Alþýðublaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.01.1957, Blaðsíða 4
4 Stinmidlagur 6. janúar 1S57 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Biaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmi ðj an, Hverfisgötu 8—10. Spriklar MORGUiNBLAÐIÐ heldur enn áfram í gær að rang- túlka samþykkf alþingis frá 28. marz í fyrra. Allar fyrri btekkingar eru endurteknar í því sambandi og hnykkt á til víðbótar. Til dæmis gefur Morgunblaðið í skyn, að sam þykktin frá 28. marz hafi verið augljós fjandskapur í garð Atlantshafsbandalags- ins og varnarsamtaka lýðræð isríkjanna á Vesturlöndum, en eftir kosningar hafi nú- verandi stjórnarflokkar snú- ið við blaðinu. Hér eru höfð endaskipti á staðreyndunum. Samstöðu við lýðræðisþjóð- irnar á Vesturlöndum og At- lantshafsbandalagið er ein- mitt lýst einarðlega yfir í samþykkt alþingis frá 28. marz. Morgunblaðið gengur því feti lengra en fótum þess ætti að vera óhætt. Allir, sem kunna skil á samþykktinni frá 28. marz, gera sér ljóst, að blaðið dettur hér í hyldýpi ósanninda og útúrsnúninga og spriklar í fallinu. Og svo rekur sú fullyrðing lestina, að ián hafi fengizt í Banda- ríkjunum vegna stefnubreyt ingar ríkisstjórnarinnar í varnarmálunum! Sannleikurinn er hins vegar sá, að lengi hefur verið leitað eftir láninu, sem nú er fengið. Orsakir þess, að Islendingum er mikil þörf á því fé, eru tvær: Annars vegar frani- kvæmdir, sem setið hafa á hakamnn, en verða að telj- ast bráðnauðsynlegar, hins vegar óreiðan og fjárskort- urinn, sem Sjálfstæðis- flokkurinn lét eftir sig, — arfurinn margumræddi. — Fyrrverandi ríkisstjórn hafði leitazt fyrir um þessa lántöku áður en nokkuð var vitað um kosningar á liðnu sumri, hvað þá stjórn arskipti. En Morgunblaðið varðar ekkert um slíkar staðreyndir. Það staðhæfir það eitt, sem því finnst sér hersía í pólitískum áróðri. Og forustumenn Sjálfstæð isflokksins eru svo litlir í fallinu karlar að Iáta lygar þess ó- áíaldar, þó að þeir viti bet ur. Bjarni Benediktsson byrjar meira að segja rit- stjórn sína við Morgun- blaðið á því að bera á- byrgð á lyginni og senni- lega að færa hana í letur. Sííkt og þvílíkt er siðgæð ið á bænum þeim. Svipað er uppi á teningnum, þeg- ar krufin eru til mergjar hau ummæli út af fyrir sig, að ríkissíjórnin hafi ger- breytt um stefnu í varnar- málunum. Hún fær ekki staðizt. Þvert á móti hafa sjónarmið samþykktarinn- ar frá 28. marz verið ítrek- uð og á þau fallizt af for- ustumönnum Bandaríkj- anna. Það mál er þannig vaxið, að útlendingarnir, sem kall- azt geta gagnaðilar, gera sér ljóst, að íslendingar vilji ekki af skiljanlegum ástæð- um erlendan her í landi sínu á friðartímum. Yfirlýsingar þess efnís liggja fyrir og verða ekki vefengdar. Sam- komulagið um varnarmálin nú staðfestir þær í öllum at- riðum, sem máli skipta. En Morgunblaðið, málgagn stærsta stjórnmálaflokksins, sem kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar, er miklu amer- ískara en Dulles og Eisen- hower. Sjálfstæðisflokkur- inn vill sem sé erlendan her í landinu, hvað sem friðar- horfum í heiminum líður. Einu sinni var Morgunblaðið danskara en flest, sem danskt var. Síðar færði það umhyggju sína yfir á Bret- land. Svo tók við tímabil ást arinnar og aðdáunarinnar á þýzka nazismanum og því lauk ekki fyrr en sérgæðing- ar Sjálfstæðisflokksins áttu þess kost að græða peninga á samskiptum við Breta og Bandaríkjamenn í síðari heimsstyrjöldinni og þaðan í frá. Og því er illa farið með sjálfstæðishugsjónina, með- an flokkur íslenzka íhaldsins skammast sín ekki til að breyta um nafn og heita það, sem hann raunverulega er. S s s s s S S s s s s s s s s s s s Á s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s i 'í c s s s s s s s s s s s Sjómannafélagar Hafnarfirði Kosið verður í dag frá kf. í -5 Komið og kjósið Klörstjórnin. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ minnist um þessar mundir 200 ára af- mælis snillingsins Mozarts með því að sýna óperuna Töfraflaut una. Um tónlist Mozarts er ó- þarft að fara mörgum orðum, svo mikla ánægju sem hún hef ur veitt mönnum þau tæp tvö hundruð ár, sem menn hafa notið hennar. Að hrósa henni er sem að auka hólum við Vatnsdalshóla. Hins vegar virð ist honum ekki hafa verið gefin bókmenntaleg spektin. Fáar eða engar af óperum hans hafa texta, sem samboðinn er tón- listinni. Efni Töfraflautunnar er engin undantekning. Sögu- þræðinum, sem að sjáifsögðu verður ekki rakinn hér, var breytt, þegar samning verksins var nokkuð komin áleiðis, og skipt um skúrka og engla. Þannig er ekki langt liðið á verkið, er grunnhygginn og auð hrifinn áheyrandi verður að láta af samúð sinni með Nætur drottningunni og gefa sig á val hinni mystisku frímúrara- reglu. Textahöfundurinn heitir Emil Schikander. Jakob Jóh. Smári hefur þýtt textann á ís- ienzku og virðist engu hafa spillt, nema síður sé. Er eftir- tektarvert. hve texinn fellur vel að tónlistinni. og með hið íalaða mál er oft hnyttilega far ið. Leikstjóri er Lárus Pálsson. vSviðsetningin ber ýmis beztu einkenni Lárusar Pálssonar. Þar eru hreinar línur og heið- ríkja. Sviðsetningin er klassísk að anda og allar staðsetningar söng\:aranna með þeim hætti, að á sviðfletinum ríkir fallegt samræmi og samsvörun. Stíl- hreint og fágað. Spurningar- merki má setja við tvö atriði. Annað er koma Næturdrottn- ingarinnar. sem er sviplaus. Manni skilst, að Næturdrottn- ingin eigi að vera yfirnáttúru- leg vera, sem enginn hefur séð. en fyrir innkomu hennar, stað- setningu og leik Stinu-Brittu Melander virðist hún engu ó- mennskari en hitt fólkið, sem dansar þarna um sviðið. Hitt at riðið eru salarkynni Sarastros. Sviðið er svo opið og bjart, að það verkar hjákátlega á áheyr- endur. að hinn hugdjarfi prins ræðst ekkí til útgöngu, þó að einhverjar dularfullar raddir aðvari hann úr ýmsum horn- um. Sumsstaðar erlendis er reynt að leysta þetta atriði með góðum skammti af mýstík. hálfrökkri og ýmsum tækni- brellum. Að nokkru leyti er þetta sök leiktjaldanna, sem eru óþarflega hol og iétt. Vissu lega eru þau stílgerð, og mega Kristinn Hallsson í hlutverki Papagenos. vera það, en þau mega ekki verka á áheyrendur eins og jóla skraut ur pappa. Hverfur þetta þó fyrir heildaráhrifum. Skal nú söngvara getið að nokkru í þeirri röð, er þeir eru kynntir í leikskránni. Jón Sig- urbjörasson syngur hlutverk Sarastrós. Hann hefur djúpan bassa, en dálítið holan. Honum tókst prýðile'ga upp í hinum gullfallegu og erfiöu aríum hlut verks síns. Framburður hans á sérhljóðum i söng, (en. ekki í leik), er helzti opinn, en öll hans íramkoma var virðuleg og leik urinn hófsamur, sem vera ber. Þorsteinn Hannesson söng hlut verk prinsins Taminós. Það eru ekki allir Wagner-tenórar, sem skila Mozarthlutverkum með sæmd. en Þorsteini tókst það. Einkum naut hann sín vel í samsöng. Guðmundur Jóns- son fór með hlutverk þularins og skilaði því eins vel og á varð kosið. Um sönginn er ekki að tvíía. en framsögn hans og leik ur var tíl fyrirmyndar. Stína Britta Melander söng hluíverk Næturdrottningarínnar, eitt- hvert erfiðasta kóloratúrhlut- verk sem til er. Söngkonunni hefur farið geysilega mikið 1 fram síðan við kynntumst henni fyrst, bæði hefur rödd- in aukizt að þrótti og tónmynd- unin er fegurri. Söngkonan sem er gestur, komst klakklaust frá hinum erfiða, íslenzka fram burði, en líkamshreyfingar hennar kunna að orka tvímæl- is. Hlutverk Paminu, dóttur hennar, var sungið af Þuríði Pálsdóttur og söng hún hlut- verkið Ijómandi fallega og af Sviðsmyvtd úr Töfraflautummi. smekkvísi. Þernur Næturdrottningar ! voru sungnar af Maríu Markan . Sigurveigu Hjaltested og Svovu ^ Þorbjarnardóttur. Söngur ' þeirra var nákvæmur. en leik nokkuð ábótavant á liöílum. Papageno fuglari var sunginn af Kristni Hallsyni. Hlutverkið er þakklátt og leikur Kristins, sem oft er kímilegur, nýtur þsss. Söngur hans er frábær. Paþagena er sungin af Hönnu Bjarnadóttur og mun þetta vera fi'umraun hennar á Ieiksvíði. Leikur hennar býður af sér | góðan þokka og söng hún ágæt lega og af öryggi. Ævari Kvar- an veittist auðvelt að túlka hið illa eðli blökkumannsins Monostatos. Þrjár ungar stúlk- ur, Eygló og Hulda Victorsdæt- ur og Magnea Hannesdóttir sungu hlutverk þriggja ungl- inga samstillt og af þokka. Dr. Victor Urbancic stjórnaði Sinfóníuhljómsveit íslands, sem lék, og hafði auk þess æft kór- inn og notið við það verk að- stoðar Magnúsar Bl. Jóhannes- sonar. Eftir því sem hægt er að dæma um teik sveitarinnar ofan í gryfjunni sitjandi á 9. bekk niðri, verður ekki annað sagt, en að hann hafi tekizt vel, ítem söngur kórsins. Þjóðleikhúsið á skilið þakkir (Frh. á 7. siðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.