Alþýðublaðið - 10.03.1957, Page 6
s
s
s
s
S
V
V
V;
S
S
s
;S
V
s
V
s
s!
(Jtgefandi: Alþýðuflokkunnn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. '
Afgreiðslusími: 4900.
Alþýðuprentsmiðjan. Hverfisgötu 8—10
A mtur-Þ ýzkaland
MORGUNBLAÐIÐ birti í
gær i svartletraða ramma-
fregn þess efnis, að austur-
jjýzka ríkisstjórnin hafi
fengið leyfi til að opna skrif-
stofu hér á landi. Þessi fregn
er. vísvitandi ósönn og birt
án þess að blaöið svo mikið
sem. spyrji utanríkisráðu-
neytið, hvort hun væri sönn.
Pessi fregn er miklu alvar-
legri..en almenningi kann að
. virðast í fyrstu, af því að hún
er viljandi tilraun til að
spilla áliti íslendinga erlend-
is. Rr það furðulegt, að rit-
stjóri Morgunblaðsins,
Bjarni Benediktsson, sem
íjálfur er fyrrverandi utan-
ríkisráðherra, varaformaður
Bjáifstæðísflokksins o. fl.,
skuli sýna það ábyrgðarleysi
að skeyta engu, þótt íslenzka
þjóðin sé sköðuð út á við, ef
hann aðeins getur haft í-
myndað pólitískt gagn af
bví. Siíkt ábyrgðarleysi nær
tangt út fyrir venjulega
stjórnmálabaráttu innan-
tands.
Sannleikurinn er sá, að
fsíendingar hafa ekkert
stjórnmálasamband við A,-
Þýzkaland. Þess vegna hef-
ur austur-þýzka stjórnin
ekki beðið um neitt leyfi
til að opna hér skvifstofu
og ekkert slíkt leyfi verið
veitt. Hins vegar hafa ís-
lenzk einkafyrirtæki verzl-
að mikið við autsur-þýzk
einkafyrirtæki, og hafi full-
trúar hinna þýzku fyrir-
tækja sett upp skrifstofu
hér é landi, er það óvið-
komandi íslenzkum stjórn-
arvöldum með öllu. Allt
þetta vita Morgunhlaðs-
menn mætavel. En þeir eru
með fregn sinni að reyna
að koma á kreik orðróm
og flugufréttum þess eðlis,
að íslendingar séu eða ætli
að viðurkenna Austur-
Þýzkaland, af því Bjarni
Benediktsson veit, að allt
slíkt tal getur spillt sam-
búð Islendinga og annarra
þjóða, sem skipta mikið
við og meta mikils.
Frjáisar og fullvalda þjóð-
tr háfa þann hátt að viður-
kenna hverjar aðrar með
fullkomnu stjórnmálasam-
óandi. Það hefði til dæmis
verið lítils virði fyrir íslend-
'nga að stofna lýðveldi sitt
1944, ef engin erlend þjóð
iefði viljað viðurkenna það
>g taka upp stjórnmálasam-
óand við það. Oft kemur það
lyrir, að eitt ríki neitar að
/iðurkenna annað eða slítur
úð það stjórnmálasambandi
if einhverjum sérstökum
ístæðum. Þannig viðurkenna
Bretar Kommúnistastjórn
Kína, en Bandaríkjamenn
ekki og eru ýms dæmi um
slíkt.
Eftir styrjöldina var
Þýzkaland undir hernáms-
stjórn fjögurra stórvelda og
hafði fyrst í stað enga þýzka
stjórn. Það var því ekki við-
urkennt af neinum ríkjum.
Bins vegar voru og eru ná-
iega allir sammála um það,
að minnsta kosti í orði
kveðnu, að ekki sé hægt að
halda þýzku þjóðinni skiptri
til lengdar, en samkomulag
hefur ekki náðzt milli lýð-
ræðisríkjanna annars vegar
og Sovétríkjanna hins vegar
im sameiningu landsins.
Þess vegna gengust Frakkar,
iretar og Bandaríkjamenn
■yrir stofnsetningu Sam-
þandslýðveldis Vestur-
Óýzkalands, en Rússar stofn-
iðu Alþýðulýðveldið Austur-
óýzkaland. Lýðræðisríki
íiafa yfirleitt stutt stefnu
imsturveldanna í þessu mikla
náli og hafa viðurkennt
Festur-Þýzkaland og hafa
/ið það stjórnmálasamband
m ekki Austur-Þýzkaland.
dins vegar hafa Rússar og
leppríkin viðurkennt Aust-
.ir-Þýzkaland.
íslendingar hafa um all-
langt skeið viðurkennt
Vestur-Þýzkaland og hafa
við það fullkomið stjórn-
málasamband. Á sviði
heimsstjórnmálanna eigá
íslendingar og Vestur-
Þjóðverjar samstöðu. Hvor-
tveggja eru lýðræðisþjóðir,
þar sem fullkomið frelsi
ríkir, og báðar þjóðirnar
standa saman í ýmsum
samtökum til verndar friði
og frelsi í heiminum. Hins
vegar standa Austur-Þjóð-
verjar í þessum efnum á
öndverðum meið. Það
mundi verða íslendingum
mikið gleðiefni ekki síður
en flestum öðrum, ef við-
unandi samkomulag næðist
um sameiningu Þýzkalands
í eitt, frjálst og lýðræðis-
legt ríki. En þangað til þau
gleðitíðindi berast er ekki
fyrirhuguð nein breyting á
stjórnmálaafstöðu fslend-
inga gagnvart Þýzkalandi.
Þannig er ástandið á
stjórnmálasviðinu, en við-
skiptamál hafa ávallt og alls
staðar lotið allt öðrum lög-
nálum. Margar þjóðir hafa
neð sér viðskipti, þótt ekki
>é á milli þeirra stjórnmála-
jamband. Svo er um Austur-
Pjóðverja og margar Vestur-
Hvrópuþjóðir, og hafa aust-
ir-þýzk verzlunarfyrirtæki
jkrifstofur í nokkrum þeirra,
in þess að það breyti neinu
jm stjórnmálasambandið.
Viðskipti íslendinga við
Austur-Þjóðverja hafa verið
mikil og gagnleg og verða
^onandi áfram. Þau hafa far-
!ð fram milli austur-þýzkra
>g íslenzkra einkafyrirtækja,
/erzlunarmenn hafa ferðast
nilli landanna og nauðsyn-
eg skriffinnska verið höfð
: frammi á báða bóga. Hins
regar hefur enginn nema
■itstjóri Morgunblaðsins
■eynt að blanda þessu sam-
.n við afstöðu viðkomandi
íkisstjórna, og má nærri
jeta að honum gengur ekki
'ott til.
Byggð í faðmi fjallanna. — Hver blettur er ræktaður.
ÓKUNN LÖND.
3FAJNT ÚR HINUM HRIKALEGA KARA-
KÓRAMFJALLGARÐI vestarlega fellur
Hunzaáin eftir þröngum dal milli gnæfandi
háfjallaraða. Dalurinn er samnefndur ánni,
kallast Hunza, og eins og dalurinn er sér-
k.ennilegur, eru íbúar hans það líka. Þelta er
afskekktur háfjalladalur, ef til vill með af-
skekktari afkinmum á allri jarðarkringlunni.
Vegurinn þangað er sjaldfarinn aðkomu-
mönnum, torsóttur og hættulegur, og fyrir
þessar sakir hefur fátt borizt út í hinn stóra
heim um náttúrufar og líf manna og háttu í
Hunza.
IUNZAÁ.IN fellur í hið mikla og fræga fljót
Indus, rétt áður en það bevgir mður á sléttur
Vestur-Indlands gegnum fjalladalina. Hima-
laja og Tíbet er í suðaustri og austri, hið kín-
verska Sinkiang í norðri og í vestri og norðri
. er skammt til landamæra Afganistan og Sovét
ríkjanna. í vestri er einnig Hindu Kush-
fjaligarðurinn. Næsta nágrenni Hunza er
hrikalegur Karakóramfjallgarður, og nokkru
austan við dalinn rísa sumir af hæstu og
stórkostlegustu fjallatindum heimsins. Þar
er Lamba Pahar eða K2, næsthæsta fjall jarð-
arinnar, 8610 m. yfir sjávarmál. En þó að
ekki sé til þeirra farið, má sjá hengiflug og
svimháa tinda og brúnir fjallanna sem lykja
um Hunza.
j’ÓLKIÐ, SEM BYGGIR HUNZA er bjartara
á hörund og að mörgu leyti betur að sér en
nágrannar þess ýmsir. Uppruni þess er dulinn
í móðu fortíðarinnar, en einangrun um alda-
raðir hefur hjálpað því til að varðveita og
móta sérkenni sín, þó að það telji aðeins um
25 þús. Það liíir á akuryrkju og hefur notað
leysingarvatnið, sem hríslast í bel.iandi ám-og
lækjum niður brattar fjallshiíðarnar til að
vökva akurgreinar og skákir, sem gerðar hafa.
verið með stallamyndun í dalbotninum pg:
undirhlíðum fjallanna. Jarðvegurinn ;er
grýttur og ræktunarstörf erfið. en Hunza-;
menn láta það ekki á sig fá, og standa fram-
ar öðrum fjallabúum á þessum slóðum í vinnu-
tækni sinni. Dalurinn er óvíða breiðari en
ein míla, svo að undirlendið verður ódrjúgt
til ræktunar.
RUNZAMENN eru myndarlegir menn með
dökkt hár og dökk augu, en hafa annars allt
útlit hvítra manna. Þeir klæðast. litskrúðug-
um fötum. Líf þeirra er einfalt og frjáls-
legt. Þeir njóta ekki sérlega.. margra .lysti-
semda, sem menningarþjóðir nútímans hafa
vanið sig á og þykja jafnvel ómissandi. En
þeir búa við ríkulegt frelsi og friðsemd nátt-
úrubarnanna. Og þeir hafa verið kallaðir
heilsubezta fólk í heimi. Þeir er.u Múhameðs-
trúar og þóttu fyrrum herskáir, en eru nú
orðnir friðsamir og eirnir nágrannar. Konur
ganga þar ekki með blæiu fyrir andliti,. og
hafa að kalla jafnrétti við karla.
ÞA:Ð ER E;F TIL VIL.L nábýlið við ein-
hveria mestu fjallrisa jarðarinnar, sem stuðl-
ar hefur að bví að gera Hunzamenn hrausta
og trausta. Þeirra bröngi dalur.. þeirra litla
’eröld nær frá skjólsælum dalbotni með
nlýju loftslagi úpp í hrikahæðir fann-
krýndra fjalla. Frá bæjardyrunum hefur
barnið útsýni til fiallrisanna og það elst upp
í þeim gusti, sem síendur af hvassbrýndum
h°ngiflugum og sundurtættum skriðjökul-
hrömmum. — S. H.
Skandinaviskar siúlkur hafa slæmf orð á sér
víða í Ameríku m í Si
Ástæðan er sú, að j>ær vlta ekki hvað
þykja sjáifsagðar veisæmisregiur
kvenna þar.
NORRÆNAR stúlkur, — það
er að segja skandinaviskar, —
njóta ekki mikils álits á megin-
landi Evrópu eða í Bandaríkj-
unun. að því er segir í frétta-
grein frá New York eftir Arne
Falk Rönne. Telur hann að
þarna muni fyrst og fremst
valda ókunnugleiki nor-
rænna kvenna gagnvart
siðve-'jum og sjónarmið-
um bandarískr i og latínskra
manna varðanc.i ýmis hegðun-
aratriði, er þeir telja skera úr
um það hvort viðkomandi kven
maður sé vændiskona eða ekki.
Fyrir þessa fákænsku hafi
fjöldi norrænna kvenna lent á
glapstigum, bæði á bandaríska
hernámssvæðinu í Þýzkalandi,
í Suður-Evrópu, í Bandaríkjun-
um og ríkjum Suður-Ameríku.
AUTOBAIINMÁDCHEN
Hvort sem Bandaríkjamenn
eru heima eða erlendis, segir
höfundur, skoða þeir hverja
stúlku, sem tekur tali þeirra
1 eða boði um drykk, án þess að-
(standendur þeirra hafi kynnt
þau formlega, sem vændiskonu
I og hagar sér gagnvart henni
samkvæmt því. Sama máli gegn
ir’um stúlkur, sem annaðhvort
veifa bifreiðastjórum eða
þiggja boð bifreiðastjóra um að
i setjast í bifreiðina „stúttan
I spotta“, þær eru og taldar skil-
i yrðislaust vændiskonur og með
, öllu réttlausar . . . „Autobahn-
madchen“ eru þær nefndar í
Þýzkalandi. Eins er um stúlkur,
sem þiggja boð Banclaríkja-
manns eða Suður-Evrópu- og
Suður-Ameríkubúa um að
dansa við þá á dansleik eða á
veitingastöðum, —- þær eru
skilyrðislaust taldar þar með
bjóða sig til vændist og komið
fram við þær sem slíkar.
(Frh. á 11. síðu.)
Sunnudagur 10. niarz 1055.