Alþýðublaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.02.1957, Blaðsíða 4
4 AtþýSublagjg Laugardagur 23. febrúar 1957 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilia Samuelsdótti?. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900-. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Endurtekinn leíkur \ s s § s s s s » s s s s § i s s s s s s s s s s s V s s s. s V s s s s i s s s s s s s s SJÁLFSTÆÐISMENN halda áfram á alþingi um- ræðum um varaþingmann Alþýðuflokksins í Reykja- vík, þó að það mál sé til lykta leitt. Tilefnið er fyr- irhuguð lagasetning til að tryggja í framtíðinni rétt- Iáta lausn á slíkri deilu og þeirri, sesn kom til sögunn- ar vegna brottfarar Harald- ar Guðmundssonar. Sú ráð- stöfun er sjálfsögð og tíma- bær. En Sjálfstæðisflokkn- um er ekki nóg að hafa orð- ið sér eftirminnilega til van- sæmdar fyrir afstöðu sína og málflutning fulltrúa sinna um þingsetu Eggerts G. Þor- steinssonar. Hann vill meira af svo góðu og heldur þess vegna þófinu áfram. Málið er þrautrætt á al- þingi. Rök þeirrar af- greiðslu, sem meirihluti al- . þingis féllst á, eru óve- fengjanleg eins og bezt var rakið í hinni ýtarlegu, hóf- sömu og málefnalegu ræðu Friðjóns Skarphéðinssonar, sem birzt hefur hér í blað- inu. En Sjálfstæðisflokk- urinn lætur ekki röksemd- irnar á sig fá. Hann heldur upptekniun hætti til að lengja starfstímaalþingisað óþörfu og tef ja fyrir öðrum málum. Svo á auðvitað að kenna x-íkisstjórninni ^um seinaganginn á alþingi og fá þar með nýtt tilefni að þæfa. Gömlu þófararnir eru komnir til sögunnar á ný. III var þeirra fyrsta ganga, en ekki tekur betra við nú. Alþýðublaðinu dettur í hug, að Sjálfstæðisflokkur- inn geti. halclið áfram að þæfa varaþingmannsmálið og láta hlæja að sér án þess að lengja starfstíma alþingis óþarflega mikið og valda samfélaginu útgjöldum af mælgi íhaldsforingjanna. Lausnin gæti verið eitthvað á þessa leið: Sjálfstæðismenn hætti að þæfa málið á alþingi, en foringjarnir haldi hins veg ar áfram að semja um það ræður til birtingar í Morg- unblaðinu, og skulu jafnan fylgja þeim góðar mýndir og helzt í líkamsstærð. Morgunblaðið er raunar ekki öfundsvert af þessu hlutskipti og ætti sannar- lega að nota smáletrið miskunnarlaust af tilefni hinnar óstöðvandi ræðu- mennsku foringja sínna, en skárra er, að það verði að viðundri en alþingi sé gert að eins konar uppfyllingar- dálki í áróðurssókn íhalds- ins. Þjóðin ætlast hins vegar til þess, að fíflalátum eins og þeim, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur iðkað undanfar- ið, verði ekki við komið á alþingi í framtíðinni. Mara- þonhlaup tilefnislausrar ræðumennsku á ekki að þreyta á almannafæri á kostnað samfélagsins. Það má hins vegar vera einka- framtak, ef hlutaðeigendum sýnist svo. Þófið helduráfram s ÞJÓÐVILJINN skýrir frá því í gær, að Bjarni Bene- diktsson hafi selt Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis lóð á meira en hundrað- földu fasteignamati. Er blað- ið stórhneykslað af þessu tilefni og bendir á, að kaup- andinn og seljandinn sé í raun og -Veru einn og sami aðilinn. Sú afstaða er harla skiljanleg. Hins vegar hlýt- ur að ráða úrslitum, hvað hlutaðeigandi ætlar sér í aðra hönd fyrir lóðarsöluna. Það atriði er mergurinn málsins. En Bjarni Benediktsson hefur áður ráðizt í svipuð viðskipti fyrir hönd sjálfs ^ sín og aðstandenda sinna. ^ Viðeyjarættin mun hafa selt ý einu af fyrirtækjum komm- S únista tvær eða þrjár lóðir S og húseignir við Laugaveg ^ og Vegamótastíg í Reykja- I vík. Vill ekki Þjóðviljinn ? skýra frá því, hvað þær hafi ^ kostað og hvers vegna hann ^ sá ekki ástæðu til að ^ hneykslast á þeim viðskipt- r um? Leikurinn er endurtek- • inn af hálfu Bjarna, en Þjóð- ^ viljinn hefur stillt skaps- S muni sína um skeið. Hvers • vegna var hann svona hæg- ^ látur í fyrra skiptið? S 6«rlrt iskrlfendur blsðsfns. Alþýðublaðið SÍÐASTA UMFERÐ á skák- móti Reykjavíkur, sem þakklát- ir menn og kurteisir kenndu réttilega við frumherjann Egg- ert Gilfer í tilefni af 65 ára af- mæli hans, var tefld á miðviku dagskvöld. Undirritaður skrapp þangað í því skyni að segja les- endum Alþýðublaðsins eitthvað frá leiknum og. þátttakendum, en varð seint fyrir. Sumum skákunum var lokið og þau úr- slit kunn, að Ingi R. Jóhanns- son yrði Reykjavíkurmeistari í ár, en gestur okkar, Hermann Pilnik, hins vegar sigurvegari, þó að hann hreppti ekki nafn- bótina, sem um var keppt. Samt var þarna ýmislegt að sjá og heyra síðasta -■ Mnkkiitímann. Hér skal reynt .að bregðá upp nokkrum svipmvndum, ef verða mætti tíl saklausrar skemmtun- ar. ÞÁTTTAKENDUR í BLÍÐU OG STRÍÐU. Hermann Pilnik reyndi sig að þessu sinni við Lárus .John- sen. Þjóðvérjinn sát álútúr yfir taflinu og var augsýnilega ekki í neinum vanda staddur, því að hann brosti breitt og var haTla makindalegur. Viðureigninni reyndist líka raunverulega lok- ið. Lárus hafði tapað manni og átti ekki annað eftir en þakka fvrir sig. Hér var því ekkert við að vera lengur. Hins vegar sátu Áki Pétursson og afmælisbarn- ið, Eggert Gilfer, yfir skák sinni við næsta borð og voru báðir svo hátíðlegir á svip, að helzt virtist um spariandlit að ræða. Ég gerði þar stuttan stanz, en rak svo allt í einu augun í vin minn Guðmund Ágústsson. Hann var mikilúðlegur ásýnd- um og ekkert banginn. Gegnt honum sat Guðmundur Arons- son, sem komið hefur mest á óvart af þátttakendum mótsins og vann sér það til frægðar á dögunum að sigra Inga R. Jó- hannsson. Mér datt í hug, að þarna kynni eitthvað sögulegt að gerast, og bættist í hópinn kringum þá félaga. En þar var engra stórtíðinda aðvænta. Guð mundur Ágústsson mun hafa gert sér allt far um að efna til sigurvænlegs uppþots á skák- borðinu eins og hans er vani, en án árangurs í þetta skipti. Nafni hans, sem hingað til hef- ur verið að kalla óþekktur fyrir taflmennsku sína utan knatt- spyrnufélagsins Vals, tryggði sér jafntefli af vandvirknislegri fyrirhyggju og léði ekki máls á neinum ævintýrum. Ingi R. hafði lokið sinni skák og var kominn á vettvang að fylgjast með viðureign Guðmundanna. Eg gaf Þóri Ólafssyni hornauga á framhjágöngu og þóttist ráða af hárinu á honum, að vel gengi. Það lagðist sem sé aftur í svört um og þykkum flóka, en ýfist jafnan og ygglist, ef hætta er á ferðum. Mig bar að borðinu, þar sem Kári Sólmundarson og Gunnar Ólafsson þreyttu harða og tvísýna baráttu. Kári hafði lengi yfirhöndina í orrustunni, en Gunnar sneri allt í einu ó- þyrmilega á hann, svo að hinn sat yfiv koltöpuðu tafli áður en hann vissi af eins og Tajmanov í Hastirvs forðum, þegar Frið- rik Ólaísson lokkaði hann í gildruna. Og nú hafði tíminn runnið skeið þessarar viðureígn ar. Ég hitti að máli góðkunn- íngja og starfsbróður og fékk staðfest, hver úrslitin væru: Hermann Pilnik efstur. Ingi R. Jóhannsson annar og Áki Pét- ursson, Bjarni Magnússon, Guð mundur Aronsson. Guðmundur Agústsson og Sveinn Kristins- son jafnir í keppninni um þriðja sætið. Og þá var ekki annað eftir en virða fyrir sér áhorf- endurna í salnum. ÁHORFENDUR OG TVEIR GAMLIR SKÁKKAPPAR. Þama stóð bílstjórinn, sem kevrði- mig heim á föstudags- kvöldið. Óli Valdimarssan sat uppi á borði með plögg óg.skil- ríki í höndunum og reyndist að athuguðu máli í fjársöfnunar- hugleiðingum, en auðvitað ekki fvrir sjálfan sig, enda maðurinn óeigingjarn. Næst brá fyrir um- ferðarsalanum; sem varð mér samferða með Akraborginniupp á Skipaskaga fyrir röskum hálf- um mánuði og vildi fara að þræta við mig um; hvort ríkis- stjómin óskaði verzlunarstétt- inni lífs eða dauða. Nú ljómaði hann eins ög túrigl í fyllingu og þakkaði meira að- segja fyrir síðast. Og þarna var eins konar þverskurður af íbúum Reykja- víkur, fólk. af margvíslegum stéftum og á ýmsum aldri, háir og lágir, ríkir og fátækir, ung- ir og gamlir, en allir í sólskins- skapi og ánægðir með sjálfa sig og aðra eins og íslendingar eiga að vera án þess að gerast steig- urlátir eða leiðinlegir. Upptaln ing á nöfnum hæfir ekki, en Baldur Möller stóð úti við vegg þögull og hugsandi eins og hon- jum lægi afkoma ríkisins eða ] framtíð mannkynsins þungt á hjarta, og Benóný Benedikts- son fylgdist með skák tveggja æskumanna, en virtist naumast hrifinn, þó að hann segði fátt eða ekkert nema með munn- svipnum og augnaráðinu. Ég ætlaði út og heim, en rakst á Árna Snævarr og Guðmund S. Guðmundsson í dyrunum, og | þeir sneru mér við af mjúku iofríki. Kapparnir urðu ásáttir um að tefla eina skák af göml- um og góðum vana, og ég sett- ist við borðið hjá þeim til að horfa á, en styttí: mér stundir við að þiggja í nefið úr tóbaksr dósinni hjá Guðmimdi. Ég hafði . góð orð um að þegja. yfir at- hugasemdum. þeirra ,og. álykt- unum, en hefði.betur látið slíkt ógert, því að mennirnir hugs- uðu feimnislaust upphátt og gerðust í meira lagi skemmti- legir. Mér varð hugsað til Björns Th, Björnssonar ■ og Gests- Þorgrímssonar. . Þeir hefðu átt áð vera komriir með stálþráðinn. .■> FRIDRIK VERST FRÉTTA. Friðrik Ölafsson. kéjrnur á gráum frakka og nemur stáðár til að hafa gaman af tafl- mennsku Áma og Guðmundar. Ég reyni að veiða upp úr hon- úm, hvort búið sé að ákveða og dagsetja einvígi þeirra Pilniks, en Friðrik er leyndardómsfull- ur og varfærinn líkt og gamall og þrautreyndur stjórnmála- maður, sem ekkert vill láta hafa eftir sér. Þetta vitnast þó senni- lega áður en langt um líður, og ég gefst upp á að spyrja Frið- rik. Mínúturnar líða flughratt. Árni og Guðmundur hafa lokið tveimur skákum og fengið nóg að sinni. Salurinn tæmist, og síðustu gestirnir tínast út í fjúkið. Febrúarkvöldið er orð- ið að hvítri nótt. Helgi Sæmundsson. Tilkynníng. B.-skírteini í höndum innflytjenda verða innleyst á þann hátt, að álagsupphæðin verður tekin hjá tollyfir- völdunum sem greiðsla á tolli á þeim vörum, sem áður voru á skilorðsbundnum frílista. Handhafar B.-skír- teina komi þeim til skráningar á skrifstofu Útflutnings- sjóðs, Skólavörðustíg 16. Sérhvert fyrirtæki verður að láta skrásetja öll sín skírteini samtímis. Eyðublöð undir skrásetningu fást hér á skrifstof- unm. ÚTFLUTNINGSS J OÐUR. Skólavörðustíg 16. Pósthólf 1187. — Sími 82275. Fundur Knattspyrnusamband íslands boðar til fundar næst- komandi sunnudag 24. þ. m., kl. 2 e. h. í kvikmyndasal Austurbæjarbarnaskólans, fyrir stiórnir knattspyrnu- ráða, íþróttabandalaga, knattspyrnufélaga, knattspyrnu- menn, þjálfara, nefndir og aðra, sem að knattspyrnu- málum starfa í Reykjavík og nágrenni. W" DAGSKRA: 1. Ávarp. — Formaður KSÍ. 2. Erindi. — Beneilikt Jakobsson. 3. Erindi. — Karl Guðmundsson. 4. Albert Guðmundsson ræðir um knattspyrnu í Frakklandi og Belgíu. 5. Frjálsar umræður. 6. Kvikmynd. Þess er vænst, að ofangreindir aðilar fjölmenni stundvíslega. KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.