Alþýðublaðið - 03.02.1957, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.02.1957, Blaðsíða 1
Kvikmyndaþáttur Vísindi og tækni S S s s s s s s s N s S XXXVIII. árg. Sunnudagur 3. febrúar 1357 27. tbl. S S s s s s s s s s s s sjá 4. síftu S S S S s s s s s c $ I Axel Kristjánsson ráðlnn forsfjóri Bæjar- úfgerðar Hafnarf jarðar í fyrradag Nixon varaforseti Bandaríkianna var fyrir nokkru á ferð í Austurríki til þess að kynna sér flóttamannavandamálið þar. Á myndinni sést hann ræða við nökkra ungverska ilóttamenn. AXEL KRISTJANSSON forstjóri í Hafnarfirði var ráðinn framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar á fundi út- gerðarráðs á föstudaginn og tók hinn nýji forstjóri við starfi sínu í gær. Forstiórarnir eru tveir við Bæjarútgerðina, hinn ^ er Illugi Guðmundsson fyrrverandi skipsstjóri. Axel Kristjáns son er vélaverkfræðingur að mennt. Hann var ráðunautur Fiski málancfndar í frystihússmálum á árunum 1937 til 1945, en þá var upphaf frystihúsa hér landi. Hann hefur teiknað og haft i umsjón með byggingu og uppsetningu allt að fjörutíu frysti- I luisa á landinu og er talinn einn fremstur sérfræðinga okkar í frystihússmálum. Axel Kristjánsson hefur, eins og kunnugt er byggt upp og stjórnað einu veglcgasta iðnfyrirtæki landsins, j Raftækjaverksmiðjuna í Hafnarfirði, cn raftæki þess fyrirtæk is c^i talin standa jafnfætis því bezta í þeirri grein erlendis. Hoítavörðuheiði má teljast ófær HVALFJARÐARLEIÐ hefur verið farin síðan í fyrrinótt, en hætt við, að hún spillist, ef veður versnar. Sama máli gcgn- ir um Keflavíkurveginn. Er hann sæmilcga fær stórum bifreið um, en lítið má út af bera, svo að hann verði ófær. Heillisheiði cr lokuð og ekki unnið við að gera hana akfæra. Jeppar og stærri bílar kom- ast að Lögbergi, en vetrarbraut | in er farin hjá Hólmi. Þó er austurhluti hennar ófær fólks- j bílum. Um Krýsuvíkurveginn er það að segja, að hann hefur verið sæmilegur yfirferðar. Þó fennti og skóf eitthvað á hon- um í fyrrinótt og versnaði hann þá nokkuð. Sæmilega fært hef- ur verið alla leið í Vík í Mýr- dal. I fvrradag voru bílar fljót- ir í ferðum milli Reykjavíkur og Selfoss. Bregður lil batnað- NORÐURLEIÐ. Holtavörðuheiði má teljast alveg ófær. Slarkfært hefur verið í Borgarfirði en afar erf- itt í Norðurárdal. í gær var bílalest á leið suður og stóðu vonir til að hún kæmist leiðar sinnar, þó að hægt gengi. Fyrir norðan Holtavörðuheiði er frek ar greiðfært og hafa mjólkur- flutningar til Blönduóss gengið grelðlega. Alþýðublaðið sneri sér til hins nýja framkvæmdastjóra í gær af tilefni þess að þá tók hann við starfi sínu: FRYSTIHÚSIÐ STÆRSTA MÁLIÐ. „Ég get lítið rætt um útgerð- armál Bæjajrútgerðarinnar enn sem komið er“, svaraði Axel, ,,enda er ég að taka við starfi mínu. Hins vegar get ég sagt það, að helztu viðfangsefni Bæj arútgerðarinnar sem stendur er að fullgera frystihús sitt, en það verður eitt stærsta og full- komnasta frystihús á öllu land- inu. Þetta mikla frystihús stend ur við Vesturgötu, milli haf- skipabryggjanna tveggja og er því mjög vel staðsett. Lokið er við að reisa það. Það var fyrir nokkru fokhelt og nú er verið að vinna að því að einangra klefana og setja upp ýmis tæki. Gert er ráð fyrir, að þegar það j er fullgert, geti það, til að bvrja með, unnið 20—25 smálestir af fiskflökum á dag. Það eru mikil afköst, enda veitir víst ekki af þar sem samið hefur verið um sölu á um 60 þúsundum tonna af flökum, en það er miklu meira af frystum fiski en nokkru sinni áður hefur verið selt úr landi. — Frystihúsið verður, ef allt fer sæmilega úr hendi, lyftistöng fyrir Bæjar- útgerðina og bæjarfélagið í heild, því að i raun og veru er nauðsynlegt fyrir togaraútgerð- arfélög að eiga sín eigin frysti- OSLÓ, 2. febr. — Síldarvér tíðin við Lófót hefur gengið nokkuð treglega allt til þessa, i en í síðustu viku brá heldur til batnaðar. Hafa nú nokkur skip fengið um 500 hektólítra. Verð- i'ð ér svipað og í fyrra. Alþýðuflokksléllag Hafnarfjarðar ræðir bæjarmálin ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Hafnarfjarðar heldur félags- fund í Alþýðuhúsinu við Strandgötu kl. 4 í dag. Til umræðu verður íjárhagsá- ætlun Hafnarfjarðar og bæj- armálin. Framsögumaður á fundinum verður Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri. Mynd þessi sýnir aðra af hinum tveim nýju Elektra-flugvélum, sem Loftleiðir hafa samið um kaup á í Bandaríkjunum, og afgreiddar verða í október 1959 og janúar 1960. Vélarnar kosta samtsls 75 króna. Ekki hefur nein vél af þessari gerð farið svo mikið sem eina reynslu , ferð, því að enn hefur engin verið smíðuð. Þær eru sem sagt aðeins til á pappirnum, enn sem korniö er. — Vélar þrssar hafa helmingi meiri flughraða en skymaster-flugvélarnar og fljúga þánn'ig á 6.5 klst frá Néw York til Reykjavíkur og 2.4 klst. frá Rvík til Stafangurs. — Hreyfl- 1 ar þeirra eru túrbínuhreyflar, mjög öruggir og tryggja miklu þýðari gang en tíðkast hefur í flugvélahreyflum. Þeir munu brenna steinolíu. Ennfremur geta þeir snúist öfugt í lendingu, dregið þannig úr hraðanum og þurfa því flugvélar þessar styttri lenging'arbrautir en ella. — Skrokkur vélanna er sérstaklega útbúinn til háloftaflugs með sérstökum loftþrýstiútbúnaði. Vél ar þessar geta flutt 83—88 farþega. Axel Kristjánsson hús, þau eru skilyrði þess að út- gerðin geti gengið sæmilega.“ TEIKNAÐI FRYSTIHÚSIÐ. Þú teiknaðir frvstihúsið? „Já ég teiknaði það og hef verið eftirlitsmaður með bygg- ingunni frá því að byrjað var. — Að sjálfsögðu er um marg- víslega erfiðleika að etja þegar um er að ræða fyrirtæki, sem kostar á annan tug milljóna að ■ koma upp, en ríkisstjórnin hef- j ur heitið stuðningi sínum og I fyrirgreiðslu við lántökur til byggingarinnar, og við treyst- um henni til hins bezta.“ — Eru vélar frystihússins smíðaðar hér á landi? „Já, vitanlega. Véismiðjan Héðinn smíðaði vélarnar, en vélsmiðjurnar hér í Hafnarfirði smíða færibönd og ýmis önnur tæki og setja vélarnar upp. Gert er ráð fyrir, að frystihús- ið verði fullbúið til vinnslu í sumar, að minnsta kosti er að því stefnt og einskis verður lát ið ófreistað að sú áætlun hald- ist. Þegar frystihúsið tekur til starfa þurfa togarar Bæjarút- gerðarinnar, eða aðrir hafn- firzkir togarar væntanlega ekki að leita annað til að koma afla sínum í vinnslu. Menn sjá því hversu mikilsvert það er fyrir | Bæjarútgerðina og Hafnfirð- j inga að eignast þetta fyrir- tæki. j — Það gerir framleiðsluna ’ fjölbreyttari? í 3. TOGARAR. j „Já Bæjarútgerðin á nú þrjá j tögara og þeir ganga allt árið. ; Yfirleitt má segja, að þeim hafi gengið vel að afla, þó að hitt sé'svo allt annað mál, eins og • ástatt hefur verið upp á síð- . kastið. En frvstihúsið mun nú • létta undir. Bæjarútgerðin hef- ur sjálf verkað fiskinn til salts og skreiðar, og nú bætist ffyst ingin við. Það er nvjög gleðilegt fyrir Hafnfirðinga, sem fvrstir riðu á vaðið með bæjarútgerð (Frh. á 5. síðuj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.