sagði í sakleysi sínu með svipaðri jhugsun og margir aðrir lista- menn: „Hvað koma mér stjórn málin við. Ekki hætti bakar- inn að baka sitt brauð, enda þótt Hitler kæmi fram sem kúgari og morðingi." Vér gæt- um svarað: ,,En ef Hitler hefði reynt að fá bakarann til að baka banvænt brauð, þá hefði jafnvel hinn aumasti hætt sinni brauðgerð.“ Vér höfum nú lært það mik- ið af þessu, listamennirnir, að vér megum vara oss betur en áður. Vér vitum að listirnar eru æðri og meiri kraftur en stjórnmálin, og vér eigum að miða vor störf og stefnu vora í lífinu við sannfæringuna um það. Hugleiðingar þessar læt ég koma hér fram á eigin ábyrgð. Ég veit að margir íslenzkir listamenn, einkum þeir yngri, eru gagnteknir af ýmsum stjórnmálaskoðunum, ög það er mjög eðlilegt, en sannfæring mín er, að öfgar og áróður stjórnmálanna séu listsköpun hvers höfundar og listinni til tjóns. Þýzka skáldið Goethe sagði jafnvel eitt sinn við Ecker- nann, að sá höfundur, sem :æki þátt í áróðri stjórnmála- flokka, hætti um leið að vera skáld, því að þá vrði hann að íklæðast hettu hatursins og heimskunnar. Ekki er hægt að heimta stjórnmálalegt hlutleysi af listamönnum, en einkamál þeirra, trúarbrögð, listastefna þeirra og stjórnmálaskoðanir eiga ekki að koma fram í starf- semi stéttarfélags þeirra. Vér höfum í bandalaginu nægileg- Framhald á 7. síðu. m Grátandi kona. Ein af frunimyndum Picassos, Guernica. ’f Stokkhómsbréf: Pícasso NAFN DAGSINS er Pablo Picasso. Ekki vegna þess hann sé hér, hann er sjálfsagt heima 3ijá sér í París í sundskýlunni sinni að mála. En eitt frægasta verk hans, Guernica, er hér sýnt, og kvikmyndin sem Clou- zot gerði um hinn fræga Spán- verja og sýna á, hvernig lista- verkið verður til, er sýnd hér líka. Fá eða ekkert verk nútíma- listar hafa vakið eins mikla eftirtekt, deilur, umrót og Guernica. Guernica — hin heilaga borg Baska, helzta menningarsetur þeirra — lögðu hersveitir Francos í rúst, gjöreyddu i borgarastríðinu spanska. Mynd Picassos, máluð 1937, er mót- mæli listamannsins gegn ger- ræðinu, eyðileggingunni, héimskunni. Og hin einföldu kröftugu mótmæli eru dregin án allrar miskunnar, án allrar tilfinningasemi. Myndi'n hefur verið kölluð minnisvarði yfir vonleysið, örvæntinguna og eyðinguna. Tveimur árum síð- ar skall heimsstyrjöldin síðari á. Guernica varð profetia. 1 Stokkhólmi hefur til þessa skort safn yfir verk nútímalist- ar. Hins vegar eru til í landinu ýmis ágæt verk í einkaeign. Safn málverka eftir franska meistara í eigu Svía var sýnt í Liljewalchs listaskálanum fyr- ir tveimur árum. Þéssi sýning hét Frá Cezanne til Picasso og vakti verðskuldaða athygli og feikigóða aðsókn. (Enda vin- sældir impressionistanna álíka miklar nú og þær voru litlar fyrir aldamótin.) Þessi sýning með öðru ýtti undir fram- kvæmd hugmyndarinnar um Safnhús fyrir nútímalist. Á Skiphólma (Skeppsholm- en) við Riddarafjörðinn í Stokk hólmi, steinsnar frá National- museum, helzta málverkasafni borgarinnar, hefur haldið til hluti sænska flotans og fengizt sitthvað við æfingar og nám. En nú hefur eitt af húsum flot- ans verið rýmt, tveir stórir skálar og annar þvert á hinn eins og T í laginu, gamall leik- fimissalur og búningsherbergi. Þarna á að vera safnhús fyrir stin nútímalist, annexía frá Nation- almuseum. Unnið er nú a£f breytingum og endurbótum á húsinu, búizt við að það verði1 fullbúið í vor. En nú var Guernica hér á ferðálagi (á annars heima í Museum for Modern Art í New York), og óvíst hvenær úr næstu Evrópuferð verður. Var því gripið tækifærið og efnt til. sýningir á rnálverkinu og milli 60 og 70 teikningum og skiss- um af hlutum þess; má þannig með nokkru móti fylgja sköp- unarsögu verksins. Sýningarsai urinn er langt frá fullgerður, og veggirnir síður en svo flos- klæcídir, heldur skellóttir líkt og eítir sprengjuárás. Og úti eru hermenn á stjái. Heppilegra umhverfi varð myndinni ekki valið. Svo var sýningin opnuð með hátíðlegri viðhöfn og ýmsu tignarfólki og meira að segja kóngafólki boðið til að skoða listaverkið fyrst. Og svo sem oft vill verða við slíkar opnan- ir, reyndist tignarfólkið svo Grátandi kona (22. júní 1937). Skissa af hluta af mynd Picassos, Guernica. margt, að lítið augnarúm varð til að virða fyrir sér þetta, sem hékk á veggjunum. Afsakanleg't því, þó að tíminn væri notað- ur til að hittast og skoða hver annan, enda höfðu margir við orð að koma aftur betur í ró og næði. En í slíkri mannþröng verð- (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.