Alþýðublaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27. febr. 1957 e—------------------------- Albýft (iblaðlft 7 ÉG hef undanfarin ár fylgzt gaumgæfilega með skrifum Þjóðviljans um verkalýðsmál. Það hefur vakið fögnuð minn síðustu mánuðina að sjá og finna hvernig æðisgenginn ótti yfir fyrirsjáanlegu fylgistapi kommúnistanna innan verka- lýðssamtakanna skín þar út úr hverri línu, og sem magnast óð fluga með viku hverri. Þessi hræðslu- og hatursskrif : Þjóðviljans hafa sannfært mig j um þá skoðun mína, að komm- únistarnir standa nú hallari iæti innan verkalýðssamtak- anna en -þeir hafa gert árum saman, og að þeir eru nú að missa tökin á þeim samtökum fyrir fullt og allt. Og svo frek- lega hafa þeir og handlangarar þeirra gert í bólið sitt á þeim vettvangi, að jafnvel gamal- kunnar ofbeldisaðferðir í anda Stalíns og Brynka megna nú ekki að tryggja þeim þar áfram- haldandi völd. ÖRLAGARÍKT VÍXLSPOR Það skemmtilegasta við þessa þróun verkalýðsmálanna er þó jþað, að þeir féllu á sínu eigin bragði, þeirra eigið eðli, ofbeld ishneigðin og einræðisaðgerð- irnar, ásamt aumingjalegri af- stöðu Hannibals Valdimarsson- ar’og „hirðmanna“ hans, kippti fótunum undan þeim innan sam takanna og veldur því einnig, að nú brennur jörðin undir þeim. Þetta afdrifaríka víxlspor, sem leiddi kommúnistaflokkinn ínn á helveginn, steig óþurftar- klíka Moskvuliðsins á nýaf- stöðnu Alþýðusambandsþingi, þegar hún valdi þann kostinn að neita öllu samstarfi við Al- þýðuflokkinn um stjórn heildar samtakanna og hrifsaði til sín, í krafti sárfárra illa fenginna atkvæða, yfirráðin í samtökun- um. VON OG ÓSK VERKAFÓLKS Það mun flestum vera kunn- ugt, að verkafólkið á íslandi hef ur alið í brjósti sér eina von, þá að geta sameinazt í voldugri, frjálslyndri og róttækri fylk- ingu, sem þess væri megnug aö stjórn þjóðmálunum með heill hins vinnandi fólks í byggð og borg fyrir augum. Kommúnistarnir hafa alltaf leikið á þessa strengi þegar þeir hafa sótzt eftir fylgi alþýðu- stéttanna, enda náð óeðlilega miklum árangri í trúboði sínu. Það hefur orðið þeim til mikils styrks, að ýmsir menn, sem að vísu voru ekki kommúnistar, en samt haldnir af annars konar bilunum, svo sem taumlausri valdagræðgi, gengu á mála hjá þeim í von og vissu um verðug'a umbun fyrir liðveizluna. Nokkr ir af þessum vikapiltum komm- únistanna höfðu unnið sér eitt og annað til ágætis innan al- þýðusamtakanna áður en þeir gerðust flokkssvikarar. Það gerði þeim fært að hafa áhrif langt út fyrir þann hóp manna, sem móttækilegur var fyrir hin um raunverulegu kenningum kommúnismans. HÖND ESAÚS Þessir menn, — liðhlaupar- arnir úr röðum alþýðunnar, voru svo gerðir að íorsöngvur- um í einingarkór kommúnism- ans og gengu ötullega til verks og kostuðu einkum kapps um að níða og svívirða fyrri sam- herja sína, enda vildu þeir verða dyggir þénarar sínum húsbónda, sem hafði í hendi sinni pólitíska framtíð þeirra, bitlinga og hin eftirsóttu völd. En hvað um það, sú kveðandi var fögur á að hlýða og náði auðveldlega mannsms, lausri eyrurn alþýðu- sem af fals- einlægni þráði sameiningu alþýðunnar. Hitt er svo annað mál, að því miður áttuðu allt of fáir alþýðu menn sig á því, að þótt eining- arröddin væri rödd Jakobs, þá voru það krumlur Esaús, — kommúnismans, — sem héldu um stjórnartaumana í flokkn- um, hverju nafni sem hann taldi sér vænlegast að skreyta sig með í það og það skiptið. ,,S AMEININ G ARMENN“ Mörgum hefur verið það ráð- gáta, hver orsökin sé fvrir því, að kommúnismanum hefur tek izt að ná hér, á landi meiri á- hrifum en meðal annarra vest- j rænna þjóða. Ástæðan er þó i nærtæk og auðskilin, sem sé sú, I að þeim tókst strax að fá fólk til þess að trúa því, að þeir ein- ir væru hinir sönnu „samein- ingarmenn" verkalýðsins, að að eins þeir berðust fyrir fram- gangi óskarinnar um samein- ingu hinna tvístruðu alþýðu- stétta og það væri aðeins á þeirra færi að skipuleggja sam stillt átök gegn afturhaldsöfl- um landsins. Það hörmulega skeði í þessu sambandi, að ýmsir ákveðnustu og skeleggustu andstæðingar kommúnistanna styrktu þá, vit- j anlega óafvitandi, í þessari háskalegu blekkingabaráttu. Það var gert með því að beitt var í baráttunni gegn komm- únismanum baráttuaðferðum,! sem um of voru mótaðar af rík um skapsmunum og heitum til- finningum og þar af leiðandi á kostnað rólegrar íhugunar og kaldrar . rökhyggju og þeirra , hygginda stjórnmálabaráttunn- j ar, sem í hag koma, og sem æði oft er það leiðarljós baráttunn- j ar, sem siglá verður eftir, og ekki hvað sízt þegar átt er í höggi við aðila, sem beita ann- ( arlegum áróðursaðferðum og þekkja ekki grundvallaratriði heiðarlegrar stj órnmálabaráttu og viðurkenna ekki viðteknar lýðræðisvenjur þjóðmálaátak- anna. MISSTI FJÖREGGIÐ „Sameiningar“-baráttan var fjöregg kommúnistaflokksins og honum hefur auðnazt að varðveita það, allt fram að ný- afloknu Alþýðusambandsþingi. Þess vegna hefur aðstaða flokks ins verið traust og áhrifarík innan alþýðusamtakanna á und anförnum árum. En á 25. þingi ASÍ glopraði hann fjöregginu úr höndum sér vegna eigin af- glapa og oftrausts Hannibals á ítökum sínum og fylgi innan verkalýðshreyfingarinnar. Nú glímir Þjóðviljinn við það vonlausa verk að tjasla sam an brotunum, ef ske kynni að honum auðnaðist að fresta því, sem fram undan blasir við, — frelsun heildarsamtakanna og verkalýðshréyfingarinnar úr klóm kommúnistanna, sem nú ríkja þar í skjóli naums og illa fengins meirihluta, gegn vilja mikils meirihluta þess fóllcs, sem ASÍ er byggt upp af og fyrir. , Um leið og kommúnistarnir og „sameiningar“-maðurinn Hannibal Valdimarsson neit-: uðu algjörlega hinum sann- gjörnu óskum lýðræðissinna i um samstarf um stjórn ASÍ og innan samtakanna, veittu þeir sjálfum sér þá ólífisund, sem draga mun þá til pólitísks dauða, því alþýða landsins ætl- aðist vissulega til þess að hið margumtalaða samstarf vinstri flokkanna 3'rði að veruleika á þinginu. Fólkið í verkalýðsfélögunum gerði sér jafnframt giein fyrir því, að það var algjörlega á valdi kommúnistanna og Hanni bals að láta þessa langþráðu ósk rætast, engir, alls engir, ekki einu sinni hinir margrægðu ,.kratar“, gátu stöðvað þá ein- ingu, að kommúnistunum sjálf- um undanteknum, en hver vog aði sér að efast um „einihgar- vilja“ Hannibals og hinna frómu Stalínsviha? HLJÓTA AÐ TAPA En það er stundum annað orð en athafnir, ekki hvað sízt hjá þeim, sem alltaf hafa sagt annað en þeir hafa meint. eins og íslenzku kommúnistarnir hafa alla tíð gert. Og hið „ótrúlega“ gerðist, kommúnistaflokkurinn — Al- þýðubandalagið — sveik þegar á átti að herða, sveik alla þá mörgu, sem trúðu fyrirheitum þeirra og sem vonuðu að annað og meira væri bak'við allt orða glamur þeirra um sameiningu verkalýðsins en svikin ein. En það kom óumdeilanlega í ljós, þegar ofbeldisklíka þeirra, sem öllu réði á Alþýðusambands- þinginu, tók þá afstöðu til rnál- anna að slá á framrétta hönd Alþýðuflokksmanna, sem buðu upp á samstarf og samstarfs- kjör, sem viðurkénnt er af öll- um heilskj'ggnum mönnum, að bæði voru sanngjörn og eðlileg, — en þar með brast ríkið, á- .hrifaaðstaðan innan verkalýðs- samtakanna, úr höndum kom- múnistanna og skösveina þeirra. Eítir þessi ofbeldisverk og freklegu svik eru öll o.ð þeirra um samstarf og einingu alþýð- unnar dauð og ómerk og finna .nú ekki lengur neinn hljóm- grunn í brjóstum verkaíólksins, því það hefur áttað sig á hlut- unum eftir lærdóma Alþýðu- sambandsþingsins og skilur, að þeir meina ekkert með þessu á- róðursskrafi sínu, það er aðeins blekkingahjúpur, sem ætlað er að hylja annarleg áform, sem eru þess eðlis, að íslenzkt verka fólk vill sízt efla þá í að koma þeim í framkvæmd. „SIGL'R VEITIR ÓSIGUR " Þessi svik eiga.eftir að verða kommúnistunum og Hannibal þung í skauti næstu árin. Nú þegar sjá þeir fyrstu afleiðing- ar þeirra koma í ljós, þ. e. þverrandi fylgi innan verka- lýðsfélaganna, svo og það, sem eftir á að skaða þá hvað mest, að ýmsir verkalýðssinnar úr lýðræðisflokkunum, sem hing- að til hafa viljað vinna með þeim innan samtakanna, vitari- lega allir í þairri góðu trú, að unnt’ væri að trej?sta þeim til drengilegs samsfarfs urn stétt- arleg málefni, hafa snúið' við þeim bakinu og tslja sér nú skvlt sem ábyrgum aðilum inn- an samtakanna, að vinna ötul- lega að því, að verkálýðssam- tökin losni sem fyrst undan yf- irráðum þeirra. „Sigur“ ko.mmúnistanna og Hannibals á 25. þingi Alþýðu- sambandsins liefur þannig snú- ‘izt upp í hinn afdrifaríkasta ó- sigur og sannast þar enn einu sinni hið fornkveðna, að skamma stund verður hönd höggi fegin. | Mennirnir, sem hrósuðu ! „sigri“ að afloknu Alþýðusam- j bandsþinginu, hafa sjálfsagt ■ ekki séð það fyrir, að sú feikn- I lega ofbeldishönd, sem verka- ■ lýðurinn sá þar að starfi, mundi einnig skrá á salarveggi ís- lenzkra kommúnista ógnar- spána fornu: MENE TEKEL UPHARSIN. Hafnarstjórinn í Reykjavík ætlar Slysavarnarfélagi ís- lands stað í Vestur- höfninni fyrir bæki- stöð í framtíðinni, nánar tiltekið á Grandaibakkanum norðan nyrztu báta- bryggju. Skapast við þetta möguleikar á því að hrinda í fram- kvæmd gömlu áhuga- máli slysavarna- manna að félagið eignist slíkan sama- stað, sem stðin verð- ur. Það mun mjög hafa rekið á eftir því, að Sl3rsavarnafélagið fengi nýjan stað í eykjavíkurhöfn, að að ekki er hægt að hafa hinn nýja björgunarbát, Gísla Johnsen, í hinni gömlu stöð félagsins Örfirisey, nema því aðeins að gera þar drát.tar- braut, sem hlyti að verða dýr og mikið mannvirki, auk þess sem slíkt mannvirki þar væri ekki í samræmi við framtíðar- skipulag hafnarinnar. ÓSK UM AÐ MÁLIN VERÐI HRAÐAÐ. Hinn nýi staður er sjálf- sagt mjög heppilegur fyrir framtíðarbækistöð félagsins. Þar yrði skýli fyrir björgunar- bátinn, bækistöð fyrir bjögun- ’unarsveitina í Reykjavík, og viðgerðarverkstæði og birgða- stöð fyrir ailar björgunarsveit- ir landsins, sem nú hafa björg- unartæki á 90 stöðum á land- inu. Varla er nál«’æmlega búið að leggja á ráðin um þetta mál, en áhugi er mikill. M.a. sam- þvkkti slysavarnadeildin Ing- ólfur í Reykjavík að leggja fram 100 þús. kr. til væntan- legrar slíkrar stöðvar hér, og lét um leið í ljós ósk um, að byggingu hennar yrði flýtt sem mest. SLYSUM FÆKKAR. Slysavarnafélagið þarf að líkindum í náinni framtíð að leggja áherzlu á að end- urnýja björgunartæki hjá sveitunum út um land og end- urnýja skýlin, fremur en að fjölga, og á það má minnast, að tæki sveitarinnar, sem bjarg- aði áhöfn norska selfangarans á Meðallandsfjöru á laugardag- inn, voru endurnýjuð s.l. haust. Árangurinn af starfseminni er góður. Þó að skipstöpum hafi fjölgað, fækkar banaslysum tT muna. SVFÍ 30 ÁRA. Þess má geta til viðbótar orS- um Henrys, að Slysavarnafélag íslands er að verða 30 ára. Það verður það í janúar næsta ár. S S S s s s s s s V s s s !í Arsháfíð Glímufélagsins Ármanns. verður haldin í Silfurtunglinu laugardaginn 2. marz kl. 7,30 s. d. Matur — Skemmtiatriði — Dans. Dökk föt. — Síðir kjólar. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu félagsins Lindar- götu 7, miðvikudag og föstudag kl. 8—10. Nefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.