Alþýðublaðið - 30.01.1957, Blaðsíða 5
MiSvikudagur 30. janúar 1957
Alþýgublagjg
Sveinn Auðunsson.
Björn Jóhannesson
Kjartan Ólafsson
Jóhann Tómasson.
Þórður Þórðarson.
FYRIR 50 árum var ömur-
legt um að litast hjá hafnfirzkri
alþýðu. Örbirgð og eymd, þrælk
un og réttleysi var hlutskipti
hins vinnandi manns og konu.
Fólkið var pískað og beygt og
háð vinnuveitandanum í einu
og öllu. Hann réði því hvort
unnið var að nóttu eða degi.
Hann réði kaupgjaldinu og hve
nær og hvernig það var greitt.
) Um þetta ástand farast braut
rj'ðjandanum Jóhanni Tómas-
syni orð á þessa leið í 40 ára
minningarriti Hlífar:
,,A þessum árum, sem hér um
ræðir (1900—1907), voru augu
manna farin að opnast fyrir því
| vandræða ástandi, sem ríkti
hér, eins og víðast hvar annars
staðar um kjör verkafólksins,
og umbóta á þeim gat ekki ver-
ið að vænta frá neinum öðrum
en þyí sjálfu. Því var farið að
skiljast, að útgerðarmenn og
kaupmenn, — sem var eitt og ;
hið sama —, mundu ekki af
j sjálfs dáðum bæta. kjör þess á
neinn hátt. Samt voru það
furðulega fáir í fyrstu, sem
raunverulega létu sér skiljast
hverjum viðjum þeir voru reyrð
ir. |
í HÁLFA öld hefur Hlíf verið brjósl vörn hafnfirzkra verkamanna. Eftirhálfr-
ar aldar starf er margs að minnast, mörgum glæsilegum áfanga náð, mörgu tak-
markinu lyft til aukinnar velmegunar og menningar. — Hlíf minnist afmælisins
með hátíðarfundi í Bæjarbíói í kvöld og með hófi næstk. laugardagskvöld í sam-
komusal Raftækjaverksmiðjunnar.
Daglaunagreiðslan var á þess
um árum að miklu leyti úr sög-
unni, en tímavinnan upp tek-
in. En eins og fyrr réðu vinnu-
veitendur sjálfir kaupgjald-
inu. Verkafólk hafði þar ekkert
um að segja, varð að taka þegj-
andi við því, sem að því var
rétt. Þegar daglaun voru greidd,
voru þau kr. 2.00 og 2.50 fyrir
daginn, mis®iunandi eftir dugn-
aði mannsins, en kr. 1.50 fyrir
kvenfólk, og voru engin tak-
mörk fyrir því, hve langur
vinnudagurinn var. Fór það
eftir geðþótta vinnuveitanda.
Hið sama gilti. um tímavinnu-
kaupið. Enginn ákveðinn vinnu-
tími, og sama kaup hvort held-
ur að unnið var að degi eða
nóttu. Var þá venjulega greitt
fyrir klukkutímann 20—25 aur-
ar karlmönnum, og 12 og hálfur
eyrir kvenfólki. Vart var um
peningagreiðslu að ræða. Mest
allt kaup sitt varð fólk að taka
út í vörum í búðum kaup-
manna, með uppsprengdu verði.
Engan ákveðinn matmálstíma
var heldur um að ræða. Fólk
varð að stelast til að gleipa í
sig matarbita eða kaffisopa úti
undir beru lofti, hvernig sem
veður var, undir pakkhúsveggj-
um og bryggjum, eins og sið-
lausir menn eða soltnar skepn-
ur.“
Upp úr þessum jarðvegi var
Verkamannafélagið Hlíf stofn- J
að og voru aðalhvatamenn að i
stofnun þess Jóhann Tómasson
og Gunnlaugur Hildibrands- j
son. Að sjálfsögðu hefur félag-
ið í byrjun verið veikt og lít-
ilsmegandi, enda óspart að því
unnið af vinnuveitendum að
kæfa það í fæðingunni og lama
það lengi fram eftir árum. I
Tíu árum eftir stofnun Hlífar
barst henni skeyti svohljóðandi:
„Eg get ekki viðurkennt
verkamannafélög, þau valda
öllum löndum tortímingu og
leiða verkalýðinn afvega, samt
á að borga verkamönnum okk-
ar nægilega og' vel, svo fram-
arlega sem þeir eru ekki í fé-
laginu.“
Þetta skeyti talar skýru máli,
svo að ekki er um að villast.
En þrátt fyrir fjandskap
andstæðinganna, skilnings- og
þroskaleysi allt of margra
verkamanna þá óx Hlíf stöð-
ugt fiskur um hrygg. Kom á
hverri kjarabótinni annarri
meiri, skapaði smám saman
Núverandi stiórn Hlífar: Standandi, frá vinstri: Sveinn Sveinsson, Bjarni Rögnvaldsson, Yngvi
Jónsson. — Sitjandi, frá vinstri: Helgi S. Guðmundsson, Ragnar Sigurðson, Pét.ur Hafliðascn.
mannsæmandi lífskjör almenn-
ings og fékk rétt verkamanns-
ins viðurkenndan. Hlíf getur
, því nú á þessum merku tíma-
í mótum glazt yfir velunnu
' starfi, glazt yfir frábærum
árangri, sem lýsir sér í al-
mennri velmegun og menningu
hafnfirzkrar alþýðu. En Hlíf
hefur verið svo lánsöm að hafa
jafnan átt á að skipa mannvali
til starfa og' forustu. Þar hafa
margir komið við sögu og gert
garðinn frægan, og er ógern-
ingur að nefna nöfn þeirra
allra. En ómögulegt er að minn
ast svo á Hlíf að ekki séu nefnd
ir á nafn: Sveinn Auðunsson,
Davíð Kristiánsson. Guðmund-
ur Jónsson, Gísli Krist-
jánsson, Biörn Jóhannesson,
Kjartan Ólafsson, Magnús
Kjartansson. Þórður Þórðarson,
Helgi Sigurðsson og getið hins
harðduglega núverandi for-
manns, Hermanns Guðmunds-
sonar, sem verið hefur formað-
ur Hlífar iengur en nokkur
annar. En hér er stiklað á síóru.
Þeir eru fjölmargir aðrir for-
ustumenninir, er nefna mætti
og unnið hafa fórnfúst starf og
: þýðingármikið. að ógleymdum
I öllum þeim fjölda karla og
kvenna, sem hvergi er getið en
hafa verið hin raunverulega
kjölfesta í verkalýðshrevfing-
unni, hafa alltaf staðið á verði
um heill samtakanna og ailtaf
gert skyldu sína.
Hlíf hefur verið sverð og
skjöldur hafnfirzkrar alþýðu í
síðast liðin 50 ár. En fyrstu 18
árin var Hiif sameiginiegt fé-
i lag verkamanna oq verka-
j kvenna, en 1925 stof'-'mðu vrka
• konur V.K.F. Fr-- -'íöina. ITlíf
hefur breytt kíö”’m'i verka-
manna úr örbir"^ í lífvænlega
afkomu. Hún hefur "T’ið stór
þáttur í hinum stórstígu fram-
förum í Hafriarfirði, síðast liðna
] áratugi rneð félagslegum og
pólitískum áhrifum. Störf Hlíf-
] ar hafa ekki einungis verið
1 hagsmunalegs eðlis, þau hafa
ekki síður verið menningarlegs
eðlis, rétt menn andlega úr kútn
urn til aukins þroska og mann-
dórns. Heill sé þeim, er bað
verk hafa unnið bæði lífs og
liðnum.
i Núverandi stjórn skipa Her-
mann Guðmundsson formaður,
| Yngvi Jónsson, gjaldkeri, Pét^r
Kristbergsson, ritari, Helgi
Sævar Guðmundsson. fiármála
ritari, Björn Rögnvaldsson v,-
formaður, Ragnar Sigurðsson
meðstjórnandi.
i
; Og að síðustu til hamingju
með afmælið og til hamingju
með framtíðina. Þín bíða mörg
óleyst, vegleg verkefni, sem
gott verður að minnast eftir
næstu 50 ár.
KVENNAÞATTUR
Ritstjóri Torfhildur Steingrímsdóttir
UM BLETTAHREINSUN. I hann, en það er að hreinsa blett ;
ÞAÐ ER þekktara en frá inn aftur með sama vökva og
þurfi að segja, að blettir í fatn
aði eru einhverjir verstu óvin-
ir húsmóðurinnar. Það eru því
nota nú eins lítið og hægt er að
komast af með og nudda vel þar
til vökvinn er þornaður úr. 4)
þrjú grundvallaratriði, sem' Ilverskonar hreinsiefni, sem
gæta þarf við bletti, en þau eru. þér hafið undir höndum, er
1) Að fjarlægja blettinn eins hættulegt og flest mjög eitrað.
fljótt og unnt er, því að þá er Þegar þér kaupið það í lyfja-
engin hætta á að búið sé að búðum, er það oftast merkt
gleyma hvaða efni er í blettin-! eitur, en þegar um er að ræða
um, en það skiftir mestu máli hverskonar hreinsiefni, sem
í baráttunni við blettina, að fæst í venjjulegum verzlunum,
geta greint rétt hver er blett- þá er ekki um neina slíka merk
valdurinn. 2) Þegar blettir eru ingu að ræða. Þar af leiðandi
hreinsaðir, sérstaklega fitublett þurfið þér helzt að merkja öll
ir, þarf að hafa eitthvað gróft ílát með hreinsiefnum, vel og1
undir, sem drekkur í sig vökva, vandlega, sem ,,Eitur“. Gætið
nota eins lítið og hægt er af þess jajfnframt að geyma það |
hreinsivökva og nudda þar til ávallt þar sem börn ná ekki til,
hann er þurr. 3) Þegar fram
kemur í tauinu stærri blettur
eftir hreinsun, með áberandi
röndum, er það eingöngu sök-
um þess að notaður hefur verið
of mikill hreinsivökvi. Þá er
aðeins eitt ráð til að fjarlægja
en það er ekki svo sjaldan að
slys hafa hlotizt af því að börn
hafa náð í hreinsilög.
Þetta mun verða látið nægja
í þessum þætti u mráðlegging-1
ar, en í næsta þætti mun ég
svo rekja lítilsháttar helztu i
hreinsunaraðferðir þær, er nota
má við heimahreinsun hvers-
konar bletta. Það sem nefnt
verður er ekki á neinn hátt
áhættusamt að því er efni snert
ir, en ekki er þó hægt að gefa
neina örugga tryggingu fyrir
því að hreinsunin heppnist sér-
lega vel, því að þar er um svo
margt að ræða, eins og hand-
lagni þess er hreinsar, tegund
efnisins og á hvern hátt það
hefur verið litað. Sérstaklega
er erfitt að hreinsa mörg af
hinum nýju gerfiefnum. Allt
þetta getur gert það að verkjjm
að hreinsunin tekst kannski
ekki sem skyldi, en þetta er
sem sagt undantekningar, venj
an er sú, að hreinsunaraðferðir
þær, er gefnar verða upp í
næsta þætti, gefast með ágæt-
um og vonandi að svo veröi
einnig hjá ykkur.
Eitt ráð vil ég svo að lokum
gefa ykkur í þessum þætti.
(Frh. á 7. síðu.)