Alþýðublaðið - 20.01.1957, Side 5

Alþýðublaðið - 20.01.1957, Side 5
Sstnnudagur 28. janúar 195T AlþýfEtibfaing Fiskur sendur óunninn til útlanda UM MARGRA ÁRA SKEIÐ liefur ekki verið jafn lítil at- vinna í frystihúsunum hér í bæ og nú. — í nóvembermán- uði voru meðaltekjur þeirra jfcvenna, sem vinna í frystihús- 'unum alltaf þegar vinna er fyr- ár hendi, um kr. 2000.00 eða liðlega helmingur þess, er þær xnyndu hafa þegar unnið er með íullum afköstum. I desemtaer- mánuði var vinnan enn minni, eða um 11—1200 kr. og ekkert að gera milli jóla og nýárs. Það sem af er þessum mánuði, eða til 10. þ.m., voru tekjur verka- livenna í frystihúsunum sirka 400 kr. Atvinnuleysi það, sem verka- konur í frvstihúsunum eiga nú við að stríða, stafar einvörð- ungu af því, að meg.inhluti tog- aranna hafa að undanförnu Eiglt með aflann óunninn á er- lenda markaði og virðist ekk- ert draga úr þeim siglingum. Þess eru jafnvel dæmi að vél- bátar séu einnig farnir að sigla Tneð óunninn afla. t.d. fór taát- ur nú nýlega hlaðinn ýsu til Bretlands, var hér um að ræða bát, sem annars hefur lagt afla sinn upp hjá opinberu fyrirtæki ,hér í bæ. — Ekki verður séð hvað hefði átt að vera því til fyrirstöðu að þessi bátur legði afla sinn upp hér. Þótt hér hafi aðeins verið talað um atvinnuleysi meðal verkakvenna. þá er það og stað reynd, að atvinnúskortur þessi (nær einnig til verkamanna í . frystihúsunum, þótt það sé lekki jafnmikið og meðal verka- kvenna, Þess verður að vænta að rík- isstjórnin, sem á sínum tíma gaf fyrirheit um fulla atvinnu. og lýsti því einnig vfir, að ákveðið hefði verið að aðeins L? hluti togaranna fengju að sigla með afla sinn óunninn, standi við þessi fvrirheit sín. Enda er það eina leiðin til þess að trvggja þvj fólki, sem vinn- ur í frystihúsunum, fulla' vinnu. Verkakona. ■ iiiiiiftiiiiiiiiiin uiiiiitmiiiiiiimi UfvarpsMHur ÞJÓBLEGT ÉTVARP ÞEGAR rituð verður íslenzk raenningarsaga tuttugustu ald- arinnar, verður væntanlega ekki gleymt veigamiklum þætti ■útvarpsins í íslenzkri þjóðmenn ángu, einkum á öðrum þriðjungi aldarinnar. Hitt er óvíst, að son lim síðari kynsióða verði full- Jjóst, hve geysisterkur og af- tírifaríkur sá þáttur hefur ver- ið, t. d. í því að tónmennta þjóð- jna, og þá eigi síöur því að varð veita eftir mætti þjóðlegan menningararf í umróti órólegra tíma. Breytingarnar í menning- arháttum og atvinnulífi þjóðar- innar hafa verið furðulega örar ©g djúptækar, svo jafnvel að þjóðerni og tungu hefur stund- um og sums staðar stafað hætta af. Hefði hið nýja menningar- fæki, útvarpið, orðið óþjóðlegt, éíslenzkt, hefði enn skæðari háski vofað yfir. En útvarpið var á verði þegar í stað. Ekki er hkgt með nokk- ’urri sanngirni að bera því á torýn, að það hafi brugðizt skyldu sinni gagnvart íslenzkri tungu og þjóðerni. Löngum hafa góðir ráðsmenn verið fyrir framan hjá útvarpinu, sem stað- ið hafa föstum fótum í íslenzk- um jarðvegi og aldrei viljað j slaka á fyllstu kröfum um ís- lenzkt út.varp og þjóðlegt. Má bar gjarnan nefna fyrstan Helga Hjörvar, sem aldrei hefur hvik- að hænufet frá slíkum kröfum <og stundum orðið að berjast hart. Þótt stundum þyki kenna j nokkurrar sundurgerðar í stíl ©g flutningi hans sjálfs, er hann hinn mesti smekkmaður á ís- lénzkt mál og glöggur á það, sem verðmætt er í þjóðlegum fræðum, eldri og yngri. Jóni Ey- þórssyni var líka mjög sýnt um hina þjóðlegu og alþýðlegu hlið útvarpsins, meðan hann starf- aði þar, og tókst snemma bezt . að viðhalaa lifandi sambendi út- varpsins og hins almenna hiust- anda. Þótt þessara tveggja sé að eins getið hér, hafa auðvitáð margir lagt hér hönd að góðu verki. ÍSLENDINGASÖGURNAR Tveir dagskrárliðir eru það einkum, sem helgaðir hafa verið bjóðlegum fræðum á undanförn sm árum, og er svo enn. Annar er lestur Islendingasagna. Ár- angur hans hefur áreiðanlega orðið mikill og giftusamlegur. Um það er engum blöðum að fletta, að unga fólkið er svo að í kalla steinhætt að lesa íslend- ingasögurnar. Hins vegar er mér það vel kunnugt úr kennslu- starfi, að unglingar hlusta tölu- vert á Islendingasagnalestur út- varpsins og gezt vel að. Til þessa lesturs heíur líka löngum valizt afbragðsmaður, sem lagt hefur mikla alúð við hann: dr. Einar Ólafur Sveinsson. Prúður og hóf samlegur flutningur þessa há- menntaða fræðimanns hefur borið vott um ást hans og virð- ingu fyrir viðfangsefninu og unnið sögunum okkar tignarsess í útvarpsdagskránni. Lestur ís- lendingasagnanna má því ekki niður falla. Iíann á að vera fast ur liður um aldur og ævi. Nógu er af að taka. Hinn dagskrárliðurinn, sem mjög hefur verið helgaður þjóð legum, alþýðlegum fræðum er KVÖLDVÖKURNAR Þær hafa oft verið prýðilega fjölbreyttar og skemmtilegar, ætlaðar í upphafi eins konar arf' takar kvöldvaknanna í gömlu baðstofunum. Ég er ekki fjarri því, að minni rækt hafi verið lögð við kvöldvökurnar nú i seinni tíð. En það má ekki verða. Altaf er til nóg kvöld- vökuefni og enn gerast nýjar þjóðsögur, og mikið er alltaf skrifað um liðna tíð og menn og háttu þeirra. Atburðir síðustu tíma geta líka vel fallið inn í umgerð útvarpskvöldvökunnar. Ekki veit ég t. d. tilvaldara kvöldvökuefni en suma frásögu þætti Jónasar Árnasonar, enda þótt þeir séu glænýir og segi frá bráðlifandi fólki. FERÐALAG OSCARS CLAUSENS Undanfarið hefur Öscar Clau- sen verið að rifja upp minning- ar um ferðalag vestúr í Dölum fyrir hálfri öld. Vona ég, að mér fyrirgefist það, gömlum Dalamánninum, þótt ég >sinnist á þessa þætti sérstaklega, því að þeím, sem kunnugir eru vestrá, hlýtur að þykja gaman . . (Frh. á 7. síðu.) (JMPREY BOGART 25 DESEMBER árið 1900 fæddist í New York City sveinbarn, sem síðar var vatni ausið og nef'nt. Hum- prey, fo-eldrar hans báru ættarnafnið Bogart og varð það einnig hans, sem að lílt- um lætur. Það var ekki neitt sérsakiega mikið um að vera, þegar sveinninn íæddist um- fram það sem alltaf er við barnsfæ.ðingar og fáum, ef nokkrum, datt í hug að hann ætti eftir að verða einn af hinum frægustu kvikmynda- leikurum tuttugusíu aldar- innar. Þaðan af síður kom nokkrúrn til hugar að hann mundi látast úr krabbameini í hálsi árið 1957, þá 56 ára að aldri. Bogart tók virkan þátt í heimsstyrjöldinni fyrri og var þó ungur að árum, en að afloknum skelfingúm þess stríðs snéri hann sér að leik- listinni. Fram til 1930 kom hann iðulega fram í leikhús- um á Broadway og lék þar einna helst hlutverk hvers konar glæframanna. Árið 1930 hefst hraðferð hans til heimsfrægðar á hinu hvíta tjaldi. Hann tekur þarna eins og annars staðar helzt að sér glæpahlutverk og hlutverk þeirra, er bitrir eru út í tilveruna og bíta þá frá sér. Þó fara hlutverk hans að breytast upp úr 1940 og fær hann þá meira af hlut Ava Gardner leikur á móti Bogart í „Berfættu greifa- frúnni“. verkum harðsoðinna ame- ríkumanna, sem hafa hrjúft yfirborð, en eru gjarnan mestu góðmenni inni fyrir. Hann gerist í mörgum af hlutverkum sínum túlkandi þeirra, er hefja vilja smæl- ingjana til æðra tilverustigs en hann túlkar hið andstæða engu vér. Það er sag't um Bogart að undir innblæstri hins rétta stjórnanda (sennilega átt við John Huston) gæti hann vissulega framkvæmt stór- virki, sem enga ættu sér líka. Hversu hrottaleg sem hlut verk Humpreys voru á svið- inu var daglegt líf hans á allt annan veg. Kona hans, Laureen. Bacall, ber honum það orð, að hann hafi ekki aðeins verið góðrnenni og umgengnisþýður, heldur al- veg sérstaklega smekkvís í að velja sér og færa kjóla af „Svefninn langi“, „Hvenær myrti frú Carrol“, ,,Dagur hefndarinnar“, „Tokyo Joe“, ,,Á einmanalegum stað“, „Sabrina“, „Deadline USÁ“. Svo fáum við að sjá hann í Tripolíbíó á næstunní í úr- valsmyndinni „Berfætta grevfafrúi.n“, sem áreiðan- Hér sjást Bogarthjónin með son sinn ungan, eins og sagt er hér í þættinum er hann núna orðínn 7 ára gamall. réttri stærð og þeim sniðum og gerðum, er henni féllu bezt. Ennfremur segir hún um hann, að hann hafi vitað ná- kvæmlega hvenær hann ætti að taka stjórnartauma heim- ilisins í sínar hendur, en hann vissi líka hvenær slaka átti á og gefa henni lausan tauminn. Það fannst henni ágætt, því að annars hefði hún neyðzt til að hrifsa hann til sín. Diana Dors var fvrir skömmu í Holb’wood. sem frægt er orðið. Hún hitti þá Borgart-hjónin os segir um það, að sér hafi þótt Hum- prey ljótur og svolalegur, virkilega orðið fjwir von- brigðum með hann. Það var út af fyrir sig ekki að undra því að hann var þá orðinn mjög sjúkur og var farinn að nota áfengi mikið til að halda sér uppi. Þau Laureen eiga einn son um sjö ára gamlan, sem var augasteinn foreldra sinna. Hann heitir Stephen Hum- prey Borgart. Hver veit nema hann eigi eftir að hefja á ný merki föður síns. Dóttir áttu þau einnig, Les- lie, sem er fædd 6. janúar 1952. Humprey Bogart hefur verið fremur afkastamikill í kvikmyndaheiminum. Má nefna af myndum hans, „Þrír óboðnir gestir“, „Ein- tóm lýgi“, „Drottning Af- ríku“, „Lifðu hratt — dey ungur“, „Þrír menn leita gulls“. „Einn gegn öllum“, Casablanka11, „Upp ána“, „Grýtti skógurinn", „öng- stræti“, „Englar með óhreint andlit“, „Skýli brotamanna“, „Sigur yfir myrkrinu", „Þeir sem áttu afturkvæmt“, „Þeir aáa á níutíu", „Riddarafálk- inn“, „Arásin á Panama“, ..Skinalest á norðuratlants- hafi“. ,,Sahara“, „.Föður- landsl.ausír“, „Illt ástand", lega margir munu sjá ekki sízþ.vegna dauða hans. Einn- ig mun Tjarnarbíó bráðlega taka upp sýningar á mynd- inni „Við erum engir englr ar“. Sem sagt það hefur fækk- að um eina stjörnu á himni kvikmvndanna og það ekki neina smástjörnu. — Allir sannir kvikmyndaunnendur munu sakna hans, sérstak- lega þar sem hann hvarf helzt til fljótt ag sjónarsvið- inu fvrir þeim bölvaldi, er heggur nú æ stærri skörð í mannkynið og þá vðulega fólk er manni virðist eiga ólokið löngum æviferli og miklu starfí. S S s s s s s s s s s s s s s s s \ s s s s •S s s s s s s s s s s s ■ s V s V s s s s V s s s s s s s s s . s s s s s s s s s s s s s s s :S S V: i i s s s ÞRÁTT fyrir dauða James Dean fær hann ennþá bréf svo hundruðum skiptir frá aðdáendum sinum. Félagið, sem hann vann hjá, fær auk þess fjölda bréfa og hver sá skriffinnur. er á í fórum sínum sínum sögu af honum, er ekki hef- ur áður verið birt, getur fengið of fjár fyrir hana. Skyldi verða sama sagan með Bogart? Humphrey og La Lollo í myndmni „Eintóm íygi“, sem sýnd var í Bæjarbíó ?55,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.