Alþýðublaðið - 20.01.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.01.1957, Blaðsíða 4
! A IþýdubEag 18 Sunnudagur 20. janúar 1957 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldí Hjálmarsson. E'ísðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsáóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Præðirnir og hnúturinn EMIL JÓNSSON ræddi í áramótagrein sinni hér í blaðinu stjómmálaviðhorfin og styrkleikahlutföll flokk- anna. Hann komst þar að þeirri niðurstöðu, sem öll- um liggur raunar í augum uppi, að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eigi í samkeppninni við Sjálf ptæðisflokkinn mun meira fylgi að fagna úti um land, en séu honum liðfærri enn sem komið er í Reykjavík. Taldi Emil atkvæðaskipt- inguna mjög aíhyglisverða og leiða hugann að því, hvar sé að leita aðaluppistöðu þessara flokka og hvaða hags rnunir séu fyrst og fremst við þá tengdir hvern um sig. Morgunblaðið víkur að þess um rökstuddu og hófsömu ummælum í gær og segir, að Emil sé illa við Reykjavík og bætir síðan við, að þetta sé gamla níðið og gamli rógur inn um Reykvíkinga! Morgunblaðið um það, ef því finnst níð og rógur felast í að viðurkenna þá staðreynd, að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi enn meira fylgi að fagna í Reykjavik en Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. En Emil Jónsson mun hvorki hafa ætlað að lofa eða lasta Reykvíkinga í þessu sam- bandi heldur að bregða upp svipmynd af stjórnmálaá- standinu í landinu. Hún sýnir í björtu ljósi, að bandalag umbótaflokkanna nýtur í ríkum mæli fylgis og áhrifa úti um Iands- byggðina, hvort heldur er litið til sveitanna eða kaup staðanna og kauptúnanna við sjóinn. Hins vegar er Sjálfstæðisflokkurinn enn. svo mikils ráðandi í Reykja vík, að hann hefur meiri- hluta í bæjarstjórn höfuð- borgarinnar. Þetta eru stað reyndir. En samkvæmt þessu eru umbótaflokkarn- ir mun betur til þess færir að stjórna landinu heldur en Sjálfstæðisflokkurinn. Þeir fara með umboð fólks ins, sem vinnur og framleíö ir Slíkt verður ekki sagt um Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi hans, sem úrslitum ræður, er eins konar Reykjavíkur- hnútur, ekki ósvipað fyrir- bæri og ístra á líkama mannsins. Afleiðingar þessa eru aug- ljósar og fljótraktar, enda hefur mikið verið við þær miðað í þjóðlífi okkar um langt skeið •— og er svo enn Sjálfsagt þykir, að fulltrúar landsbyggðarinnar á al- þingi séu mun fleiri en Reykjavíkur, og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hingað til sætt sig sæmilega við þá skipun mála. Þar fyrir er á- stæðulaust að æsa upp til hat urs milli Reykvíkinga og ut anbæjarmanna. Þeir verða að vinna saman, en lands- byggðin hlýtur að njóta ær innar sérstöðu á flestum sviðum, þegar um annað er rætt en lífskjör fólksins. Og’ Morgunblaðið verður að una því, að lífþræðir umbóta- flokkanna, sem liggja um landið, séu mun þekkilegra fyrirbæri en Reykjavíkur- hnútur íhaldsins. En við Reykvíkinga þarf ekki að sak ast. Fylgi Sjálfstæðisflokks- ins í höíuðborginni kann líka að megrast, þegar fram líða stundir. Sjálfsögð og tímabœr SÚ TILLAGA Óskars Hall grímssonar, að . útsvör séu greidd með jöfnum afborgun um af launum allt árið, er sjálfsögðu og löngu tíma- bær. Gegnir satt að segja mikilli furðu, ef hún nær ekki fram að ganga. Skýring þess getur ekki verið önn- ur en sú, að bæjarstjórnar- meirihlutanum detti ekkert í hug„ en vilji ekki fyrir neinn mun fallast á tillögur minnihlutans, hverjar sem þær eru. . Meginrökin eru tvö. Fyrir komulagið, sem Óskar legg ur til, er heppilegra fyrir Reykjavíkurbæ, þegar á allt er litið, Og slíka tillögu á strax að samþykkja í bæjar stjórn. AlþýðublaðlS vanfar unjfinp til að bera blaSið til áskrifenda í þessum hverfmn: KAUÐALÆK KÉEPPTHOLT HLliíARVEGI NÝBÝLAVEGI lafið við afgreiðsluna - Sími 4900 Bœkur og höfundar: Jón Dan: Þytur um nótt. Sögur. Rókaflokkur Máls og menningar. Prentsmiðj- an Hólar. Reykjavík 1956. UNDIRiRITAÐUR hélt við fyrsta lestur, að smásögur Jóns Dan væru auðvelt matsatriðl, en komst svo í vandræði og varð að lesa upp og reyna að Iæra betur. Höfundurinn telst enginn byrjandi, þó að hér sé um að ræða fyrstu bókina. Hann er kominn yfir fertugt, hefur fengizt við ritstörf og skáldskap um langt áraskeið og auk þess unnið smásagnaverð- Iaun tveggja tímarita, sem ættu að vera vönd að virðingu sinni. Þess vegna verður að gera til hans ólíkt meiri kröfur en hinna, sem bæði eru ungir að árum og reynslu. Beztu sögurn- ar eru líka góður viðburður, en þær munu varla nema þrjár, og ber þó ein mjög af. Hinar sjö sýnast ekki aðeins umdeilan- legar eins og mannanna verk yfirleitt, heldur meira eða minna mishepnaðar og þar af fimm fjarri allri viðurkenn- ingu. Jón Dan er ágætlega hug- kvæmur og vill gera smáa hluti stóra. Hins vegar skortir hann oft nauðsynlega vandvirkni og nær því ekki þeim herzlumun, sem ræður úrslitum. Bókin hefði víst þótt tíðindum sæta fyrir tuttugu árum, en síðan er liðinn ærinn tími miðað við mannsævina. Jón Dan er senni lega orðinn of gamall og verald- arvanur til að læra af von- brigðum. Þá á hann ekki ami- arra kosta völ en ætla sér hér eftir þann hlut á skáldaþingi, sem Kaupverð gæfunnar trygg- ir honum, ef staðið er við fyrir- heitið. Vettvangurinn, sem Jón Dan markar sér, minnir á sérsvið Ólafs Jóh. Sigurðssonar í ís- lenzkum bókmenntum. Honum lætur bezt að lýsa athöfnum og sálarlífi barna og unglinga. Þó fer því fjarri, að Jón sé Ólafi háður, enda færi illa á því, þar eð hann er þremur árum eldri. Maðurinn reynist sjálfstæður og sérlundaður, en hvorki nógu svipmikill né skapríkur. Þetta kemur strax í ljós við at- hugun á máli hans og stíl. Jón forðast tilgerð, sem er blessun- arlega þakkarvert, en nær ekki blæbrigðum umhverfis eða ör- laga í frásagnarspegil sinn nema eins og af tilviljun. Enn fremur sættir hann sig við svo litlar niðurstöður í flestum sögunum, að þar finnst raun- verulega engin þungamiðja, þrátt fyrir tækni og kunnáttu. Meginkosturinn er hins vegar sá, hvað hann gerist mannleg- ur og sannur, þegar samúð hans og viðleitni hrekkur til list- rænna átaka. Þess vegna átti undirritaður bágt með að verða á móti sumum misheppnuðu sögunum í bókinni. Þær eru smáfríðar, en þyrftu að vera mun stærri í sniðum. Blautu engjarnar í Brokey ber glöggt vitni um kostina og gallana, sem einkenna vinnu- j brögð Jóns Dan. Hugmyndin er j gömul, en höfundurinn reynir , að bæta það upp með skemmti- ! legum tvíleik. Atburðirnir j standa í tákni annars og meira.! Hins vegar vantar mikið á, að tengsli fyrri og síðari þáttar komi í leitirnar, og án þeirra getur ekki tilraunin heppnazt. Sagan er athyglisvert uppkast, sem höfundurinn hefur aldrei j fullunnið nema í aukaatriðum. Leiksoppar á að vera örlagarík svipmynd, en verður hvorki eitt né neitt. Álfur er eins kon- ar þjóðsöguafbrigði og djarfleg viðleitni, en fyrirfram dæmd til að valda vonbrigðum. Ungu höfundunum lætur margt ann- að betur en hefja íslenzku þjóð sögurnar í nýtt og æðra veldi, og Jón Dan er engin undan- tekning í því efni. Álfur er allt of reyfarakenndur samsetning- ur til að geta kallazt listræn smásaga. Oft er um það rætt og ritað, að höfundur Njálu lýsi einkennilega fjarlægðunum í Rangárþingi. Hvað þá um Jón Dan? Hann Iætur fjögurra vetra dreng rata í ævintýri og háska ferðalags, sem helzt minn ir á sögur Vellygna-Bjarna. Slíkt er þó kannski aukaatriði. Hitt skiptir öllu máli, að sagan verður líkari skólastíl óþrosk- aðs unglings en viðleitni full- orðins manns að búa til lista- verk. Tvær sögur einkennist og af hæpnu fjarlægðaskyni höf- undarins, en er annars glögg sönnun þess, hvað Jón Dan kann og getur og hvers má af honum vænta. Þetta er ein af beztu sögum bókarinnar og þol- ir mætavel að lesast oft og vand lega. Andóf í þraut nær engan veginn þeim tilgangi, sem fyrir höfundinum. vakti. Ánamaðkar myndi aftur á móti prýðileg smásaga, ef niðurlagið væri annað og meira. Sjö dagleiðir er þjóðsöguafbrigði líkt og Álfur, en sýnu nær lagi smásögunnar, því að þar eru ytri atburðirnir gefnir í skyn með því að fjalla um sálarlífið af þeirri nærfærni og alúð', sem Jón Dan ræður yfir, ef hann vandar sig. Hin eiiífa barátta er fíngerð og minnisstæð saga og sennilega sú næstbezta í bókinni. Þá er komið að þeirri, sem af ber. Það er Kaupverð gæfunnar, sem hlaut á sínum tíma verðlaun IJelgafells. Þar fara saman sér- kenni Jóns Dan, öriagaríkir smámunir, kunnáttusöm og hug kvæmnisleg könnun sálarlífsins og mannrænn boðskapur, en. jafnframt þjálfuð tækni, svo að þungamiðjan kemur til skila og lendir á réttum stað. Jörð í festum rekur svo lestina. Hún fékk verðlaun Samvinnunnar undirrituðum til mikillar undr- unar. Efnið er gamalt og ósköp illa með það farið, sagan í fá- um orðum sagt misheppnuð. Guð má vita, hvað mennirnir voru að verðlauna. Hinar mega hafa verið slæmar, ef hér hefur verið dæmt af viti. Jón Dan lætur stundum mál- villur og pennaglöp henda sig. Sögnin að valda stýrir eignar- falli í meðferð hans, og á ein- um stað er fornafnanotkun svo misráðin, að leiðir til vand- ræða. Enn fremur virðist allt of fljótfærnisleg klaufska að tala um að hala upp ekki stærra kvikindi en ánamaðk. Hins vegar fann undirritaður ekki nema eina prentvillu í bók inni og hana lítilmótlega. Og þá er ekki annað eftir en færa eink unnina til heildar: Ein saga á- gæt, tvær góðar, tvær sæmi- lega nærri lagi og fimm að minnsta kosti lélegar. En Kaup- verð gæfunnar er líka slík og þvílík, að Jón Dan getur enn orðið sigurvegari, ef hann legg ur sig fram um að ávaxta pund ið. Helgi SæmuncTsson. Leiðrélting í ALÞÝÐUBLAÐINU í gær er fregn um, að vörubílstjóra- félagið á Akranesi hafi boðað vinnuveitendum verkfall frá og með 27. janúar nætkomandi. Út af fregn þessari átti vinnuveit- endasambandið í dag viðtal við Jón Árnason framkvæmda- stjóra, formann Vinnuveitenda- félags Akraness. Kvað hann ekkert verkfall hafa verið boð- að enn af hendi vörubílstjóra og fregn þessi því röng. Hins vegar kvað hann bíl- stjórunum hafa verið boðnir sömu samningar og gilda milli Vörubílstjórafélagsins Þróttar í Reykjavík og Vinnuveitenda- sambands íslands, en samning- ar hefðu enn ekki tekizt. Vinnuveitendasamband íslands. ATHUGASEMD: Vegna Ieið- réttingar vinnuveitendasam- bandsins vill Alþýðublaðið taka fram eftirfarandi: Hið eina, sem missagt er í fréttinni, er að vörubílstjórar hafi boðað vinnustöðvun. Hið rétta er, að stjórn félagsins hefur fengið heimild til að boða vinnustöðv- un hinn 27. jan., hafi samning- ar ekki nóðst fyrir þann tíma. Á verkfall er hvergi minnzt, en á því gerir vinnuveitendasam- bandið engan mun! Vegna jarðarfarar Jóhannesar Zoega Magnússonar prentsmiðjustjóra verða skrifstofur Alþýðublaðsins og prent- smiðja lokaðar á þriðjudaginn, 22. janúar, og kemur Alþýðublaðið því ekki út á miðviku- dag, 23. jan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.