Alþýðublaðið - 31.01.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.01.1957, Blaðsíða 4
« AFþyttublaSíg Fimmtudíagur 31. janúar 1957 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. BlaSamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. S s s s s s s b s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Hárið sem hvarf HVERS VÆRI að vænta, gf Sjálfstæðisflokkurinn færi með stjórn landsins, sam- kvæmt málflutningi Morgun blaðsins og Vísis og íhalds- foringjanna á alþingi? Vissu lega er hollt að rifja upp þessi atriði og bera þau sam- an við reynsluna af stjórn- prfari Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár. S j álf stæðisf lokkurinn hefði leyst efnahagsvanda- málin til frambúðar og með þeim hætti, að allt bæri sig og enginn þyrfti að kvíða af komu og rekstri atvinnu- tækjanna í landinu. Jafn- framt hefði hann Uomið í veg fyrir öll ný útgjöld vegna þessara ráðstafana og til viðbótar Iækkað til muna allar vörur og alla þjónustu. Sömuleiðis myndi hann binda með traustum rembihnút enda á sérhverja óheilbrigða gróðastarfsemi og þá fyrst og fremst heildsalanna og olíufélaganna. Loks hefði hann sent ameríska varnar- liðið heim með fyrstu ferð strax eftir kosningar og myndi ekki Ijá máls á að fá neitt fé að láni erlendis og sízt af öllu í Vesturheimi, því að á það kynni að verða litið sem dollaramútur. Þetta er svo sem ekkert smáræði, en svona myndi nú Sjálfstæðisflokkurinn stjórna landinu, ef hans væri valdið og mátturinn. Þá stæði ekki á því, að dýrð in segði til sín. En hvers vegna í ósköpun- um kom Sjálfstæðisflokkur- inn engu af þessu í verk, meðan Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Ingólfur Jónsson voru ráðherrar og áttu að finna lausn á vanda- málum íslendinga? Morgun- blaðið og Vísir minnast aldrei einu orði á það atriði. Þó myndi ærin þörf á við- hlítandi skýringu í því efni. Islendingar þekkja sem sé 'Sjálfstæðisflokkinn af reynslu. Hann hefur um •langt skeið verið úrslitaaðili um löggjöf okkar og stjórn- grfar. Þá tókst honum ekki að leysa efnahagsvandræð- in. Þá börðust atvinnuveg- irnir í bökkum. Þá varð að auka útgjöld og hækka tolla og skatta miskunnarlaust frá ári til árs, og þó hétu ráðstaf- anirnar neyðarúrræði til bráðabirgða. Þá hækkuðu allar vörur og öll þjónusta, og gróðastarfsemi þreifst eins og illgresi í sumarblíðu. Þá datt Sjálfstæðisflokkn- nm ekki í hug að senda ame- ríska varnarliðið heim, en forustumenn hans leituðu fyrir sér um lánveitingar víðs vegar um veröldina, þó að lítið færi fyrir árangri þeirrar viðleitni af því að traustið vantaði. Og þá voria aldrei orðaðar mútur í sam- bandi við dollara. Sannleikurinn er sá, að ábyrgðarleysi Sjálfstæðis- flokksins í stjórnarandstöð unni tekur engu tali. Nú á- lítur hann allt auðveldan leik, þó að hann kæmi engu í verk nema axarsköftum í stjórnartíð sinni. Og nú er hann svo forhertur að í- mynda sér, að íslendingar hafi gleymt reynslu undan farinna ára. Þetta sannast á Morgunblaðinu og Vísi dag hvern og mun þó koma enn betur í ljós við útvarps umræðurnar á mánudaginn kemur. En viðleitnin er vonlaus. íslendingar þekkja Sjálfstæðisflokkinn og gera sér glögga grein fyrir, hvert viðundur hann er orð inn. Vissulega væri Sjálfstæð- isflokknum sæmst að viður- kenna, hvers konar arf hann lét núverandi ríkisstjórn eft- ir. Það væri að horfast í augu við staðreyndir. En honum dettur ekkert slíkt í hug, heldur hefur í frammi hlægi- legar blekkingar. Það var að Sjálfstæðisflokkurinn hafði hárið, sat í ríkisstjórn og réði löggjöf og stjórnarfari. Þá var hann vanmáttugur og kunni engin ráð. En nú þyk- ist íhaldið allt geta og allt vita eftir að það er orðið sköllótt. AlþýðublaðiS vanlar unglinga til aS bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum: RAUÐALÆK KLEPPTHOLT HLÍÐARVEGI NÝBÝLAVEGI HÖFÐAHVERFI SMÁÍBÚÐAHVERFI Talið við afgreiðsluna - Sími 4900 r Ávarp Dóru Þórhallsdóttur, forsetafrúar: Kvenré Góðir gestir og félagskonur! í DAG er minnst stofnunar Kvenréttindafélags íslands fyr- ir 50 árum. Ég er ófeimin við að segja, að þá var ég komin undir fermingu, og farin svo- lítið að fylgjast með í heimi þeirra fullorðnu. Um þetta leyti kom frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir oft á heim- ili foreldra minna í Laufási, og ég kynntist þá þegar hennar áhugamálum. Hún var gáfuð og einbeitt kona, og sætti á stundum háði af körlum og tómlæti af kon- um, fyrir sitt markvísa starf. það hefði verið gaman, ef hún hefði getað verið hér og fund- ið, að vér erum nú öll, konur og lcarlar, orðin sama hugar. Það, sem þá þótti frekja, er nú svo sjálfsagt, að oss hættir við að gleyma að nokkur bar- átta hafi átt sér stað. Nú dettur engum hér á landi annað í hug en að kona og karl eigi að hafa jafnan rétt í mann- legu félagi. En þegar marki er náð, þá er þó gott að gleyma ekki baráttunni. Jafnrétti eigum vér að meta, þó að takmarkinu sé að mestu náð. Það er ótrúlegt að hugsa til baka ein fimmtíu ár, hvað þetta var þá fjarlægt. Og það er undarlegt, að karlar, sem þó Dóra Þórhallsdóttir forsetafrú. allir hafa átt móður, systur og konur, skuli ekki alltaf hafa litið á þær eins og jafningja í öllu þjóðfélagsstarfi. Það var til úti í löndum. að talið var að konur hefðu ekki sál. En um slíkt hefur aldrei verið að ræða hér á landi, eins og bert er af hinu glæsilega jafnrétti kvenna og karla í Is- lendingasögum, allt eftir mynd arskap og hæfileikum. Og þetta nægði máske með- an he.imilið og ættin var næst- i um þjóðfélag út af fyrir sig. —- ! Þetta er líka skýringin á því, hvað þessi fimmtíu ár, hafa skilað oss fljótt áfram. Og þó kostaði þetta baráttu ágætra kvenna, sem vér minnumst nú með þakklæti og virðingu. En með réttindum koma skyldur. Sumum finnst máske að íslenzkar konur hafi ekki neytt til fulls sinna réttinda. En við því vil ég segja, að þær gæta ekki verr sinna skyldna .en karlar, og skyldan er önnur hliðin á réttindum. I þessu er enginn metingur. Jafnræði er bezt, ekki sízt milli kvenna og karla. Mér finnst mjög tilhlýðilegt, að fimmtíu ára kvenfrelsisbar- 1 áttu sé minnzt með viðhöfn. Og þessi sýning, sem mér er hér | falið að opna, ber þess vott hvers konur eru megnugar, en þó vil ég bæta því við, að á því verður aldrei haldin sýning, (sem konur vinna mest og bezt — á heimilum og í uppeldi komandi kynslóða. • Að svo mæltu þakka ég kven réttindafélagi íslands 50 ára jafnréttisbaráttu, sem hefur verið háð með svo gæsilegum árangri, — og lýsi yfir því að I afmælissýning félagsins er opn- Djilas vildi stofna sðsíaldemókrata- flokk, en hlauf brlggja ára fangelsi STOFNUN SÚ, sem nefnir sig hæst.arétt Júgóslavíu, hefur nú staðfest fangelsisdóm yfir ,,undirróðursmanninum“ Djil- as, en undirréttur hafði af náð sinni bent á heilsusamleg áhrif 3 ára fangelsisvistar á sálarlíf manna. Hefur rétturinn vafa- laust haft í huga fagurt for- dæmi Janos Kadars, þótt þess sé eigi getið í fréttum, hvort ætlunin sé að vana Djilas eða rífa af honum allar neglur, en þetta hvorttveggja hafði sem! kunnugt er mjög bætandi áhrif á Kadar, svo að hann kom út úr fangelsinu sem sannari kommúnisti en hann var fyrir. — Djilas var borinn hinum þyngstu sökum. Hafði hann í áheyrn erlendra blaðamanna, jafnvel amerískra, spáð því, að kommúnisminn yrði samferða kapitalismanum í gröfina. Slík- um ummælum mátti að sjálf- sögðu ekki láta órefsað, enda voru þau augljóst níð um fé- laga Tító. UNDIR ÁHRIFUM BEVANS. Sú var tíðin, að ekki gekk hnífur milli þeirra Títós og Djilas, enda var hinn síðar- nefndi talinn líklegur arftaki foringjans. Fyrir þremur árum slettist þó nokkuð upp á vin- skapinn, þegar Djilas gerðist svo djarfur að bera opinberlega fram kröfur um málfrelsi, rit- frelsi, skoðanafrelsi og frjálsar kosningar. Gekk hann jafnvel svo langt að skora á félaga Tító að beita sér fyrir stofnun sósí- aldemókrataflokks í Júgóslovíu eftir brezkri fyrirmynd! Varð nú öllum ljóst, að maðurinn mundi ekki með öllum mjalla eða hann væri handbendi er- lendra gagnbyltingarsinna og fasista. Enda kom í ljós við rannsókn, að erlendir kratar og ,,vændismenn“ á borð við An- eurin Bevan og Morgan Phil- ips, aðalritara Alþjóðasam- bands jafnaðarmanna, höfðu komið ýmsum skrítnum flug- um í koll þessum kommúnista- leiðtoga, enda stóð Djilas í stöðugu bréfasambandi við Philips. UNDIRRÓDURSSTARF- SEMI. Jafnframt hafði Djilas safn- að um sig klíku manna með svipuðu hugarþeli, meðal ann- ars kom Kardejl, núverandi varaforsætisráðherra, nokkuð við þessa sögu, en kom sér þó undan í tæka tíð. Ýmsum heið- arlegum kommúnistum þótti nú ekki annað duga en Djilas yrði upp festur, frómum sálum til viðvörunar, enda mætti aldrei spyrjast, að slíkt illyrmi þrif- ist. GLYSGJARNAR KOMMÚN- ISTAFRÚR. Þó tók út yfir, er Djilas réðist gegn virðulegum kom- múnistafrúm landsins og sak- aði þær um alls kyns auðvalds- tilhneigingar, svo sem glys- girni og tízkutildur. Hefðust þær enda ekkert að, sem að gagni mætti verða þjóðarbúinu, en héldu um sig hirð þjónustu- mevja, sem leystu af höndum allt, er með réttu gæti kallazt starf. Kvað Djilas þessar tild- urmeyjar betur komnar í vændishúsum og vitnaði í því sambandi í Karl Marx og hefði án efa vitnað til ummæla um svipað efni Kiljan, ef búið hefði verið að þýða Alþýðu- bókina á júgóslavneskar tung- ur. MISKUNNSEMI TÍTÓS. Var nú Djilas ásamt aðal- skoðanabróður sínum Dedier sviptur öllum virðingarstöðum svo sem þingmennsku, en Tító sýndi þessum forna félaga nokkra vægð, og hlaut hann einungis skilorðsbundinn fang elsisdóm. Hins vegar fékk leynilögreglan það verkefni að gæta hans stöðugt á nóttu sem degi. Hafði Djilas sig lítið í frammi um skeið. KARDEJL FLÝTUR ENN. Á dögum ungversku bylting- arinnar losnuðu ýmis annarleg ,.element“ úr viðjum, eins og íslendingum er manna bezt kunnugt. Kom Djilas þá fram (Frh. á 7. síðu.) Verð frá kr. 60,00. Grilíon- ! ■ ■ hosur ! ■ Verð frá kr. 16.00. : ■ * TOLEDO I Fisehersundi. ■ ■ ■ »> • ■■■■BBB.PPSft ■«■■■»■«■>■ |!«K*iBfJKWKÍ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.