Alþýðublaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 6
f
Miðvikuclagur 27. febr. 1957
AiþýSubSagtg
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Biaöamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur GjSmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilíá Samuelsdótti’.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Afgreiðslusími: 4990.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—-10.
!:
S
s
*
.s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
•s
s
s
s
s
s
V
s
s
s
s
s
s
s
I
s
s
s
s
s
s
s
s
,s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
•S
s
s
s
s
s
s
s
b
s
s
s
s
s
s
Brynjólíur og Bjarni
ALÞÝBUBLAÐIÐ gat
þess á dögunum, að miklar
deilur hafi risið um embætta
veitingar Bjarna Benedikts-
sonar, meðan hann var ráð-
herra, en nú séu þær þagn-
aðar, og taldi slíkt gleðilega
breytingu á stjórn mennta-
málanna. Morgunblaðið svar
ar þessu í forustugrein sinni
á sunnudag og segir orðrétt:
„Ef Alhýðublaðið kynni að
draga réttar ályktanir af full
yrðingum sínum, hlýtur því
að verða ljóst, að þetta sýnir
aðeins, að núverandi mennta
málaráðherra á öllu háttvís-
ari andstæðingum að mætæ
en sá fyrrverandi. Þessi stað
hæfing Alþýðublaðsins er
því fyrst og fremst dómur
um ólíka stjórnarandstöðu,
þar sem önnur gerir allt að
árásarefnum, jafnvel það,
sem með ágætum hefur tek-
ízt í embættisfærslu, svo sem
t. d. stöðuveitingar Bjarna
Benediktssonar.“
Þetta er haldlítil vörn.
ASeins tveir menn í emb-
ætti menntamálaráftherra
hafa undanfarin ár sætt
harðri gagnrýni fyrir hlut-
drægni og ofríki — Brynj-
ólffur Bjarnason og Bjarni
Benediktsson. Og sú af-
staða einskorðaðist engan
veginn við stjórnarand-
stöðu. Stuðningsblöð ríkis-
stjórnarinnar, sem Brynj-
ólíur Bjarnason átti sæti í,
hkctu iðulega að fordæma
emfosettaveitin-gar hans.
Sama gerðist í ráðherratíð
Bjarna Benediktssonar.
fiann átti sæti í samstjóm
Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins, en
Tíminn gagnrýndi emb-
ættaveitingar hans með
svipF.iðum rökum og blöð
stjómarandstöðunnar. Á-
stæðan var sú, að Bjarni
Benediktsson tók Brynjólf
Bjarnason sér til fyrir-
myndar sem menntamála-
ráðherra, ráðstafaði emb-
ættum af pólitískri og per-
sónulegri hlutdrægni og
hirti ekkert um viðteknar
reglur. Nú er þeim ósóma
lokið. Og það er þess vegna
sem folöð núverandi stjórn-
arandstöðu treystast ekki
að gagnrýna embættaveit-
ingar hins nýja mennta-
málaráðherra. Tilefni gagn
rýninnar er ekki lengur
fyrir hendi.
S
s
I
V
s
s
Hitt er rétt hjá Morgun- S
blaðínu, að stundum er var- S
hugavert að seilast langt í V
gagnrýni á embættaveiting- ?
ar. Alþýðublaðið hefur reynt I
að gera sér þetta ljóst. Til- ^
gangur. þess var ekki sá að ^
ráðast á viðkomandi menn, ^
sem sumir að minnsta kosti ^
hafa reynzt vel í starfi. Það S
gagnrýndi vinnubrögð og á- S
kvarðanir ráðherrans, en á S
þessu tvennu er ærinn mun- S
ur. Mennirnir, sem fundu ^
iiáð fyrir augum Bjarna
Benediktssonar, þegar hann
ráðstafaði embættum, höfðu
ekkert til saka unnið. Ráð-
herrann bar ábyrgðina. Og ^
Bjarni Benediktsson verður s
ekki afsakaður með því, að s
einhverjir skjólstæðingar S
hans reynist frambærilegir. S
Það, sem máli skiptir, er hins S
vegar framhjá hverjum var S
gengið og hvernig embættun ^
um var ráðstafað og af hvaða •
hvötum. ^
Morgunblaðið er líka ó- S
sköp seinheppið í mál- S
flutningi sínum. Deila reis S
á sínum tíma um veitingu lí
dósentsembættis í guð- ^
fræði við Háskóla íslands. •
Keppinautarnir voru báð- J
ir prýðilega menntaðir ^
menn, svo að háskólinn ^
hlaut að geta vel við unað, \
hvor þeirra sem hreppti S
stöðuna. Hins vegar þótti S
Bjarni Benediktsson beita S
hér hlutdrægni í vali sínu. S
Og nú afsakar Morgunblað S
ið hann með því, að sá sem
ekki fékk stöðuna, sé skóla ^
stjóri flokksskóla Fram- •
sóknarflokksins, en þar er ^
átt við Samvinnuskólann! ^
Hér er gefið í skyn, að ^
stjórnmálaskoðanir um- ^
sækjendanna hafi ráðið úr- S
slitum um val ráðherrans. S
S
Þetta er aðeins eitt dæmi
af mörgum, en nægir til ^
þess að leiða aðalatriði máls- ^
ins í ljós. Bjarni Benedikts- ^
son lét stjórnast í ráðherratíð \
sinni af pólitískri hlutdrægni s
eins og Brynjólfur Bjarna- S
son. Sá ófögnuður er úr sög- ^
unni góðu heilli. Og hann S
ætti aldrei framar að þekkj- S
ast, þegar störfum og emb- S
ættum er ráðstafað á íslandi. S
Þess vegna færi bezt á því, S
að Bjarni Benediktsson Í!
beitti skapsmunum sínum )
framvegis við Morgunblaðið ^
en ekki í stjórnarráðinu.
FéSki fækkaði um 223 í 11 sýslum 1955, en
aöi um 290 í 7 sýsium, svo að alis fjöigaði um 67
í sveiium landsms það ár.
LENGI UNDANFARIÐ hefur heldur fækkað í sveitum
landsins, þó að nokkurrar stöðvunar færi að gæta eftir 1950,
en á árinu 1955 fjölgaði heldur því fólki, sem lifir af landbún-
aði. Um þetta og hið nýja landnám í sveitum landsins er fjall-
að í greinargerð fylgjandi frumvarpi til laga um landnám,
ræktun og byggingar í sveitum, er lagt hefur verið fram á al-
þingi. Þar kemur fram, að af 453 nýbýlum eða 28 í byggðahverf-
um ríkisins.
Kaili úr áliti miUiþinganefnd
ar, sem um þetta mál fjallaði
fer hér á eftir:
„Landnám ríkisins hefur
stofnað til 12 byggingahverfa
(árin 1947—1955), sem staðsett
eru í 10 sýslum landsins. Það
hefur umráð yfir 7017 ha af
landi fyrir þessi hverfi. Áf
landi þessu er ræktanlegt land
5135 hektarar og beitiland og
fjalllendi 1832 ha. Auk þess
hafa verið keypt beitar- og af-
réttarlönd vegna tveggja
hverfa, en þau hafa ekki verið
kortlögð og því ekki til nákvæm
stærð á því landi. Það er ekki
tekið með í ofangreindar tölur,
enda er hér að ræða urri sumar-
beitilönd fyrir sauðfé ábúenda
hverfanna. Samkvæmt skipu-
lagi því, sem gert hefur verið
um hverfin, er áætlað, að þar
verði reist 70 býli, þegar hverf-
in eru fullbvggð, og sex öðrum
hefur verið heitið réttindum til
ábúðar, sem lítilsháttar hafa
byrjað framkvæmdir á þessu
ári. Því nær helmingi væntan-
legra býla hefur því verið ráð-
stafað.“
iyrjað á fyrstu
byggSahverfun-
um 1943.
„Undirbúningsframkvæmdir
fyrstu hverfanna hófust árið
1948 með framræslu. Bygging-
ar á íbúðar- og peningshúsum
hófust 1950 og 1951 í tveimur
hverfanna, en á næstu árum í
hinum, eftir því sem ræktunar-
undirbúningi miðaði áfram.
Framfærslan á löndum hverf
anna nær til um 2500 hektara.
Opnir framræsluskurðir eru 186
km að lengd og rými þeirra
878 509 m3. Girðingar hafa ver-
ið lagðar um ræktunar- og beiti
lönd 87.2 km. Fullbyggðir ak-
vegir til að tengja hverfin þjóð-
vegum eða sýsluvegum og um
hverfislöndin að býlunum eru
17.9 km. Aðalvatnsæðar, sem
lagðar hafa verið, eru 13 þús-
und metrar á lengd. Fullrækt-
aðir hafa verið 320 ha og auk
þess brotið land, plægt og herf-
að, 199 ha. Til landkaupa og
allra framangreindra fram-
kvæmda hefur verið varið 8 087
þúsund krónum.“
Flestir úr sömu
sveitum.
„Flestir ábúendur í byggða-
hverfunum eru úr þeim hrepp-
um og-sýslum, sem byggðahverf
in eru staðfest í, eða hafa verið
uppaldir þar, en verið fluttir
burtu á tímabili. Það verður að
teljast æskilegt, að nýbýla-
stjórn hafi aðstöðu til þess, á
þann hátt, að láta af hendi land
til búrekstrar, þar sem aðilar
sjálfir ekki geta útvegað sér
það.
Samkvæmt framansögðu hef
ur það áunnizt með núgildandi
löggjöf, að 425 búendur hafa
komizt það áleiðis, að beir eru
með bú og hafa lokið veruleg-
um hluta framkvæmda sinna.
Á byrjunarstigi eru 143 einstak
lingar, sem flestir eru bvrjaðir
á framkvæmdum, en ekki það
langt komnir, að.býlin séu bú-
; rekstrarhæf. Um helmingur
i þeirra er með framkvæmdir á
vfirstandandi ári, sem láns- og
styrktarfé þarf til.“
Félksfækkun.
„Sveitirnar urðu fyrir mikl-
um áföllum vegna eyðingar á
byggð allt tímabilið 1930—1949
og enn á sér stað fólksfækkun
í sveitum, og einstakar jarðir
fara í eyði. Séu taldir íbúar
sveitanna, að frádreginni þeirri
fólkstölu, er býr í smáþorpum
og öðru þéttbýli, þar sem fólk
hefur atvinnutekjur að meiri
hluta af öðru en landbúnaði,
sést, að stöðvunar verður fyrst
vart eftir 1950, og þrátt fyrir
þær aðgerðir, sem hér hefur
verið lýst, er enn engan veginn
að ræða um heildarfjölgun fólks
í sveitum.
Fólkstalan á heimilum í sveit
um, að frádregnu því fólki, er
býr í hinum smærri þorpum og
kauptúnum, hefur verið þessi
hin síðusíu ár:
1952 ...... 34 906
1953 ...... .. 34 979
.1954 ..... 34 244
1955 ...... 34311
Fólksfjölgun frá árinu 1954
til ársins 1955 hefur orðið í 7
sýslum um 290 manns, en í 11
sýslum hefur fólki fækkað um
223. svo beildarfólksaukningin
er aðeins 67 manns þetta ár. í
iþremur sýslum orsakast fólks-
I fækkunin að noklc.ru leyti af
því, að jarðir hafa farið í evði,
en að nokkru levti er þaf um
áð ræða fækkun fólks á heim-
!ilunum, og eins í þeim 8 sýsl-
um, þar sem engin jörð hefur
farið í evðí á árinu.“
| Aukin ræktun og
stækkun búa.
I ,,Benda má á í þessum sam-
bandi, að í þéttbýlinu, sem fólk
leitar til, þegar það flytur úr
sveitunum, kemst það inn í
harða baráttu um þá úrslita-
kosti, sem í þéttbýlinu eru til
lífsframfæris, Oft eru sjá þessu
fólki húsnæðisvandamálin það,
sem erfiðast er að leysa. Hús-
næði er dýrara í bæjum en í
sveitum, og enn eru í flestum
sýslum byggðar jarðir, sem hafa
ófullnægjandi rúsakost, þó hin
síðustu 9 ár hafi þar verið full-
bvggð 2510 íbúðarhús til árs-
loka 1955 að telja.
| Fram hjá því verður ekki
gengið í byggingamálum sveit-
anna, að fjárfesting til bygg-
inga, í hlutfalli við framleiðslu-
möguleika búanna, er meiri á
ltlum lítt ræktuðum jörðum en
þeim, sem stærri eru. Því þarf
að miða ráðstafanir gagnvart
þeim jörðum, sem dregizt hafa
aftur úr um ræktunarfram-
kvæmdir, við það, að saman
geti farið á jörðum, sem bvggja
þarf upp á, aukin ræktun og
^stækkun bús að því marki, að
afrakstur búanna geti staðið
undir nauðsynlegum bygging-
arumbótum.“
SamgöngoörSyg-
ieikar.
,,Þes ber að geta í þessu sam-
i bandi, að orsakir til þess, að
jarðir hafa farið í eyði og fólk
(Frh. á 11. síðu.)
KVENNAÞÁTTUR
Ritstjóri Torfhildur Steingrímsdóttir
»#########«
Gtrfsi iskrlfendur blaðiíns. 'I?
Álþýðublaðið
ÞAÐ er þekkt staðreynd, að
fjallagrös voru beztu fjörefni
forfeðra okkar, enda eigum við
ekki kost á hollari né betri mat,
Þau eru mesta hnossgæti. Þætt
inum hefur borizt eftirfarandi
bréf U -i þau,
„Eins og öllum er kunnugt,
voru fjallagrös hér áður fýrr
höfð til matar og lyfja um land
allt, og nú s'íðustu árin fjölgar
þeim húsmæðrum stöðugt, sem
kunna ð meta kosti fjallagras-
anna.
Ein húsmóðir, sam ég átti ný-
lega tal við, sagði mér að hún
notaði fjallagrösin í graut sam-
an við skyr og stundum í vell-
ing. Enn fremur sagðisi hún
sjóða þau heil í mjólk og nota
til miðdegismatar, og strax ef
einhver á heimilinu yrði kvef-
aður byggi hún til fjallagrasa-
te.
Grösin eru auðug af mjölva
og mörgum bætiefnum, og
margir, sem veilir hafa verið í
maga, þykjast hafa læknað sig
að miklu leyti með fjallagrös-
um. Fróðustu menn fullyrða og
telja víst, að í fjallagrösum sé
meðal annars mikið af slímefn-
um, sem eru ákaflega mikils-
verð fyrir starfsemi magans og
meltingarfæranna. Það er eng-
inn vafi á að slímið er magan-
um vörn gegn kvillum og á-
verkum, enda voru magasjúk-
dómar hér miklu sjaldgæfari
áður fyrr. Þau eru áreiðanlega
hollasta fæða fyrir sóttveikt
fólk, sem ekki þolir annan mat.
Um fjallagrösin segir Magn-
ús Stephensen í Hugvekjum
1808:
„Hvernig sem fjallagrös eru
brúkuð eru þau margreynd að
vera hið hollasta og kröftugasta
læknismeðal og fæði í megru-
sótt og brjóstveiki, langvar-
andi innantökum og magaveiki,
halda við jöfnum og góðum
hægðum og matarmeltingu, en
eru þar hjá yírið vel nærandi.“