Alþýðublaðið - 29.12.1956, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.12.1956, Blaðsíða 2
2, Laugardagur 2ð, des. 1!)56 KIRKJUBYGGINGAR HINN almenni kirkjufundur, sem haldinn er í Reykjavík dagana 20.—22. október 1956. skor ar fastlega á ríkisstjórn og alþingi að koma því til leiðar, að sett verði löggjdf um kirkju byggingar í þjóðkirkjunni, þar sem ríkinu sé gert að skyldu að standast kostnað við þær að 3A hiutum (stofnkostnaðai') móts við hlutaðeigandi söfnuði, er greiði kostnaðinn að öðru levti og annist viðhald, samkvaérnt nánari reglum, er um það yrðu ' settar. 32YGGIXGASTYRKUR Hinn almenni kirkjufundur. Ixaldinn í Reykjavík dagana 20. —22. okt. 1956, skorar á hið háa alþingi að leggja að minnsta kosti 2 milljónir króna í kirkjubyggingarsjóð á fjáitög- um næsta árs. Yerði eigi minni fjárhæð lögð árlega í þann sjóð, þar til alþingi h'efur samþykkt ný lög um aðstoð og fr amlög til kirkjubygginga. FÉLAGSHEIMILAS JÓÐUR Hinn almenni kirkjufundur 1956 telur tvímælalaust, að all- ir löggiltir söfnuðir landsins eigi að hafa rétt til styiks ú:r Félagsheimilasjóð til bygginga safnaðarfélagsheimila og safn- -aðarhúsa, þar sem skilyrði séu til ýmis konar félags- og tóm- stundast&rfs á vegum safnaðar- ins. Treystir fundurinn biskupi . og kirkjumálaráðherra til þess að tryggja söfnuðum þann rétt. SKATTFRELSI GJAFA Á öllum öldum og meðal allra trúarsamfélaga hefur það verið sjálfsögð venja, að menn færðu guði sínum að fórn nokk urn hluta afla síns- eða upp- skéru. Hinn almenni kirkjufundur 1956 telur það því eðlilegt. að mönnum sé heimilt að gefa til- kirkjulegrar starfsemi allt að tiund tekna sinna, án þess að . þurfa að greiða skatta af þeirri u.pphæð. Skorar fundurinn á al- þingi að gera slíkar fórnir skatt írjálsar, svo sem þegar tíðkas't um nokkrar aðrai' gjafir til al- menningsheilla. KIRKJUGARÐAR Hinn almenni kirkjufundur 1956 skorar á kirkjustjórnina að tryggja betur en gert er við- hald og verndun kirkjugarða. IL4LLGRÍMSKIRKJA Hinn almenni kirkjufundur 1956 lítur svo á, að bygging flaligrímskirkjy á Skólavörðu- holti varði ekki aðeins hlutað- eigandi söfnuð, heldur einnig Reykjavíkurbæ og ríkið. Þess vegna þurfti þessir aðilar aS skipa sameiginlega nefnd, er vinni að framkvæmd þessarar kirkj ubyggingar. STÖÐVUX SORPRITA Hinn alrnenni kirkjufundur 1956 skorar á hlutaðeigandi yf- irvöld og alaln almenning að hindra eftir föngum innflutn- ing, útgáfu, sölu og lestur sorp- rita. erlendra og' innlendra. LEIKMAXXASTARF Hinn almenni kirkjufundur 1956 telur brýna þörf á al- mennri og öflugri leikmanna- staifsemi í öllum söfnuðum landsins í líkingu við það, sem tíðkast í nágrannalöndum vor- um. Fundurinn hvetur sóknar- presta og safnaðarstjórnir til að beita sér fyrir þessu máli og heitir á biskup landsins og stjórnarnefnd kirkjufunda að veita þeim stuðning til þess eft- ir getu. KIEKJUSÖXGUR Hinn almenni kirkjufundur telur nauðsynlegt að efla söng í guðsþjónustum, annars vegar með almennum safnaðarsöng í sálmum og messusvörum, og hins vegar með fögrum flutn- ingi kirkjulegra kórlaga, er söngflokkur annast. Til eflingar almennum safn- aðarsöng telur fundurinn nauð syn að reyna ýmsar leiðir, t. d. | að kórinn leiði sönginn einradd | að, að hafa stutta söngæfingu s rneð söfnuðinum að lokinni | messu o. s. frv. 1 ÆSKULÝÐSSTARF Hinn almenni kirkjufundur 1956 telur nauðsynlegt að stór- auka félags- og leiðbeininga- stárf á vegurn kirkjunnar með- al barna og unglinga." Telur kirkjufundurinn. að við bygg- ingu-nýrra kirkna verði að ætla slíkri starfsemi hentugt rúrn. SAMSTARF PRESTA OG KEXNARA Hinn almenni kirkjufundur 1956 telur, að samvinna kenn- ara og presta sé svo mikilvæg, að fuíl ástæða sé til að.efna þar til aukinna skipulegra samtaka eftir því sem bezt hentar í hverju prófastsdæmi. Beinir fundurinn þeirn til- mælurn til forustumanna þess- ara stétta, að þeir athugi mögu- leika á sem nánastri samvinnu um kristindóms- og. siðgæðis- mál. ÚTVARP Á GUÐSÞJÓXUSTUM Hinn almenni kirkjuíundur 1956 felur stjórnarnefnd kirkju fundanna að leitast við að fá guðsþjónustur presta sem víð- ast af landinu teknar á segul- band til flutnings á helgidög- um í ríkisútvarpinu, svo að'sem ílestum gefist kostur að hlýða á slíkar messugjörðir. Kirkjufundurinn kaus sér- staka millifundanefnd til að gera tillögur um verndun og viðhald hvers konar kirkju- minja. í nefndinni eru: Gísli Sveinsson, fyrrum sendiherra, Ásmundur Guðmundsson bisk- up, sr. Jón M. Guðjónsson, sóknarprestur á Akranesi, Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður, Ólafur B. Björnsson, rit stjori á Akranesi. ig kornin til íslands, þau héldu hópinn alia leið á flóttanum. Yngri bróðirinn er 15 ára gam- all. TÓKST ÞÚ ÞÁTT í BAPvDÖGUM? Já, ég var einn af þeim, sem börðust í hinum fræga bardaga fyrir framan útvarpsstöðina 23. og 24. október og á leiðinni heim komu Rússar á eftir okk- ur og köstuðu á okkur sprengju. Þá missti ég aðra hönd mína og annað augað. Tók ekki þátt í bardögum eftir það. Var ég lagður inn á spítala og gert að sárum mínum. LÆKXAR OG H.jCKRUXAFv- LIÐ DREPIÐ Var sjúkrafólk ekki friðhelgt fvrir árásum? Nei, alls e'kki, þvert á móti skutu Rússar niður læknana og hjúkrunarfólkið ekki síður en aðra. Síðan lá ég þrjár vikur á spítala. Þá komu Rússar á spít- alann og handtóku sjúklingana í rúmunum og fluttu þá í fang- elsi. 5. nóvember missti ég tvo vini rnína og svo var það á mánudegi 21. nóv. að skrið- drekar fóru, ]>étt saman um göturnar og sópuðu fólkinu. saman og króuðu inni. Réðust tiUn r.ö mér, skelltu mér niður og ætluðu að binda sam- an hendur mínar, en þá vant- aði annan handlegginn og þeir hentu mér þá i burtu. sem bet- ur fór var ég handarvana, þess- vegna er ég hér, en ekki fangi saman m ©g Rússa eða dauður. Þar þrjá pilta bundna keflaða. Nánari frásögn af ungversku. láRdnemunmn biður' næsta dágs. (Frh. af 1. slöu.) Kommúnisminh og Rússland er eitt, þannig lítur' ungverska þjóðin á hlutina. MISSTI HANDLEGG OG AXXAÐ AUGAÐ Maðurinn er fámáll og var- færinn í orðum og við gefum okkur á tal við 21 árs gamlan skrifstofumann frá Búdapest. Móðir hans og bróðir eru einn- I DAG er lauarardagurinn 29. desember 1956. FLUGFERÐ1R Flujfélag íslands. Innanlandsflug: í dag er á- ætlað'að íljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilsstaðá, Sauðárkróks, Vestmannaeyja og Þórshafnar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vest- mannaeyja. SKIPAFRÉTTIR Ríkisskip. Hekla fór frá Reykjavík kl. 8 í morgun áleiðis til Færeyja. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyr ill fer frá Reykjavík í dag vest- ur um land til Akureyrar. Her- móður fer frá Reykjavík 3. jan. vestur til ísafjarðar. Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Reykjavík. Arnarfell er í Reykjavík. Jökul- fell lestar á Grundarfirði og Stykkishólmi. Dísarfell fór í gæ'r frá Keílavík áleiðis til Vent spils og Gdvnia. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helgafell fór frá Þórshöfn 22. þ. m. áleiðis til Ventspils og Manty luoto. Ham.rafell er í Batum. Andreas Boye er í Gufunesi. Force er í Keflavílc. Kisulóra tjaldar. Myndasnga barnarma ; Eiinsk.jp. | Brúarfoss kom til Reykjavík- i ur 27/12 frá Kaupmannahöfn. í Dettifoss fer frá Ventspils 28— 29/12 til Gdynia, Hamborgar og Reykjavíkur. Fjallfoss fer vænt- anlega frá Aicureyri í dag til Siglufjarðar, Skagastrandar, ísa. fjarðar, Súgandafjarðar og Faxaflóahafna. Goðafoss kom til Reykjavíkur 20/12 frá Ham- borg. Gullfoss fór frá Reykjavík í gærlcvöldi til Hamborgar og Kaupmannahaínar. Lagarfoss kom til Reykjavíkur í gær frá Néw York. Reykjafoss hefur væntanlega farið frá Hamborg í gær til Antwerpen, Rotterdara og Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá Reykjavík 25/12 til New York. Túngufoss fór frá 'Akra- nesi í gær til Keflavíkur og Hamborgar. M E S S U R Á M O R G U N Dómkirkjan: Messa kl. 11. Sr. Óskar J. Þorláksson. Guðfraeðideild háskólans: — Messa í kapellu háskólans á sunnudag kl. 11. Magnús Már Lárusson prédikar. EJ.iiheimilið: Mfessa kl. 10. Sr. Ólafur Óláfsson kristniboði pré dikar. —o— Frá Guðspekifélaginu. Samsæti til heiðurs Gretarí Fells sextugum verður haldið x Guðspekifélagshúsinu annaff kvöld, sunnudaginn 30. des., og hefst það kl. 8.30 síðd. stundvís- lega. Þátttaka er aðeins fyrir þá, sem hafa látið skrá sig til þátt- töku. Leiðrétting. Prentvilla varð í auglýsing- unni um símaskrária 1957 hér í' blaðinu í gær. Rétt er setningia. þannig: „Áukning Miðbæjar- stöðvarinnar verður alls 3000 númer, númeraröðin 22000— 24999.“ Var það síðasta talan, sem var röng. •En nú er að ná í vatnið. Eftir | þar sem Gizzur grís stendur við , heimilt vatnið xxokkra leit koma þau að brunni! dæluna. Hann kveður þeim ! en þegar þau snúa til tjaldsins, þykir þeim ■ ískyggilega rjúka. Ý F x L' S, U T G- 0 m m A m B y U m R 3 Jón og félagar hans þakka! þeim Valdún aðmíráli og mönri | um ■ hans vel björ'gunina. Tókkbjörgunin ekki nema andarták, Útvarpið 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn- dís Sigurjónsdóttir). 14 Héimilisþáttur (Sigurlaug Bjarnadóttir). 16.30 Endurtekið efni. 18 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jon Pálsson). 18.30 Útvarþssaga barnanna: „Jólarósirnar" eftir Selmu Lagerlöf (Hulda Runólfsdótt- ir leikkona). 19 Tónleikar (plötur). 20.30 Jólaleikrit útvarpsins. „Viktoria.“ Tore Hamsun og Einar Schibbye ha.£á gert út- varpsleikritið upp úr sam- nefndri ástarsögu eftir Knut r Hamsun. Þýðandi: Jón Sig- urðsson frá Kaldaðarnesi. Leik- stjóri: Þorst. Ö. Stephensen, 22.10 DanslÖg (plötur).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.