Alþýðublaðið - 27.02.1957, Blaðsíða 4
4
A I þ ýð u bIað ið
Miðvikuclagur 27. febr. 1957
MEGINATRHM :
ý Óhreinskilni og fálm í trúarlífi
|. þjóðarinnar.
Andlega sinnað fólk íætur margt
c annað koma í staðinn fyrir
messuna.
Messan er það sama og hún var
j. á dögum postulanna.
neyta matar með honum, — og
þeir svöruðu velgerðum hans
með því að bera fram sín bæn-
arorð, lofgjörð og þökk. Eftir
upprisu hans halda þeir um
stund áfram að mæta honum
með líkum hætti og verið hafði.
En trúarstaðfestan hvarf ekki,
þótt Kristur væri eklti ávallt
eða allsstaðar sýnilegur. Þess1
vegna segir Pétur postuli í bréfi
sínu til útlendinganna: ,,Þér;
hafið ekki séð hann, en elskið
hann þó. Þér hafið hann ekki
nú fyir augum yðar, en trúið .
samt á hann“
í DAG ætla ég að tala um
efni, sem oft er mikið rætt hér
á landi, enda þótt þeir séu
margir,' sem að minnsta kosti
á yfirborðinu láta sig það litlu
skipta. Þetta málefni snertir oss
öll, hver sem vér erum, og
hvaða stétt eða stöðu, sem vér
tilheyrum, af þeirri einföldu á-
atæðu, að vér erum menn.
Predikun eftir sr. Jakob Jónsson
MORG SJONARMIÐ.
Það er erfitt að ræða um
þetta mál til hlítar á nokkurum
mínútum. Mörg eru sjónarmið-
in og margs að gæta. Sumir
eiga erfitt með að ræða það,
án samvizkubits, sem oft kem-
ur fram í nokkurskonar afsök-
unum af hendi þess, sem talar.
Á dögum Jóns Vítalíns hefðu
prestarnir talað um þetta mál
með stóryrðum og þungum á-
sökunartón. Ég ætla ekki að
halda hér neina ávítunarpréd-
ikun, enda þótt ég leyni því
ekki, að efnið hljóti að snerta
skapsmuni hvers prests og pré-
dikara ,svo framarlega sem hon-
um stendur ekki á sama um það,
sem honum sjálfum er dýrmæt-
ast, köllun sína og framgang
fagnaðarerindisins. En það eru
tvær ástæður til þess, að ég
vildi síður láta skapsmuni mína
hlaupa með mig í ofsa. í fyrsta
lagi það, að þegar um þetta efni
er að ræða, hljótum vér prest-
arnir að finna vora eigin sekt
eða eigin vanmátt, og ferst
engan veginn að skella skuld-
inn að öllu leyti á aðra. — Og
í öðru Iagi hefi ég trú á því,
að þeir menn, sem ég á erindi
við, og nokkurs muni meta mín
orð, séu líklegri til að íhuga
málið af hreinskilni, og finna
sína eigin sök, ef ég ræði við
þá, án þess að fylla andrúms-
loftið af ásökunum. En hér er
oss öllum nauðsynlegt að finna,
hvað að oss sjálfum snýr.
Þetta yfirgripsmikla efni, sem .
hér verður drepið á, er trúarlíf.
íslendinga í dag og kirkjurækni;
þeirra. — Er þá auðvitað ekki
unnt að fara nákvæmlega í allt,
er málíð snertir, heldur aðeins
að stikla á stóru. En ég ræði
þetta með þeirri bæn til guðs,
að gott megi af því hljótast.
Textinn, sem ég hefi valið, oss
til upplýsingar og áminningar
er: — Post. 2,42: — „Og þeir
héldu- sér stöðuglega í kenn-
ingu postulana, og brotningu
brauðsins og bænarinnar.“
Séra Jakob Jónsson
TRÚ FRUMKRISTN-
INNAR.
Guðspjöllin skýra frá lífi
Jesú Krists, og hinni fyrstu
boðun fagnaðareridisins. Post-
ulasagan og bréfin bregða upp
mörgum myndum af trúarlífi
frumsafnaðanna. Hin kristna
trú birfist þar fersk og fögur.
Hún iý^ir sér í trausti á góðum
guði, í Sannfæringunni um ná-
vist hins upprisna. Hún er til-
finning fyrir krafti andans, guð-
legum mætti, sem læknar sjúka,
lífgar mannsálirnar úr dauða-
svefni, leysir úr læðingi orku
hinna vandlátu. Trúin er sigur-
fögnuður lífsins hjá einstakl-
ingum og söfnuðum. Hún er
vonin um sigur hins upprisna,
meðvitund um návist hans, full-
vissa um fyrirheit, sem enn
höfðu ekki ræzt. Trúin er til-
hlökkun til komandi tíma og
eftirvænting eftir eilífðinni. Og
trúin er líka kærléikur, svo
mikill, að enginn þolir að sjá
annan útundan við veizluborð
jarðarinnar, því að þar sem er
eitt hjarta og ein sál, þar er
jörðin og ávöxtur hennar sam-
eign.
EIN MEGIN-LIND —
GUÐÞJÓNUSTAN.
Enginn, sem á annað borð
les Nýja-testamentið með opn-
um augum, getur komizt hjá
að sjá, að trúarlífið í öllum
þess ólíku myndum á sér einn
megin-kjarna, eina megin-lind,
einskonar orkustöð, sem allt
annað lifnar og eflist af. Þessu
lýsir Postulasagan með fáum
og einföldum orðum á þessa
leið: ,,Og þeir héldu sér stöð-
uglega við kenningu postul-
anna, og samfélagið, og brotn-
ingu brauðsins og bænarinnar.“
Það er með öðrum orðum
guðsþjónustan, eða eins og vér
nú mundum segja, messan, sem
er frumkristnum söfnuðum
hin óþrjótandi máttarlind, sem
endurnærir trúarlífið og gefur
því styrk sinn.
Hvernig mátti betta véra?
Guðspjöllin segja oft frá því,
sem gerist, þegar jöurfandi mað-
ur mætti Jesú. Sá, sem trúði
og sá, sem trúað var á, komu
til móts hvor við annan. — Ekki
aðeins einstaklingar, heldur
heilir lærisveinahópar söfnuð-
ust saman, til að heyra orð
hans, finna snertingu hans,
JESÚS NÁLÆGUR.
Nú skyldu menn halda, að
skki væri lengur um það að
ræða, að Jesús Kristur og læri-
sveinar hans mæltu sér mót.
En það var öðru nær. Hann var |
að vísu ósýnilegur, en andi hans
hélt áfram að koma til móts
við mennina. Og tæki Krists-
andans voru nú kenning post-
ulanna, þ. e. a. s. fagnaðarer-
indið, boðað af þjónum hans, og
sakramentið, sem hann stofn-
aði til minningar um návist
sína. Ekki návist, sem eitt sinn
hafði verið, heldur til minning-
ar um návist hans í nútíðinni.
Og samfélagið átti sér enn stað
í bænum, þ. e. a. s. sambæn
safnaðarins, sem kom til guðs-
þjónustunnar. — Það var þetta,
sem var og hefur verið endur-
næring trúarlífsins frá upphafi
og til þessa dags.
í trúariðjunni, mætist guð og
maður, meistarinn og læri-
sveininn, Drottinn og þjónn
hans, Faðirinn og barnið, lækn-
irinn og hinn sjúki, frelsarinn
og hin synduga sál. Hin trúar-
lega athöfn er samtal guðs og
manns, og það samfélag er
burðarrás þeirrar byggingar,
sem vér nefnum kristilegt líf.
NÝJA-TESTAMENTIÐ
ER HREINSKILIN BÓK.
Hefðu höfundar þess ritað
sér til réttlætingar eða kristn-
um mönnum yfirleitt til afsök-
unar, hefði hún orðið töluvert
á annan veg. Hvorki guðspjalla-
menn, postular né sagnaritarar
reyna að draga fjöður ávirðing-
ar kristinna manna né veilur í
trúarlífi þeirra og siðferði.
En niðurstaða þeirra verður
ávallt og allsstaðar hin sama,
að trúarlífið, hið’ lífræna sam-
félag við hinn upprisna Drott-
in, sem átti sér stað í trúarleg-
um iðkunum, hafi samt borið
ávöxt.
Og það sem miður fer, er
þeim ekki sönnun þess, að guðs-
þjónustan sé lítils virði, heldur
alveg öfugt, að mönnunum sé
nauðsyn á að rækja það sam-
félag, sem í henni felst.
— Nýja testamentið verður
alltaf sá spegill, sem kristnir
söfnuðir geta horft í, ef þeir
vilja sjá sjálfa sig. Hinir djörfu
og einlægu menn, sem undir
áhrifum hins heilaga anda
skrifuðu rit, sem endurspegla
trúarlíf sjálfra þeirra og sam-
tíðar þeirra, standa ljóslifandi
fyrir framan mig og þig, og
spyrja: Þorið þér að horfast í
augu við sanna lýsingu af sjálf-
u myður? Þorið þér að kannast
við, hvað yður skortir? Hafið
þér manndáð til að leita úrræða,
eða taka upp aftur það sem þér
hafið vanrækt?
ISLENZKT TRUAR- OG
KIRKJULÍF.
Ég ætla mér ekki að gefa
neina heildarmynd af íslenzku
trúarlífi. Aðeins að benda á
nokkur atriði, sem virðast eftir-
tektarverð, þó að ég sé alveg
við því búinn, að margir muni
eiga erfitt með að fallast á sumt,
sem ég segi.
Eitt geta samt allir orðið
sammála um. Messurnar eru
illa sóttar. — Heimilisguðrækni
á hinum gamla skilningi er ekki
lengur til, nema þá á svo fáum
heimilum, að þess gætir ekki.
Með þessu er ég ekki að segja,
að sjálf trúin sé útdauð. Trúin
er lífseig, og enginn þarf að
halda . að trú, sem rækt hefir
verið með þjóðinni öldum sam-
án, deyi alveg út með ókirkju-
rækni þriggja kynslóða.
Vér sjáum meira að segja
ýmz merki þess, áð trúarþráin
sé farin að segja til sín, meira
en verið hefir undanfarna ára-
tugi. En ef vér reynum að
skyggnast dýpra, er það aðal-
lega tvennt, sem vekur eftir-
tekt. Annars vegar er viss ó-
hreinskilni, sem virðist stafa
af ótta við að tjá sig um þessa
hluti. Hins vegar er fálmið og
festuleysið í trúarlífi þjóðar-
innar.
ÞAÐ ÞARF KJARK TIL
AÐ KANNAST VIÐ
KRIST.
Fyrir nokkru sagði einn af
fremstu og frægustu íþrótta-
mönnum þjóðarinnar alveg
hreinskilnislega til um það,
hvernig bænin til guðs hafi
styrkt hann á úrslitastund
keppninnar. Nýlega barst þetta
í tal, þar sem nokkrir kunningj-
ar ræddu saman. Þá lét ung
kona þessi orð falla: Mér þykir
vænst um, að hann skyldi þora
að kannast við þetta.
Mér hefir ekki gleymst þessi
setning. Til þess var hún alltof
átakanlega sönn. Það þarf m.
ö. o. sérstakt hugrekki fyrir
ungan mann, að kannast við
það, að hann lifi trúarlífi. Og
þetta er hjá þjóð, sem verið
hefur kristin í nærri þúsund ár.
Mér liggur við að spyrja, hvað
sé að óttast, og þó þykist ég
fara nærri um það. — Hann
getur átt það á hættu að vera
álitin vitlaus, eða að minnsta
kosti fífl.
Þjóðin liggur sem sé enn
undir fargi þeirrar fásinnu, að
trúin geti ekki samrýmst heil-
brigðri skynsemi.
Þetta er arfur frá þeim gamla
tíma, þegar ekki þótti samboð-
ið vísindamönnum eða fulltrú-
j um þekkingarinnar að trúa á
guð.
MENNTAMENNIRNIR. '
Nú verður þess samt sem
áður vart við ýmz tækifæri,
að menntamenn þjóðarinnar
séu að losa sig við þessa for-
dóma, sem þeir eða þeirra stétt
’ átti mestan þáttinn í að inn-
ræta fólkinu. En þess verður
sjálfsagt nokkuð að bíða, að ís-
lenzkir menntamenn, svo sem
læknar, kennarar við æðri skól-
ana eða vísindamenn, verði:
trúarlífinu í landinu sá styrk-
ur, sem einmitt þeir eiga að
geta orðið, vegna þess hvert
tillit er tekið til orða þeirra.
Svo er þess auðvitað heldur
ekki að vænta, að þeir séu á:
svipstundu búnir að varpa af
sér viðjunum,, fremur en aðrir.
FÁLM OG REIK.
Hitt atriðið, sem ég nefndi,
fálmið og reikið, kemur fram í
mörgum myndum. En nú vona
ég, að enginn misskilji mig. Ég
er ekki að áfellast þá, sem leita
fyrir sér í alvöru ,að því sem
geti fullnægt trúarþrá þeirra.
í þessu öllu saman er tilaun
hins vegvilta farfugls til þess
að finna áttina heim. Og allt
er betra en algert sinnuleysi
eða sljóleiki 'þeirra, sem ekki
finna neina hræringu hið innra
(Frh. á 9. síðu.)
HANNES Á HORNINU
nr:
Haugarnir á göíumim — Ófremdarástand — Dæmi
, af Ægissíðu — Það> sem gamla konan sagði um
grænlenzku stúlkurnar í Tyrkjaráninu.
UM DAGINN skrifaði Kiót-
hiidur mér og kvartaði undan
því með þungum orðum, hvern-
ig gengið væri frá snjósköflun-
um upp á gangstétíum svo að
næstum væri ómögulegt fyrir
fólk að komast yfir göturnar.
Klóthildur hafði á réttu að
standa, en af tilefni bréfs henn-
ar sagði ég, að hver ætti að gera
hreint fyrir sínum dyrum. Ég
átti við það, að hver og einn ætti
að moka frá sínum tröppum til
hliðar.
NÚ HEF ÉG fengið annað bréf
um þetta efni. Það barst mér
fyrir nokkrum dögum og er enn
í sínum rétti, því að enn eru
skaflar, að vísu nú orðnir svart-
ir af ryki og skít á gangstéttum
og á fólk erfitt með að komast
yfir götur nema með því að taka
á sig stóran krók ef það ætlar
til dæmis að komast á biðstöðv-
ar strætisvagna. Bréfið er svo-
hljóðandi:
VEGFARANDI segir: „Það er
ömurleg sjón að sjá gamalt fólk,
konur með smábörn berandi og
yfirleitt fólk á öllum aldri vera
að klungrast á snjóhaugunum á
flestum gangstéttum bæjarins.
Það er eins og þeir, sem hefla
akbrautirnar, geri sér það að
skyldu að hrúga öllum snjó upp
á gangstéttirnar og jafnvel fyrir
inngangshlið til húsanna. Af
þeim sökum verða vegfarendur
annaðhvort að klifra yfir þessa
auga og út á akbrautirnar eða þá
að klungrast eftir þessum snjó-
dyngjum. Er öllum Ijóst, að af
þessu geta hlotizt slys og hafa
hlotizt. Er ekki hægt að láta laga
þetta? Þessu er beint til bæjar-
yfirvaldanna.“
ÞAÐ ER ALVEG RÉTT, serri
segir í bréfinu, en ég sný ekki
j aftur með það, að hver og einn á
| að gera hreint fyrir sínum dyr-
um. Á sunnudaginn ók ég um
Ægissíðuna. Þar eru mörg glæsi-
leg hús, lúxushús, og að líkind-
um á lúxusfólk þar heima. Á há-
um og fögrum tröppum að einu
lúxushúsinu sá ég stóran skafl
alla leið að dyrunum, aðeins
hafði verið mokað af tröppunum
öðrurn megin, við vegginn, svo
; að þar væri hægt að komst upp
og niður. Þrengra mátti það ekki
ÞETTA ER DÆMI um það,
hvernig menn láta reka á reið-
anum. í gamla daga mokuðu
menn vel frá sínum dyrum. Nú
virðast menri álíta, að bæjarfé-
lagið eigi einnig að sjá um það.
En svo er ekki. Það á að sjá um
að göturnar séu eins greiðfærar
fyrir fólk og unnt er. Að þessu
(Frh. á 11. síðu.)